Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 8
reer sham p/^QBÓK -MORGUNBLAfilB U3 aicr/uia>íUDHOM SUNNUDA-GPR-17rMARg-199T * IT\ \ /"'Gr sunnudagur 17. marz, 5. sd. í föstu. mJJlTLVJ Geirþrúðardagur. 76. dagur ársins 1991. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 7.02 og síðdegisflóð kl. 19.18. Fjara kl. 0.53 og kl. 13.13. Sólarupprás í Rvík kl. 7.41 og sólarlagkl. 19.33. Myrkurkl. 20.21. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.36 ogtungliðerí suðri kl. 14.27. (Almanak Háskóla íslands.) Þegar Jesús sá það, sárnaði honum og hann mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, slíkra er Guðs ríki. (Mark. 10,14.) ÁRNAÐ HEILLA /\áraafmæli. Næstkom- fl U andi þriðjudag, 19. þ.m., er sjötug frú Þórhildur Stefánsdóttir, Reynigrund 73, Kópavogi. Eiginmaður hennar var Tryggvi Ólafsson múrarameistari. Hann lést árið 1985. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu, á af- mælisdaginn, kl. 16-19. JT T|ára afmæli. Á morgun, O \/ 18. marz, er fimmtug Sigurhanna E. Gísladóttir, Viðjugerði 4, Rvík. Hun verður að heiman á afmælis- daginn. O /"VÁRA AFMÆLI. í dag, ÖU 17. marz, er áttræð Sigríður H. Skúladóttir frá Hornströndum í Laxárdal, Arahólum 2, Rvík. Maður hennar var Konráð Þorsteins- son. Hann lést árið 1973. í dag, afmælisdaginn, tekur hún á móti gestum í Kristni- boðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, kl. 14.30-17.30. f7 Tiára afmæli. Á morgun, • U 18. marz, er sjötug frú Jórunn Eyjólfsdóttir, Meðalholti 5, Rvík. Hún tek- ur á móti gestum á heimili dóttur sinnar í Fannafold 26, eftir kl. 16. O /\ára afmæli. Næstkom- Ov andi þriðjudag, 19. þ.m., er áttræð Fanney Andrésdóttir frá Þórisstöð- um í Þorskafirði, A- Barð., Austurbrún 6, Rvík. Hun tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn eftir kl. 20 í sal múrara í Síðumúla 25. KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 bolur, 5 durgslegra manna, 8 tusk- an, 11 þefar, 14 beita, 15 leggur stund á, 16 pening- um, 17 greinir, 19 kven- mannsnafn, 21 alda, 22 tán- ing, 25 sár, 26 spíri, 27 skyldmenni. LÓÐRÉTT: — 2 missir, 3 hugsvölun, 4 gagnlegri, 5 ílátið, 6 dveljast, 7 ekki marga, 9 akfeita, 10 ísnum, 12 þruma, 13 sterkari, 18 tölustafur, 20 flan, 21 end- ing, 23 gelt, 24 tveir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 útlát, 5 óværa, 8 torfa, 9 halur, 10 eld- ar, 14 gái, 15 frúna, 16 gramm, 17 rós, 19 jóar, 21 efli, 22 súrmeti, 25 rót, 26 rak, 27 róg. LÓÐRÉTT: — 2 tía, 3 átu, 4 torgar, 5 ofeigs, 6 val, 7 róa, 9 hafsjór, 10 Ijúfast, 12 djarfir, 13 rembings, 18 ólma, 20 rú, 21 et, 23 rr, 24 ek. Sióðshappdrætti til fhigbjörgunarmála: Þjóðnýtt spilafíkn?! Umdeilt — og síbreytilegt — frumvarp um sjóðshappdrætti var til ^ 2. umræðu i efrí deild i gær. Frá þvi að það kom fyrst fram skömmu fyrir jól hefur því verið breytt með róttækum hætti. Frumvarpinu er ætlað að afla íjár til kaupa á björgunarþyrlu. Vinningar verði í formi ríkisskuldabréfa. 11 \ TGtMGaJO (t ..,(7 S9GS Renndu að þeim næsta. Þessi steingleymdi alveg að endurnýja... FRÉTTIR/MANNAMÓT f DAG, fimmta sunnud. í föstu, er boðunardagur Maríu og þennan dag árið 1917 hóf Tímirm göngu sina. BLÆÐIN G AS JÚKDÓM A- FÉL. íslands heldur aðalfund sinn nk. þriðjudagskvöld í Víkingasal Loftleiðahótels kl. 20.30. Auk aðalfundarstarfa verður kynning á storkukerf- inu, í umsjón Sigmundar Magnússonar prófessors. Einnig flytur Jón Kristinsson bamalæknir erindi um blæð- ingasjúkdóma. Fundurinn og fyrirlestramir eru öllum opn- ir. HÚSMÆÐRAFÉL. Reykjavíkur efnir til sýni- kennslustundar í félagsheim- ili sínu, Baldursg. 9 nk. mið- vikudag 20. mars. Sýni- kennslan verður í höndum Halldórs Snorrasonar mat- reiðslumeistara og hann mun íjalla um ýmiskonar páska- rétti. Sýnikerínslan er öllum opin, meðan húsrúm leyfír. BARNADEILD Heilsu- vemdarstöðvarinnar á Bar- ónsstíg hefur opið hús fyrir foreldra ungra barna nk. þriðjudagkl. 15-16. Umræðu- efni er: Hreyfiþroski bama. HAFNARFJÖRÐUR. Á þriðjudagskvöldið kemur verður haldinn almennur fundur í samkomusal Víði- staðakirkju. Þetta er á vegum Krabbameinsfél. Hafnar- fjarðar, en þessi mánuður er baráttumánuðurinn gegn meini — krabbameini. Sveinn Magnússon héraðslæknir Reykjaneshéraðs flytur erindi um forvarnir — árvekni. Tón- list verður leikin og bornar fram veitingar. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30. NORÐURBRÚN 1. Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra: Mánudagsdagskráin er svona: Kl. 8.30 baðtími, smíðar kl. 9. upplestur kl. 10. Bókaútlán kl. 13, fótaaðgerð- ir, leikfimi, leirmunagerð og hannyrðir. Enska kl. 14. Leið- bein. um tannhirðingu og munn í matsalnum kl. 15. Á Dalbraut verður páskaföndur kl. 13. L AU G ARNESKIRK J A. í dag er kaffísöludagur Kven- fél. Laugamessóknar í safn- aðarheimili kirkjunnar, að lokinni guðsþjónustu í kirkj- unni. Konur sem ætla að gefa kökur í fyrirtækið em beðnar að koma með þær í safnaðar- heimili sunnudag kl. 10-13. SÓKN Starfsmannafél. og Framsókn Verkakvennafél. halda nk. miðvikudagskvöld sameiginlegan spilafund í Sóknarsalnum Skipholti 50a og verður byijað að spila kl. 20.30. Þar með lýkur fjögurra umferða spilakeppni. Spila- verðlaun og kaffíveitingar. FÉL. eldri borgara. í dag er opið hús í Goðheimum, Sigtúni, kl. 14. Frjáls spila- mennska. Dansað kl. 20. Nk. sunnudag 24. þ.m. verður kökubasar í Risinu. BARÐSTRENDINGAFÉL. Spiluð verður félagsvist í dag kl. 14 í Skipholti 70. Kaffi- veitingar. KVENFÉL. Kópavogs. Annað kvöld kl. 20 verður vinnukvöld í herbergi félags- ins. Unnin verður ungbarna- fatnaður fyrir Rauða kross- inn. KVEN STÚDENTAFÉL. ís- lands og Fél. ísl. háskóla- kvenna halda kökubasar í dag í Blómavali kl. 11-14. Tekið verður á móti kökunum frá kl. 10.30. KIRKJUSTARF GRINDAVÍKURKIRKJA: Mánudag 18. marz kl. 20.30 heldur Jónas Ingimundar- son píanótónleikari, éinleiks- tónleika í kirkjunni. Fjöl- breytt efnisval. Tónleikamir eru á vegum Tónlistarskóla Grindavíkur. ÁRBÆJARKIRKJA: Opið hús fyrir aldraða í safnaðar" heimilinu miðvikudag kl. 13.30. Önnur þjónusta við aldraða samkvæmt venju. Mæður og feður ungra barna í Ártúnsholti og Árbæ. Opið hús í safnaðar- heimili Árbæjarkirkju þriðju- dag kl. 10-12. BÚSTAÐÁKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í dag, sunnudag, kl. 17. GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. H ALLGRÍ MSKIRK J A. Kvöldbænir með lestri Passíu- sálma á morgun, mánudag, kl. 18. NESKIRKJA: Æskulýðs- starf unglinga mánudags- kvöld kl. 20. Þriðjudag: Mömmumorgunn. öpið hús fyrir mæður og böm þeirra kl. 10-12. Æskulýðsstarf 12 ára og yngri kl. 17. FELLA- OG HÓLA- KIRKJA. Fundur í Æsku- lýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Fyrirbænir í kirkj- unni þriðjudag kl. 14. SELJAKIRKJA: Mánudag: Fundur KFUK, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. Opið hús fyr- ir 10-12 ára mánudag kl. 17. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: Selfoss var væntanlegur að utan í gær. Þá hafði Valur farið á ströndina. Togarinn Fanney kom til löndunar á Faxamarkað. Tveir græn- lenskir togarar, sem komu til að landa fóru út aftur. Seint á föstudagskvöldið kom grænl. togari inn með veikan mann í áhöfninni. ORÐABOKIIU Flytja — flytjast Síðast var rætt um þann mun, sem er -á notkun germyndar so. að dvelja og svo aftur miðmynd hennar dveljast. Mm. sagnar myndast af gm. hennar með því að bæta við hana endingunni -st. Þetta st er til orðið úr sk, sem komið er úr aftur- beygða fornafninu sik, sem er í nútíðarmáli sig. Þessi munur milli gm. og mm. kemur mjög skýrt í ljós, þegar so. að flytja á í hlut. Tökum dæmi: Al- gengt er, að sagt sé sem svo: Hann flutti frá Reykjavík til Hafnarfjarð- ar. Nú er það svo, að flytja er svonefnd áhrifs- sögn og tekur með sér þf. Menn geta þá spurt sem svo: Hvað flutti hann til Hafnarfjarðar? Svarið í þessu dæmi verður vita- skuld það, að hann flutti sig, en ekki eitthvað ann- að til Hafnarfjarðar. í þessu dæmi á því samkv. . málfræðireglum að vera mm. Hann fluttist til Hafnarfjarðar. Sama verður í öllum sanjs konar dæmum. Þannig má hugsa sér eftirfarandi frá- sögn: Hann fæddist í Reykjavík, en fluttist ung- ur með foreldrum sínum til Akraness og dvaldist þar fram yfír tvítugsaid- ur. Foreldrarnir fluttust síðan til Borgarness, en hann fluttist norður til Akureyrar, þar sem hann dvaldist til æviloka. í þessum dæmum á mm. alls staðar heima, og það ber að sjálfsögðu að virða. - JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.