Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 2
ÍÍÖPGUNBÍ-'AЮ; SUNNUDAGURfft iA»RÍL:i'991 Þegar heimsstytj- öldin skall á lok- uðust inni á Ge- odætisk Institut í Kaupmanna- höfn landakortin af íslandi, her- foringjaráðskort- in svonefndu, sem þar voru í vinnslu og ekki komin út. Mæling- um af landinu var lokið 1939, nema hluta af hálendinu. Þessi kort af landinu voru teiknuð á staðnum af mælingamönnum og svo send til Danmerkur til úr- vinnslu. Var búið að vinna þar kortin frá Hornafirði vestur um til Skagafjarðar. kin kortin þar fyrir utan og af sta-rstum hluta hálendisins voru þ<'ir með hjá Geo- dalisk Institut Ju-gar stríðið skall á. tílöðin fyrir Norðausturland, Austurland og SA l.ind fengu ís- lendingar ekki fyrr en eftir stríð, samkvæmt upplýsingum Ágústs tíöðvarssonar, sem var í mæling- m lum fyrir stríð og varð eftir stríð lörstöðumaður Landmælinga rík- isins. Reynt var að fá þessi blöð fyrr frá Bretlandi, en Geir Zoega, umboðsmaður Geodætisk Institut, lét gera sendinguna upptæka. Það var ekki fyrr en Ágúst talaði við Agnar Kofoed Hansen, lögreglu- stjóra í Reykjavík, sem kvaðst þurfa nauðsynlega á kortunum að halda, að þau fengust til íslands 1947. Þessara dýrmætu korta hef- ur greinilega verið vandlega gætt eftir að þau voru komin í hendur Breta á stríðsárunum. Ekki var undarlegt þótt breska leyniþjónustan, Military Intellig- ence, yrði óróleg þegar barst 26. mars 1942 bréf frá þeirra manni í sendiráðinu í Stokkhólmi, Major Croft, þar sem hann segir að heim- ildarmaður Al, sem sé persónuleg- ur vinur, upplýsi að í október og nóvember um haustið hafi þýsk sérfræðinganefnd skoðað kortin í Geodætisk Institut í Kaupmanna- höfn með tilliti til mögulegra lend- ingarstaða á íslandi. Landakortin og upplýsingarnar, sem nefndin fann þar, hafí verið send til frek- ari skoðunar til Noregs rétt fyrir jól (1941). Hann grunar að Þjóð- verjum séu þar með kunnugir lend- ingarstaðir á íslandi. Því má skjóta hér inn í, að það var einmitt á árinu 1942 að Þjóðveijinn dr. Lodge fór að leita uppi íslendinga í Danmörku til að senda heim með loftskeytatæki í þeim tilgangi að senda þeim veðurfréttir og til að njósna, og nokkra létu þeir svo kafbáta setja á land á Austurlandi 1943 og vorið 1944. Noregur var hemuminn af Þjóðveijum og alltaf óttuðust menn að þeir mundu hugsanlega reyna að taka ísland. Og veðurfréttirnar, sem hætt var að senda út héðan og ekki mátti nefna á prenti, voru Þjóðveijum mjög mikilvægar vegna skipa þeirra á Norður-Atlantshafi og kafbátanna, sem nú voru farnir að heija á skip í námunda við ís- land. Bretar höfðu gert óvirka leynilegu veðurstöðina sem þeir höfðu komið sér upp á Grænlandi. Þjóðverjar höfðu kortin í bréfinu 1942 vísar Major Croft í heimildamann sinn frá sumrinu áður og segir möguleika á því að hann geti náð í þessi nýmældu kort í mælikvarðanum 1:250.000. Þýsk sérfræðinganefnd hafi skoð- að íslensku kortin og hafi þau verið send til Noregs fyrir jól. Óttast hann nú að það sé gert til að kynna sér lendingarstaði fyrir Þjóðveija á íslandi. En hann segir líka að „mögulega geti vitorðs- maður hans frá súmrinu áður náð þessum nýlega gerðu kortum í mælikvarðanum 1:250.000. Hann er sem sagt í sambandi við ein- hvern, sem líklega geti náð þessum mikilvægu kortum frá Kaup- mannahöfn. Komum að því síðar. fleiri íslendingar á undan þeim. Þeir játuðu því. Hvar þeir væru. Doktorinn, Sigurður, hefði eflaust skroppið til London til að kynna sér eitthvað meðan beðið væri skipsferðar, eins og hann hefði haft orð á. En Guðbrandur Hlíðar biði þarna sjálfsagt enn. Það var rétt. Guðbrandur hefur sagt frá því að morguninn eftir kom maður og hafði hann með sér til London, þar sem hann var lengi í haldi. Honum var ókunnugt um að njósn- ararnir sem sendir voru til íslands af Þjóðveijum höfðu sagt við yfir- heyrslur að hann hefði átt að að- stoða þá. En það er önnur saga. Dró upp sönnunargagnið Bresku leyniþjónustumennimir tóku Sigurð Þórarinsson líka i yfir- heyrslu á staðnum. Hvort sem hún stóð lengur eða skemur, kom að því að Sigurður dró bréf upp úr vasa sínum, sem Bretinn í sendi- ráðinu hafði skrifað og endilega viljað láta hann hafa. Hefur vitað að þetta gæti hent, en nokkru áður hafði annar íslendingur, Páll Sigurðsson verkfræðingur, lent í því að vera tekinn til yfirheyrslu á leið heim og var haldið til stríðs- loka. Um leið og Bretarnir höfðu lesið bréfið sem Sigurður var með og kannað sannleiksgildi þess var Siguður orðinn heiðursgestur hjá þeim. Hann sagði frá því síðar hvernig þeir höfðu drifíð hann nið- ur á höfn, þar sem Lyra var að sigla út, hlaupið út eftir hafnar- garðinum og tafíð skipið til að koma honum um borð. En hann var með mikið af bókum og far- angri og því seinn í snúningum. Bretarnir töldu sig eiga honum stóra skuld að gjalda og vildu allt fyrir hann gera. Þeir félagarnir Sigurður Þórar- insson, Þorbjörn Sigurgeirsson og Sigurður Jóhannsson höfðu upp- haflega ætlað að ná Dettifossi heim. En af einhveijum ástæðum varð farkosturinn Lyra. Lyra hafði sloppið út úr höfninni í Noregi þegar Þjóðveijar lögðu landið und- ir sig. Sami norski skipstjórinn var með skipið. Hann varð æfur þegar þeir fóru að tala um veður á leið- ' inni, kvað það ólukkumerki. Skip- unum var safnað saman í skipa- lest í flóa vestan í Skotlandi og heyrðu þeir eitthvað um að beðið væri eftir Dettifossi. En það var ekki fyrr en þeir voru að komaj upp undir land á íslandi eftir erf- iðá ferð að fréttist að Dettifossi hefði verið sökkt af kafbáti vestur af Skotlandi 21. febrúar og 15 menn farist. Bijálað veður var alla leiðina og skipalestin hafði dreifst, enda voru þeir 11 sólarhringa á leiðinni. Á siglingunni milli Vest-J mannaeyja og Reykjavíkur var allt í einu tilkynnt um kafljátaárás1 og skipið sem sigldi á eftir Lyru var skotið niður. Kafbátarnir lágu um þetta leyti fyrir skipunum á þessum slóðum. Um haustið hafði Goðafoss verið skotinn niður út af Garðskaga 10. nóvember og fórust 42. Bretar lögðu því gífur- legt kapp á að ná til þeirra íslend- inga sem þeir vissu eða töldu _að Þjóðveijar væru að senda til ís- lands til þess að afla þeim þaðan veðurfregna. En strax og bréfið góða, sem breski sendiráðsmaðurinn í Stokk- hólmi hafði útbúið Sigurð Þórar- insson með, var komið í ljós voru þeir ekki lengi að átta sig á því að þessi litli maður jneð gleraugun væri maðurinn sem náði mikil- vægu landakortunu.n af íslandi út úr Geodætisk Institut í Kaup- mannahöfn og tók þá áhættu að smygla þeim til Svíþjóðar. Sigurð- ur sagði síðar að hann hefði alveg verið búinn að gleyma þessu bréfí, sem breski sendiráðsmaðurinn vildi endilega að hann tæki við og bæri á sér og því leið góð stund áður en hann dró það upp. Sigurður Þórarinsson var á þessum árum við jarðfræðinám í Stokkhólmi. Hann var að undirbúa doktorsritgerð sína um tímasetn- ingu gjóskulaga, sem hann varði við Stokkhólmsháskóla 1944. Af því tilefni þurfti hann á að halda gögnum í Danmörku eða að minnsta kosti lét það í veðri vaka. Erfítt var að komast á milli Sví- þjóðar og hinnar hemumdu Dan- merkur og til slíkrar ferðar þurfti leyfi Þjóðveija, sem misjafnlega gekk að fá. En Sigurði hefur tek- ist það út á þetta lögmæta erindi. Ekíri hefur tekist að fínna ná- kvæmlega hvenær hann var í Dan- mörku, en kunningi hans man að hann kom til Hafnar einhvern tíma um þetta leyti. Auðvitað fór hitt erindi hans mjög leynt. Sjálfur nefndi hann það ekki við nokkum mann, enda lífshættulegt. Fjöl- mörgum árum síðar sagði hann það af gefnu tilefni tveimur vinum sínum, sínum í hvoru lagi. Ekki þó í smáatriðum. En í stuttu máli, hann náði kortunum og fór með þau gegnum eftirlitið og til Stokk- hólms. Þar tók breski sendiráðs- maðurinn við þeim og kom þeim snarlega til Bretlands. Hvemig þetta var framkvæmt verður að draga af líkum. Fyrir liggur að mikill vinur Sigurðar var danski jarðfræðingurinn prófessor Arne Noe Niegaard, sem m.a. skrifaði sína doktorsritgerð um Síðuna. Hann hafði verið vinur Pálma Hannessonar og kynntist Sigurður Þórarinsson honum gegnum hann og umgekkst hann. En eftir stríð kom í ljós að prófess- or Arne Noe Niegaard hafði verið EFTIR STRÍÐ KOMÍUÓS AÐ PRÓFESSOR ARNE NOE NIEGAARD HAFÐI VERID EINNAFFOR- USTUMÖNNUM DÖNSKU NEÐANJARÐ- ARHREYFINGARINNAR, VERIÐ ÞAR GJALDKERI AÐ ÞVÍ AÐ SAGT ER. VIRÐIST LÍKLEGT AÐ GEGNUM HANN HAFI SIGURÐUR NÁÐ KORT- UNUM, SEM VAR VEL GÆTT OG TEKIÐAÐSER ÞÁ HÆTTUFÖR AÐ SMYGLA ÞEIM TILSVÍ- ÞJÓÐAR. ÞARF EKKIAÐ EYÐA MÖRGUM ORÐ- UMAÐÞVÍHVAÐORÐ- IÐ HEFÐIEF ÞJÓÐVERJ- AR HEFÐU GRIPIÐ HANN MED ÞESSIKORT. einn af forastumönnum dönsku neðanjarðarhreyfíngarinnar, verið þar gjaldkeri að því að sagt er. Virðist líklegt að gegnum hann hafí Sigurður náð kortunum, sem var vel gætt og tekið að sér þá hættuför að smygla þeim til Sví- þjóðar. Þarf ekki að eyða mörgum orðum að því hvað orðið hefði ef Þjóðveijar hefðu gripið hann með þessi kort. Nú leið að þeim tíma sem Sig- urður Þórarinsson ætlaði heim frá Stokkhólmi. Fleiri íslendingar í Stokkhólmi voru einnig á heimleið. Það var ekki auðvelt meðan Þjóð- veijar réðu enn Noregi. Sigurður Þórarinsson lagði af stað 12. febr- úar 1945 í herflugvél, svonefndu Fljúgandi virki, sem flaug ljóslaust í myrkri langan sveig norðarlega yfír Noreg, út á haf og svo suður um til Prestwick í Skotlandi. Með honum í flugvélinni var Guðbrand- ur Hlíðar, dýralæknir, sem líka var á heimleið. Nokkrum dögum seinna komu tveir aðrir íslending- ar með Fljúgandi virki frá Stokk- hólmi, Sigurður Jóhannsson vega- málastjóri og prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur. Allir ætluðu þeir heim til íslands frá Skotlandi með skipi. Þegar Sigurð- ur Jóhannsson og Þorbjörn komu á flugvöllinn í Prestwick seint um kvöld voru þeir teknir í yfirheyrslu af Bretum. Báðir eru þeir látnir, en Sigurður hafði sagt konu sinni frá þessum atburði. Bretinn sem yfirheyrði þá var við skál og mjög leiðinlegur. M.a. spurði hann þá hvort þeir þekktu ýmsa nafn- greinda íslendinga í Höfn. Bretinn spurði hvort ekki hefðu komið Sigurður var að undirbúa doktorsritgerð slna við Stokkhólmsháskóla þegar hann náði kortunum frá Danmörku. Hér er hann að aflokinni doktorsvörninni með Sigurd Hoel, Sven B.F. Jansson og Lennard von Proust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.