Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1991 ST/& 1 2 3 w E 6 2 9 10 11 12. 15 1H VM. PÖB 1 IVANCHUK 2Í1S /// i V2 7z k 'tz Vz i /2 i i i !z i <?'/z 1 2 KASPAROV 2800 O /// i Vz ’/z k k íz i k i i i i 9 1 3 B£ LJAVSKV UHO 7z 0 1 k i Ö i 0 0 i i i i i 8 3 H SPEELMAN 2Í10 '/2 '/2 ’/z M y/// 0 k k i 7z 'k 'k 7z i i Tk V-5 5 TUSUPOV 2L0S 'k V2 0 i ///// m i 'k k 'k 0 i 'k 7z i T/z V-5 (0 SALOV 2ÓV5 '/2 '/2 i 'k 0 V///, //// 'k k 'k i 'k 0 7z 1 1 6 ? TIMMAN 2É30 ’/z k 0 Vz k k V/// m k 7z 0 i '/2 i fz Gk !■& 2 KARPOV 2T2S 0 7z i 0 k k 'k //// O O k i i i <0% 7-& LTU60JEVIC 2510 V2 0 1 'k k 'k 'k i //// k 0 0 1 0 Q> Tll 10 ANAND 2635 0 '/2 0 'íz 1 0 i i 'k YY/ 0 0 7z i 6 rn 11 GUREVKH 2650 0 0 0 k 0 k 0 'k i i WA 7/// i k i 6 9-// 12 GELFAND 1100 0 0 0 k k i 'k 0 i i 0 m O 1 5lz /2 11 ENLVEST 1650 '/2 0 0 0 k k O O O k 'k i /// V/A/ 0 3/z /3 1H KAMSKY 26HO 0 0 0 0 0 O 'k 0 i 0 0 O i 7//A m Th /y Heimilistæki f rá mmmJ^^ÍmmX eru vöndui og stílhrein ZANUSSI uppþvottavélar eru til í tveimur gerðum ZW 106 m/ 4 valk. og ID-5020 til innb. m/7 valkerfum. Báðarf. borðb. fyrir 12. Hljóðlátar-einfaldarínotk- un. Verð frá kr. 60.640,- Bjóðum uppá 5 gerðir þvottavéla. 700-800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa á hitasparnaðar- rofi. Hraðvél, sem spararorku, sápu og tíma. Þvottavél með þurrkara og rakaþéttingu. 3ja ára ábyrgð-uppseting. Verðfrákr. 52.585,- ,®o1I Gufugleyparfrá ZANUSSI, CASTOR, FUTURUM og KUP- PERSBUSCH eru bæði fyrir út- blástureða gegnum kolsíu. Verð frá kr. 9.594,- RAFHA, BEHAog KUPPERS- BUSCH eldavélar eru bæði með eða án blæstri. Með glerborði og blæstri. 4 hellur og góður ofn. 2ja ára ábyrgð á RAFHA vélinni -fríuppsetning. Verð frá kr. 44.983,- Um erað ræða mjög margar gerðiraf helluborðum: Glerhellu- borð m/halogen, helluborð 2 gas/2 rafm. eða 4 rafm. hellur með eða án rofa. Verðfrákr. 21.655,- ZANUSSI og KUPPERBUSCH steikar/bökunarofnar í fjölbreyttu úrvali og litum. Með eða án blæstri - m/grillmótor m/kjöthita- mæli - m/katalískum hreinsi- búnðai og fl. Verð frá kr. 34.038,- ZANUSSU örbylgjuofna í stærð- um 18 og 23 Itr. Ljós í ofni, bylgju- dreyfir, gefurfrásérhljóðmerki. 18 Itr. verð kr. 22.998,- 23 Itr. verð kr. 28.122,- m Þurrkara 3 gerðirhefðbundnir, með rakaskynjara eða með raka- þéttingu (barki óþarfur). Hentar ofna á þvottavélina. / Verð frá kr. 36.774,- 7 gerðir kæliskápa: 85,106,124, 185 sm hæð. Með eða án frysti- hálfi. Sjálfv. afhríming. Hægt er aðsnúahurðum. Eyðslugrannir - hljóðlátir. Verðfrákr. 29.727,- Bjóðum upp á 9 gerðir kæli/frystí- skápa. Mjög margirmöguleikarí stæðrum: Hæð 122, 142, 175 og 185sm. Frystiralltaf 4 stjörnu. Sjón ersögu ríkari. Fjarlægjum gamla skápinn. Verðfrákr. 42.229,- Frystiskápar: 50, 125, 200 og 250 Itr. Lokaðir með plaslokum - euðslugrannir - 4 stjörnur. Verðfrá kr. 30.903,- ZANUSSI frystikistur 270 og 396 Itr. Döns gæðavara. Mikil frysti- geta. Ljósíloki. Læsing. 4 stjörn- ur. Verðkr. 41.060,- Verð kr. 49.276,- Verð eru miðuð við staðgreiðslu. Okkarfrábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og éftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Opið sem hér segir: Virka daga til kl. 18.30. Laugardag til kl. 16.00. VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 - LÆKJARGATA 22 Ofurmótíð í Linares: Tí mamótasignr Vassilí ívanstjúk ____________Skák_________________ Margeir Pétursson VASSILÍ ívanstjúk vann einn glæsilegasta mótasigur skáksög- unnar er hann varð hlutskarpast- ur á stórmótinu í Linares á Spáni sem lauk á fimmtudagskvöldið. Ivanstjúk sem er fæddur 18. marz 1969, vann'mörg afrek á mótinu. Hann rauf sigurgöngu Garrí Ka- sparovs heimsmeistara, sem staðið hafði óslitin í nærri tíu ár, frá Tilburg-mótinu haustið 1981. Hann varð líka fyrstur allra skák- manna til að sigra bæði Kasparov og Karpov á sama mótinu og hann var eini taplausi keppandinn á þessu gífurlega erfiða og harða móti þar sem lá við að hver ein- asta skák væri tefld í botn. Ivanstjúk gerði jafntefli í síðustu umferð með svörtu gegn Timman, en Kasparov hefði þá getað náð honum með því að leggja Júsúpov að velli. Sá gaf þó ekkert færi á sér, heimsmeistarinn var aldrei nálægt sigri og niðurstaðan varð jafntefli í 40 leikjum. Skákáhugamenn víðs vegar um hljóta ,mjög að fagna þessum ár- angri ívanstjúks, margir eru orðnir nokkuð þreyttir á langri baráttu þeirra Kasparovs og Karpovs inn- byrðis og einokun þeirra á flestum mótasigrum. Það er reyndar mjög athyglisvert að eftir mótið í Linares virðist ívanstjúk vera kominn upp í annað sætið á alheimsstigalistanum, á eftir Kasparov. Karpov var nefni- lega svo hart leikinn á mótinu að hann tapaði fjórum skákum og varð að sætta sig við aðeins 50% vinnings- hlutfall. Svo lágt hefur hann ekki farið síðan á fjögurra manna móti í Manila árið 1976. Ivanstjúk varð Evrópumeistari unglinga um áramótin 1986-87, en gekk síðan brösuglega í unglinga- mótum. Hann sló í gegn með stór- sigri á New York Open-skákmótinu 1988 og var útnefndur stórmeistari sama ár. Glæsilegasti mótasigur hans fram að þessu var líklega Lin- ares-mótið 1989, er hann varð hálf- um vinningi á, undan Karpov, sem varð annar. Á millisvæðamótinu í Manila í sumar varð ívanstjúk efstur ásamt Gelfand og hann vann glæsi- legasta sigurinn í fyrstu umferð áskorendaeinvígjanna, burstaði landa sinn Judasin 4 V2 - Vi Keppinautur hans í Sovétríkjunum á sama aldri er Borís Gelfand, sem er nú skráður þriðji stigahæsti skák- maður heims en var heilium horfinn í Linares. í næstsíðustu umferðinni tapaði hann fyrir ívanstjúk í aðeins 18 leikjum, sem er einsdæmi hjá svo stigaháum skákmanni. Svo virðist sem það að hái Gelfand einkum að hann er ekki eins fjölhæfur og ívanstjúk og of fastheldinn á byijan- ir. Eftir burstið á Judasrn í einvíginu hafa margir viljað líkja ívanstjúk við Bobby Fischer og er margt til í þeim samanburði. Hann lætur t.d. fátt glepja sig frá skákiðkan rétt eins og Fischer forðum, en er þó frábrugðinn bandaríska snillningnum að því leyti, að hann festi ráð sitt skömmu fyrir mótið í Linares, en Fischer var hins vegar aldrei við kvenmann kenndur. - Ivanstjúk leitaði þó ekki langt yfir skammt að konuefni sínu. Fyrir val- inu varð sovézka stúlkan Alisa Gall- iamova, sem þrátt fyrir að vera að- eins 19 ára, er þegar komin í sovézka Ólympíuliðið. Það gæti því farið svo að eftir nokkur ár verði heimsmeist- aratitlar karla og kvenna í skák báð- ir í sömu fjölskyidunni. ívanstjúk hefur teflt hér í Reykjavík á Stórveldaslag VISA og IBM í fyrra. Þar náði hann mjög góðum árangri, hlaut fjóra vinninga af fimm mögulegum. Það ertalsverð- ur ljóður á ráði hans að hann á ekki sæti í næstu heimsbikarkeppni, en fari svo sem líklegt þykir, að landi hans Valery Salov treysti sér ekki til að vera með í jienni sökum heilsu- leysis, þá tekur Ivanstjúk sæti hans og verður með á fyrsta heimsbikar- mótinu í Reykjavík í haust. Vassilí ívanstjúk Kasparov heimsmeistari mátti reyndar þakka fyrir að halda öðru sætinu, því í næstsíðustu umferð fómaði hann hrók í tóma vitleysu gegn Ljubojevic, sem lék svo hvað eftir annað af sér og tapaði gjörunnu tafli. Alexander Beljavskíj leiddi mótið lengi vel, rétt eins og heimsbik- armótið í Reykjavík 1988, en hlaut aðeins einn og hálfan vinning úr síðustu fimm skákunum og tapaði í síðustu umferðinni fyrir Karpov. Hann má þó mjög vel við sinn árang- ur una, sjö sigrar, fjögur töp og að- eins tvö jafntefli sýna hverskonar baráttujaxl þar er á ferð. Hvítt: Vassilí ívanstjúk Svart: Borís Gelfand Griinfeldsvörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rf3 - Bg7 4. g3 - 0-0 5. Bg2 - d5 6. 0-0 - dðc4 7. Ra3 - c3 8. bðc3 - c5 9. e3! Þetta afbrigði þótti löngum gott á svart, en þessi rólegi og trausti leik- ur júgóslavneska stórmeistarans Pre- drag Nikolic hefur dregið úr því tenn- urnar. Þó hefði mátt ætla að Gelfand væri öllum hnútum kunnugur í stöð- unni eftir að hafa teflt áskorendaein- vígi við Nikolic í febrúar. 9. - Rc6 10. De2 - Da5 11. Bb2 - Rd5 Hér hefur oft verið leikið 11. — Bf5, en hvítur fær þá nokkru betri stöðu eftir 12. Hfcl — Be4 13. Rc4 - Da6 14. Bfl. 12. Hacl - b6? Gelfand treystir hér á hugmynd sovézka stórmeistarans A. Mikhail- chisin, en hefur ekki athugað hana nægilega vel. Leikurinn er reyndar skólabókardæmi um það þegar ekki má veikja skálínu. 13. Rd2 - e6 14. Rb3 Austurríski alþjóðameistarinn Hölzl lék hér 14. e4 gegn Mikhail- chisin á móti í Búdapest í fyrra og eftir 14. — Ba6 15. Rdc4 — Rde7 mátti svartur vel við una. í þó nokk- uð ýtarlegum skýringum sínum við þá skák minnist Rússinn ekki á leik Ivanstjúks. Ætli Gelfand hugsi hon- um ekki þegjandi þörfina? 14. - Da6 15. c4! - Rdb4? Eftir þetta getur svartur ekki umflúið mikið liðstap. Síðasti mögu- leikinn var 15. — Hb8, en eftir það má svara 16. Rb5 með 16. — Rde7. Svartur er þó auðvitað í miklum vandræðum, eftir 15. — Hb8 getur hvíturt.d. unnið peð með 16. dðc5i? 16. Rb5 - Da4 16. — Dða2? gekk ekki vegna 17. Hc3! og 17. — a6 er síðan bezt svar- að með 18. Rd6! og hvítur verður miklu liði yfir. 17. Rc3 — Da6 18. a3 og svartur gafst upp, því hann kemst ekki hjá mannstapi án þess að staðan skáni nokkuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.