Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMPI SUNNUDAGUK 7. APRÍL 1991 C 29 Eigendur Stakkavíkur hf. frá vinstri: Hermann Ólafsson, Ólafur Gamalíelsson og Gestur Ólafsson. Frá vinstri: Kolbeinn Marinósson, skipstjóri á Gauknum, Dagbjartur Einarsson og Björgvin Gunnarsson eigendur skipsins ásamt Halldóri Ein- arssyni bróður Dagbjartar. Félagar úr Knattspyrnudeild Grindavíkur eftir röð frá vinstri: Helgi Bogason, Albert Sigurjónsson, Grétar Kjartansson, Páll Bergsson og Ólafur Ólafsson. Neðri röð frá vinstri: Hallgrímur Siguijónsson, Ómar Torfason og Sveinn Guðjónsson. Flakið af Hrafni Sveibjarnarsyni GK 11. Stakkavík hf. Þar ræður ríkjum sínum. Olafur kvaðst hafa fengið Ólafur Gamalíelsson með sonum nafnið frá Selvogi, af býli, sem þar er í eyði. Sagðist hann þekkja þá, sem þar bjuggu, nafnkunna menn, sem væru hæst ánægðir með að Ólafur héldi nafninu á lofti. Ólafur sagði þá feðga salta mest þorsk, sem þeir hafa keypt á fisk- mörkuðum. Þeir hafa mikið hand- flatt síðustu ár, en eru nú smátt og smátt að vélvæða sér til léttis erfiðustu vinnuna. Aðspurður kvaðst Ólafur vera ánægður með fiskinn, en tók sérstaklega fram að svo mikið væri af hringormi í fiski, sem veiddur væri í snurvoð, að stór- furða væri, að enn leyfðist að veiða fisk í þetta eyðileggingartæki. Á ferð minn um bæinn sá ég af tilviljun mikinn handagang og hlaup í og við slökkvistöðina í Grindavík, sem er nýbyggð myndarstofnun. Þar voru á ferð og flugi félagar úr Knattspyrnudeild Grindavíkur að þvo og bóna bíla, vinnugleði á öllum andlitum. Það hnussaði í þeim, er þeir sáu bílinn minn útataðan í as- falti með meiru. En eftir handtök þeirra var bílinn eins og nýr að sjá og eigandinn himinlifandi. Þessi vinna er öll unnin til styrkt- ar knattspyrnufélaginu. Piltarnir fá húsaskjól bæði hjá Slökkviliðinu og Grindavíkurbæ og verða við þessi þrif um næstu helgar. En sjórinn er ekki bara gjöfull okkur Grindvíkingum. Hann tekur líka sinn toll. Á ferð um Hópsnes ber íýrir augu stórt skipsflak, allt upp undið og snúið. Þama era leifar af afla- skipi Grindvíkinga til fjölda ára, Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 11. Nú eru liðin þijú ár síðan Ægir konung- ur setti sinn lokastimpil á hann. - G.J.B. Trúfrelsi - fyrir hverja? Fátt er haft í meiri heiðri í ræðum stjórnarherra en trúfrelsi. En mér virðist því miður að þeir eigi alltaf við frelsi annarra til að hafa sömu trú og þeir. Það liggur nefni- lega í eðli ríkisvalds að því þarf ekki að beita nema í þeim efnum þar sem stór hluti þegnanna er á öndverðum meiði. Annars vegar sem neytendur, þ.e. þegar fólk neit- ar að kaupa vöru og þjónustu sem ríkisvaldinu er þóknanleg t.d. áskrift að Rás 2 eða umframfram- leiddar landbúnaðarvörar. Hins vegar þegar trúar- og siðferðis- sannfæring fólks er ekki sú sem stjórnarherrarnir vilja að hún sé t.d. að versla ekki á helgidögum, gefa fé til trúfélaga eða vilja horfa á kvikmyndir sem dómstólar úr- skurða klám. Sjálfum getur mér ekki dottið nein sakleysislegri athöfn í hug en að fullveðja einstaklingar skiptist á vörum og þjónustu þegar og þar sem þeir óska, svo lengi sem þeir valda engum öðrum tjóni með at- höfnum sínum. Það er raunar með ólíkindum að eitthvert yfirvald skuli skipta sér af því t.d. með reglugerð- um um opnunartíma verslana. Ef kaupmaður er reiðubúinn að vinna, hvers vegna á fólki þá ekki að vera | í sjálfsvald sett hvort það vill skipta við hann'/ Það sem á við um helgi- daga. Ef það er á móti sanníæringu einhvers kristins manns að versla á helgidögum þá gerir hann það ekki en hinir versla ef þeir vilja. Að loka verslunum með valdi vegna þess að það er á móti sannfæringu sumra kristinna manna að versla á helgidögum þjónar engum tilgangi, því kristilegt líferni kemur að innan en ekki með valdboðum eða þving- unaraðgerðum. Það ættu kristnir menn að skilja, sem þurftu fyrr á öldum að líða mjög fyrrr trú sína. Hvað með fólk sem trúir að það sé rangt að_drepa dýr og borða hræin? Er í lagi að neyða það til að niðurgreiða fjöldamorð á kind- um? Eða hafa menn rétt til að trúa en ekki til að vera samkvæmir sjálf- um sér, nema þeir séu í þjóðkirkj- unni, þá á að neyða þá og alla aðra til að vera samkvæmir kennisetn- ingunni. Ríkið er ill nauðsyn. En því minna sem það er því skárra er það og á rétti þeim mun færri brýtur það. Forsenda þess að koma á mannúð- legra samfélagi á íslandi er að skera ríkið niður. Ríkið er kúgunartæki og því má aldrei gleyma. Það er alveg sama hvort stjórn er lýðræðis- lega kjörin eða ekki, um leið og hún fer út fyrir sitt eina réttlætanlega verksvið, það er að segja að halda uppi lögum og reglu, þá ,fer hún að kúga fólk. Við getum ekki bætt heiminn með því að skipa öðru fólki fyrir, eina mögulega framlag okkar til betri heims er einn betri einstakl- ingur, við sjálf, sem getum gengið á undan með góðu fordæmi og hvatt aðra til hins sama. Þórður Pálsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugnr þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki vcrða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafhgreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja liér í dálkunum. Félag harmoniku- unnenda heldur skemmtifund í Templarahöllinni i dag kl. 15.00. Nemendur úr Tónskóla Sigursveins, harmonikufélagar frá Suðurnesjum, Harmonikuhljómsveit FHU leika og einnig kemur þýskur harmonikusnillingur Christiane Lder. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. Léttir - mjúkir - sveigjanlegir Nú fást þessir vinsælu dönsku vinnuklossar einnig með sveigjanlegum sóla. Nýju gá-let fótlaga klossarnir eru enn mýkri, léttari og þægilegri. Gá-let þola, þensín, sýrur o.fl. Verða ekki hálir. Komdu og prófaðu gá-let, finndu muninn. RV býður einnig uþpá hvít og græn vinnustígvél með grótum sóla sem ekki verður háll. Spáðu í verðið - líttu á gæðin. Lever-Otarés Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi2 - 110R.vik - Simar31956 -685554 AUGLYSING Fjörugt mannlíf í kolaportinu Kolaportíð á sunnudögum Kolaportsmarkadurinn verð- ur nú einnig opinn á sunnu- dögum frá og með þessari helgi. Á sunnudögum verður markaðurinn með nokkru öðru sniði en á laugardögum og slegið verður á ýmsar létt- ar nótur. „Við ætlum að hafa sunnudag- ana með karnival ívafi“, segir Helga Mogensen hjá Kolaport- inu. „Þá verða margs konar leikjabásar eins og í tívolíi og má t.d. nefna skotbakka, lukku- hjól, húkk og happadrátt, en við ætlum líka að gera ýmislegt annað okkur til skemmtunar. Við höfðum opið á sunnudögum í desember og reynslan af því varð mjög góð. Við teljum að við fáum mikið af nýju fólki á sunnudögum, sem ekki hefur tækifæri til að heimsækja okkur á laugardögum, og svo eru áreið- anlega niargir sem munu koma báða dagana. Fyrir seljendur er þetta mjög hentugt, því þeir geta verið báða dagana án þess að þurfa að taka saman pjönkur sína á laugar- dagskvöldum og fá nú tvo sölu- daga um hveija helgi.“ Kolapotið verður með breyttan opnunartíma á sunnudögum, kl. 11.00-17.00, en á laugardögum verður opnunartíminn sem áður, kl. 10.00-16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.