Morgunblaðið - 07.04.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR sunnudagur 7. APRÍL 1991
C 21
■ Nýjasta mynd grínarans
Blake Edwards er dulítið
skrítin. Hún segir af karl-
rembu sem reynir dólgslega
við hvern kvenmann sem
hann sér en þegar hann deyr
fer hann ekki niður heldur
snýr aftur til jarðar í líkama
verulegrar kynbombu (Ellen
Barkin) og fær að kynnast
hinni hliðinni á málinu. Með
önnur hlutverk í myndinni,
sem heitir „Switch“, fara
Jimmy Smit og Tony Rob-
erts.
■ Annar góðkunnur grínari,
Mel Brooks, hefur sent frá
sér nýja mynd sem heitir
„Life Stinks“ og segir frá
milljarðamæringi sem lendir
meðal heimilisleysingja í fá-
tækrahverfum Los Angeles
og leitar að tilgangi lífsins.
MÞað tók svo langan tíma
að kvikmynda stórmyndina
Spartacus með Kirk Do-
uglas að þegar þriggja ára
dóttir Peter Ustinovs var
spurð að því hvað faðir henn-
ar gerði svaraði hún:
Spartacus. Nú hefur myndin,
sem endursýnd var fyrir ára-
tug eða svo í Laugarásbíói,
verið endurútgefin en margt
frægra leikara. kemur fram
í henni eins og Lawrence
Olivier, Tony Curtis og
Charles Laughton. Bætt
hefur verið við myndina at-
riðum sem varð að sleppa
áður, líkast til kynlífi og of-
beldi að hætti leikstjórans,
Stanley Kubricks.
MHjónakornin Tom Cruise
og Nicole Kidman munu
nú um nokkurt skeið hafa
verið að svipast um eftir bíó-
mynd sem þau geta leikið í
saman. Hún er fundin eftir
því sem fréttir herma að
vestan en vinnutitill hennar
er Irska sagan. Hún mun
eiga að gerast um síðustu
aldamót og segja frá ungum
dreng á Irlandi sem siglir
vestur um haf í leit að betra
lífi en á leiðinni hittir hann
þessa gullfallegu yfirstéttar-
stúlku og takast með þeim
ástir allnokkrar. Leikstjóri
er Ron Howard.
IBIO
Páskarnir voru sann-
kölluð veisla fyrir
unnendur bíómynda hvað
þá sérstaka bíósjúklinga.
Lætur nærri að um átta-
tíu bíómyndir hafi staðið
til boða í sjónvarpi og
kvikmyndahúsunum yfir
hátíðardagana..
Sjálfsagt er þetta met
af einhverju tæi. Fyrir
áratug eða svo hefðu
sumar myndirnar, sem
sýndar voru á sjónvarps-
stöðvunum og skal sérs-
taklega nefnd Ekið með
Daisy, varla verið komnar
í bíó hér ennþá. En nú
er öldin önnur.
Það er oft talað um að
hvergi sé bíóáhuginn
meiri í heiminum en hér
á landi hverju svosem það
sætir og er páskavertíðin
enn ein sönnun þess.
óðfluga 250 milljóna dollara
inarkið sem Leðurblökumað-
urinn setti árið 1989.
Gamanmyndin Þrír menn
og lítil dama er komin upp í
30.000 manns í aðsókn, sak-
amálamyndin Uns sekt er
sönnuð með Harrison Ford
er komin í 20.000 manns,
gamanhryllirinn Hættuleg
tegund eða „Arachaophobia"
hefur náð inn 16.000 ogþrill-
erinn A síðasta snúning eða
„Pacific Heights" er kominn
í 15.000 manns í aðsókn.
Árni sagði að hryllings-
myndin Eymd eða „Misery“
eftir sögu Stephens Kings
með óskarsverðlaunahafan-
um Katy Bates í öðru aðal-
hlutverkinu byrjaði um miðj-
an apríl.
Þess má geta að undirbún-
ingur er hafinn að framhald-
inu á Aleinum heima og heit-
ir hún Aftur aleinn heima eða
„Home Alone, Again“. Er
áætlað að hún verði til fyrir
sumarið 1992. Christopher
Columbus leikstýrir sem fyrr
og John Hughes skrifar og
framleiðir. Fulltrúar stráks-
ins munu vilja fimm milljónir
dollara handa honum í laun.
MÖRGÆSIN TEKUR VID
42 ÞÚS. Á ALEINAN HEIMA
undum fyrri myndannnar,
var saga um það hvernig
illum öflum tókst að komast
upp á milli kynbombunnar
Vicky Vale og Leðurblöku-
mannsins. Það hefur síðan
verið endurritað og nýja
handritið mun ekki inni-
halda neinar af persónum
fyrri myndarinnar nema að
sjálfsögðu Leðurblöku-
manninn, þjóninn Alfreð og
lögreglustjórann.
í staðinn má gera ráð
fyrir persónum eins og
Kattarkonunni og jafnvel
undradrengnum Robin auk
Michael Keaton mun
endurtaka hlutverk
sitt sem Leðurblökumaður-
inn í „Batman 2“ eftir þvi
sem segir í nýlegri frétt frá
framleiðandanum, Warner
Bros. í Hollywood. Þar segir
einnig að Danny De Vito
muni leika erkiþi'jótinn Mör-
gæsina, óvin Leðurblöku-
mannsins númer eitt.
Tökur á myndinni heíjast
nk. ágúst. Leikstjóri er Tim
Burton sem fyrr. Fyrsta
útgáfa handritsins, sem
Sam Hamm skrifaði en
hann var líka einn af höf-
Gulldrengur í Hollywood;
Macaulay Culkin.
Mörgæsarinnar. Sjálfsagt
eiga margir eftir að sakna
Spaugarans sem Jack Nic-
holson gerði ódauðlegan í
fyrri myndinni en Danny
De Vito hefur ekki brögðist
hingað til í þeim hlutverkum
sem hann hefur tekið að
sér. Michael Keaton féll í
skuggann af Nicholson og
nú er að vita hvort leikurinn
endurtaki sig.
Aðsóknin á bandarísku
fjölskyldumyndina Al-
einn heima („Home Alone“)
er nú komin upp í 42.000
manns, að sögn Árna Samú-
elssonar 'í Bíóhöllinni og spá-
ir hann því að hún fari upp
í 45.000 áður en lýkur, en
myndin er nú aðeins sýnd
um helgar.
Þetta er svipuð aðsókn og
James Bond-inynd er vön að
fá hér á landi. I Bandaríkjun-
um nálgast Aleinn heima
SEX DANSKAR MYNDIR
Dönsk kvikmyndahátíð
hófst í Háskólabíói í
gær með frumsýningu Nú-
tímakonunnar eftir Stefan
Henszelman. Alls verða sex
myndir á hátíðinni, sú elsta
frá 1981 en sú yngsta frá
síðasta ári.
Nútímakonan fjallar um
líf tveggja ólíkra vinkvenna
í hringiðu Kaupmannahafn-
ar og er með Birgitte Sim-
onsen og Hanne Windfeld
Lund í aðalhlutverkum
(enskur texti)..
Veröld Busters er eftir
Bille August (Pelli sigur-
sæli) fremsta leikstjóra
Dana síðustu ár. Myndin er
frá 1984 og greinir á gam-
ansaman hátt frá lífi stráks
sem er ekki eins og allir
hinir og verður því fyrir
aðkasti skólafélaganna
(enskur texti).
Við veginn er leikstýrt af
sænska leikaranum Max
von Sydow en Klaus Rifbj-
erg gerði handritið eftir
samnefndri sögu Hermans
Bang. Myndin lýsir ástlausu
hjónabandi stöðvarstjórans
Bai og ungrar eiginkonu
Úr myndinni ísbjarnadans.
hans, Katinku (ótextuð).
Jeppi á fjalli er frá 1981
og hefur áður verið sýnd hér
á landi. Leikstjóri er Kaspar
Rostrup en myndin er gerð
eftir samnefndu leikriti Lud-
vigs Holbergs (ótextuð).
Árósar um nótt er eftir
Niels Malmros og er frá
1989. Hún fjallar um ungan
kvikmyndaleikstjóra sem
gerir mynd um reynslu
manndómsáranna en mynd-
in byggir á ævi Malmros
sjálfs (enskur texti).
ísbjamadans er frá því i
fyrra og er leikstýrt af Birg-
er Larsen en hann gerði
einnig handritið. Þetta er
frumraun leikstjórans en
myndin var framlag Dana
til Óskarsverðlaunanna í ár.
Hún fjallar um þá erfíðu
aðstöðu sem mörg böm
lenda í við skilnað foreldra
(íslenskur texti).
Kvikmyndahátíðin stend-
ur til 15. aprfl.
KVIKMYNDIR
/Hver myrti John F. Kennedy?
Stone og Kennedy-morðið
John F. Kennedy; samsæri?
eftii Arnald
Indrióason
Bandaríski leikstjórinn
Oliver Stone hefur
ekki ennþá náð sér af sjö-
unda áratugnum þrátt fyrir
Víetnammyndirnar „Plato-
on“ og
Fæddur 4.
júlí og
rokkævi-
söguna
„The Do-
ors“ um
Jim Morri-
son. Enn
seilist
hann í hinn viðburðaríka
áratug eftir efnivið og nú
stoppar hann við morðið á
John F. Kennedy.
Nýjasta mynd Stone heit-
ir einfaldlega „J.F.K.“ en
tökur á henni hefjast um
miðjan þennan mánuð í
Dallas. Með aðalhlutverkið
í henni fer Kevin Costner
margverðlaunaður frá síð-
ustu óskarsverðlaunahátíð
fyrir Dansar við úlfa en
aðrir leikarar, sem nefndir
hafa verið í tengslum við
gerð myndarinnar, eru
breski leikarinn Gary Old-
man, sem líklegast leikur
Lee Harvey Oswald, Tommy
Lee Jones og Sissy Spacek
auk þess sem Jack Lemmon
og Scott Glenn fara kannski
með aukahlutverk.
Costner leikur fyrrum
saksóknara New Orleans,
James Garrison, sem rann-
sakaði morðið á Kennedy
og reyndi að sanna fyrir
rétti að forsetinn var fórnar-
lamb samsæris og yfirhylm-
ingar af hálfu starfsmanna
hjá bandarísku leyniþjón-
ustunni og alríkislögregl-
unni og fleiri embættis-
manna og að Lee Harvey
Oswald hefði verið látinn
taka á sig sökina. Garrison
mun koma fram í mynd
Stones í hlutverki forseta
hæstaréttar Bandaríkjanna,
Earl Warrens, en nefnd
hans komst að þeirri niður-
stöður að Oswald hefði stað-
ið einn að baki forsetamorð-
inu.
Stone skrifar sjálfur
handritið að myndinni
ásamt Zachary Sklar en
þeir byggja á bók Garri-
sons, „On the Trail of the
Assassins", og bókinni
og mörg okkar
höldum að hann
hafi verið drepinn
af pólitískum
ástæðum ... Og
eins og Hamlet
verðum við að
reyna að líta til
baka og leið-
rétta missagn-
irnar."
Myndin mun
kosta um 40
milljónir doll-
ara og segir Stone hana
ekki verða undir þriggja
tíma langa sem virðist tí-
skan vestra um þessar
mundir. Helmingur mynd-
arinnar verður tekinn í Dall-
as á mörgum þeim stöðum
sem hinir örlagaríku atburð-
ir áttu sér stað 22. nóvem-
ber 1963.
Reyndar var önnur mynd
um Kennedy-morðið í bí-
gerð vestra en óvíst er um
framtíð hennar eftir að
Stone fór af stað. Leikstjór-
inn Phil Joanou („State of
Grace“) ætlaði að fílma bók
Don DeLillo, „Libra“, en
hann ætlaði einmitt að fá
Gary Oldman til að leika
Oswald þegar Stone stal
honum.
„Crossfire" eftir Jim Marrs
og opinberum skjölum um
morðið. Stone hefur ekki
viljað gefa upp sína eigin
afstöðu til morðsins á
Kennedy en sagði í viðtali
nýlega að hann hefði áhuga
á að gera myndina vegna
þess „að John Kennedy var
guðfaðir minnar kynslóðar
Oliver Stone; Kennedy
var guðfaðir minnar kyn-
slóðar.