Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. A'PRÍL1991 C 13 verið að leika með stjömunum Bessa Bjamasyni, Agii Ólafssyni og Sigurði Siguijónssyni. Hvort þeir hafi ekki verið örlítið hrokafullir við hann, nýgræðinginn? „Nei, þvert á móti,“ segir Stefán. „Það er frábært að fá tækifæri tfl að leika með betri leikurum þjóðar- innar. Þeir hafa svo mikla reynsiu þessir karlar, það gefur mikið að leika með þeim. Góðir leikarar lyrfta manni upp, maður leikur betur. Hroki? Nei, þeir eltast ekki við einsk- isverða hhrti. - Þykir þér vænt um hlutverk þitt í „Ryði“? „Þegar maður er búinn að vinna lengi með ákveðinn „karakter", hvemig svo sem hann er, hefur reynt að skilja hann, þá þykir manni vænt um hann.“ Svo sannfærir hann mig um að leikarar verði mjög skilningsríkir á endanum, og þykir mér það mjög trúlegt. Stefán var sex ára gamall þegar hann flutti í þetta hús við Bergstaða- strætið 'sem afi hans byggði og bjó í, og faðir hans Jón Haraldsson arki- tekt, og móðir hans Áslaug Stephen- sen frumugreinir, síðar keyptu. Stef- án segist ekki hafa orðið fyrir neinum sérstökum leikhúsáhrifum heima fyr- ir, þótt fjölskyldan hafí farið oft í leikhús, en segja má að leiklistarfer- ill hans hafi byijað þegar hann var tíu ára gamall. Þá komu menn í Austurbæjarskólann tjl að Ieita að Morgunblaðið/Ragnar ÁxelBBon dreng í aðalhlutverkið í „Karlinum á þakinu“ og varð Stefán fyrir valinu eftir að hafa sýnt hæfni sína. Síðan lék Stefán mörg hlutverk bæði í Þjóð- leikhúsinu og í útvarpsleikritum, og eftir að hafa kynnst leikhúsheiminum varð hann staðráðinn í þvi að gerast leikari. Eftir stúdentspróf úr MR, fór hann til Frakklands og lærði frönsku um tíma, en ákvað síðar að þreyta inntö- kupróf við leiklistarskóla í London. Meðan hann beið eftir svari úr þeim skóla, tók hann einnig inntökupróf í Leiklistar- skóla ísland og komst inn í báða skól- ana. Hér heima sóttu 80 nemendur um skólavist en 8 komust inn, og í Guildhall School of Music and Drama í London, þreyttu nær 900 manns prófið en aðeins 25 kom- ust inn. Hann ákvað að nema list sfoa í London og fór utan. Taldi sig hafa betra af því að hleypa heimdrag- anum og byija frá grunni. Ég spyr hann hvort ijolskyldan hafi ekki verið stolt af honum, og hann segir svo vissulega vera. „Hún hefur ætíð staðið með mér í þessari áráttu minni. Það er kannski ekki hagkvæmt að senda börn sín í list- nám, en það gerðu foreldrar mínir sem betur fer og við systkinin höfum reyndar öll lagt listgreinar fyrir okk- ur. Eldri systir mín, Gyða, er „Art Therapist“ í London, Haraldur bróðir minn myndhöggvari og yngri systir mín, Edda, sem býr hér enn heima, hefur líka einhveija hættulega „tend- ensa“! Það er stórkostlegt að geta starfað við það sem maður hefur áhuga á. Það eru forréttindi." Milli þessara tveggja leikara, Har- alds heitins Bjömssonar til vinstri á veggn um og Stefáns til hægri í stólnum, velti ég því fyrir mér hvers vegna menn leggja út á leiklistar- brautina. Er það tjáningarþörfin, þörfin fyrir að vera annar en maður er, eða er það iófaklapp áhorfenda sem þeir sækjast eftir? „Það er lófaklappið' sko,“ segir Stefán hiklaust. Brosir svo: „Nei, það eru eflaust margar ástæður fyrir því að ég gerð- ist leikari. Upphaflega þótti mér þetta spennandi heimur, upplifði hann sem ævintýraheim þegar ég var krakki, sviðið, búningana, fólkið. Einnig er hér um að ræða tjáningar- máta sem ég hef unun af.“ - En aðdáun áhorfemda? „Það er mjög hvetjandi ef vel gengur. Ef fólk upplifir það sem maður er að gera, og hrífst," segir hann og augun tindra. - Þurfa leikarar almennt mikla athygli? „Sumir eru mjög feimnir, aðrir nota hvert tækifæri tíl- að láta vita af sér.“ - Og þú? „Eg svara þessu á kiassískan hátt: ég er feiminn að eðlisfari." - Verðurðu móðgaður ef fólk kannast ekki við nafn þitt né andlit? „Alls ekki. Maður er ekki í þessu til-afrverða frægur.“ - Nú? Til hvers þá? „Frægðin getur verið fylgifiskur og þá er hún vonandi verðskulduð. Að leika er þörf og það fylgir því mikil gleði að fá útrás fyrir hana í þessu starfi." Afi Stefáns var fyrsti lærði leikar- inn á Islandi, nam í Komunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn. Hann þótti frábær leikari og var reyndar títt nefndur „senuþjófur". Hvernig út- • skýrir sonarsonurinn sikt fyrirbæri? „Það á ekki að vera fallegt að vera þjófur,“ segir hann og kímir. „Senuþjófur getur verið sá leikari sem einfaldlega er betri á sviðinu en aðrir, og við því er ekkert að gera.“ Hann ræskir sig og horfir fast á afa sinn á veggnunc „Eímnig getur það komið fyrir að leikari dragi vís- vitandi athyglina að sér þegar hann ætti eklci að gera það. Með tilþrifum sínum og leik heldur hann athygli áhorfenda og þeir taka ekki eftir þeim leikurum sem athyglin ætti að beinast að.“ - Heldurðu að afi þinn hafi nokk- uð gert það? hvísla ég. Hann glottir til senuþjófsihs og maður þor- ir ekki fyrir sitt litla líf að líta upp á myndina, hefur á tilfinningunni að sumir kunni að glotta á móti. „Ég veít það ekki,“ segir hann svo, „hann naut sín skilst mér á svið- inu. Var góður leikari. Það kæmir mér ekki á óvart þótt hann hefði haft gaman af því að gantast á sviði!“ Atvinnumöguleikar ungra leikara virðast ekki miklir í fljótu bragði, en Stefán segir að svo virðist sem flest- ir er útskrifuðust á undanfömum árum hafi fengið nóg að gera. „Víst fylgir því óvissa að vera lausráðinn leikari. Helst er að fá hlutverk í leik- húsrmum tveimur, hjá atvrnnuleik- hópum, eða í kvikmyndum sem koma á stangli, en oft verða menn að taka ýmsa bitlinga. Auglýsingar eru t.d. ekki hátt skrifaðar á óskalista leikar- ans, en þær gefa þó mest í aðra hönd, leikhúsið aftur á móti hvað minnst. Ef vasinn er að tæmast og auglýsingastarf býðst, þá tekur mað- ur því.“ Ég spyr hann hvort það sé ekki rétt að menn þurfi að vera yfir þrít- ugt til að komast að hjá Þjóðleikhús- inu, hvort það sé ekki langur „reynsl- utími“ fyrir ungan - leik- ara frá því hann útskrif- ast? „Það er kannski und- arlegt að yngra fólk skuli ekki vera á samníngi, en mér skilst nú að nýr þjóðleikhússtjóri ætli að jmgja upp.“ Stefán vill ekki kannast við neina öfund meðal ungra leikara þótt einn fái fleiri hlutverk en annar. Hiutverk- askipan fari eftir því hvers konar manngerð það er sem leíkstjórinn leitar að. Við ræðum um samvinnu leikarans og leikstjórans, hvort hann hafi aldr- ei upplifað það að vilja túlka ein- hveija persónu á annan hátt en leik- stjóri-nn óskaði eftir? „Ekki þannig að til vandræða hafi horft. Þetta er spuming um sam- vinnu. Yfirleitt túlkar leikari hlutverk sitt eins og honum best þykir sjálf- um, svo framarlega sem það gehgur ekki þvert á stefnu leikstjórans: Ef töggur er í leikstjóra, þá heldur hann sínu fram. Ég hef aldrei lent í þessu, en ég held þó að í flestum tilvikum sé þetta einungis ágreiningur um áherslupunkta í einhveiju atriðinu, en ekki um manngerðina sem slíka. Einhvern tíma hafði maður heyrt það að alir leikarar ættu sín drauma- hlutverk bg ég spyr Stefán hvort hann dreymi ekki um að leika ein- hveija ákveðna persónu? „Nú á ég auðvitað að svara, já „Hamlet", eða eitthvað þvíumlíkt? Nei, ég á mér ekkert óskahlutverk." — Eh lestu leikrít? „Já, það geri ég oft og las síðast „Dalur hinna blindu“, leikrit sem byggt er á samnefndri sögu H.G.Wells. Ég er að leika núna í sýningu á þessu verki með fijálsum leikhópi sem nefnist „Þíbylja“, en við störfum að þessu sinni í temgslum við Borgarleikhúsið, þ.e. þeir sjá okkur fyrir húsnæði í Lindarbæ.“ Þetta le&rit fjallar um einar.grað- an hóp fölks sem býr í Andesflöllum. Fólkið einangraðist fyrir margum öldum vegna náttúruhamfara, en í kjölfair þeirra hafði einnig komið upp sjúkdómur sem olli blindu. Að Iokum eru allir orðnir blindir, jafnvel börnm fæðast blind, en fólkið hefur lært að aðlaga líf sitt og starf þessari fötlun og þekkir ekkert annað. Þá gerist það að flugvél feðga frá „okkar heirm'" hrapar í dalnum, og þeir upp- lifa þennan ótrúlega heim sem hinir blindu lifa í. 011 orð sem tengjast lit og hinrn sjónræna eru horfin úr tung- umálinu. Dalurinn er heimurinn aJlur og við það miðast trúarbrögð þessa fólks. Það álítur feðgana hafa kormið úr klettinum. Hér mætast tveir heimar og ólík lífsviðhorf. Þetta er afar spgnnandi verkefni, og það er fríður hópur ungra leikara sem tekur þátt í því undir stjórn Þórs Tulinius." Stefán fræðir mig á því að virkir atvinnuleikhópar séu um tíu talsins, og þar sem fjár- veiting er aðeins um 3 milljónir til þeirra allra sam- tals, en það er oft sú upphæð sem uppsetning hvers verks kostar, þá eru það oft skuldir sem menn fá í laun. Ég fer nú að trúa honum þegar hann talar um hugsjónastarf, og spyr hann hvort ungir leikarar geti nokk- uð framfleytt fjölskyldu, hvort þeir verði bara ekki að fóma sér fyrir starfið? „Flestir sem ég þekki eru komnir með fjölskyldu og virðast skrimta ágætlega. I mörgum tilvikum búnir að kaupa íbúð. Ég held nú að atvinn- uleysið sé ekki eins mikið og menn halda.“ - Nú ert þú af þessari kynslóð sem hefur fengið afflt upp í hendurnar, Stefán ... „Blöfftöff“-kynslóðin? Fengið allt hvað upp í hendumar? Verðbólguna og vandræðin?" -Jæja, en'það er nú sagt að þið reynið að vera sem lengst undir vemdarvæng foreldra? „Þótt ég leígi hjá móður minni þá eru flestir flognir úr hreiðrinu sem ég þekki, eins og ég sagði. Ég er ekki hræddur við að binda mig ef þú hejdur það, en það getur verið að ég forðist það. Það er ekkí fyrir hvem sem er að vera giftur leikara. Þessi skrýtni vin- nutími, þetta skrýtna fðlk.“ Hann skoðar fingur sína vandlega' og heldur í sér hlátrinum: „Létt- geggjað fölk, sem gefur lífinu lit. Gengur kannski heilt til skógar, en - ja, eru ekki alir í einhveijum hlut- verkum? En það er mun skemmti- legra að fá mörg hlutverk urn ævina, ekki bara þetta eina sem allir eru í, maður hefur þá tækifæri til að bæta sig. - Hvemig líður þér í þínu eigin hiutverki? „Jú, þakka þér fyrir, mér líður ágætlega, fylgi enn fötum og les gleraugnalaust. Menn mega ekki rugla sviðinu við raunveruleikann, þá er voðinn vís. Enda á það ekki að gerast ef leikari hefur lært sína tækni og er sæmilega heilbrigður á geðsmunum." Við emm komin fram í forstofu, Stefán ætlar að skjótast í sund og síðan á kaffihús að hitta vini sína. Það gerir hann gjaman þegar hann á frí, einnig fer hann oft í bíó og á myndlistarsýningar, segir hann mér. Meðan við klæðum okkuT út í rign- inguna röbbum við um framtíðina og það er auðheyrt að hann vfll helst enga lognmollu í kringum sig. Segist ekkert hafa á móti þvi að starfa er- lendis, yrði honum boðið það. „Ég er ekki fylgjandi inngöngu í Efna- hagsbandalagið, er hræddur um að það myndi breyta okkur í „útkjálka- verstöð" eins og Sigurður A. Magn- ússon komst að orði. En vitanlega yrði það hagstætt fyrir leikara, það gæfi þeim ýmis tækifæri sem þeir annars fengju ekki. Það sem er spennandi við þessa vinnu er það, að maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skatrtí sér. Kannski stend ég uppi atviimulaus, en ég vona þó hið besta, það er gróska í leikhúslífinu núna. Leikhús- umræður hafa verið neikvæðar upp á síðkastið, einkum í tengslum við breytingarnar á íjóðleikhúsfou, en sú umræða hefur ekkert með leiklist að gera heldur slóðaskap hins opin- bera í að viðhalda byggingunni. Við- gerðin -breytir ekki eðli leíklistarinn- ar, það er fólkið í húsfou en ekki stefosteypan sem skapar listina. Vonandi getum við talað um góða list í góðu leikhúsi." - Þú ert nú mjög upptekfon af leikhúsheiminum? „Já mjög, það skiptir öllu máli í leikhúsi að gefa sig allan. Sá sem hefur ekki brennandi áhuga útvatn- ast fljótlega." Segir svo eins og við sjálfan sig um leið og hann reimar skóna: „Mað- ur verður að hafa „demoninn“ í sér.“ Vaxandi fyrirtæki Lítið en mjög efnilegt fyrirtæki, sem flytur inn vélar og tæki, er til sölu. Fyrirtækið er með geysi- góð sambönd erlendis og innanlands. Verðið er mjög viðráðanlegt. Vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „V- 13716“. Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verðui haldinn í Ársal Hótels Sögu, föstudaginn 12. apríl 1991 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi spaiisioðsins á árinu 1990. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskonaður ársreikn- ingur sparisjóðsins fyrir árið 1990. 3. Kosning stjórnar. 4. Kosning skoðunarmanna. 5. Tillaga um ársarð og ráðstöfun tekjuafgangs. 6. Tillaga um þóknun stjórnar og skoðunarmanna. 7. Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundar- stað í fundarbyrjun. Áríðandi er að sem flestir stofnfjáreigendur mæti á aðal- fundinn, svo hann verði sem fjölmennastur. Reykjavik, 27. mars 1991. _____________________Sparisjóðsstjórnin.________ IMenn meqo ekki ruqlo sviðmu viö rounveruleikonn, þá er voðinn vís. IÞeir hofo svo miklo reynslu þessir korlor, Þoó gefur mikió oó leiko með þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.