Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 Framtíó ungra leikara einkennist oft afóvissu, en StefániJónssyni leikara finnst þaó spennandi aó vita ekki hvaö veröur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur/ mynd Ragnar Axelsson SNOÐKLIPPTUR og alvar- legur situr Stefán Jónsson leikari í fyrrum stofu afa síns, hins „svarta senuþjófs“, og segir að ungir menn hafi ekkert að segja. Hann hafi heyrt það. Hvort sem þessi fullyrðing er rétt eður eijtá hafa þó ungir ménn á Islandi kjark til að leggja fyrir sig atvinnu sem einkennist af óvissu og stundum tekjuleysi, og vek- ur það furðu þeirra sem kjósa að hafa fast land und- ir fótum eins og þar stend- ur. En að líkindum þekkja þeir ekki þá tjáningarþörf sem Stefán talar um. Ekki hefur verkefnaley- sið þjakað unga leik- arann síðan hann kom frá námi í Lund- únum fyrir tveimur árum. Hann segist hafa verið mjög heppinn og verður vandræðalegur þegar ég spyr hann hvort hæfileikar hafi hér ekkert að segja? „Jú auðvitað, og ef vel gengur þá skilar það sér í fleiri hlutverkum," segir hann. „En það fer enginn út í þennan „bransa" peninganna vegna. Leikarar eru láglaunafólk." Ég segi að það sé nú ekki að sjá á þessu húsi sem afi hans leikarinn Haraldur Björnsson byggði. Stefán segir að þá hafi verið ann- að upp á teningnum, leikarastarfið verið mikils metið, meira að segja einnig kennarastarfíð sem afi hans stundaði. Sá er um er talað trónir á stóru málverki í stofunni og virðist glað- hlakkalegur á svipinn, hvernig sem á því stendur, kannski hlakkar hann til að heyra rætt um leikhús. Hann lést um svipað leyti og sonarsonur hans gaf út yfirlýsingu þess efnis að hann ætlaði að verða leikari. Þá var sá stutti þriggja ára. Stefán horfir á mig þessum stóru, opnu augum, þeim hinum sömu og horfðu á menn í kvikmyndinni „Ryði“, og ég velti því fyrir mér hvernig hann líti út brosandi. Hlut- verk hans í umræddri kvikmynd, sem Lárus Ýmir Óskarsson gerði og byggð var á leikriti Óiafs Hauks Sím- onarsonar, „Bílaverkstæði Badda“, býður ekki upp á mörg bros, en aft- ur á móti erfitt skap og hortugheit. Stefán fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn, og segja þeir er til þekkja að hann hafi mikla „útgeislun" og dragi athyglina auðveldlega að sér. Ég spyr hann hvemig það hafi Stefán Jónsson: Það skiptir öllu máli í leikhúsi að gefa sig allan. Sá sem hefur ekki brennandi áfiuga útvatnast fljótlega!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.