Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 22
T! pnmn-ii'!/-; fíFfflfH ÍTTP.&3J MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 16. marz munum þeirra, sem starfa við þetta opin- bera fyrirtæki og láta eins og þeir eigi það. Ekki einsdæmi ÞVI MIÐUR ER _ síður en svo eins- dæmi að þannig sé tekið á málum, sem verða ekki leidd til lykta nema rætt sé um þau á opinberum vettvangi af einurð og hreinskilni en ekki höfðað til tilfinninga eða leitast við að gera tillögusmiðum upp skoðanir eða markmið. Nýlega kom hámenntaður útlendingur sem dvalist hefur hér á landi í nokkur ár til bréfritara á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins og lýsti því, hve erfiðlega honum hefði gengið að fá vinnu við sitt hæfi hér á landi. Hann hefur dvalist í mörgum löndum og talar og ritar fjölmörg tungumál. Til þess að styrkja stöðu sína á almennum vinnumarkaði hér hefur hann tekið próf frá Háskóla íslands. Hann hefur víða sótt um vinnu en segir undantekningu að hann fái skriflegt svar við umsóknum sínum og hringi hann fari viðmælendur hans yfirleitt undan í flæmingi og vilji ekki gefa skýr svör. Hann var spurður, hvort þetta væri erfiðara fyrir hann hér en annars staðar. Stóð ekki á svarinu, því að hann sagðist aldrei hafa kynnst lokaðra þjóðfélagi en hinu íslenska, þar sem erfið- ara væri að komast áfram á almennum forsendum, svo virtist sem hér vildu menn helst ekki gera neitt gagnvart neinum nema maður þekkti mann, með öðrum orðum að um einhvers konar klíkustarf- semi væri að ræða. Er þessi lýsing ekki náskyld viðbrögðun- um við hugmyndinni um að breyta eignar- haldi á Rás 2? íslenska þjóðfélagið er á varðbergi gagnvart öllum breytingum og þeir eiga auðvelt með að höfða til almenn- ings sem eru á móti þeim. Utlendingar eru í mörgu tilliti fulltrúar breytinga. Þeir færa með sér ný viðhorf, aðra menningu. í undirmeðvitundinni óttumst við, að þeir geti breytt myndinni, sem við höfum verið að teikna um aldir, þótt þeir hafi hins vegar margir einungis heillast af henni og vilji kynnast henni betur eða verða hluti af listaverkinu. Þjóðarfordómarnir sem hinn erlendi viðmælandi bréfritara lýsti hafa ekki enn fælt hann úr landi en þeir hafa vakið hjá honum kvíða um eigin framtíð hér og honum finnst að hann hafi verið lítillækkaður með því að enginn sýni hæfileikum hans nægan áhuga. Á þessi lýsing ekki að vekja okkur sjálf til umhugsunar um ráðandi viðhorf? Ber ekki of mikið á hinum fordómafyllstu, sem höfða til einföldustu raka, eins og þeirra að með auknum alþjóðlegum samskiptum töpum við bæði landinu og miðunum í hendur útlendinga. Á breyt- ingatímum EF LITIÐ ER YFIR síðustu tíu ár hafa þau verið mesta breytingarskeið í sögu þessarar ald- ar. Þar ber að sjálfsögðu hæst, að gömlu deilurnar milli austurs og vesturs eru úr sögunni. Fyrir tíu árum óttuðust margir að vestrænu lýðræðisríkin væru að tapa í hugmyndafræðilegu baráttunni við komm- únistaríkin vegna þess að friðarhreyfing- arnar væru svo öflugar á Vesturlöndum og stjórnarherrarnir þar alltof einstreng- ingslegir og harðir, þeir hlytu að lúta í lægra haldi. Helmut Kohl er enn kanslari í Þýska- landi eins og hann var þá, en nú með umboð frá allri þýsku þjóðinni eftir hrun Berlínarmúrsins og sósíalisma og komm- únisma. Francois Mitterrand er enn for- seti Frakklands en horfinn frá sósíalísku stefnunni sem hann fylgdi fýrir 10 árum. Ronald Reagan sem friðarsinnar töldu að myndi steypa heiminum í kjarnorkustríð sat sín tvö kjörtímabil sem forseti Banda- ríkjanna og afhenti varaforseta sínum, George Bush, öflugri þjóð sem hefur óskor- aða forystu í heiminum eftir framgönguna gegn Saddam Hussein. Margaret Thatcher varð að víkja sem forsætisráðherra fyrir manni úr eigin flokki en ekki fyrir and,- stæðingum sínum í breska Verkamanna- flokknum. Skriðurinn á aukinni samvinnu Vestur-Evrópuríkjanna er svo mikill að menn mega hafa sig alla við til að fylgj- ast með framvindunni. Heimsmynd kommúnista hefur hrunið. Það voru kommúnistar en ekki lýðræðis- sinnar sem töpuðu í hugmyndafræðilegu baráttunni. Þjóðirnar í Mið- og Austur- Evrópu sækja frá marxisma til lýðræðis. Þótt þær vildu snúa til baka og halda áfram að búa í gerviheimi miðstýringar og marx- isma geta þær það ekki, því að þar er ekkert skjól að finna. Þær verða að taka stefnuna í átt til fijálsræðis og markaðsbú- skapar. Marxisminn er að baki í þessum ríkjum og einnig í Sovétríkjunum, þar sem Míkhaíl Gorbatsjov berst enn við að halda síðasta nýlenduveldinu saman. Hann á undir högg að sækja því að þjóðirnar sem mynda Sovétríkin sætta sig ekki lengur við miðstjórnarvaldið i Moskvu og vilja fá að njóta frelsis til að takast á við viðfangs- efnin. Við sem lifum þessa breytingatíma skilj- um mikilvægi þeirra ekki til fulls. Okkur skortir í senn upplýsingar og hæfilega fjar- lægð til að geta metið áhrifin rétt. Hvergi hafa fordómarnir líklega verið meiri í Evr- ópu, gagnvart útlendingum og öllum breyt- ingum, en hjá einræðisherrunum sem stjórnuðu löndunum í Mið- og Austur-Evr- ópu og fáfróðum og illa upplýstum almenn- ingi, sem býr þar. Tregðulögmálið varð hins vegar að vikja fyrir krafti breyting- anna. Breytingaskeiðið er sársaukafyllra vegna þess hve menn drógu lengi að horf- ast í augu við blákaldar staðreyndir. Enn geta menn hrósað sér af því, að umbylting- in í Evrópu hafi gerst án blóðsúthellinga. Óttinn við þær sækir þó á marga, ekki síst í Sovétríkjunum. Yfirvinnum óttann HRÆÐSLAN VIÐ breytingar er oft miklu sársauka- fyllri en breyting- arnar sjálfar. Þeir sem standa að umbyltingu þurfa oft að veija mun meiri tíma til að sannfæra menn um réttmæti aðgerða sinna en efni þeirra. Menn standa gegn því sem þeir telja í raun sjálfsagt og eðlilegt, af því að þeim finnst tíminn rangur eða leiðin sem valin er vitlaus.' Oft þarf mikla staðfestu til að vinna bug á slikum fordómum. Fyrir áratug eða svo var ógjömingur að fá það samþykkt í borgarstjórn Reykjavikur að afnema hömlur á starfs- tíma verslana. Þá risu menn upp með svip- uðum þjósti og þeir gera nú vegna um- ræðna um Rás 2, þegar rætt var um rýmri afgreiðslutíma verslana. Þetta mál rann í gegnum borgarstjóm Reykjavíkur ágrein- ingslaust fyrir fáeinum vikum. Það treyst- ir sér enginn lengur að standa gegn auknu fijálsræði i þessu efni. Sumar breytingar eru hins vegar þess eðlis að þær þola ekki jafn langan umþótt- unartíma og borgarstjóm gaf sér vegna afgreiðslutimans. Borgarstjórnin gaf sér til dæmis mun skemmri tíma til að afnema pólitíska úthlutunarkerfið í lóðamálum, en afnám opinberrar skömmtunarstjórnar á því sviði hefur verið ein meginforsendan fyrir vexti Reykjavíkur á liðnum ámm. Einkavæðing Rásar 2 þarf ef til vill að geijast í langan tima eins og spurningin um afgreiðslutíma verslana. A hinn bóginn kann að reynast unnt með skjótum hætti að afnema pólitískt úthlutunarvald yfir opinberum íjármunum í stofnunum og sjóðum, sem hafa lengi verið bitbein stjórn- málaflokkanna. Hvort sem okkur líkar betur eða verr búum við nú við meiri aga alþjóðlegrar samkeppni en áður. Engum kemur til hug- ar að við komumst undan þátttöku í al- þjóðasamningunum um viðskiptamál, sem eru kenndir við GATT. Allt bendir til þess að með þeirri samningsgerð gangi bændur inn í nýtt umhverfi, sem sé allt öðru vísu en þeir hafa áður kynnst. íslenskir bændur og þjóðfélagið allt verður að laga sig að því. Tillitið til neytenda er orðið meira en til framleiðenda. Ef menn neita að horfast í augu við þá staðreynd veslast þeir einfald- lega upp og í engu landi komast stjórn- málamenn upp með að leggja byrðar vegna skilningsskorts á þessari breytingu á skatt- greiðendur. Evrópska efnahagssvæðið eða aukin samskipti við Evrópubandalagið auka aga markaðarins hér og skapa nýjar forsendur á mörgum sviðum. Fyrir íslensk- an sjávarútveg er mun skynsamlegra að búa sig undir virka þátttöku í þessum markaði en kalla á verndarstefnu sem byggist á því að íslenska þjóðin fari allt aðra leið en nágrannarnir. I vernduðu umhverfi af því tagi dafnar ekkert til lengdar eða styrkist. Að sjálfsögðu eru menn ekki á einu máli um mat af þessu tagi. Það leiðir hins vegar til þeirrar rökréttu niðurstöðu, að við höfum í raun ekki langan tíma til stefnu. Við getum ekki skotið okkur undan því endalaust að horfast í augu við gjör- breytta tíma, þar sem samkeppni milli þjóða með aukinni nálægð þeirra og sam- vinnu eykst. Til að standast þá samkeppni reynir á marga þætti. Ástæðulaust er að einblína ‘á hina efnahagslegu. Menntun þjóðarinnar og almennur skilningur á nauðsyn þess að úrlausnarefni séu tekin öðrum tökum en áður skipta miklu. í stuttu máli er þör? á breyttu hugarfari, þar sem menn horfa út fyrir stundarhags- muni og eru reiðubúnir til fijálsra og óþvingaðra samskipta innbyrðis og við aðrar þjóðir. Aðeins með opnum huga og atorkusemi tryggjum við stöðu okkar á þessum örlagatímum. Morgunblaðið/Þorkell „Einkavæðing Rásar 2 þarf ef til vill að gerjast í langan tíma eins og spurningin um afgreiðslutíma verslana. Á hinn bóginn kann að reynast unnt með skjótum hætti að afnema pólitískt úthlutunarvald yfir opinberum fjármunum í stofnunum og sjóðum, sem hafa lengi verið bitbein stj órnmálaflokk- anna.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Einkavæðing orkuvera Iræðu á ársþingi iðnrekenda ræddi fráfarandi formaður samtakanna, Víglundur Þor- steinsson, hugsanlega einka- væðingu orkuvera landsmanna. Hann taldi tímabært að afnema einokun ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði atvinnulífsins og huga að flutningi valds og ábyrgðar þannig, að viðskipta- legt mat sitji í fyrirrúmi í rekstri þeirra. Víglundur Þorsteinsson nefndi í þessu sambandi fimm orkufyrirtæki, sem hann taldi kjörin til einkavæðingar, þ.e. Landsvirkjun, Hitaveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Orkubú Suður- nesja og Orkubú Vestfjarða. Davíð Oddsson, borgarstjóri og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, tekur jákvætt undir þessar hugmyndir í Morgunblaðinu í dag en bendir jafnframt á, að fyrirtæki þessi séu í eðli sínu einokunarfyrirtæki og þess vegna þurfi að finna leið til einkavæðingar þeirra, sem menn verði sáttir við. Hugmyndir af þessu tagi hafa komið fram áður en senni- lega hafa þær fengið aukinn byr meðal forystumanna atvinnu- lífsins á undanförnum mánuð- um vegna þess, að þeir telji deilur á milli stjórnmálamanna og flokka hafa flækt um of samningaviðræður Landsvirkj- unar við erlenda aðila um bygg- ingu nýs álvers. Einkavæðing opinberra fyrir- tækja hefur ekki gengið hratt fyrir sig , þótt ríki og sveitarfé- lög þurfí augljóslega að losa þá fjármuni, sem bundnir eru í fjöl- mörgum fyrirtækjum á þeirra vegum. Einkavæðing Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, sem nú er hluti af Granda hf. er dæmi um vel heppnað framtak á þessu sviði. Sala á hlutabréfum ríkis- ins í Eimskipafélagi íslands hf. og Flugleiðum hf. hefur áreið- anlega orðið báðum fyrirtækj- unum til framdráttar. Þróun hlutabréfamarkaðarins hefur gengið svo vel, að hann á að vera undir það búinn að takast á við stærri verkefni eins og t.d. einkavæðingu orkufyrir- tækja. Hins vegar er Ijóst, að einok- unarþátturinn í rekstri þessara fyrirtækja hlýtur að vefjast fyr- ir mönnum. Ef Hitaveita Reykjavíkur yrði gerð að hluta- félagi og hlutabréf í fyrirtækinu seld á almennum markaði en söfnuðust síðan á hendur fárra aðila á nokkurra ára bili er hætt við, að borgarbúar hefðu ýmislegt við það að athuga, bæði sem eigendur fyrirtækisins nú og sem neytendur. Einokun- arstaða fyrirtækisins mundi valda því sjálfu erfíðleikum vegna stöðugra deilna um rétt þess til að hækka gjaldskrár. Spurning er, hvort einkavæð- ing fyrirtækja á borð við Hita- veituna eða Landsvirkjun ætti að fara fram með þeim hætti, að miklar og strangar takmark- anir væru á því, hvað einstakir aðilar mættu eiga stóran hlut í fyrirtækinu og um atkvæðisrétt einstakra aðila. Ábending for- manns Sjálfstæðisflokksins um einokunarþátt málsins er fylli- lega réttmæt og nauðsynlegt að umræður fari fram um þessi atriði. Bretar hafa einkavætt fyrir- tæki á borð við þau, sem hér eru til umræðu og vafalaust má einhvern lærdóm draga af því, hvernig sú einkavæðing hefur verið framkvæmd. Erfitt er að sjá, hvernig hægt yrði að koma við aukinni samkeppni á þessu sviði. Tæpast mundi ann- að fyrirtæki koma til sögunnar til þess að selja íbúum höfuð- borgarsvæðisins heitt vatn en hins vegar kemur auðvitað til greina, að annað fyrirtæki en Landsvirkjun byggi raforkuver. En varla mundi til þess koma, að tvö slík fyrirtæki ættu í sam- keppni um sama markað, heldur mundi landinu skipt á milli þeirra í markaðssvæði. Það eru því ýmis ljón á vegi einkavæðingar orkufyrirtækja en það er vissulega tímabært að efna til umræðna um þetta málefni og sjá, hvort þær um- ræður leiði til þess að fær leið finnist til að koma þessum fyrir- tækjum í einkarekstur. í faxi myrkursins J.S. HELGI spjall Hann kemur á bleikum hesti og það lýsir af faxinu, Ég heiti Dauði segir gesturinn, ég kem í fylgd með rauðum dreka sem slær borgina logandi hala og slengir henni einsog steinvölu uppá svartan brennandi himin og drekinn spýr eitri í augu þín. Vei, vei, yfír hinni föllnu borg. Vei. Og þegar hann er farinn með leiftrandi stjömum loftvamabyssanna horfinn inní loga hrynjandi næturmakkans sem hverfur með dauðum sólum inní dapurlega þögn og hversdagslegt tóm í huga þínum, þá fer hikandi tunga skuggalausum geisla að blóðugu sári einsog sól strjúki vötn og vitji þess enn sem eitt sinn var snerting augans við algóða jörð. 2. Bæn okkar snerting hugans við hugsun guðs. 3. Í Bagdad svart yfirskegg undir samlitri alpahúfu táknleg viðurkenning á brosmildum árangri eldflauga- sálfræðinnar. En sovézkur gervihnöttur, alltsjáandi auga á miðju enni stríðsguðsins, finnur tvo flugmenn í sandauðninni og vísar á þá einsog nál í heystakk. En jörðin engist af sársauka og eldar eru uppi í Heklu. 4. Fréttamennirnir lýstu eldflaugaárásinni einsog flugeldasýningu við minnismerki Washingtons 4. júlí, voru kampakátir og settu upp gasgrímumar í Bagdad, eða var það í Tel Aviv, en það jók til muna áhrifín af beinni útsendingu. Draugaborg, sögðu þeir og bjuggust við eiturvopna- árás og vitstola dýr í hvers manns bijósti. 5. Tilraunir með eldflaugar af nýjustu gerð lofa góðu, segir herfræðingurinn í CNN og spáir jafnvægisbetri heimi í framtíðinni. 6. Gínumar eru nú með gasgrímur í Tel Aviv, það er stríð og hvernigsem allt veltur er nauðsynlegt að tolla í tízkunni því hún ein fer með sigur af hólmi þegar sköddeldflaugar heyra sögunni til. Það getur jafnvel komizt í tízku að þakka guði fyrir góð stríð og góðar gasgrímur. O, Dior(!) 7. Saddam Hússein segir við séum heiðingjar og við sem erum alltaf að reyna að lesa bænirnar okkar(!) M. (meira næsta sunnudag.) IÐ GERÐUÐ SKYSSU Á landsfundinum,“ sagði sundfélagi bréfritara morgun nokkurn í vik- unni. Þess var vænst að framhaldið snerist um hinar afdrifaríku for- mannskosningar eða málamiðlunina sem tókst um málefnin, sem helst voru talin vera til ágreinings fyrir fundinn. Spurt var með dálitlum kvíða í hveiju skyssan hefði verið fólgin. Ekki stóð á svarinu: „Með því að vilja að ríkið hætti að reka Rás 2. Hefur þú ekki heyrt það í þjóðarsálinni, að allir úti á landi em andvígir því?“ Bréf- ritari hafði heyrt ávæning af því og hann varð þess einnig var, að samþykktin um þetta, sem var í ályktun fundarins um menningarmál, hafði verið sérstaklega áréttuð í fréttatíma hljóðvarps ríkisins. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður út- varpsráðs og umræðustjóri í málefnanefnd landsfundarins um menningarmál, var kölluð í stranga yfirheyrslu hjá Stefáni Jóni Hafstein, yfirmanni á Rás 2, sem segist ekki vera til sölu og hefur hvað eftir gefið til kynna í vikunni, að einkaaðil- ar geti ekki vænst þess að hann fylgi Rás 2 verði hún flutt frá ríkinu; þar með sé borin von að nokkur „goodwill“ fylgi með í þeim kaupum. Sundfélaginn hafði sem sé heyrt allt þetta og einnig reiðilestur fólks úti á landsbyggðinni er telur að með því að ríkið hætti að reka Rás 2 verði þjón- usta við það lögð niður. Umræðurnar um framtíð Rásar 2 og landsfund sjálfstæðismanna sýna, hve ein- stök og sérgreind atríði, sem enginn getur í raun talið stórmál, verða það allt í einu ef tekið er til við að fjalla um þau á ákveðn- um forsendum. Hver segir að nýir eigend- ur Rásar 2 myndu hætta allri þjónustu við landbyggðina? Hvers vegna má ekki líta á dreifikerfi Ríkisútvarpsins sem hefur verið reist fyrir skylduáskrift eða skatta landsmanna sem sameign þjóðarinnar með þeim skilningi, að menn fái afnot af því og greiði fyrir þjónustuna? Er eðlilegt að líta þannig á að einstakir ríkisstarfsmenn séu holdgervingar Rásar 2 og án þeirra leysist dagskrá hennar upp? Hvað er svo frumlegt við dagskrána, þegar vinsælasti þátturinn er sá sem hlustendur móta sjálf- ir með símtölum? Eftir að almenningur og stjórnendur Rásar 2 höfðu látið dæluna ganga um þetta mál í nokkra sólarhringa, birtist for- ystugrein í Alþýðublaðinu, sem bar yfír- skriftina: Sláum skjaldborg um Rás 2. Þar segir meðal annars: „Fijálsar stöðvar hafa því miður fallið í sömu gryfju og hægri dagblöðin, að verða erindrekar Sjálfstæðis- flokksins. Það (svo!) verða menn meðal annars áskynja á hveijum degi þegar born- ar eru saman fréttir sjónvarpsstöðvanna. Ríkisútvarpið, sem hefur margflokka Út- varpsráð yfir sér, flytur hlutlausar fréttir. Stöð 2 sem hefur aðeins eigendurna yfir sér, allflesta flokksbundna sjálfstæðis- menn, flytur oft á tíðum pólitískt litaðar fréttir. Til að tryggja áframhaldandi hlut- leysi sterkra fjölmiðla, verða landsmenn að slá skjaldborg um Rás 2. Það væri stór- slys að afhenda einræðisöflum fijálshyggj- unnar fjölmiðla fólksins í landinu." Með þessari forystugrein Alþýðublaðs- ins, málgagns Alþýðuflokksins, er framtíð Rásar 2 sett í stórpólitískt samhengi um leið og með öllu órökstuddar fullyrðingar eru settar fram um fréttamenn Stöðvar 2. Ef Alþýðublaðið er tekið á orðinu ber það umhyggju fyrir framtíð Rásar 2, af því að eigendur blaðsins líta á hana sem hliðholla sér í flokkspólitískum bardaga. Þá er lítt sannfærandi fyrir lesendur Morg- unblaðsins að sjá þá fullyrðingu í Alþýðu- blaðinu, þar sem ekkert kemst að nema stuðningur við Alþýðuflokkinn og einstaka forystumenn hans, að í Morgunblaðinu kynnist menn ekki öðrum sjónarmiðum en þeim sem gera blaðið að erindreka Sjálf- stæðisflokksins. í stuttu máli eru umræð- urnar um framtíð Rásar 2 nú komnar á hefðbundið íslenskt þrasstig, þar sem rök eru látin víkja fyrir pólitískum hagsmun- um, byggðasjónarmiðum og einkahags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.