Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 30
30 ® MOEQtíNÐLÆÐlD, SAMSAI?MKMMÁ&ligtta ABRÍLi 10,9.1 ÆSKUMYNDIN... ERAF JÓHANNESIJÓNSSYNIÍBÓNUS Vildiprófa hlutina og var til íslaginn „Eg var brjálæðingur!" sagði Jóhannes þegar ■ hann var spurður hvernig hann hefði verið sem barn. Hann segist hafa verið „óskaplega aktívur, mikill fyrir sér og uppátækjasamur grallari". Páll Olafsson prentari sem er æskuvinur Jóhann- esar tekur vægar til orða en bendir á að Jóhann- es „hafi alltaf verið hreinskilinn og láti allt flakka". Það sem hann hefur fram yfir marga hug- myndaríka menn, er að hann framkvæmir hlutina," segir Páll Ólafsson æskuvinur Jóhannesar. Foreldrar Jóhannesar eru Jón Eyjólfsson og Kristfn Jóhann- esdóttir, sem eiga éinnig yngri dótt- ur, Ragnheiði Ester. Jóhannes fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1940 og gekk fyrst í Bamaskóla Austur- bæjar og síðan í Gagnfræðaskóla 1 Austurbæjar. Síðan nam hann pren- tiðn og vann um áraskeið sem prentari. Lengstum starfsaldri náði hann hins vegar hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem hann vann í 25 ár, þar til hann opnaði fyrstu Bónus-verslunina. Asa Asgeirsdóttir, eiginkona Jó- hannesar, segir að hann sé áræðinn og stórtækur. „Hann hefur alltaf viljað prófa hlutina og hann er til í slaginn. Ef hann þarf að taka áhættu, þá gerir hann það,“ segir ;Asa. Þau hjón eiga tvö börn, Krist- ínu sem er 28 ára og Jón Ásgeir, 23 ára. Páll Ólafsson og Jóhannes vom skólafélagar í mörg ár. „Við byijuð- um saman í barnaskóla og vorum mikið saman þar til um þrítugt,“ segir hann og bætir síðan við: „Við brölluðum mikið saman og ferðuð- umst töluvert um landið.“ Páll seg- ir að Jóhannes sé skapgóður og ekki minnist hann þess að Jóhannes hafi verið sá bijá- læðingur sem hann talar sjálfur um. „Hann var alla vega rólegur þegar hann fór að eld- ast,“ segir Páll. „Jóhannes hefur alla tíð verið mjög duglegur," segir Páll. „Hann hefur einnig alltaf verið mjög lifandi og hugmyndaríkur. Það sem hann hef- ur fram yfir marga aðra hugmynda- ríka menn, er að hann framkvæmir hlutina. Hann er viðskiptamaður fram í fingurgóma en það er hæfi- leiki sem hann hefur þroskað með sér. Ég minnist þess alla vega ekki að hann hafi, sem strákur, verið með neins konar viðskipti í gangi, eins og oft tíðkast hjá krökkum." Páll segir að þó Jóhannes sé stór- huga ani hann ekki út í ævintýra- mennsku. „Það er allt úthugsað hjá honum,“ segir hann. „Þegar Jó- hannes byijaði að vinna í verslun sem ungur maður, fór hann að keyra vörur heim til viðskiptavin- anna um leið og hann fékk bílpróf. Hann hefur alltaf viljað þjóna við- skiptavinunum vel.“ Þegar Páll er spurður hver áhugamál hans og Jóhannesar hafi verið á æskuárunum verður fátt um svör. „Við kynntumst ekki vel fyrr en á unglingsárunum og þá gerðum við bara það sem flestir unglingar gerðu, fórum í bíó og á böll,“ segir hann. „Við fórum oft út á land um helgar en ég held að Jóhannes hafi verið ósköp venjulegt barn og ungl- ingur þó hann hafi verið svolítið fyrirferðarmikill á köflum. Og svo var jú oft ansi mikið fjör í kringum hann ..." ÚR MYNDASAFNINU ÓlafurK. Magn ússon r Fyrsta Islandsmót í skautahlaupi úsundir Reykvíkinga höfðu safnast saman við Tjörnina og á Tjamarísnum um klukkan 14.00, sunnudaginn 19. febrúar árið 1950, til þess að horfa á fyrsta íslandsmót- ið í skautahlaupi, sem þá átti að hefjast þar. Keppendurnir komu inn á brautina fylktu liði undir íslenskum fána, en síðan ávarpaði Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, þá og setti mótið. En ekkert varð þó úr því að keppnin færi fram. Mannfjöldinn þyrptist svo inn á Tjörnina og jafnvel sjálfa hlaupa- brautina, að ísinn þoldi ekki þung- ann. Var hann farinn að springa og vatn að seitla upp á hann. Fólk- ið neitaði að fara að tiimælum lög- reglunnar um að víkja af Tjöminni og var því ekki um annað að ræða en að fresta mótinu. Misstu margir þarna af góðri skemmtun og nokkr- ir keppendur hættu einnig við þátt- töku. Seinna um daginn fór svo keppnin fram. Var keppt í 500 og 1500 metra hlaupi. Fyrsti íslands- meistarinn í 500 metra hlaupi varð Einar Eyfells ÍR á 57,2 sek., en Ólafur Jóhannesson SR (Skaut- afélagi Reykjavíkur) varð fyrsti íslandsmeist- ari í 1500 metra skauta- hlaupi á 3.20,2 mín. Skautaíþróttin hefur ekki verið í hávegum höfð sem keppnisgrein hér á landi á undan- fömum ámm og áratugum þótt undarlegt megi telja, a.m.k. í ljósi norðlægrar legu landsins. Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, ávarpar keppendur við setningu mótsins. BorÖtmnis BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU „Borðtennis er mun útbreiddari íþrótt en margan grunar. Ástæð- an er sennilega sú að ekki keppa margir í borðtennis, en hins vegar er mikið spilað í öllum skólum,“ segir Kjartan Briem, íslandsmeistari í íþróttinni. Kjartan fór í gær, ásamt félög- um sínum í íslenska landslið- inu, til Kína þar sem þeir verða í æfingabúðum í tvær vikur. Síðan halda þeir til Japans til þátttöku á heimsmeistaramótinu í borðtennis. „Ég geri ráð fyrir að borðtennis sé útbreiddasta íþrótt í heimi. Spil- að er jafnmikið í Afríku, Asíu og Evrópu, og þátttökulöndin á heimsmeistaramótinu verða um 90,“ segir Kjartan. Fyrir áramót var hann í æfíngabúðum í Svíþjóð þar sem hann æfði á hveijum degi. Núna ferðast hann um og kennir borðtenn- is á námskeiðum í skólum víðs vegar um landið. Námskeið þessi 'eru haldin á vegum borð- tennissam- bands íslands. Kjartan leggur áherslu á að allir geti spilað borðtennis. „Lík- ' lamsvöxtur skiptir engu máli, en hins vegar er mikilvægt, þegar menn eru komnir lengra, að hafa gott vald á líkamanum. í borðtenn- is er æfingin mikilvæg ef menn ætla að ná góðum árangri. Þetta er þroskandi íþrótt og sannleiks- gildi máltækisins æfinging skapar meistarann er augljóst. Það er heillandi viðfangsefni að finna að maður getur alltaf náð betri ár- og það er frábært að sjá árangurinn eftir að hafa æft vel!“ Borðtennis er mun útbreidd- ari íþrótt en marga grunar segir Kjartan Briem, sem hér sést í leik. Jón Bene diktsson læknir A Eg las síðast bók sem Gils Guð- mundsson skráði um Einar Benediktsson skáld. Þetta er mjög fróðleg og góð bók. Ég hef gaman af bóklestri, sérstaklega ævisögum, enda les ég mikið af þeim. Eg lauk nýlega við bókina um Kristján Albertsson sem mér þótti mjög góð. Ég les töluvert af ævisögum og fræðiritum en hef einnig afskaplega gaman af því að lesa um framandi lönd. Ég les aðal- lega um menningu og listir fram- andi þjóða. PLATAN Afóninum Svava Kristín Ing- ólfsdóttir nemi í Söng- skólanum Geisladiskur með aríum klass- ísku meistaranna, Ha ydn, Mozart og fleirum er í spilaranum hjá mér núna. Það er þýska mezzo- sópransöngkonan Frederica Von Stade sem syngur þetta og mér finnst hún mjög góð. Ég hlusta töluvert á tónlist, aðallega klass- íska, en þar sem maðurinn minn dundar sér við að semja popptónlist í frístundum, fæ ég einnig að heyra þess háttar tónlist í þokkalegum skömmtum öðru hvoru. Ólafur Jónsson kennari Síðasta platan sem ég hlustaði á var Neck to neck með Mark Knopfler gítarleikara í Dire Straits og Chet Atkins. Platan er mjög góð, þarna heyrist afburðagítarleik- ur sem gerist ekki betri. MYNDIN ÍTÆKINU Valgerður Jónasdóttir nemi í MR Eg horfi yfirleitt ekki mikið á myndbönd en sá nýlega tvær myndir, A room with a view hug- ljúfa ástarmynd sem mér þótti mjög góð, og síðan dönsku myndina Bab- ettes gæstebud . Við lásum bókina í skólanum og sáum þess vegna líka myndina sem var nokkuð góð og fjallaði fyrst og fremst um kræsi- legt matarboð. Þórhildur Ýr Jóhann- esdóttir nemi í MH Winter People var síðasta mynd- in sem ég sá. Þetta er róm antískt drama þar sem leikararnir standa sig allir mjög vel, sérstak- lega þeir sem eru í aðalhlutverkum. í heild þótti mér þetta afburða góð mynd og vel þess virði að horfa á hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.