Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 1
SUNNUpAGUR 7. APRIL 1991 jWjygmiftliiftlft BLAÐ SUNNUDAGUR rommiER msmöiBA DREKl Niels-Henmng 10 jeppHSZ?” LJóamynd/Gunnar Guðmundsson eftir Elínu Pólmadóttur Þaö var dr. Siguröur Þórarinsson, jaröfræöingur, sem ó stríðsárunum smyglaöi fyrir Breta út úr Danmörku nýju landakortunum af íslandi, sem lokuöust inni ■ vinnslu í Geodætisk Institut. Hve bagalega lítiö var um kort af landinu kom mjög vel fram í sérblaði Morgunblaðsins 6. maí í vor í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá þvi breski herinn kom til íslands. í heimildaleit í skjalasafni úti í Bretlandi hafði Ólafur K. Magnússon rekist á bréf til leyniþjónustunnar frá breskum sendiráösmanni í Stokkhólmi, sem lýsti þessum vandræðum. Þjóðverjar væru búnir að taka þessi kort, sem munu hafa verið af Austurlandi, NA-landi og SA-landi, og væru að skoða þau hjá þýska hernámsliðinu í Noregi með tilliti til lendingarstaða á íslandi. Og gaf breski sendiráösmaðurinn í skyn að hann gæti líklega fengið sinn mann til þess að ná kortunum. Ekki vissum við meira þá. Nú er komiö í Ijós að maðurinn sem tók að sér þetta hættustarf, að smygla þessum mikilvægu íslensku kortum frá Danmörku, var dr. Sigurður Þórarinsson. Þegar hann svo á leið heim um Skotland árið 1945 var ásamt fleiri íslendingum tekinn þar til yfirheyrslu, talinn grunsamlegur af Bretum, kom í Ijós að hann hafði í férum sínum bréf sem sannaði hver maðurinn var. Hann var því skyndilega orðinn „persona grata" og skipið tafið svo hann kæmist með því heim. Dr. Sigurður Þórarinsson var því „njósnarinn", sem við í vor gáfum í skyn aö hefði bjargaö íslensku kortunum frá Danmörku. Við öskulagarannsóknir. Stefán Jónsson leikari MEÐ _ DEMONINN í SÉR 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.