Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 Hahirsfull kona leysir varia vanda Bangladesh Hasina Wajid; reynir næst að bjóða sig fram í forseta- Khaleda Zia; næsti forsætisráðherra? kosningum. eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur SÚ STJÓRN sem sest að völd- um í Bangladesh að loknum kosningum þann 27. febrúar sl. sem voru fyrstu alvöru kosn- ingar í landinu i háa herrans tíð, verður ekki öfundsverð. Erfiðleikarnir í þessu fátæka landi, hinu þéttbýlasta í heimin- um, hafa löngum verið svo gríð- arlegir að Bangladesh hefur stundum verið líkt við botn- lausa tunnu. „Þetta er land sem á sér enga framtíð, aðeins von- leysi og óáran,“ sagði í grein Far Eastern Economic Review nokkru fyrir kosningarnar. „Sá sem gefur kost á sér til forystu í þessu landi flóða og fárs, of- fjölgunar og hungurs, eymdar og fáfræði er annað hvort bilað- ur hugsjónamaður eða vald- sjúkur maður haldinn þeirri blekkingu að hann geti efnast með því að ná völdum.“ essi staðhæfíng er ekki út í bláinn. Það þykir tíðindum sæta í Bangladesh ef mann- skæð flóð verða ekki að minnsta kosti einu sinni á ári. Með þeim afleiðingum að fjöldi manns lætur lífið, skepnur drepast, eignatjón verður og uppskera eyðileggst. Það heyrir til undantekninga ef mann- drápsfellibylur fer hjá án þess að valda usla. Valdarán oft blóðug hafa verið gerð með fárra ára millibili frá því ríkið sagði skilið við Pakistan og fékk sjálfstæði 1971. Innanlandsóeirðir og ólga stendur öllum framförum fyrir þrifum. Mannfjölgun stórmikið vandamál og ein sú allra mesta í suðaustur Asíu. Ungbarnadauði er mikill, heilsugæsla slök, ólæsi um 71%, þjóðartekjur meðal þess sem lægst gerist í heiminum, eða um 10 þúsund krónur á ári, og svo mætti lengi telja. íbúar í þessu litla Iandi sem er ekki nema 144 þús- und ferkílómetrar eru nú um 115 milljónir og því er spáð að um alda- mót verði þeir 154 milljónir. Engar raunhæfar framfarir geta orðið í Bangladesh á meðan ekki tekst að hafa hemil á mannfjölguninni. Fari fram sem nú mun íbúatala Bangladesh tvöfaldast á næstu 25 árum. Mohammed Ershad forseti hrökklaðist frá völdum í desemberbyrjun. Hann hafði þá ríkt í átta ár og hann er einn margra forystumanna Bangladesh síðustu 20 ár sem hafa komist til valda með byltingu. I hans tilviki urðu þó engar blóðs- úthellingar. Ershad hefur sætt mikilli gagnrýni alla sína stjórnar- tíð - sem er býsna Iöng á bangla- deskan mælikvarða - fyrir spill- ingu og harðstjórn. Þó er erfitt að sjá hvar Ershad gæti hafa dregið sér fé sem ekki er fyrir hendi. Harðstjóri hefur hann ugglaust verið en það er sjálfsagt ekki auð- gert að forðast að sýna hörku þeg- ar í hlut á land eins og Bangla- desh þar sem erfíðleikamir í allri stjórnun virðast óyfírstíganlegir. Undanfarin ár hafa tvær konur verið í fyrirsvari í þeim stjórnar- andstöðufylkingum sem kveðið hefur að. Hasina Wajid er formað- ur Awamibandalagsins. Hún er dóttir Mujiburs Rahmans sem eín- att hefur verið nefndur „faðir Bangladesh" en var drepinn 1975 nokkrum árum eftir sjálfstæðið fékkst. Mujibur naut lýðhylli fram- an af en hann bjó ekki yfír neinum töfraformúlum um hvemig mætti vinna að því að Bangladesh næði fótfestu sem leiddi til að hagur fólksins batn- aði. Hin kon- an, Khaleda Zia og leiðtogi Þjóðarflokks- ins, er ekkja Ziaur Rahman en hann komst til valda í blóð- ugri byltingu nokkrum mánuðum eft- ir að Mujibur var drepinn. Ziaur ríkti í rösk fímm ár. Hann var myrtur 1981. Þær Hasina og Khaleda komu fram á sjónarsvið bangladeskra stjómmála fyrir um sjö- átta ámm. Málflutningur þeirra hefur einkennst af hatri á Ershad og illsku í garð hvor annarrar. Hugmyndir að lausn á vandamálum landsins, sem hjarir á þróunarhjálp, hafa verið magrar. Hasina hefur fullyrt að stuðn- ingsmenn Ziaur hafi staðið að baki drápinu á föður sínum, Khaleda svaraði fullum hálsi og sagði að stuðningsmenn Mujiburs hefðu myrt mann sinn. Fyrst eftir að þær hófu stjóm- málaþáttöku sína var öll barátta háð á persónulegum og tilfinninga- Iegum nótum. I Newsweek las ég fyrir skömmu að síðasta árið hefðu báðar breytt nokkuð um stíl og enginn efaðist um hæfni beggja til að gegna æðsta valdaembætti þjóðarinnar. Þetta kemur þó ekki heim og saman við skrif blaða á þeirra héimaslóðum, til dæmis sagði Far Eastern Economic Revi- ew skömmu fyrir kosningarnar að baráttan hefði verið á svo lágu plani að engu tali tæki. Svo virtist sem báðar konurnar teldu að með því að ná völdum félli allt í Ijúfa löð í Bangladesh og mikii blómatíð rynni upp. Hvor um sig taldi hina óhæfa til að verða forsætisráðherra og þó margir andstæðingar Ershads hafí hvatt til að þær reyndu að ná sáttum og vinna saman strandaði allt á því að hvorug gæti unnt hinni þess að verða forsætisráðherra. Aðalinntak kosningabaráttunn- ar var að sögn fréttaritara á þess- um slóðum að benda á glæpsam- legt athæfí Ershards og minna á væntanleg réttarhöld yfír honum. Þó var greinilegt að frambjóðendur Jaytiaflokks hins illa þokkaða fyr- verandi forseta fengu verulegan hljómgrunn og Ershad sjálfur náði kjöri í fjórum af fímm kjördæmum sem hann bauð sig fram í. Hann situr í stofufangelsi og kom því hvergi nærri í kosningabaráttunni. Khaleda Zia bauð sig einnig fram í fimm kjördæmum og náði kjöri í fjórum, en Hasinu vegnaði sýnu verr, náði aðeins kosningu í einu af fjórum. Raunar hefur mörgum komið á óvart hversu mikill munur var á fylgi Awamibandalags Hasinu og Þjóðar- flokks Khaledu og enn aðrir segja ósig- ur fyrir báðar að flokkur Ershads skyldi ná 70 sætum. Stjórnmálasérfræð- ingar segja að mestu hafi ráðið að fram- bjóðendur Jaytia- flokksins annars vegar og Þjóðar- flokksins hins vegar virðist hafa sýnt viðleitni til að hafa einhveija stefnuskrá að bjóða en Hasina hafí spilað sína plötu um hatur á Ershad og Khaledu án tilbrigða. „Sumir segja að hún hati Khaledu jafnvel meira en Ers- had,“ sagði bangladeskur blaða- maður í símtali við mig. Hann sagði að hvað sem yfirlýsingum Hasinu um Ershad liði hefði sá orðrómur að hún hefði tengsl við Jayitaflokkinn verið lífsseigur. „Trúlega hefur hún ekki gætt að sér í baráttunni því hún hefði að réttu lagi átt að ná verulegu at- kvæðamagni frá flokki forsetans. Hér bjuggust allir við að mjótt yrði á mununum," sagði hann. Sigur Khaledu og Þjóðarflokks er ótvíræður og úrslitin eru ekki síður skellur fyrir Hasinu. Samt dugar þingmannafjöldinn ekki til að Khaleda geti myndað meirihlut- astjórn og ekki munu þær Khaleda og Hasina taka upp samstarf. Nokkrir óháðir þingmenn og full- trúar smáflokka duga henni til að ná meirihluta auk þess eru 30 full- trúar tilnefndir af þinginu allt kon- ur og fær Khaleda þau með sterk- ari stöðu. Lengi vel var búist við því að Awamibandalagið sækti meirihluta atkvæða út á landsbyggðina en í kosningabar- áttunni kom á daginn að Þjóðar- flokkurinn saxaði verulega á fylgi Awami. Khaleda Zia er 46 ára gömul, hún er glæsileg í fasi og fram- göngu en þykir þurr á manninn miðað við Hasinu Wajid sem er glaðsinna og fijálsleg. Hasina er 43 ára. í efnahagsmálum er Khalida talsmaður ftjáls markað- skerfís en Hasina hallast að blönd- uðum markaðsbúskap. „Hvorug er vel að sér um efnahagsmál né al- þjóðamál. Þær hafa verið svo upp- teknar af því að sækjast eftir valdi valdsins vegna, ná sér niður á hvor annarri hefndarinnar og metnaðarins vegna að ég hef á tilfinningunni að það sé nokkuð sama hvor tæki við. Þær hafa ekki þá undirstöðuþekkingu á stjórnun né á landsmálum að maður geti verið bjartsýnn," sagði áðurnefnd- ur blaðamaður við mig. Þó kosningabaráttan nú sé á enda er ekki ýkja langt í þær næstu; forseti skal kjörinn fyrir októberlok og hvorug hefur útilok- að að hún gefi kost á sér. Það gæti því verið að stjórn Bangla- desh sæti á hakanum enn um hríð því þær hafa hugann bundinn við að hefndin er ekki enn fullkomin og sigurinn ekki enn í höfn. Svo að enn verða Bangladeshar að bíða og á meðan heldur hagur þeirra áfram að versna og jarðvegurinn fyrir nýjan harðstjóra og nýtt vald- arán verður frjórri. Þegar ég var í Bangladesh fyrir þremur árum fór ég á útifundi hjá báðum þessum konum og hitti þær síðan - hvora í sínu lagi að sjálf- sögðu - til skrafs. Mér þótti þær aðlaðandi og geðþekkar, greindar og afskaplega viðræðugóðar og hreinskilnar. En það var öllu verra að það var fjarska lítið á þeim að græða. Þær töluðu fjálglega um fyrri tíð þegar faðir/eiginmaður var myrtur og síðan illan hug til Ershads. Þegar ég spurði um fram- tíðaráform þeirra varðandi Bangladesh ef þær kæmust til valda svöruðu báðar með áþekkum yfírlýsingum. „Efla atvinnulífið, bæta heilsugæslu og menntakerf- ið, styrkja landbúnað og fiskveið- ar, treysta gengi tökunnar, gjald- miðilsins í Bangladesh, leyfa öllum að hafa fullt frelsi til að tjá sig, uppræta spillingu í stjórnkerfinu ...“ og svo framvegis og svo fram- vegis. Og báðar klykktu út með að það myndi allt verða svo miklu auð- veldara ef landið losnaði við Ers- had. En mál Bangladesh eru áreið- anlega ekki svo einföld. Því er nú verr og miður. Og þau verða síst af öllu leyst af tveimur hatursfull- um konum. Þuð þykir tíðindum sætu í Bungludesh ef munnskæð f lóð verðu ekki uð minnstu kosti einu sinni ú óri Ungbarnuduuði er mikill, heilsugæslu slök ólæsi um 71%, þjóðartekjur meðal þess sem lægst gerist í heiminum, eða um 10 þúsund krónur ó óri Hvor um sig taldi hina óhæfa til að verða forsætisróðherra Hvorug er vel að sér um ef nahagsmól né alþjóðamól því þærhafa verið svo uppteknar af því að sækjast eftir valdi valdsins vegna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.