Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.1991, Blaðsíða 10
rr10 jsMGUMLAm mwmm,Vi Mm^m Morgunblaðið/RAX A MEÐANEGRÆÐ VERÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN BREIÐUR FJÖLDAFLOKKUR Davíð Oddsson, nýkjörínn formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Morgunblaðið eftir Agnesi Bragodórrur DAVÍÐ — aðeins fjögurra sólarhringa gamall formaður Sjálfstæðisflokksins, var með móttðku í Hðfða síðdegis á fimmtudag. Við höfðum sett okkur mót á heimili þeirra Ástríðar klukkan hálfsex, en þegar ég hringdi bjöll- unni, á mínútunni hálfsex kom engin mennsk vera til dyra. Ógnandi gelt og urr sem barst út um bréfalúg- una, sannfærði mig og vegfarendur sem leið áttu hjá um að Lynghaga 5 var vandlega gætt, þótt húsbændurn- ir væru að heiman. Það er Shaefferhundurinn Tanni sem sendir mér þarna tóninn — geigvænlegt flykki, sem vegur hálft hundrað kíló, en reynist síðar hinn vinaleg- asti. Ekki árennilegt að lenda á milli tannanna á Tanna, sem hefur 800 kílóa bitkraft! Ástríður renndi í hlað og hUóp léttfætt upp tröppurnar. Hún var gegndrepa af slyddunni — hafði verið úti í Öskjuhlíð að skokka, ásamt vinkonu sinni. Örskömmu siðar snarast borgarstjórinn og nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins inn úr dyr- unum: „Fyrirgefðu, en það voru allt of margar allt of langar ræður fluttar í Höfða, og mér var lífsins ómögu- legt að sleppa fyrr." Af myndugleik drífur Davíð mig til stofu, hverfur frá eitt andartak, og er kominn í virðu- lega jakkapeysu, þegár hann birtist á ný. Svei mér þá, ef hann öðlast ekki einhvern breskan virðuleika við peysuna — það vantar bara koníakið og vindilinn! Akjördag í maí í fyrra birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Geir heitinn Hall- grímsson, fyrrum borgarstjóra og formann Sjálfstæðisflokksins, „Ráð- ríkur borgarstjóri". Hann sagði í þeirri grein að þú væri ráðríkur borg- arstjóri, og gaf ráðríki aðra og víðtæk- ari merkingu með því að segja að þú væri ríkur af ráðum. Davíð í meðbyr er Davíð á uppleið, Davíð sem blómstrar. Hvernig er Davíð sem tapar, eða hef- ur hann kannski litla reynslu af því að verða að lúta í lægra haldi? „Ætli ég sé ekki eins og flestir aðrir hvað það varðar, að vera heldur svekktur þegar slíkt gerist. Ég hef reynslu af því að vera í meirihluta og minnihluta í borgarstjórn. Mér fannst það ekki alveg sanngjarnt í þessari formanns- kosningabaráttu að það var jafnan látið svo sem ég hefði bara dottið beint í borgarstjórastólinn 1982, þar sem ekkert væri nema gull og græniFlskógar. Við tókum við borginni sem andstöðuflokkur og við sem höfum stjórnað borginni undanfarin níu ár höfum haft heilmikið með það að gera að hún er í dag sterk og öflug, sem hún ekki var þegar við unnum hana á nýjan leik. Það má vel vera að mér líði verr í mótbyr, en er það ekki bara mannlegt? En mótbyr dregur ekki úr mér allan kraft, ef það er það sem þú átt við, þvert á móti hef gaman af að takast á við ögrandi verkefni og verðuga andstæðinga. Raunar man ég ekki betur en and- stæðingarnir hafi 1978 og 1982 sagt að ég væri líkari skæru- liða en stjórnmálaforingja. Svavar Gestsson sagði 1982 að kosningabarátta hefði aldrei verið rekin með þeim hætti sem ég rak hana. Hann sagði mér það ekki til hróss, en hún skilaði okkur borginni aftur." Treysti mér til að tapa — Þú tókst geysilega pólitíska áhættu nú þegar þú bauðst þig fram gegn formanni flokksins sem sóttist eftir endur- kjöri. Hvað hefðir þú gert fyrir tæpri viku, ef þú hefðir beðið lægri hlut í formannskjörinu? „Ég hefði áttað mig á því að þá hefði ég verið nýbúinn að taka ranga ákvörðun, en ég hefði ekki lagst í sorg eða sút. Það fylgdi því þegar ég tók ákvörðun um að fara í framboðið, að ég var búinn að gera upp við mig að persónu- lega myndi ég ekki bíða varanlegan skaða af því að tapa. Ég hugsaði það mál mjög veL Sjálfsvitund mín hefði ekki farið illa út úr því að tapa. Ég hefði ekki farið í slaginn, nema ég vissi að ég treysti mér mjög vel til þess að tapa." — Þú varst með aðra ræðu í vinstri jakkavasanum á SJÁBLS. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.