Morgunblaðið - 07.04.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
MINNBIMGAR
SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991
C 23
Henning Kondrup
Akureyri - Minning
Fædd 11. desember 1919
Dáinn 2. mars 1991
„Mínir vinir fara Qöld,
feigðin þessa heimtar köld.“
Þeir hverfa nú hver af öðrum úr
þessari jarðvist, og við, sem enn
stöndum uppi, fyllumst eftirsjá og
söknuði, en einnig, því betur, minn-
ingum um ljúfar samverustundir.
Sá, er síðast hvarf úr mínum vina-
hópi, er Henning Kondrup, sem
andaðist á heimili sínu á Hríseyjar-
götu 22, Akureyri, 2. mars og var
jarðsettur frá Akureyrarkirkju þann
11. mars.
Kynni mín af Henning voru löng
og að mestu tengd samveru okkar
í Karlakórnum Geysi. Þeir, sem til
þekkja, vita hversu náin og góð
kynni geta oftlega skapast þar sem
menn syngja saman, og yndið, sem
menn njóta við samhljóm raddanna,
tengir „sálu við sál“ traustum bönd-
um. Sigurður heitinn, skólameist-
ari, sem ég tel að verið hafi mikill
söngunnandi, brýndi það fyrir nem-
endum sínum hve hollur söngurinn
væri hveijum manni, og vitnaði
gjarna í orð einhvers spekings, er
sagði: „Það syngur enginn vondur
maður.“
En því er ég að rifja þetta upp,
að Henning var afburða góður
söngmaður. Hann réð yfir alveg
óvenjulega bjartri og hárri tenór-
rödd, sem vakti víða athygli og
aðdáun, bæði innanlands og utan.
Ekki ætla ég að rekja það frekar
en vil þó geta þess, að honum
bauðst tækifæri til söngframa á
erlendri grund, sem var mjög freist-
andi, þótt hann tæki þann kostinn
eftir mikla íhugun, að hverfa ekki
frá sínum starfsvettvangi heima.
Þetta hefur verið honum erfið
ákvörðun, en honum hefur líka ver-
ið það erfitt að hverfa frá Geysi,
þar sem hann var tíðum einsöngv-
ari, enda einn af kórsins allra bestu
söngkröftum.
Söngurinn var ekki sú eina af
hinum fögru listum sem heillaði
Henning. Hann var mikill unnandi
ljóða og hafði á hraðbergi kvæði
hinna ýmsu góðskálda þjóðarinnar.
Upplestur hans og tjáning ljóðanna,
varð þeim, sem hlýddu, eftirminni-
legur vegna þeirrar augljósu hrifn-
ingar, sem viðfangsefnið vakti með
honum.
Um æviferil Hennings vil ég fara
nokkrum orðum, þótt ekki verði
hann rakinn nema í stórum drátt-
um. Hann fæddist í Bagsværd í
Danmörku 11. desember 1919, þar
sem foreldrar hans bjuggu þá, en
þeir voru Hjalmar Kondrup, dansk-
ur maður, og Jóhanna Margrét
Eðvaldsdóttir frá Akureyri. Foreldr-
ar hennar voru Eðvald Jónsson og
Friðrika Þóra Níelsdóttir, og voru
þau búsett á Akureyri. Bróðir
Hennings — og honum eldri — er
Erik, sem býr hér á Akureyri. For-
eldrarnir fluttu með drengina til
Akureyrar og hugðist Hjalmar fá
þar atvinnu, en það tókst ekki og
mun það hafa orðið til þess að þau
Cterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
VINKLAR Á TRE
Þ.ÞORGRlMSSON&CO
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
hjónin slitu samvistir, og Hjalmar
sneri aftur til Danmerkur. Jóhanna
var mjög dugandi kona og sá vel
fyrir sér og drengjunum sínum með
ýmsu móti, svo sem með því að
reka matsölu, og um margra ára
skeið var hún matráðskona við
heilsuhælið í Kristnesi. Á uppvaxt-
arárunum dvaldi Henning einnig
tímum saman hjá frændum og vina-
fólki frammi í Eyjafirði, og átti
hann frá þeim dvalartímum góðar
minningar. Héldust tengsl hans við
þetta góða venslafólk æ síðan.
Henning stundaði nám í Lauga-
skóla í tvo vetur að loknu barna-
skólanámi og síðan hafði hann hug
á að verða garðyrkjumaður og jafn-
vel að stofna garðyrkjustöð með
móður sinni, en vegna heilsubrests
hennar gátu þeir draumar aldrei
ræst.
Á unglingsárum sínum starfaði
hann um skeið við Klæðaverksmiðj-
una Gefjun, en síðan í fjölda ára í
Miðstöðvadeild KEA. Vann hann
þar við miðstöðvalagnir bæði hér í
bænum og einnig víða um Norður-
land. Gat hann sér gott orð fyrir
hæfni í þeim störfum, en aflaði sér
þó ekki meistararéttinda, sem hon-
um hefði þó verið vel fært miðað
við þá kunnáttu, sem hann hafði
öðlast. Þessi vinna var erfið og
hann fór að kenna heilsuveilu, svo
að hann varð að leita sér léttari
starfa. Fékk hann þá störf hjá
Akureyrarbæ í nokkur ár, sem voru
honum auðveldari, en heilsunni
hrakaði þó smám saman uns hann
varð að láta af störfum samkvæmt
læknisráði.
Árið 1944, þann 14. maí, gekk
Henning að eigá Margréti Ólafs-
dóttur frá Burstafelli, hina ágæt-
ustu konu, sem staðið hefur dyggi-
lega við hlið manns síns bæði í blíðu
og stríðu. Varð það honum mikið
lán að bindast svo traustum
lífsförunaut og styrkri stoð hvað
sem á bjátaði. Lætur það að líkum
hve sárt Henning sveið það að þurfa
að láta af störfum löngu fyrr en
aldurinn sagði til og það því fremur
sem hann var örgeðja eins og marg-
ir þeir, sem hafa svo ríkt, meðfætt
listamannseðli.
Börn þeirra Margrétar og Henn-
ings urðu fimm: Jóhanna Margrét
er förðunarmeistari og býr í París,
var gift Daniel Doucet lögfræðingi,
en þau skildu. Olafur, lést aðeins
níu mánaða gamall. Ólöf Dóra,
vinnur í franska sendiráðinu í
Beykjavík, gift Trausta Sverrissyni,
starfsmanni hjá Ríkisútvarpinu.
Bryndís, myndmenntakennari í“
Reykjavík, gift Sigurði Bergsteins-
syni, fornleifafræðingi. Ásrún Inga,.
nemi í Tónmenntaskólanum í
Reykjavík, gift Ófeigi Freyssyni,
verkfræðingi. Alls eru nú dætra-
börnin orðin níu.
Við leiðarlok vil ég þakka Henn-
ing, vini mínum, allar þær gleði-
stundir, sem við áttum saman hér
áður fyrr þegar við vorum báðir
ungir og lífsglaðir menn. Gamlir
Geysismenn, sem em enn að reyna
að syngja eins og þegar þeir voru
ungir, horfa nú með söknuði á það
stóra skarð, sem myndast hefur í
röð tenóranna. En um það þýðir
ekkert að fást. Þeir þakka samvinn-
una og þann áhuga og þann stuðn-
ing, sem Henning veitti félags-
skapnum alveg til hins síðasta.
Við Sólveig vottum Margréti,
dætrunum og öðrum vandamönn-
um, dýpstu samúð í sorg þeirra og
söknuði.
Gísli Konráðsson
ÞJOÐARSATTIN
ENDURGREIDD
I
Frjálslyndir hafa mótað tillögur um breytt staðgreiðslu-
kerfi tekjuskatts, sem gerir ráð fyrir breytilegum
persónuafslætti.
Skattleysismörk hækka í 90.000 krónur á mánuði, og
þeir sem hafa tekjur innan við 150.000 krónur á mánuði
greiða minni tekjuskatt, en í núverandi kerfi.
Með kerfi Frjálslyndra eru, að hluta til, endurgreiddar
þær fórnir sem þjóðarsáttin lagði á þá sem lægst hafa
launin.
FRJÁLSLYNDIR
-2Í fólk
fyrir fólk
Ef þú vilt vita meira um þetta skattkerfi eða önnur
stefnumál Frjálslyndra, hafðu þá samband við
kosningaskrifstofur okkar, eða óskaðu eftir að
frambjóðendur heimsæki vinnustað þinn.
ATKVÆÐIGREITT F-LISTANUM ER ATKVÆÐI GREITT SJÁLFUM ÞÉR