Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 4
I FRÉTTIR/YFBRLIT ERUENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MÁRZ 1991 INNLEIMT Davíð Odds- son formað- ur Sjálfstæð- isflokksins DAVÍÐ Odd- son, borgar- stjóri, var var kjörinn form- aður Sjálf- stæðisflokks- ins á lands- fundi flokksins sem lauk í Laugardalshöll fyrir viku og Friðrik Sophusson, alþingismaður, var kjörinn vara- formaður flokksins Morðið í Bankastræti upplýst Sautján ára piltur og 15 |ira stúlka hafa_ játað, að hafa veist að Úlfari Úlfarssyni að morgni 3. mars með þeim afieiðingum að hann lést. Einnig viðurkenndu þau árás á annan mann skömmu síðar. Þrír piltar, 16 og 17 ára, voru í ferð með ungmennunum þessa nótt, en biðu þeirra í íbúð í Reykjavík á meðan þau réðust á mennina. Sinueldar á Suðurlandi Miklir sinueldar loguðu um mest allt Suðurland í vikunni. Engin slys hlutust af. Búvörusamningur undirritaður Nýr búvörusamningur var und- irritaður af landbúnaðarráðherra og samninganefnd Stéttarsam- bands bænda á mánudag, og stað- ERLENT Baker ræð- ir frið í Mið-Aust- urlöndum James Baker, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna, lauk á fímmtudag ferð sinni um nokkur ríki Mið-Austur- landa þar sem hann ræddi við leiðtoga og kannaði möguleika á friðsamlegri lausn deilumála á svæðinu. Hann hélt síðan til Moskvu og ræddi við sovéska ráðamenn. Er Baker ræddi við fréttamenn á flugvellinum í Dam- askus eftir sjö klukkustunda við- ræður við Hafez al-Assad Sýr- landsforseta sagðist ráðherrann vongóður um að hægt yrði að finna leið til að tryggja frið. Hann ítrekaði þá afstöðu George Bush Bandaríkjaforseta að friðarsamn- ingar ættu að byggjast á ályktun- um Sameinuðu þjóðanna nr. 242 og 338. í þeim er kveðið á um brottflutning hetja ísraela frá hernumdu svæðunum gegn því að arabaríkin viðurkepni ísrael og öryggi þess sé tryggt. Stjóm ísraels vísar slíkum hugmyndum á bug. Jeltsín dregur í land Borís Jelstín, forseti Rússlands, sagði á fímmtudag að það hefði verið óþarft þjá sér að nota orðið „stríð“ er hann lýsti yfir því um síðustu helgi að beijast bæri gegn stefnu Sovétstjómarinnar. Jeltsín hefur hvatt til þess að Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi segi af sér og uppskorið heiftarlega gagnrýni harðlínumanna. Júríj Prókófjev, flokksleiðtogi komm- únista í Moskvu, sagði á fímmtu- festi aukafundur Stéttarsam- bandsins samninginn á fímmtu- dag. Samdráttur í sauðfjárfram- leiðslu hefst samkvæmt samn- ingnum strax í sumar, en nánari útfærsla hans er að mestu háð lagabreytingum sem gera verður á Alþingi f haust. Ríkið sýknað Borgardómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfu BHMR vegna setningu bráðabirgðalaga 3. ágúst í fyrra um afnám 4,5% launahækkunar kjarasamning- anna. Sólarhringsverkföll Fiskvinnslufólk um land allt ætlar að leggja niður vinnu næstkom- andi miðvikudag til að leggja áherslu á of háa skatta. Þá hafa flugmenn hjá Flugleiðum boðað til sólarhringsverkfalls 29. mars. Annir á Alþingi Ekki tókst að ljúka störfum Alþingis í vikunni eins og ætlað var og stendur þing því fram í þessa viku. Röskva sigraði Röskva, samtök fijálshyggju- fólks, vann eitt sæti af Vöku, fé- lagi lýðræðissinnaðra stúdenta, í kosningum til Stúdentaráðs. Að- eins munaði sex atkvæðum en Röskva fékk 7 menn kjöma en Vaka sex. Fylkingamar hafa báð- ar 15 menn í Stúdentaráði. Hekla hætt að gjósa Gosið í Heklu hætti á mánudag- inn, en þá hafði gosið samfellt úr fjallinu í 53 daga. dag að Gorbatsjov væri nú í sömu ■aðstöðu og Salvador Allende, þáverandi forseti Chile, skömmu áður en herforingjar veltu honum af stóli 1973. Jeltsín myndi gegna hlutverki Augustos Pinochets hershöfðingja er stóð fyrir upp- reisninni. Verkföll kolanáma- manna héldu áfram í mörgum námum og spenna fór vaxandi vegna atkvæðagreiðsiu í mörgum Sovétlýðveldum um nýjan sam- bandsáttmála er haldin skyldi í gær, laugardag. Ólga í Serbíu Átök urðu í Belgrad um síðustu helgi milli lögreglu og herliðs serbnesku stjómarinnar og and- stæðinga hennar og féllu tveir menn. Mótmælum var haldið áfram þar til á fimmtudag en þá hafði stjóm kommúnista er kalla sig nú sósíalista, látið undan kröf- um um brottrekstur nokkurra yfírmanna á ríkisfjölmiðlum og leyst leiðtoga stjómarandstæð- inga ur haldi. Mótmæli í Bagdad Stjóm Sadd- ams Husseins hefur enn ekki tekist að kveða niður uppreisn shíta-múslima og Kúrda. Út- varpið í Bagdad viður- kenndi í fyrsta sinn á miðvikudag að barist væri í landinu og skýrði frá mannfaili í borginni. Úrvalssveitir Saddams em sagðar beita napalm-sprengj- um gegn uppreisnarmönnum. Birmingham-sexmenning- arnir frjálsir Sex írar, er setið hafa í haldi í yfir sextán ár, dæmdir fyrir sprengjutilræði í Birmingham, vom látnir lausir á fimmtudag. Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að mennimir væm saklausir. Málið hefur valdið harkalegum deilum um margra ára skeið og er talið mikið áfall fyrir breskt réttarkerfí. Lögregluofbeldi í Los Angeles: Barsmíðar festar á myndband Los Angeles. Reuter. Reuter. Þrír lögreglumannanna mæta til réttarhaldanna sem hófust á föstu- Réttarhöld gegn fjórum lög- reglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum hófust á föstu- dag. Eru þeir sakaðir um að hafa misþyrmt Rodney King, 25 ára gömlum svertingja, eftir æsilegan bílaeltingarleik um úthverfi borgarinnar. Barsmíð- arnar voru festar á myndband af kvikmyndaáhugamanni og er myndbandið helsta sönnun- argagnið gegn lögreglumönn- unum. Ef þeir verða sakfelldir éiga þeir yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Lögreglumenn höfðu elt bifreið King um úthverfí Los Angeles þann 3. mars sl. Eftir að hafa stöðvað hann misþyrmdu fjórir lögreglumenn honum harkalega. íbúi í grenndinni, sem nýbúinn var að festa kaup á myndbandsupp- tökuvél, tók upp atburðinn. Má á myndbandinu sjá að King voru veitt að minnsta kosti 56 kylfu- högg auk þess sem sparkað var í hann og hann barinn. Myndbandið hefur verið sýnt í bandarísku sjónvarpi og vakið mikla reiði meðal almennings. dag. Alríkissaksóknari Bandaríkjanna, Dick Thomburg, ákvað í kjölfar þess að hefja rannsókn á lögreglu- ofbeldi í Bandaríkjunum. Ellefu lögreglumenn til viðbót- ar, sem stóðu álengdar og fylgd- ust með barsmíðunum, eiga einnig á hættu að verða dregnir til saka. Deilur um höfuðborg Þýskalands: Forsetinn rekur á eftir kanslaranum BERLÍN hefur verið höfuðborg Þýskalands að nafninu til síðan þýsku ríkin sameinuðust 3. október síðastliðinn. Þingmenn þjóðar- innar hafa hins vegar látið hjá líða að ákveða hvort þing og ríkis- stjóm sambandslýðveldisins eiga að flytja þangað eða verða um kyrrt í Bonn. Þeir hafa fjallað um efnahagserfiðleika austurhlut- ans og átökin við Persaflóa en látið hið viðkvæma mál um hlut- verk höfuðborgarinnar sitja á hakanum. Richard von Weizsac- ker, forseti, er óánægður með það. Hann skrifaði leiðtogum stjóm- málaflokkanna þess vegna bréf í lok febrúar og minnti þá á nauð- syn þess að skera úr um framtíðarsetur ríkisbáknsins. Fjölmiðlar komust i bréfið og heit umræða hófst. Forsetinn ítrekrar afstöðu sína með Berlín en segist mótfallinn því að forsetaembættið eitt verði flutt „svokallaðri höfuðborg til skrauts" ef önnur stjórn- sýsla verður um kyrrt í Bonn. Það var yfírlýstur ásetningur vestur-þýska þingsins í fjóra áratugi að Berlín yrði aftur, fyrr eða síðar, höfuðborg sameinaðs Þýskalands. Þess var minnst í há- tíðarræðum og allir skildu það svo að borgin ætti að verða stjómarset- ur þjóðarinnar. í lögum um stofnun vestur-þýska seðlabankans, Deutsche Bundesbank, frá 1957 segir til dæmis að hann eigi að vera í sömu borg og ríkisstjómin en verði þó í Frankfurt am Main á meðan ríkisstjómin hefur ekki aðsetur í Berlín. — Frankfurt og Bonn komu til greina sem höfuðborgir þegar sambandslýðveldið var stofnað eft- ir heimsstyijöldina síðari og Berlín var í höndum herveldanna fjögurra. Bonn, litla háskólaborgin við Rín, varð fyrir valinu ekki síst vegna þess að hún var skammt frá Rhön- dorf, heimabæ Konrads Adenauers, fyrsta kanslara sambandslýðveldis- ins. Helmut Kohl, núverandi kansl- ari, er frá sömu slóðum og Adenau- er. Hann hefur enn ekki tekið opin- bera afstöðu til höfuðborgarmáls- ins og lét bréf Weizsackers ekki knýja sig til þess. Ábending forset- ans í bréfinu um að það sé í verka- hring leiðtoga þjóðarinnar að vísa veginn svo að opinská umræða geti hafíst og þingið tekið ákvörðun er lesin sem ódulin sneið til kanslar- ans. Weizsácker hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni fyrir afskipti af þessu máli sem fellur ekki undir embættisskyldur hans. Kohl segist munu taka afstöðu til þess sem þingmaður þegar þar að kemur, en það verður væntanlega fyrir sumarfrí þingsins. Aðrir þingmenn fara ekki eins dult með skoðun sína og undir- skriftasöfnun er hafín með stjórn- arsetri í Bonn. Skoðanir eru skiptar innan ríkisstjómarinnar og fiokk- anna allra. Þeir sem vilja að Bonn verði höfuðborg hins nýja Þýska- lands segja að hún sé ímynd sannr- ár valddreifingar BflKSVIP eftir Önnu Bjamadóttur að og benda á stjómarsetur annarra sam- bandsríkja séu í litlum borgum, eins og Bem í Sviss, Canberra í Ástralíu, Ottawa í Kanada og Washington í Banda- ríkjunum. Þeir telja að höfuðborgin eigi að vera menningarsetur þjóð- arinnar og samkomustaður þings- ins við hátíðleg tækifæri eins og hún er nú þegar. Kostnaðurinn við flutning ríkisstofnana vex ýmsum í augum en Weizsácker gerir lítið úr honum í bréfí sínu og segir að kostnaðurinn við að endurreisa Beriín og halda henni gangandi verði mun hærri en flutningskostn- aðurinn ef hún fær ekki að gegna hlutverki sínu sem sönn höfuðborg. Stuðningsmenn Beriínar segja að það sé eðlilegt framhald á sögu Þýskalands að hún taki við fyrra hlutverki sínu þrátt fýrir neikvæðar minningar um miðstýringu og Þriðja ríkið sem eru bundnar borg- inni. Þingmenn og embættismenn eru auk þess ekki taldir hafa nema gott af að lifa og hrærast í stór- borg sem endurspeglar vandamál þjóðarinnar í ýktri mynd í stað þess að njóta kyrrðar og þæginda í smáborginni við Rín. Það er mikið í húfi fyrir báðar Þjóðveija greinir á um hvort flytja eigi þingið og ráðuneyti til höfuðborgarinnar Berlínar eða hvort þessar stofnanir eigi að vera um kyrrt í Bonn. Hér má sjá auglýsingar fulltrúa hvors hóps um sig. borgimar. Um þriðjungur allra starfa í • Bonn er tengdur ríkis- rekstrinum. Borgarstjórinn þar segir að orð Weizsáckers í bréfínu um að Þýskaland verði brú á milli austurs og vesturs í framtíðinni séu í rauninni rök með því að borgimar skipti með sér hlutverkum, brúin verði traustari með tveimur stólp- um, öðmm í stjómarsetrinu Bonn og hinum í höfuðborginni Berlín. Borgarstjórinn í Berlín hefur hins vegar hótað að fara með málið fyrir hæstarétt ef þingmenn ákveða að verða um kyrrt í Bonn ásamt með ríkisstjóminni. Margir bíða átekta og þar á meðal eriend ríki sem hafa sendiráð í Þýskalandi. Þau em öll í Bonn en stærri ríki reka auk þess útibú í Beriín. ísland hefur .aðalræðis- mann í Beriín og ferðum sendiherr- ans í Bonn hefur fjölgað þangað en engar ráðstafanir hafa enn ver- ið gerðar fyrir aukin umsvif ut- anríkisráðuneytisins í Berlín. Og kannski liggur ekkert á. Það mun taka sinn tíma að flytja ríkisstarf- semina, ef af verður, og því verður varia lokið fyrr en upp úr næstu aldamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.