Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNIÍdXgUR 7. APRÍL 1991 C 19 Tvö ný leikverk í undir- búningi hjá Sjónvarpinu Sjónvarpið undirbýr nú upptöku á tveimur nýjum islenskum leikverk- um, sem væntanlega koma fyrir sjónir almennings næsta vetur. Hvort þeirra um sig verður um klukkutími að lengd. Annað þeirra ber heitið „Sjóar- inn, spákonan, blómasalinn, skóarinri, málarinn og Sveinn“ og hefur Matthías Johannessen skrifað verkið fyrir Sjónvarpið. Hilmar Oddsson kemur til með að sjá um ieikstjórn og áætlað er að heíja upptökur um næstu mánaðamót. „Þetta er ljóðræn fantasía, sem segir frá sjóaranum, spákonunni, blómasalanum, skóaranum og Sveini, sem lent hafa í ýmsum ör- lögum. Við getum sagt að þetta séu stemmningar úr Reykjavík," segir Sveinn Einarsson dagskrárstjóri Sjónvarps. Hitt verkið er unnið upp úr einni frægustu smásögu Einars H. Kvar- an, „Marías“. Viðar Víkingsson hefur unnið handritið og kemur hann einnig til með að stjórna upp- tökum. „Verkið fjallar um ýmsar samviskuspurningar og gerist á tímum Einars Kvaran, en Viðar hefur fært það fram til okkar daga,“ segir Sveinn. Upptökur heljast um 20. maí. Þá má geta þess að Jón Egill Bergþórsson dagskrárgerðarmaður er nú að ljúka frágangi á þáttum um Árna Magnússon og handritin. Handi'itsgerð annaðist Sigurgeir Steingrímsson, sérfræðingur á Arn- astofnun. Um er að ræða tvo þætti, sem væntanlega verða á dagskrá Sjónvarps með haustinu. Sjónvarpið er jafnframt að ljúka við heimilda- mynd um listmálarann Gunnlaug Scheving sem Eiríkur Thorsteins- son hefur haft veg og vanda af. Handrit er eftir Ólaf Kvaran. Sá þáttur verður á dagskrá í vor. Hagsmuna- togstreita í fjölmiðlum Breska ríkisútvarpið/sjón- varpið BBC hefur verið sakað um óheiðarlega samkeppni vegna mikillar áherslu, sem það leggur á að auglýsa sjónvarps- vísinn Radio Times og önnur rit, sem það gefur út, á rásum sínum. Þetta kamur fram í skýrslu eft- ir John Sadler, sem var falið að rannsaka hagsmunaárekstra breskra fjölmiðla. í skýrslunni er lagt til að stofnun, sem gegnir því hlutverki að tryggja heiðarlega samkepppni í viðskiptalífinu, verði falið að kanna hvort vísa skuli málinu til nefndar, sem fjallar um einokun og samruna fyrirtækja. Breska stjórnin fól Sadler að semja skýrsluna vegna þess að sá uggur hafði komið fram á þingi og á öðrum vettvangi að blöð kynnu að vera misnotuð til að auglýsa sjónvarpsstöðvarnar Sky og BSB, sem síðan hafa verið sam- einaðar. I skýrslunni er lagt til að blöðin semji siðareglur, sem komi í veg fyrir að í ijölmiðlum sé rekinn áróður fyrir aðra íjölmiðla í aug- lýsingum og ritstjórnargreinum. Setja skuli reglur til að koma í veg fyrir að blaðamenn, sem Ijalli um hagsmuni Jfjölmiðla, verði fyrir þrýstingi frá ritstjórum eða eig- endum. BBC hefur lagt áherslu á að auglýsa Radio Times og önnur rit sín vegna þess að útgáfa annarra sjónvarpsvísa hefur verið leyfð í Bretlandi. Engin önnur vikublöð eru eins útbreidd í Bretlandi og samkepppnin fer harðnandi. -------------- Telegraph söluhæst Breska blaðið The Daily Tele- graph seldist í 1.095.240 eintök- um í febrúarmánuði samkvæmt opinberum tölum um upplag blaða í Bretlandi. Þar með hefur enn einu sinni verið staðfest að Telegraph er langsöluhæsta blaðið í flokki vandaðra blaða í Bretlandi. • • Onnur blöð í sama gæðaflokki seldust sem hér segir í sama mánuði: The Times 415.163 eintök, The Guardian 444.406 eintök og The Independent 404.485 eintök. Almennt hefur verið litið svo á að The Daily Telegraph og The Times höfði í aðalatriðum til svip- aðs hóps lesenda. The Guardian og The Independent munu í meginat- riðum keppa um hylli annars les- endahóps lengra til vinstri. Davíð Oddsson á Reykjanesi Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, efnir til almenns stjórnmálafundar í Stapa mánudaginn 8. apríl. Fundurinn hefst kl. 21:00. Ávörp flytja Árni M. Mathiesen og Ólafur G. Einarsson. Fundarstjóri: Ellert Eiríksson. Allir velkomnir. Ulafur xíi) FRELSI OG MAN N ÚÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.