Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMARiniía] 7. APRIL 1991 UIVKHVERFISIVIÁL/ Ilvad kom fyrir Aralvatn? Mannleg mistök ARALVATN var einu sinni 4. stærsta stöðuvatn á jörðinni — mældist 41 þúsund ferkílómetri að stærð árið 1960 eða um það bil V3 af allri stærð íslands. Nú er það aðeins 17 þúsund ferkíló- metrar og lífríki þess úr sög- unni. Vatnið gæti horfið fyrir fullt og allt innan 30 ára ef ekkert verður að gert. Svo af- drifaríkar breytingar á náttúru- legum staðháttum af manna- völdum hafa aldrei orðið áður og margir líkja þessu umhverf- isslysi við slysið mikla sem varð í lyarnorkuverinu í Chernobyl um árið. Upphaf þessa má relya til stjórnartilskipana frá Moskvu árið 1918 þegar ráða- menn vildu bæta þjóðarhag með stórfelldum framkvæmdum án þess að sja'fyrir afleiðingarnar í ríki náttúrunnar og hvaða áhrif þær kynnu að hafa á mannlíf í kring þegar til lengri tíma væri litið. Uinhverfisvernd hefur lítið verið til umræðu í Sovétríkjunum fram til þessa en breytingar hafa orðið nú á síðustu tímum „glasnost". Nú má tala og þá koma staðreyndir í ljós. Aralvatn er í Mið-Asíuhluta Sovétríkjanna á svæðinu í kring- um 45. breiddargráðu (á svipaðri breiddargráðu og löndin við norðanvert Miðjarðarhaf). Vit- að er að á árunum 1926-1960 runnu 55 kúbikkílómetr- ar af vatni úr án- um Syr og Amur í vatnið árlega en þær ár eiga upp- tök í fjöllunum í suðri, Pamir og Tian Shan. Frá- rennsli úr vatninu hefur aldrei verið neitt en hins vegar ríkti gott jafnvægi milli aðrennslis og upp- gufunar. Nú flytja þessar ár ekki dropa í vatnið og afleiðingarnar eru eftir því. eftir Huldu Voltýsdóttur Ákvörðun stjórnvalda árið 1918 var í því fólgin að veita vatninu úr þessum tveim stórfljótum í gríðannikla áveituskurði því breyta átti þurri eyðimörkinni á svæðinu í bómullarakra. Rússar vildu vera sjálfum sér nógir um bómull og bómull átti líka að verða útflutningsvara. Stærsti áveitu- skurðurinn er sá sem kenndur er við Kara KUm og er 1.360 km að lengd en út frá stóru skurðun- um eru minni áveituskurðir eins og þéttriðið net. Iðnskóladagurinn TV 1 /1 • / T-V 1 • /1 1 n • V Iðnskólinn í Reykjavfk hefur opið hús í dag, 7. apríl, frá kL 13-17 í skólahúsunum á Skólavörðuholti. Kaffihlaðborð og skemmtiatriði á vegum nemenda. Sumarhús, sem nemendur hafa byggt og innréttað á skólaárinu, verður til sýnis og sölu. Allar verklegar deildir verða til sýnis iðnlána khi TÆKNlÆr tæknimenntun mikilvægastafjárfestingin? UMÞEKKINGU NYLEGAR erlendar rannsóknir sýna fram á hvað helst bætir efnahag þjóða. Það er ekki eins og einhver myndi ætla frjó mold eða náttúruauðlindir á borð við málma í jörðu eða orku. Heldur er það kunnátta þegnanna, verkkunnátta, tæknikunnátta, vísinda- kunnátta. Viðhald, útbreiðsla og aukning þessara þátta bætir hag þjóða. Danir eru lýsandi dæmi um þetta. Þeim er að vísu gefin frjó mold, nokkur fiskimið, en landbúnaðar- og sjávarútvegsfram- leiðsia eru ekki nema lítill hluti af þjóðarframleiðslu. Það sem þjóðin byggir framleiðslu sína á er tækni og þekking. En tækni- og vísindaþekking þeirra hefur alltaf verið á háu stigi. Þó að nokkuð hafi slegið í bakseglin síðustu ár, þá hefur þetta tryggt þjóðinni einna bestan efnahag meðal þjóða heims. Og enn þrátt fyrir að auðlindir verði að teljast nýög takmarkaðar. Af ofanskráðu mætti áætla sem svo: Þjóð sem vill varð- veita efnahag sinn og tryggja hann í framtíðinni ætti framar öllu að veita fé til menntakerfis síns og til vísinda- og tæknirannsókna. Freistandi er að álykta svo að fjárfesting til slfks skili sér beint einhveijum áratugum síðar í hagvexti. Um hagvöxt á við að hann er ekki lokatakmark góðs mannlífs, heldur nauðsynlegt skilyrði til að ná því. Þá má spyija hvort það jafngildi ekki í raun eyðingu físki- miða okkar að skera við nögl fé til menntamála, en leggja fram eftir Egil Egilsson Um tvítugt (stúdentspróf eða hlið- stætt) hefur nemandinn fómað til sumarvinnunnar meira en ári, sem erlendur námsmaður hefur notað til náms. Jafnframt þeim árs mun hefur því verið fórnað, að öll yfir- ferð námsefnis hefur verið hrað- ari og yfírborðskenndari en er- lendis, vegna tímaskorts. Slíkt kemur sérstaklega niður á raun- vísinda- og tæknimenntun, þar sem viðfangsefnið er erfiðara og torskildara en í öðrum greinum. Aðskilnaðurinn Eitt sem einkennir tækni- og raunvísindamenntun á æðri stig- um er aðskilnaður kennslu og rannsókna sem hinu opinbera hef- ur þóknast að koma á. Þetta á 1. d fW i. f+* i- /VVl Kennarinn: „Hvað eru margir metrar í fermetra.“ Nemandinn: „Fjórir." til vísindarannsókna aðeins brot af því sem þær nálægu þjóðir gera sem við berum okkur saman við. Allt sunnudagatal um fram- tak til þessa eða átak til hins inn- an menntakerfisins ber að skoða sem hræsni, skaðlega hræsni af því að það er til þess fallið að slá ryki í augu okkar, og leyna okkur því hvernig komið er í raun. Hvað vantar á? Efniviðurinn sem menntakerfið hefur til úrvinnslu fer eftir þeirri þjóðfélagsgerð sem um ræðir, þ.e. eftir lífsskilyrðum ungmennanna. Hér er ekki ætlunin að fara út í þjóðfélagsumræðu um lífsskilyrði, heldur bent á ýmislegt sem hlýtur að gera okkur eftirbáta annarra þjóða. Sleppum til dæmis almenn- um launakjörum í menntakerfinu, sem hljóta að leiða til að starfs- menn verða að kasta til höndum meir en ella. Tökum aðeins eina heilaga goðsögn úr íslenska menntakerfínu, sem er um sum- arfrí nemenda. Goðsögninni um ágæti lengdar þess má ei hrófla við, vegna þess að hún er talin forsenda lýðræðislegs mennta- kerfis, þannig að sem flestum sé gert kleift að standa undir námi fjárhagslega og óháð efnahag for- eldra. Spyija má hvort ekki séu þeir tímar liðnir að svo sé með breyttu atvinnuástandi, þegar erf- iðara er að fá sumarstörf en fyiT, og alls ekki fyrir hendi þau sömu uppgripastörf og áður. Lítum á hveiju er fórnað fyrir goðsögnina: sérstaklega við innan Háskóla ís- lands, sem er annars vegar skipt í kennslugeira, þar sem menn hafa að vísu rannsóknarskyldu, sem er þó ekki nema minni hluti af heildarstarfi, semsé stjórnunar- og kennsluskyldu einnig. Auk þess sem það þótti brenna við a.m.k. áður, að rannsóknarþætt inum væri ekki alls staðar sinnt sem skyldi. IV> kann að vera breyt- ing á til batn.iðar. Hins vegar fara hinar raunvorulegu hagnýtu rannsóknir og grunnrannsóknit Háskólans fram a þar til gerðum stofnunum, og starf manna þar einungis til þoss ætlað. Þessar stofnanir eru fjölmargar og ein- mitt í þeim greinum sem kennt er hvað mest í. Þannig er þetta skipulag brot á því sem yfirritaður hefur alltaf talið rétt, að á eftir stigum hverrar greinar beri að blanda sem mest saman rann- sóknar- og kennsluþættinum, einkum vegna þess hvað rann- sóknarþátturinn hlýtur á því stigi að auðga kennsluna. Sá maður sem hefur að aðalstarfi að bæta við þekkingarforða hverrar grein ar hlýtur einmitt vegna þess að vera betur til þess fallinn að miðla til námsmanna vanda greinarinn- ar en sá sem er fyrst og fremst kennari. Þannig hlýtur að teljast æskilegra skipulag að sem flestir sérfræðingar hafi sem jafnast hlutfall kennslu- og rannsóknar- skyldu og rannsóknarstofnanirnar sem flestar þátttakendur kennslustarfiuu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.