Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 18
18 C, MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUMÍUDAGUR 7. APRÍL 1991 SAM-útgáfan kaup ir „Bleikt og blátt“ SAM-útgáfan hefur keypt tímaritiö „Bleikt og blátt" af Erni Fr. Clausen og Hrafnhildi Stefánsdóttur, sem starfað hafa við blaðið nánast frá byrjun. Aætlað er að Bleikt og blátt komi út Qóruni til sex sinnum á ári. SAM-útgáfan á og gefur út þrjú blöð til viðbótar. Hús og híbýli kemur út sex sinnura á ári, Samúel mánaðarlega og Vikan hálfsmánaðarlega. Bleflrt og blátt kom fyrst ót árið 1989 og var stQfnandi þess og eigandá Sveinn Sveinssoru Eamn gaf fyrstu þiýú blöðin Ét. Þá táfctt' þan Öm og Hrafnhiidur við og gáfu út fjórða toiubiaðið. Þau hafa að undanfömu Leitað samstarfsaðíLá eða kaupenda og það varð úr að SAM-útgáfan hefur keypt hlaðið Óm kemur til með að starfa áfram við blaðið sem augiýsinga- stjóri og Hrafnhildur verður vænt- anlega viðloðandi það eitthvað áfram. Útlit blaðsins verður eftir sem áður svipað og verið hefur enda segir Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri SAM-útgáfunnar, ástæðu- laust að breyta góðri formúlu. „Við höfum hinsvegar hugsað okkur að víkka efnissviðið eitthvað - fara víðar i heilsufræðinni heM- ur en að einblína á kynferðismálin eingöngu. Hingað til ' hefur undirtitill blaðsins verið „blað um kynlíf“. Sá undirtitiU feliur nú niður með nýjum eiganda þó kynlíf verði eft- ir sem áður stór þáttur í inntaki blaðsins. Við viljurn að efnistök nái imn á flest það er varðar mannleg sam- Þórarinn J. Magnússon skipti.“ Þórarinn segir að á síðustu þremur árum hafi SAM-útgáfunni boðist ellefu til tólf tímarit og útg- áfur til sölu. „Þetta blað er hinsvegar það eina á markaðnum, sem við þekkj- um til að virkilega hafi selst vel. Salan flaug upp í og yfir 15 þús- und eintök sem teljast má mjög gott. Þessi vinsælustu íslensku tíma- rit eru að seljast í þetta níu til tólf þúsund eimtökum. SAM-útgáfam hefur enga fast- ráðna blaðamenn á sínum snær- um, heldur byggir eingöngu á „free-lance“ greinarhöfundum. Auk þess er ætlunin að kalla til sérfræðinga á hinum ýmsu svið- um mannlegs eðlis. Ekstra Bladet útbreiddast Ekstra Bladet og B.T. hafa lengi keppt um heiðurinn af þvi að vera útbreiddasta dagblað Danmerkur. í janúar 1991 hafði Ekstra Bladet forystuna, en mun- urinn á útbreiðslu blaðanna er aðeins rúm 1.000 eintök. I janúar seldnst 200.807 eintök af Eikstra 'Bladet, en 199.861 af B.T. Utbreiðsla Ekstra Bladet hefer hins vegar rýmað allveruiega miðað við janúar 1990: Þá var dag- legt uppiag blaðsins 256.741 eimtak ogB.T. seldást þá í 208.450 eíntök- um. Poikiíen er útbreiddasta rnorg- unblaðið og selst í tæplega 152.000 eintökum. Jyllands-Posten kemur næst með 145.000 eintök og síðan Berlingske Tidende, sem er prentað í rúmlega 131.000 eintökum sam- kvæmt tölum frá janúar 1991. Jyllands-Posten hefur ótvíræða forystu á sunnudögum og selst í 236.000 eintökum um helgar. B.T. Söndag er í öðru sæti með um 212.000 eintök. í þriðja sæti á sunnudögum er Politiken, sem selst þá í 198.500 eintökum, og helgarút- gáfa Berlingske Tidende er í fjórða sæti með tæplega 180.000 eintök á sunnudögum. Ekstra Bladet Söndag skipar fímmta sætið og selst í 178.500 eintökum. % Hafa vörumerki duldar merkingar? . VIÐ LIFUM á þesskonar tímum að það sem mest virðist um vert er það sem sýnist. ímyndin er að yfirbuga innihaldið. Æ meiri gaumur er gefinn að ímyndinni og eins og með svo margt annað þá finnast margar ólíkar leiðir til þess að skoða þær og skilgreina. Ein aðferð, sem hlýtur að teijast sjaldgæf, er að fá rithandarsérfræðing til þess að greina handskrifuð einkennis- og vörumerki fyrir- tækja. Breska tímaritið Campa- ign fékk nýverið einn slíkan sérfræðing, Erik Rees, til þess að kíkja lauslega á nokkur merki nokkurra breskra og al- þjóðlegra fyrirtækja. Nú á tímum þegar andaglös og krist- alskúlur eru helstu tól almenn- ings til að skilja tilveruna þá hlýtur þpssi tilraun til að skilja brot af henni að teljast þróuð og því fullboðleg. Því hefur verið baldið fram að rithandarfræði hafi hlotið viðurkenningu vegna sögulegra tengsla við einn elsta meið sálfræðinnar, sálgrein- inguna sem margir tengja við Sig- mund nokkum Freud. Sú rithand- arfræði, sem hér verður stuðst við, gengur út frá tilvist undir- meðvitundar og virðist þraut hins lærða meistara vera sú að tengja rithöndina undirmeðvitund höf- undar og lesenda. FORD-merkið er sagt vera rit- að með vandaðri og skrautlegri hendi sem gefur tii kynna að sá sem fjöður veldur leggi sig fram við að vinna vel. Það sýnir einnig að viðkomandi ber virðingu fyrir hefðum. Á það er sérstaklega bent að o-ið er haft opið og er það talið vísbending um opinn hug eiganda og áhuga hans á að tala. COCA-COLA er sagt vera skrautlegt en læailegt og gefi Með því að rýna í þess- ar rúnir má fá skarpari línur í ímynd við- komandi fyrirtækja, að mati rit- handarsér- fræðinga I Virðing fyrir hefðum og sjálfsdekur eru dæmi um það sem breskur rithandarsér- fræðingur telur að lesa megiúr sumum vörumerkjum sem líkja eftir handskrift um tilfinninganæmi en annars er þetta merki talið vera útspekúlerað. . ST. MICHA- BAKSVID eftirÁsgeir Fridgeirsson EL-vörumerki Marks og Spen- cer-fyrirtækisins breska er sagt bera vott um sköpunargáfu tiffinningu fyrir hreyfmgu. Rit- sökum þess að M-ið er bogadreg- handarsérfræðingurinn segir að það minni á þriðja áratug þessar- ar aldar, og leiði hugann að sum- arleyfi við sjávarströnd, — að það sé sveifla í því. Enginn stafanna gengur niður fyrir Unu og sam- kvæmt hefð þá ber það víst vott ið. Þessi rithönd er sögð vera hönd gáfumanna og fólks með mikinn metnað. Þessir stafir eru þéttir og hóflega skrautlegir líkt og blómsveigur og gefur því vísbendingu um að eigandinn sé samvinnuþýður og vingjarnlegur. Haus MIRABELL-tímaritsins er skrifaður með letri sem ber vott um sköpunargáfu, þijósku og sjálfsöryggi. Eigandi svona rit- handar er lífsnautnamaður sem nýtur hverrar sekúndu sem lífið býður upp á. Þijóskuna má lesa úr því að stafimir eru breíðari að neðan en ofan. Að sögn rithand- arsérfræðingsins er galli þessarar handar sá að hún ber vitni um sjálfsdekur og sjálfsþægingu eig- anda. Breska blaðið DAILY TELE- GRAPH er með skrautlega ritað- an haus. Ef marka má Rees, rit- handarsérfræðing, þá staðfestir þetta letur virðingu fyrir hinu gamla og góða. Með því að nöta það tengir blaðið sig við eigin uppruna og aldur. Letur þessarar tegundar gefur vísbendingu um trú á hefð, erfðir og altæk gildi. Það segir okkur að blaðið vilji láta dæma sig með hliðsjón af sögu og orðspori ekkert síður en skrifum þess á líðandi stund. Glöggir lesendur hafa ert.v. tekið eftir því að letrið í haus blaðsins er eins og hjá blaði allra lands- manna hér upp á íslandi. Vafa- laust yrði útkoman sú hin sama ef rýnt yrði í .þær rúnir. Af þessu má ijóst vera að ekki er allt sem sýnist. Gamli góði Fordinn, kókið og jafnvel sjálfur Mogginn hafa samkvæmt þessu leynt okkur mörgu og í öll þessi ár staðið í makki við undirmeðvit- undina að okkur forspurðum, Framboðsfundi, takk... vaid þeirra yfir frambjóðendL egar þessi grein birtist er tæpur hálfur mán- uður til kosninga og þess sér gjögg merki í fjöl- miðluna*. Greinilegt er að koar.mgaharátr.an núr.a verð- ur stutt og snörp, í raun rétt um þijár vikur. Svo er allt búið og ijögur ár (vonandi) í næsta slag. Kosningabarátta hefur breyst mikið hin síðari ár. Fyrir nokkrum áratugum hefðu það þótt mikil býsn að pólitískir andstæðingar Sjálf- stæðisfiokksins skrifuðu greinar í Morgunblaðið eða Vísi rétt fyrir kosningar. Nú þykir ekkert sjálfsagðara en að greinar eftir þá prýði síður Mogga og DV, arftaka Vísis gamla. Jafnvel í þeim blöð- um, sem enn eru gefin út af stjórnmálaflokkum, sjást greinar eftir pólitíska and- stæðinga á „héannatímanum“. Hlutur sjónvarpsins Auðvitað á sjónvarpið sinn þátt í þessu. Við tilkomu þess urðu skoðanaskipti öðru vísi em þau höfðu verið áður. En ósköp var sjónvarpið nú samt lemgj að átta sig á eigin mög- uleikum í þessum efnum. Lengst af hefur þótt sjálfsagt að sjónvarpa ræðuhöldum í sjónvarpssal, væntanlega til þess að geta sýnt fleiri fram- bjóðendur. Vonlausara sjón- varpsefni getur þó varla. Einu sinni var sá háttur tek- inn upp að stjómmálamenn voru látnir sitja fyrir svörum spyrla, sem pólitískir and- stæðingar völdu. Úr því varð merkingarlaust skítkast á báða bóga. Nú virðist sjón- varpið vera nokkuð búið að átta sig á þeím möguleikum sem það hefer. Atvinnu- menn, sem ekki verða fyrir- fram vændír um pólitíska hlutdrægni, eru látnir spyrja og stjórna umrseðum. Allt leiðir þetta um'i]öllunina nær áhorfandanum, sem alltaf var vitaskuld ætlunin að ná til. _ Útvarpsstöðvar hafa svip- aðan hátt á. Eðli málsins samkvæmt eiga þær þó enn áuðveldara með en sjónvarpið að grípa stjórnmálamenn hvar sem er og fylgjast með stjórnmálabaráttunni á vett- vangi. Böggnll fylgir skammrifi Allt er þetta af hinu góða. En böggull fylgir hér skamm- rifi eins og svo oft. Þessi mikla umfjöllun ljósvaka- miðla, og allt að því drottin- um, hefur það í för með sér að ötmur' tegund fjölmiðiunar hefur mjög dregist ■saman.. Það eru sameiginlegir fundir frambjóðenda, þar sem þeir leiða saman hesta sína. Auðvitað eiga ijósvaka- miðlarnir þarna ekki einir sök. Hin stóru kjördæmi gera slík fundahöld eríiðari en þau voru á meðan einmennings- eða tvímenningskjördæmi voru við lýði. Þó börðust menn lengi vel gegn straumnum í þeim kjördæm- um sem erfiðust voru yfir- ferðar. En nú virðist þessi elsta fjölmiðlun stjómmál- anna brátt heyra sögunni til hérlendis. Mér fínnst það miður. -i stað litríkra ræðumanna sem skutu föstum skotum hver að öðrum, hentu skeyti á lofti og sendu tfl baka, koma yfirvegaðir, sminkaðir og sléttgreiddir foringjar, sem segja það sem sveif ráð- gjafa og annarra hjálpar- sveina hete'lagt blessuro sína yfir. í stað hressiegra frammíkaHa iitríkra karakt- era utan úr sai reyna atvinn- umennirnir að grípa fram í fyrir foringjunum, svo þeir komi ekki að öllum áróðrin- um sem ráðgjafarnir hafa sagt þeim að þeir yrðu að gera. í stað förugra um- ræðna fundargesta í fendar- lok tínast menn syljaðir í háttinn og lesa það í há- stemmdum lesendabréfem, skrifeðum á flokksskrifstof- unum, hvemig einstakir for- ingjar hafi staðið sig í um- ræðunum. Satt best að segja held ég að pólitík verði lit- lausari, leiðinlegri og óábyrg- ari við þessa breytingu. Var þó síst þörf á því. Gætu nú ekki Mraiir ágætu ljósvakamiðlar reynt. að breyta þessu. Með sífellt full- komnari tækni og léttari og meðfærilegri tækjabúnaði ætti að vera unnt að senda frá ósviknurr. sameiginlegum framboðsfundum, til dæmis einum í hveiju kjördæmi. Ekki fendúm sem fjölmiðlar stjórnuðu, heldur fundum sem framfojóðendur settu upp og réðu, rétt eins og áður tíðkaðist. Stjórnmálamenn myndu auðvitað eitthvað múðra til að byija með, en þeir verða að^ Mýða ijölmiðl- um, eins og dæmin sanna. Afleiðingin gæti orðið betri pólitík, litríkari stjórnmála- menn og skemmtilegra fjöl- miðlaefni. Það er nú talsvert. Vonandi sjá fjölmiðlar sér fært að kanna þetta mál fyr- ir næstu kosningar, því varla er takmark þeirra að drepa alla pólitíska umræðu utan veggja sinna. Magnús Bjarnfreðs- aon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.