Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 Sexmenningarnir frá Birmingham valda gagngerri endurskoöun á bresku réttarkerfi UNS SAKLEYSIER SANNAÐ eftir Þór Jónsson í LIÐLEGA sextán ár sátu sex Irar saklausír í bresku fangelsi, dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar fyrir morð og hryðjuverk, sem þeir áttu engan þátt í. A fimmtudag lét breski áfrýjunar- dómstóllinn þá lausa. Sannanir voru ófullnægjandi auk þess sem ný tækni hafði leitt í ljós að lögreglan hafði falsað sönnunargögn og knúið hina grunuðu til viðurkenninga með pyntingum. En grimmilegast er þó að lögreglan hefur í fimmtán ár haft vitneskju um aðra menn, sem trúlega eru sekir um verknaðinn, en ekkert aðhafst. Sagan um sexmenningana frá E'rmingham fékk farsælan endi, því að fréttamenn dugðu, þegar dómskerfið brást. Birmingham-sexmenningamir fagna frelsinu ásamt þingmanninum sem barðist fyrir því að fá þá lausa öll árin. F.v. John Walker, Patrick Hill, Hugh Callaghan, þingmaðurinn Chris Mullen með trefilinn, Richard Mcilkenny, Gerry Hunter og William Power. Að kvöldi hins 21. nóvember árið 1974 sprengdi írski lýðveldisherinn IRA tvær krár í Birmingham í Eng- landi í loft upp. Tuttugu og einn lét lífíð, hundrað sextíu og tveir slösuð- ust, sumir svo alvarlega að þeir ná sér aldrei. Þetta voru mestu fjölda- morð í breskri sögu. Fyrr þennan sama dag var lík IRA-mannsins James McDade flutt frá Englandi til Belfast á írlandi. Hann fór sér að voða við að koma sprengju fyrir í vikunni áður, en IRA hafði um skeið látið óvenju mikið að sér kveða. Alda sprengju- tilræða hafði riðið yfir. Margir Irar búsettir á Bretlandi fóru til írlands til að fylgja McJDade til grafar. Þar á meðal fimm þeirra, sem síðar urðu heimsþekktir undir heitinu „Birmingham six“. Hinn sjötti kvaddi hina á lestarstöðinni, en var sjálfur um kyrrt og fór hvergi. Félagarnir höfðu hist á lestar- stöðinni í Birmingham um kvöldið, en misst af lestinni, fóru þá á krá og hresstu sig á bjór á meðan þeir biðu næstu lestar. A meðan á lestar- ferð þeirra stóð til Lancaster, en þaðan hugðust þeir taka feijuna yfir til írlands og halda svo áfram til Belfast, spiluðu þeir á spil. Þeir höfðu ekki hugboð um að samtímis sprungu tvær öflugar sprengjur á þeim stað sem þeir höfðu verið skömmu áður. Né að ferð þeirra yrði síðar túlkuð sem flótti af vett- vangi glæps. Maður hringdi og lét lögregluna vita að sprengjurnar myndu springa, sagði að þær væru í New Street, en gaf ekki upp nákvæma staðsetningu. Fáum mínútum síðar sprungu þær á kránum The Tavern in the Town og The Mulberry Bush. Önnur sprengjan var í ferðatösku sem skilin var eftir undir borði, hin í tuðru á svipuðum stað. Krámar lágu sín hvoru megin við strætið. Viðvörunin kom of seint. Það fór ekki á milli mála að IRA væri að verki, jafnvel þótt Iýðveldis- herinn lýsti ekki ábyrgð á hendur sér. Maðurinn sem hringdi kunni merkjakerfi IRA, hann gaf upp lyk- ilorðið XX. Lögreglan gaf út fyrir- skipun þegar eftir ódæðið að landa- mæravarsla skyldi efld til muna. Mennirnir fimm voru handteknir á leið til Belfast, í Heysham port, lítilli landamærastöð í Lancaster, og fluttir á Morecambe-lögreglu- stöðina; sá sjötti var tekinn höndum í Birmingham nokkru síðar, grun- aður um að vera sá, sem hringdi til lögreglunnar. Þeir voru teknir fyrir þá sök eina að vera írar ný- komnir frá Birmingham. Fjölmiðlarnir nefndu þá félaga Billy Power, Gerry Hunter, Hugh Callaghan, Johnny Walker, Paddy Joe Hill og Richard Mcíllkenny snarlega The Birmingham six. Þeir áttu sér engrar undankomu auðið. Upp frá þessu voru þeir sekir uns þeir gætu sannað sakleysi sitt. George Reade lögreglustjóri kom frá Birmingham til að yfirheyra hina grunuðu jafnskjótt og hann spurði handtökuna. En áður tók dr. Frank Skuse réttarlæknir sýni af höndum hinna grunuðu og lagði í sérstaka lausn með natríumlúti, sem átti að litast rauð ef viðkom- andi hafði handfjatlað sprengiefni. Að þessum rannsóknum loknum sagðist dr. Skuse vera 99 prósent viss um að tveir hinna grunuðu, Power og Hill, hefðu átt við sprengi- deig stuttu áður. Þessar upplýsingar nægðu Reade lögreglustjóra, hann lét til skarar skríða svo um munaði, því að til þess var ætlast að morðingjarnir næðust skjótt svo að mætti koma lögum yfir þá. Aðeins þremur dög- um síðar gat Reade friðað yfirboð- ara sína með því að allir sex hefðu játað aðild að hryðjuverkunum og að rannsókn væri lokið. Einu gilti þótt framburði þeirra bæri ekki saman, hvorki hvers við sögu annars né við veruleikann, um hvar sprengjunum hefði nákvæm- lega verið komið fyrir og hve marg- ar þær væru. Fyrir rétti taldi kviðdómur írana sex seka af öllum ákæruatriðum, tuttugu og einu að tölu; fyrir hvert ákæruatriði fékk hver þeirra ævi- langan dóm. Dómarinn taldi sann- animar ótvírætt benda til sektar. Hann byggði dómsúrskurð sinn einkanlega á játningum hinna ákærðu, þrátt fyrir að enginn þeirra gat nærri um staðsetningu sprengj- anna. En hann tók vissulega hlið- sjón af því, að mennirnir höfðu „sannanlega“ haft sprengiefni í fór- um sínum. Trúlega væri þessi aðferð við að leita leifa af sprengiefni á höndum grunaðra manna enn við lýði ef elju- samir fréttamenn hefðu ekki komið upp um galla hennar. Nær því allan níunda áratuginn voru Chris Mullin, blaðamaður og þingmaður Verka- mannaflokksins, Charles Tremayne og Ian McBride, rannsóknarfrétta- menn, nánast í fullu starfi við að komast til botns í þessu máli. Þeir trúðu á sakleysi sexmenninganna frá Birmingham og létu einskis óf- reistað að komast að hinu sanna. Tremayne og McBride einbeittu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.