Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 3
ÍSIENSKA AUGITSINGASTOFAN HF. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 nriiíia ttintnmavTvraa'X » Hvar annars staðar en í ilmhöfgum skógum vié ströndina ájamaica skín sólin allt árið á reggae-ajbrigði af flamingóblómi? Boonoonoonoos! Hreint yndislegt! Sjáðu fyrir þér sykurhvíta strönd, blágrænar öldur á tærum sjó, há fjöll, blikandi fossa og gróskumikinn skóg ... og þú sérð fyrir þér Jamaica... frá og með deginum í dag bjóða Flugleiðir í fyrsta skipti ferðir til Jamaica, einnar af fegurstu eyjum Karíbahafs þar sem þú upplifir ævintýri engu öðra líkt. Verðið er ótrúlega hagstætt: flug (fram og til baka um Baltimore) til Jamaica og gisting þar í hálfan mánuð kostar aðeins frá 70.200 kr. fyrir manninn í tvíbýli. Við bjóðum fyrsta flokks gististaði við allra hæfi. Þjónusta við ferða- menn er til fyrirmyndar og verðlag mjög gott. Stórkostlegar baðstrendur bíða þín á Jamaica, mikil náttúrafegurð, lífsgleði og einstakt tækifæri til hvíldar, hressingar og afþreyingar. Frábær aðstaða til íþróttaiðkana og útivistar, bæði á sjó og landi, og síðast en ekki síst: Golf er íþrótt sem nýtur sérstakrar hylli á Jamaica. Þar era margir af bestu og fegurstu golfvöllum þessa heimshluta og vallargjald að jafnaði aðeins 1000 ísl. kr. Finndu í huganum þegar golan leikur um sólgullið hörand, finndu þróttinn streyma í líkama og sál, finndu ilm af blómum, svalandi veigum og heitu rökkri í paradís á jörð ... og þú finnur í huganum Jamaica. Irie! Stórkostlegt! Hafðu samband og leitaðu nánari upplýsinga í síma 690300 eða á söluskrifstofum Flugleiða og hjá öllum ferðaskrifstofum og umboðsntönnum um land allt. FLUGLEIDIR frá 70.200 kr. \JL Ferðamálaráð Jamaica • Sunburst Holidays • Sandals • Super Clubs • Ciboney • Air Jamaica VISA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.