Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 43
<!1.00 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. í!2.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. 0.10 í hóttinn. Umsjón: Gyða Dröfn Tryggvadóttlr. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. 2.00 Fréttir. - Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 i dagsins önn - Staðalráð. Umsjón: Þórir Ibsen. (Endurtekinn þáttur) 3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Næturtög. leikur næturlög. 4.30 Veðurfregnir. - Næturfögin halda áfram. 5.00 Fréttir al veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Á besta aldri. Umsjón Ólafur Tr. Þórðarson. Létt tónlist, gestur í morgunkaffi. 7.00 Morgun- andakt. Sérs Cesil Haraldsson. 9.00 Fram að hádegi. Umsjón Þuriður Sigurðar- . dóttir. Kl. 9.15 Heiðar, heilsan og hamingjan. 9.30 Heimilispakkinn. Kl. 10.00 Hver er þetta. Verðlaunagetraun. Kl. 10.30 Morgungestur. Kl. 11 Margt er sér til gamans gert. Kl. 11.30 Á ferð og flugi. 12.00 Hádegisspjall. Umsjón Helgi Pétursson. 13.00 Strætin úti að aka. Umsjón Ásgeir Tómas- son. Kl. 13.30 Gluggað í síðdegisblaðið. Kl. 14.00 Brugð- ið á leik í dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins. 15.00 Topparnir takast á. Kl. 16.15 Heiðar, heils- an og hamingjan. (Endurtekið frá morgni). 16.30 Akademían. Kl. 16.30 Púlsinn tekinn i sima 626060. 18.30 Smásaga Aðalstöðvarinnar. 19.00 Kvöldtónar. Umsjón Halldór Backman. 22.00 I draumalandi. Umsjón Ragna Steinun Ey- jólfsdóttir. Draumar hlustenda ráðnir. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Umsjón Rand- ver Jensson. ALFA FM 102,9 8.45 Morgunbæn. Tónlist. 10.00 ístónn. 13.30 Alfa-fréttir. Fréttir af því sem Guð er að gera. Umsjón Kristbjörg Jónsdóttir. 16.00 Svona er lifið. Ingibjörg Guðmundsdóttir. 20.00 Kvölddagskrá Krossins. 20.15 Hver er Guð? Fræðsluþáttur. Umsjón: Kol- beinn Sigurðsson. 20.45 Rétturinn til lífs. 21.20 Kvöldsagan. Guðbjörg Karisdóttir. 21.40 Á stund sem nú. Umræðuþáttur. Umsjón Sigþór Guðmundsson. Gestur þáttarins er Paul Hansen prédikari. 23.00 Dagskrárlok. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Eiríkur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar. 9.00 Páll Þorsteinsson. Starismaður dagsins val- inn. Iþróttafréttir fd. 11. Valtýr Bjöm Valtýsson. 12.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir. 12.00 Hádegisfréttir. 14.00 Snorri Sturluson. Fróðleikur, létt spaug og óskalög. 17.00 island I dag. Jón Ársæll Þórðarson og Bjami Dagur Jónsson taka á máium líðandi stundar. 18.30 Þráinn Brjánsson á vaktinni. 22.00 Haraldur Gíslason. Tónlist. 23.00 Kvöldsögur. Símatími ætlaður hlustendum. 24.00 Haraldur Gíslason á vaktinni. 02.00 Heimir Jónasson é næturvakt. EFF EMM FM 95,7 7.00 A-ð. SteingrimurÓlafsson og Kotbeinn Gisla- son í morgunsárið. Kl. 7.10 Almanak og spak- mæli dagsins. Kl. 7.20 Veður, flug og færð. Kl. 7.30 Slegið á þráðinn. Kl. 7.45 Dagbókin. Kl. 8.00 Fréttir. Kl. 8.15 Blöðin koma i heimsókn. Kl. 8.30 Viðtal dagsins. Kl. 8.45 Slegiö á þráðinn 9.00 Jón Axel Ólafsson. Morgunleikfimi og tónlis. Kl. 9.30 Söngvakeppnin. Kl. 10 Fréttir. Kl. 10.30 Söngvakeppnin. Kl. 10.40 Komdu i Ijós. kl. 11.00 íþróttafréttir. Kl. 11.05 ivarGuðmundsson bregð- ur á leik. Kl. 11.30 Söngvakeppnin. 12.00 Hádegisfréttir. Kl. 12.30 Með ívari i léttum leik. Kl. 13.00 Tónlist. W. 13.15 Léttur leikur í sima 670-957. Id. 13.20 Söngvakeppnnin. Kl. 13.40 Hvertersvariö?KI. 14.00 Fréttir. Kl. 14.10 Vísbending. Kl. 14.30 Söngvakeppnin. W. 14.40 Visbending uppá vasann. Kl. 15.00 Hlustendur leita að svari dagsins. 16.00 Fréttir. Kl. 16.05 Anna björg Birgisdóttir, tón- list. Kl. 16.30 Fregnir af veðri og flugsam- göngum. Kl. 17.00 Topplag áratugarins. Kl. 17.30 Brugðið á leik. Kl. 18.00 Kvöldfréttir. Kl. 18.05 Anna Björk helduráfram. Kl. 18.20 Laga- leikur kvöldsins. K1. 18.45 Endurtekið topplag. 19.00 Breski og bandariski listinn. Vilhjálmur Vil- hjálmsson kynnir 40 vínsælustu lögin i Bretlandi og Bandarikjunum. 22.00 Auðun G. Ólafsson á kvöldvakt. Kl. 22.15 Pepsí-kippa kvöldsins. Kl. 1.00 Dani ólafsson á næturvakt. HLJÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 16.00 Tónlist. Pálmi Guðmundsson. Óskalög og almæliskveðjur í síma 27711. 17.00 ísland í dag. (Frá Bylgjunni). Kl. 17.17 Frétt- ir frá fréttaslofu Bylgjunnar ög Stöðvar 2 18.30 Tónlist. STJARNAN FM 102/104 7.00 Dýragarðurinn. Stjömutónlist, leigubilaleikur, getraunir. 9.00 Vinsældatónlist. Bjarni Haukur Þórsson. 11.00 Geðdeildin. Dóri-Mödder. Lilli og Baddi, Svenni sendill og allar figúrunar mæta til leiks. Umsjón Bjarni Haukur og Sigurður Helgi. 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Getraunir og orð dagsins. 14.00 Sigurður Ragnarsson. Ráðgjafaþjónusta Gabríels Stefénssonar, kvikmyndagetraunir, leikir og tónlist. 17.00 Björn Sigurðsson 20.00 Vinsældapopp. Jóhannes B. Skúlason. 22.00 Arnar Alberfsson. 02.00 Næturtónlist. reei sham .ti 3uaA MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJÓMVARP siaAjaviuoaoM SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 S1 43 Stöð 2: Dag einn Fjalakötturinn sýnir í kvöld ítölsku myndina Dag einn (Un OQ 15 certo giorno) eftir leikstjórann og kvikmyndaframleiðand- "ú ann Ermanno Olmi. Hann er fæddur í Bergamo á Ítalíu árið 1931. Ermanno Olmi hefur haft þann hátt á í verkum sínum að láta arfleifð, menningu og siðvenjur þess staðar sem hann veldur sem sögusvið ráða sögufléttu verka sinna. Þessi mynd er ein fjögura mynda hans sem gerast í borginni Mílanó. 1: „Droppaðu nojunni vina 44 ■■■■ í dag hefst fjögurra þátta röð á Rás 1 um sögu banda- 1K 03 rískra kvennabókmennta frá upphafí kvennabaráttunnar í 14 byijun áttunda áratugarins til dagsins í dag. Þættirnir, sem eru í umsjón Friðriku Benónýsdóttur nefnast „Droppaðu nojunni vina“, leið bandarískra skáldkvenna út af Kvennaklósettinu. Lýst er þróun kvennabókmennta frá ofuráherslu á undirokun kvenna til sam- antektar á stöðu mannsins í heiminum frá upphafi vega. Fjallað verður um verk eftir Anne Sexton, Adrienne Rich, Marylin French, Ericu Young, Alice Walker, Margaret Atwood, Toni Morrison, Ellen Gilchrist, Tama Janowitz, Louise Erdrich og fleiri. í þættinum í dag verður fjallað um upphaf kvennabylgjunnar, öfgar hennar og leit að nýjum sjónarhornum. Lesið verður úr verkum Anne Sexton, Adrianne Rich, Marylin French, Ericu Young, Alice Walker og Margaret Atwood og kíkt á þróun „feminískra" bókmennt- arannsókna. Sjónvarplð: Litróf ■■■■ Að þessu sinni liggur leiðin fyrst til Akureyrar en þar er 91 °5 verið að leggja síðustu hönd á uppfærslu á bandarískum ~~~ söngleik eftir Sam og Bellu Spewack, Kystu mig, Kata, við tónlist Coles Porters. Böðvar Guðmundsson hefur þýtt söngleik- inn en meðal flytjenda eru nokkrir af kunnustu poppurum landsins. Litróf skyggnist að tjaldabaki og fylgist með undirbúningsstarfí. Leikfélag Húsavíkur hyggst færa upp nýtt verki í tali og tónum eftir Jónas Árnason og fáum við forsmekkinn að sýningunni í Lit- rófí kvöldsins. Einnig verður rætt við Sigurð Hallmarsson leikstjóra og sagt frá merkilegum tónleikum sem í uppsiglingu eru þar nyrðra. Af öðrum tiltektum norðanlands má loks ekki gleyma sagnfræðikross- ferð Arthúrs og hans manna, sem unna sér ekki hvfldar fyrr en upp verði grafínn sá aldni heiðursmaður Helgi Magri, fyrsti landnámsmað- ur í Eyjafírði. Árið 1991 erMozartór. Af því tilefni mun Steinar hf. vera meó 2 vikna tilboó á Mozart útgáfum út árið. Núna er þaó heildarútgáfa Mozart Veró á diski er aóeins kr. 895,- Mozart heildarútgáfa Þaó var samdóma álit kunnugra aó heildarútgáfa Philips á verkum Mozarts sé sú vandaðasta og veglegasta er út hefur komió. I þessari vönduóu útgáfu eru 180 diskar og er ekkert undanskilið, allt frá 15 sekúndna píanósmálögum í óperuverk. Meó diskunum fylgir vandaó upplýsingarit um Mozart, flytjendur, upptökur o.fl. Flytj- endur eru þeir bestu sem völ er á, Mitsuku Uchioa, Alfred Brendel, Elly Ameling, Kiri Te Kanawa, Willy Boskovsky, Beaux Arts Trio, Ton Koopman, Henryk Szeryng o.fl. Erum með gott úrval af sígildri tónlist á plötum og kassett- uin á verði frá 599 kr. *MÚ S íK Sígild vers/un - Vaxandi úrvai! hljómplöluverslun Laugavegi 24 sími 18670 eftir Elínu Pálmadóttur Hart á móti hörðu Hhífur og skæri er ekki barna með færi, var manni kennt í æsku. En jafnframt segir gam- algróinn íslenskur málsháttur: Með harðneskjunni hafa menn það. Táknar sjálfsagt að til að framkvæma nauðsynleg verk þurfí samt að hafa hörð áhöld eins og hníf og skæri og kjark til að nota þau. Enda vandséð að íslendingar hefðu lifað af hefði þá skort hörku og dug til að gera það sem gera þurfti. Um- ræður um hörku í pólitík vöktu upp þessa gömlu niður- stöðu úr reynslu- heimi íslendinga og sendu frá honum gárur. Þá fyrstu um harðýðgi við stjóm- málamenn og aðra um harðfylgi til að fylgja eftir því sem gera þarf og skal. Satt er. það að til þarf sterk bein og hörku að standa keikur í beinni út- sendingu framan í sjónvarpsvélum, með stækkunar- gler á hveiju svipbrigði, meðan menn em að mæta örlögum sem taka á þá. Slíkt miskunnarleysi hefur nú haldið innreið sína á íslandi og birtist um síðustu helgi í beinum útsendingum frá lands- fundi sjálfstæðismanna þegar tveir menn kepptu í kosningu um leiðtogasætið í flokknum, sem aðeins annar gat hlotið en hinn hlaut að missa. Það gerðist nú með myndavélamar á andlitun- um á úrslitastundu, svo enginn missti af neinu svipbrigði. Sú þjóðlega dyggð að bera harm sinn ekki á torg, er fyrir borð á vom landi. Það eru víst liðin 40 ár síðan ég fyrst sá slíkar aðfarir til að sýna dramatískt augnablik. Man það enn. Franska kvikmynda- stjaman Jean-Pierre Aumont missti unga og glæsilega konu sína, leikkonuna Maríu Montez. Myndatökumaður hafði komið sér fyrir handan grafarinnar og birtist heilsíðumynd á forsíðu dagblaðs af andliti hans þegar kistan seig og hann bugaðist við gröfína. Líka er minnisstætt þegar maður sá þessu fyrst beitt á úr- slitastundu á stjórnmálamann í sjónvarpi. John G. Diefenbaker, þingmaður, forsætisráðherra Kanada og lengi leiðtogi íhalds- flokksins var kominn yfír sjötugt þegar flokksþing hans setti hann af í beinni útsendingu 1967. Aila nóttina voru sjónvarpsvélamar á andliti þessa mikilúðlega og þekkta stjórnmálamanns, sem minnti mest á gamlan vitran bolabít. Andstæðingur hans, Stanfield, sást hinn rólegasti að eta pylsur. Vakti aðdáun fyrir stillinguna, sem dugði honum samt ekki lengi í forustustöð- unni. Og öll þjóðin vakti til að horfa á gamla manninum ýtt frá — sem hlaut að verða. Pólitíkin er miskunnarlaus, þar sem lin- kind getur ekki síður skaðað. Nú er þetta sem sagt komið til okkar líka. Ekki þó í jarðarfarirnar — hver veit hvenær það bætist við líka? Ef til vill erum við einmitt berskjaldaðri fyrir slíku vegna þeirrar séríslensku hefðar að hin- ir nánustu vitni um sorg sína í blöðum. Auðvitað þarf hörku og still- ingu til að standa slíkt af sér, jafnvel þótt nútíma stjórnmála- menn ættu að vera orðnir vanir sjónvarpi. Þeir gerðu það með sóma sem þarna tókust á. Með sóma, segir maður, og þá er hark- an lofsyrði. En í sama samhengi hefur það orð verið notað í fram- haldi og þá er merkingin beggja blands, eftir því af hvaða munni það fram gengur og orðinu stundum greinilega beitt mark- visst. Annars vegar er það í já- kvæðri merkingu, að harðfylgi muni líklegt til að koma góðum málum fram. Hins vegar í nei- kvæðri merkingu, að sá harðari sé verri forustumaður. Getur orðið dulítið skondið hvernig menn beita þessu orði. Varla var kosning afstaðin á landsfúndi sjálfstæðismanna og Ijóst að Davíð Oddsson yrði form- aður flokksins framvegis en hver spekingurinn af öðrum var dreg- inn fram. Fyrst andstæðingarnir í pólitík, Formaður Alþýðubanda- lagsins auðvitað stórorðastur. Hann kvað augljóst að nú hefði harkan sigrað í Sjálfstæðis- flokknum í persónu Davíðs Odds- sonar og þótti það sýnilega boða illt. Hafði þó í ráðherratíð sinni varla komið í sjónvarp að ekki væri allt illt Þorsteini Pálssyni að keiina. En það skondna var að helstu talsmenn Þorsteins í slagnum voru svo sem fram kom hér í blaðinu Víglundur Þor- steinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, Kristján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegs- manna, Einar Oddur Kristjáns- son, formaður Vinnuveitenda- sambandsins, Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSÍ, Jón Ingvarsson, formaður Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, Friðrik Pálsson, forstjóri SH, Magnús Gunnarsson, forstjóri Sambands íslenskra fískframleið- enda og Viljálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Skrifstofu viðskiptalífsins. Góðir menn og gegnir og sem betur fer með harðfylgi í sínum störfum fyrir land og þjóð. En í þeim sá form- aður Alþýðubandalagsins nú full- trúa hinna mjúku gilda í Sjálf- stæðisflokknum. Ja, hérna! Þeir verða fara að skrifa leikritin sín um verkalýðsbaráttuna upp aftur þegar vinnuveitendur eru orðnir tákn fyrir mýktina. Og spekingar tóku auðvitað að eta þetta upp eftir honum. Það er vissulega margt skrýtið í kýrhausnum. Og svo maður noti rammíslenskan málshátt: Hart á móti hörðu, sagði skraumi, þá hann skeit á móti skruggu. Ætli hann dugi ekki eins og fullyi-ðingar hinna getspöku um um hörkuna, þótt menn viti ekki glöggt hvað orðin merkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.