Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 24
ÁfcSáG^iAbfií HTii ram A aI€ áWíí: it9tí 23 8 Marinó R. Helga- son - Minning Fæddur 4. júní 1913 Dáinn 29. mars 1991 Því hjarta mitt er fullt af hvfld og fógnuð, af frið mín sál. Þá fínnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð sé alheims mál, að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig, við nætur gæzkuhjartað jörð og himinn að hvfli sig. En þegar hinzt er allur dagur úti og upp gerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann eg til, - í slíkri ró eg kysi mér að kveða eins klökkvan brag og rétta heimi að síðstu sáttahendi um sólarlag. (Stephan G. Stephansson) Með kveðju og innilegri þökk. Asta María og Margrét Það kom mér ekki á óvart er mér var tjáð andlát míns gamla góða vinar, sameignarfélaga og samstarfsmanns Marinós R. Helga- sonar. Hann var búinn að eiga marga erfiða legudaga á spítala, þó síðasta lega hans væri erfíðust. Mér fannst hann aldrei ganga virki- lega heill til skógar eftir að hann veiktist af hinni svokölluðu Akur- eyrarveiki sem gekk hér í kringum 1956. Áður var Marinó sérstaklega heilsuhraustur og kenndi sér aldrei meins. Mér fínnst ég geti kallað hann fóstbróður, því svo hafa for- lögin fléttað saman okkar æviskeið. Við fæddumst á sama bæ, Neðra- Núpi í Miðfírði í Húnaþingi, sitt hvort árið 1912 og 1913, þó aðeins með fímm mánaða millibili. Þama áttum við saman nokkur leikár. Þegar við svo byijum að vinna lend- um við hjá sama fyrirtækinu og þar verður ævistarf beggja, fyrst sem þjónar en síðar sem eigendur hluta, meðeigendur og samstarfsmenn. Á áranum 1932-3 stofnuðum við Marinó, við þriðja mann jámvöra- verslunina Bjöm og Marinó. Þetta var á erfíðustu kreppuárunum og höfuðstóllinn aðallega bjartsýni. Lítið var úr að spila og spart varð að lifa. Tvisvar minnist ég þess að Marinó fór niður á „eyri“ til að afla tekna. En einhvers staðar stendur að betra sé að byija smátt og bæta við en byija stórt og týna niður. Ég minnist þess þegar mér fannst hægt ganga þá var það Marinó sem alltaf hélt sinni ró og stóð sem klettur í hafinu. Samviskusemi var honum í blóð borin í öllum hans störfum. Marinó var sérlega orðvar maður, hafði hugljúfa framkomu og oft skemmti- leg orðatiltæki á reiðum höndum. Enda var Marinó glaður maður í glöðum hóp. Marinó Ragnar var sonur Helga Jónssonar bónda sem lengi bjó í Hnausakoti í Austurárdal en hann var sonur Jóns Jónssonar í Huppahlíð sem var eitt af stórbýlum sveitarinnar. Móðir Marinós var Ólöf Jónsdóttir af borgfírskum ætt- um. Marinó kvæntist Ástu Jónasdótt- ur hjúkranarkonu frá Siglufírði. Hann sagði sjálfur að hún hefði verið sólargeislinn í sínu lífi. En því miður dó hún í blóma lífsins af slys- föram og var það honum mikið áfall. Hjónaband þeirra var sérstak- lega ástúðlegt og era böm þeirra Baldur og Margrét. Að leiðarlokum sendi ég bömum og barnabörnum Marinós mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. „Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, • hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Björn Guðmundsson Mánudaginn 8. apríl verður gerð frá Fossvogskirkju útför Marinós í Biynju. Þessi nöfn hafa hljómað saman lengi. Mönnum var orðið svo tamt að nefna vinnustaðinn um leið og nafn hans var nefnt, enda vora árin orðin 60 sem hann vann sam- fellt við verslunina Brynju í Reykjavík. Ekki kann ég nein skil á verslunarstörfum og vitna því til orða Björns Guðmundssonar for- stjóra, er hann lét falla eftir að heilsu Marinós var mjög farið að hraka nú síðustu ár. „Eg var hjart- anlega ánægður bara ef ég sá að hann gat mætt.“ Þessi orð Bjöms í Brynju þakka ég og tel þau raun- ar segja allt sem segja þarf.um frábæran starfsmann, en Marinó var frábær verkmaður að hveiju sem hann gekk. Það er stór stund í lífí manns þegar nánir ástvinir kveðja eftir langa samveru. En mitt í sorg og trega skal maður einnig gleðjast með honum sem horfínn er. í hug- skoti mínu sé ég fallega mynd, þar sem hann er nú staddur hjá sinni elskulegu eiginkonu Ástu Maríu Jónasdóttur og í hópi fjölmargra annarra vina sem á undan voru famir. Þar ríkir nú fögnuður og gleði. í þessari fögru mynd sé ég hann fyrir mér glaðan og kátan með spaugsyrði á vör eins og hann jafnan var og við þekktum svo vel. Að hugsa á þennan veg léttir sorg og trega. Eftir svo langa samleið okkar var mér vel kunnugt um hug hans til helgrar trúar. Ég bið Guð að halda vemdarhendi yfír bömum hans, fjölskyldum þeirra og heimil- um. Með þessum fáu og fátæklegu línum vil ég og fjölskylda mín frá Hnausakoti færa honum innilegar þakkir fyrir hina fjölmörgu gleði- stundir sem við áttum saman og fyrir margvíslega hjálp sem við fengum að njóta frá hans hendi. Við Jóhanna og fjölskyldur okkar kveðjum bróður og vin hinstu kveðju. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Jóhann Helgason Aðfaranótt föstudagsins langa andaðist Marinó Helgason föður- bróðir minn á sjötugasta og áttunda aldursári. Æviferill Marinós verður ekki rakinn hér, enda kunnur þeim sem þekktu hann. Ekki verður heldur farið mörgum orðum um mannkosti hans. Hógværð og lítillæti ein- kenndu hann, hann kaus að láta athafnir tala og hafði litlar mætur á innantómu orðagjálfri. Á kveðju- stund get ég hins vegar ekki látið hjá líða að votta minningu hans Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLA MARKÚSAR ANDREASSONAR, Bólstaðarhlíð 42, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Nína Sveinsdóttir, Sigrún Óladóttir Saviolidi, Stelios Saviolidis, Svanhvft Óladóttir, Kolbeinn Arngrfmsson, Bryndfs Óladóttir, Óli Ragnarog ísak Kolbeinssynir. Nína María Saviolidi. t Innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför BJARNA BJARNASONAR fyrrverandi brunavarðar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Seljahlíð og deild 4-B, Borgarspítala, fyrir góða umönnun. Selma Bjarnadóttir, Guðmundur Magnússon, Birnir Bjarnason, Edda Flygenring, Sveinbjörn Bjarnason, Catherine Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Konan mín, systir okkar og mágkona, ÁSTA ÁRNADÓTTIR, verður jarðsungin mánudaginn 8. apríl kl. 13.30 í Fossvogskapellu. Sveinn Dagbjartsson, Vikar Árnason, Svanhvft Sigurjónsdóttir, Þráinn Árnason, Anna Sigurðardóttir, Birgir Árnason, Barði Árnason, Ingrid Paulsen. t Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför bróður okkar, HINRIKS ÁSGEIRSSONAR, og móður okkar, RANNVEIGAR VILHJÁLMSDÓTTUR frá Hnífsdal. Guðrún Ásgeirsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Kristján Ásgeirsson, Guðni Ásgeirsson, Margeir Asgeirsson, Elenóra Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Kristján Jóhannesson, Ólöf Hjartardóttir, Sigríður Hiartardóttir, Ásthildur Arnadóttir, Ester Ingadóttir, Halldór Asgeirsson, og aðrir ættingjar. t Elskulegi faðir okkar og afi, MARINÓ RAGNAR HELGASON Drápuhlfð 3, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu föstudaginn langa. Jarðarförin fer fram mánudaginn 8. apríl frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Baldur Marinósson, Margrét Marinósdóttir, Ásta María Margrétardóttir, Páll Ragnar Baldursson, Andrés Baldursson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — simi 681960 Lokað á morgun, mánudag, frá kl. 12-16 vegna jarðarfarar MARINÓS RAGNARS HELGASONAR. Verslunin Brynja, Laugavegi 29. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS BENEDIKTSSONAR rafvirkjameistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum, Félags rafiðnaðarmanna og Alþýðuflokksins. Ólöf Kr. ísfeld, Rafn Kristjánsson, Hrafnhildur Þorgrfmsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, John Duncombe, og barnabörn. virðingu og bera fram þakkir fyrir allt það sem við hjónin nutum í samvistum við hann og fjölskylduna í Drápuhlíð 3. Marinó og Ásta ásamt börnum sínum tveimur era samofin bern- skuminningum sem tengjast sumri og sól. Þau voru miklir aufúsugest- ir, komu með sumargleði í bæinn og munaðarvarning úr Reykjavík sem ekki fékkst í kaupfélaginu og var þá langt til jafnað. Ég sé Mar- inó ljóslifandi fyrir mér við eldhús- borðið í Hnausakoti, það geislar af sviphreinu andliti hans þar sem hann tekur hraustlega til matar síns með gamansömum athugasemdum um menn og málefni og inn um opinn eldhúsgluggann leggur ilm af hálfþurri töðu úr flekknum neðan við Lambhúshólinn. Fermingarárið mitt fór ég í fyrsta sinn til Reykjavíkur á sundnám- skeið og ferðaðist í drossíu. Þann hálfa mánuð hélt ég til hjá Ástu og Marinó og kynntist heimili þeirra og heimilisbrag. Margrét, móður- systir Marinós, sem hafði fóstrað hann frá tólf ára aldri, bjó hjá þeim og inni hjá henni svaf ég. „Gáðu nú í gluggann," sagði Magga frænka á kvöldin, og þar var ævinlega að finna smá hressingu fyrir svefninn, sem verður kannski ekki talin til hollustuvarnings en fór vel í munni og maga. Uppi á loftinu bjuggu afi og amma í traustu skjóli sonar síns og tengdadóttur, ásamt Gunnu frænku, þannig deildu þijár kyn- slóðir kjöram í húsinu. Þessa vor- daga kostuðu Ásta og Marinó kapps um að kynna sveitadreng höfuð- borgina þar sem „ólík er túninu gatan“, og leið tíminn hratt. Á skólaárum mínum var ég í fæði í Drápuhlíðinni. Á loftinu byij- uðum við Margrét búskap og þang- að báram við frumburð okkar. Margrét naut einstakrar umhyggju Ástu þennan vetur og traustrar leið- sagnar, en kannski hafði viðmót Ástu og Marinós hvors til annars sterkust áhrif á nýliða í heimilis- haldi. Heimili þeirra var afar hlýlegt, þar var öllu vel við haldið og vel með farið enda vora bæði listræn og natin og Marinó var með afbrigð- um handlaginn, enda hafði hugur hans staðið til smíða. Þau áttu vandað bókasafn sem forvitnilegt var að glugga í. Gestkvæmt var í Drápuhlíðinni. Þar var samastaður ættingja og vina úr Miðfirði og frá Siglufirði þar sem bræður Astu bjuggu. Vorið 1967 varð Marinó fyrir þeirri þungbæru sorg að missa konu sína. Þann harm bar hann í hljóði til æviloka og varðveitti minning- una um Ástu sem helgan dóm. Sjálfur átti hann lengi við heilsu- brest að stríða en aldrei kvartaði hann eða lét á sér bilbug finna. Marinó frændi var glaðsinna og hafði næmt auga fyrir því kímilega í veröldinni. Hann bjó yfír einstöku jafnaðargeði og æðraleysi og hafði ætíð öðram að miðla. Drengskaparmaður er nú kvadd- ur. Við færam Ástu Maríu, Mar- gréti og Baldri ásamt fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Marinós. Ólafur H. Jóhannsson ínúfinm Suðurlandsbraut 10 Slmi 31099

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.