Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 13
fppj. 17. „Ég veit að ég hef þann veika blett, að mér er afskaplega annt um vini mína og mér verður meinilla við menn sem tala illa um þá. Ef ég heyri einhvern tala illa um mann sem mér þykir vænt um eða lít á sem vin minn, tek ég oftast nær til varna fyrir vin minn.“ skópu þennan flokk í byrjun og hafa staðið vörð um hann, hafi fundið þennan stórkostlega gullna meðalveg, sem við eigum að halda áfram að feta. Ég held að sjálfstæðismenn hafi verið heppn- if með sína forystumenn og formenn alla, að minnsta kosti fram til þess sjöunda, sem nú er tekinn við! Allir höfðu þeir mikið til síns ágætis, hver með sínum hætti, en það má ekki gleyma því að tímarnir hafa mikið breyst og eiga fjölmiðlarnir ekki minnstan þátt í því: Meira að segja Ólafur Thors hefði varla verið formaður Sjálfstæðisflokksins í áratugi í nú- tímanum. Nálægðin og stöðug fjölmiðlaumfjöll- un, að mínu viti allt of mikil, gerir það einfald- lega að verkum að starfsævi stjórnmálamanns- ins styttist. Það kemur ákveðin þreyta í þjóð- ina á stjórnmálamönnum og þeir mega í dag ekki gera ráð fyrir því að sitja of lengi — sama hver á í hlut.“ Hætti þegar ég skynja að það sé betra fyrir flokkinn — Ertu með þessu að segja að Davíð Odds- son hyggi ekki á áratuga setu í formannsstól Sjálfstæðisflokksins? „Ég er aðeins að segja, að um leið og ég skynja að það kunni að vera betra fyrir flokk- inn að ég fari, þá mun ég fara, en auðvitað ^get ég ekki nefnt nein tímamörk í því sam- bandi.“ — Hvað með næstu vikurnar? Hvernig held- ur þú að gangi að blása til sóknar fyrir kosn- ingar? „Ég skynja ákveðna gleði og baráttuvilja í flokksmönnum. Það út af fyrir sig fylgir oft breytingum. Ég held að það verði létt að tendra virkan baráttuanda. Ég held að púðrið sé alls staðar og það þurfi bara lítinn neista til þess að logandi baráttueldar kvikni." - Hvernig telur þú að þér muni ganga að starfa með þeim forsvarsmönnum atvinn- ulífsins sem eru virkir innan Sjálfstæðisfiokks- ins og studdu Þorstein mjög einarðlega? „Þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þeir hljóta að þurfa að eiga góð samskipti við mig eins og aðra forystumenn í landinu og ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað en þeir vilji taka upp eðlileg samskipti, sem þeir hafa raunar þegar gefið til kynna sumir hverj- ir og ekki mun standa á mér. Samtök atvinnu- rekenda eru mikilvæg samtök og mér ber auð- vitað skylda til, sem formaður Sjálfstæðis- flokksins, að eiga góð samskipti við þá. Með sama hætti og ég er að halda því fram að það eigi ekki verða nein eftirköst, þá mega ekki heldur vera nein eftirköst hjá mér í garð þeirra sem ekki töldu mitt framboð tímabært eða höfðu andúð á því af öðrum ástæðum." — Þú hefur ekki komið fram sem sérstakur aðdáandi þjóðarsáttarinnar. Hvað mun gerast á kjarabaráttuvellinum, í kjölfar kosninga, eigi Sjálfstæðisflokkurinn aðild að ríkisstjórn? „Ég ætla að geyma mér vangaveltur um stjórnaraðild Sjálfstæðisflokksins og mögulega samstarfsaðila, því ég tel þær ekki tímabærar. Ég hef raunar verið mikill aðdáandi þjóðarsátt- arinnar, að því leyti til að ég taldi hana sýna geysilegan þroska af hálfu viðsemjendanna beggja. Það sem ég hef gagnrýnt snýr fyrst og fremst að ríkisstjórninni sem átti náttúrlega sáralítinn þátt í þjóðarsáttinni. Ríkisstjórnin hefur ekki notað .þennan góða tíma og það svigrúm sem gafst, eins og henni bar. Þvert á móti, hefur hún með sínum aðgerðum og aðgerðaleysi gert það að verkum að þessi góði grundvöllur sem þjóðarsáttin lagði getur tap- ast. Ég tel að höfuðkostur þjóðarsáttarinnar sé sá, að með henni hefur orðið almennur skilning- ur á því að kjör batna ekki með einhveijum stórkostlegum prósentuhækkunum launa.“ — Nú heyrist mér sem þið Einar Oddur séuð að tala sama tungumálið! „Já, það er alveg rétt, en ég tel að það sé afskaplega mikill þungi í fólki vegna þess að hlutur ríkisvaldsins í þessu dæmi hefur orðið eftir. Ríkisstjórnin hefur ekki komið til móts við fólkið sem tók á sig þjóðarsáttina, heldur hefur hún þvert á móti ögrað því með skatta- hækkunum.“ Vil gera vinnubrög'ð þingflokksins markvissari — Hvernig heldur þú að þér muni ganga að stjórna þingflokki Sjálfstæðisflokksins, sem að stórum hluta virðist hafa stutt Þorstein í formannskjörinu? „Þingflokkurinn mun breytast mikið eftir kosningar og það koma margir nýir menn inn. Ég hef átt mjög gott með að umgangast fólk, bæði í mínum eigin flokki og öðrum, andstætt því sem haldið hefur verið fram. Það er mikill misskilningur ef menn halda að ég ætli að koma þarna inn og fara að rembast við að stjórna þingflokki Sjálfstæðisflokksins með handafli. Mér dettur ekki í hug að reyna það og mér dettur ekki i hug að það þurfi. Ég hef gagnrýnt ákveðna hluti varðandi vinnubrögð þingflokksins og hef ekki talið að starfið væri nógu markvisst og umræður oft farið út um víðan völl. Ég held að þingflokkurinn allur hljóti að vinna að því að koma markvissari skipan á störf þingflokksins. Það stendur alls ekki til að minnka vægi hans eða vigt, því hann er ákaflega þýðingarmikill — kannski þýðingarmesta apparatið í stjórnkerfi Sjálf- stæðisflokksins. Þess heldur er mikilvægt að vinnubrögð verði eins markviss og kostur er og mönnum verði gert að taka afstöðu til niála, en tjái sig ekki í hálfkveðnum vísum. Ég tel afskaplega mikilvægt að menn uni í öllum meginatriðum niðurstöðum meirihlutans. Ég hef alloft orðið undir í borgarstjórnarflokkn- um og hef sætt mig við það, þannig að þess hefur ekki orðið vart út á við.“ Þjóðin á skilið að hafa það betra — Það er ljóst að kosningabarátta næstu vikna verður stutt. Hvað mun Sjálfstæðisflokk- urinn leggja megináherslu á í þeirri baráttu? „Ég persónulega mun fara í öll kjördæmin, og gefa fólki færi á því að spyija mig út úr, þar sem ég er svo nýtekinn við. Kosningabar- áttan sem slík verður auðvitað byggð á þeim línum sem lagðar voru á nýafstöðnum lands- fundi. Megininntakið held ég að hljóti að verða það að menn vilji öðruvísi ríkisstjórn heldur en nú er. Menn vilji annan ríkisstjórnargrund- völl en þann hrossakaupagrundvöll sem nú er. Við munum boða ábyrga stjórnarþátttöku Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn sem menn vita að muni ganga nokkuð heilsteypt fram, en ekki kaupa sér lif frá degi til dags. Megin- áherslu leggjum við auðvitað á að þessi þjóð eigi það skilið að hafa það betra og það eru öll skilyrði til þess. Það verður verkefni nýrrar 7 ríkisstjórnar að þvælast ekki fyrir í þeim efn- um, eins og þessi ríkisstjórn hefur gert. Með því að þvælast ekki fyrir, mun ný ríkisstjórn skápa skilyrði fyrir því að hér geti orðið sama þróun og annars staðar. Ég held að það sé vonlaust að gera út á einhveija þjóðarsáttar- samninga ár eftir ár, eftir ár, ef þjóðin sér ekkert i því fyrir sig.“ — Umfjöllun þín í ræðunni á laugardaginn um samningaviðræður EFTA-EB þótti hóg- vær. Hvernig ber að skilja afstöðu þína til EB? „Einfaldlega á þann hátt að ég sé ekki að við þurfum á þessu augnabliki að segja að við þurfum annað hvort að hrökkva eða stökkva — við höfum ekki verið seldir. Ég er ekkert hræddur við að stökkva, ef þess þarf, en ég tel ekki að málið sé þannig vaxið að við séum að missa af neinu tækifæri ef við stökkvum ekki núna. Ég vil að við förum í þessar viðræð- ur sem við nú erum í og í tvíhliða viðræður í framhaldi af því, ef það verður ofan á, með því hugarfari að við erum að semja við aðila til þess að ná fram okkar markmiðum, en ekki endilega til þess að gerast þátttakendur í einhvetjum heildarpakka. Mig vantar ennþá sannfæringu fyrir því að þar séu hlutir sem við komumst ekki af án.“ — Hvernig leggst framtíðin i nýkjörinn formann Sjálfstæðisflokksins, sem nú er að leiða flokkinn út í kosningabaráttu á landsvísu í, fyrsta sinn? „Það er öðrum þræði í mér kvíði, en heilmik- il tilhlökkun einnig. Ég veit að það eru bundn- ar við mig töluverðar væntingar og ég veit að þeir sem mestar væntingarnar hafa, hljóta að verða fyrir vonbrigðum. Ég vona hins vegar, að þeir sem binda við mig skaplegar vænting- ar, verði ekki fyrir vonbrigðum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.