Morgunblaðið - 07.04.1991, Side 5
ree r jiaqA s auoAauMMua aiaAJaMupaoM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRIL 1991
bar vildu ekki taka við bandarísku
herliði.
Bush hringdi í Fahd. Konungurinn
vildi ekki samþykkja strax að Cheney
kæmi. Kannski væri betra að nefnd
sérfræðinga kæmi. Bush benti á Sch-
warzkopf, en lagði áherzlu á Che-
ney. Erfiðara mundi reynast konungi
að hafna tillögum $vo valdamikils
manns.
Fahd samþykkti 14 tímum síðar
að hitta Cheney í Jidda. Saudi-Arab-
ar reyndust fáanlegir, ef Bandaríkja-
menn samþykktu skriflega að fara
þegar hættan liði hjá og bæðu Saudi-
Araba um samþykki áður en blásið
yrði til sóknar.
Bush og ráðgjafar hans héldu
umfangi fyrirhugaðs liðssafnaðar
leyndu. Um miðjan ágúst skopaðist
starfsmaður Hvíta hússins að frétt
um að bandaríska herliðið yrði skipað
200.000 mönnum.
Liðsaflinn stórefldur
Innrásin vakti reiði almennings og
fylgi við liðsflutningana jókst í ágúst.
Fjárlagadeilur forsetans og þingsins
í spplemþpr gg pktþþgp drógý pr
stuðningnum. Heimildir CIA hermdp
að refsiaðgerðir mundu ekki duga
til að flæma Saddam frá Kúveit.
Bandarískir ráðamenn urðu óró-
legir vegna hryðjuverka í Kúveit og
Slæmrar meðferðar á vestrænum
gíslum. Um það var deilt hvort bíða
ætti átekta eða taka af skarið og
reka Iraka.
„Allir sáu að látið var reka á reið-
anum,“ segir embættismaður.
„Saddam virtist hafa frumkvæðið.
Við töldum að við yrðum að gera
eitthvað til að ná því aftur.“
Bush rak á eftir áætlunum frá
Pentagon um sóknarleiðir, en Sch-
warzkopf sagði að varnarliðið væri
ekki tilbúið og íraskt herlið héldi
áfram að streyma til Kúveit.
Fyrsta sóknaráætlunin var lögð
fyrir Cheney, Powell hershöfðingja
og yfirherráðið snemma í október og
var ófrumleg hugmynd um árás á
miðja varnarlínu Iraka.
Aætlun Schwarzkopfs um árásir
á íraka frá hlið barst á næstu vikum.
Cheney og Powell féllust á að banda-
menn hefðu ekki nægan liðsafla til
slíkra árása um leið og reynt væri
að afstýra að íraski herinn sækti í
suður. ^
Það 180.000 manna herlið, sem
þegar hafði verið sent, var talið
hæft til sóknar jafnt sem varnar, ef
engin breyting yrði á styrk 180.000
manna liðs íraka á svæðinu. í lok
október höfðu írakar fjölgað her-
mönnum sínum í 430.000 og Banda-
ríkjamenn urðu að svara í sömu
mynt til að halda sóknargetu sinni.
Powell hershöfðingi sagði Sch-
warzkopf að tilgreina allt sem hann
þarfnaðist til að hrekja íraka frá
Kúveit. Powell fór til Saudi-Arabíu
21. október tii að ræða áætlunina
og tímasetningar hennar og kom
með hana aftur til Cheneys. Þegar
áætlunin var kynnt í Hvíta húsinu
30. október var gert ráð fyrir að
aðgerðirnar hæfust með víðtækum
loftárásum á írak um miðjan janúar
og að sókn á landi tæki við seint í
febrúar.
Samkvæmt áætluninni var nauð-
synlegt að tvöfalda stærð 200.000
manna herliðs Bandaríkjamanna á
þremur mánuðum og kalla út fjöl-
mennt varalið.
Bush tók mikilvægar ákvarðanir
á fundinum. í fyrsta lagi að koma á
fót nauðsynlegu kerfi til að heyja
miðsvetrarstríð og í öðru lagi að fá
umboð frá Sameinuðu þjóðunum til
að heyja slíkt stríð. Baker utanríkis-
ráðherra var sendur í hnattreisu til
að afla stuðnings við ályktun frá
Öryggisráðinu um heimild til vald-
beitingar.
Powell hershöfðingi, , Cheney,
Scowcroft, Baker og forsetinn töldu
sæmilegar horfur á að hervæðing
Bandaríkjamanna mundi nægja til
að knýja Saddam til undanhalds frá
Kúveit. Forsetinn hikaði ekki við að
ákveða fjölgunina í herliðinu, en hélt
ákvörðuninni leyndri til 8. nóvember
- þar til tveimur dögum eftir kosn-
ingarnar.
„Viðbrögð þingsins voru hörð og
blöðin sögðu að enginn vissi af hverju
við værum þama,“ segir starfsmaður
Hvíta hússins. „Flest benti til þess
að við ættum við mikinn innanlands-
vanda að stríða."
Forsetinn fór að íhuga að „taka á
Afskipti Gorbatsjovs
fsraelsmenn róaðir
Síðan í september höfðu Bush for-
seti og Baker utanríkisráðherra
kannað hvernig arabískir bandamenn
þeirra mundu bregðast við, ef írakar
mundu skjóta eldflaugum á ísrael til
að draga gyðinga í stríðið.
Svör fengust á næstu mánuðum
og voru yfirleitt jákvæð. Ef ísraels-
menn yrðu ekki fyrri til að ráðast á
írak og hugsanleg hefndarárás ísra-
elsmanna yrði „innan hóflegra
marka“ mundi enginn arabískur
samheiji Bandaríkjamanna lenda í
erfiðleikum.
Yitzhak Shamir, försætisráðherra
ísraels, kom til Washington 11. des-
ember. Forsetinn sagði að ef til stríðs
kæmi gætu Bandaríkjamenn gripið
til „raunhæfra áætlana" til að eyða
óhreyfanlegum Scud-skotflaugapöll-
um í Vestur-írak, svo og hreyfanleg-
um skotpöllum.
Bush kvað Bandaríkjastjóm reyna
af fremsta megni að koma í veg fyr-
ir tilraunir til að tengja Persaflóa-
deilua deilu araba og Israelsmanna.
Israelsmenn yrðu einnig að forðast
slíka tengingu og svara ekki í sömu
mynt, ef Irakar gerðu árásir. Shamir
vildi kippa stirðum samskiptum við
Bush í lag og lofaði að ísraelsmenn
mundu ekki gera fyrirbyggjandi ár-
ás. Hann mundi einnig „ráðfærast"
við forsetann áður en hann svaraði
íraskri árás.
Bandaríkjastjórn ákvað að komaá-
„heitri línu“ milli Pentagons og Tel
Aviv til að vara við yfirvofandi Scud-
árásum samkvæmt upplýsingum frá
gervihnöttum.
Þegar fyrsta Scud-flaug íraka
hæfði Tel Aviv að kvöldi 17. janúar
notaði Cheney heitu línuna til að róa
Moshe Arens landvarnaráðherra.
Baker og Bush hringdu í Shamir.
Skilaboðin frá Washington voru
ótvíræð: „Við ráðumst á Vestur-írak
af fullum krafti. Flugher ykkar fær
engu meiru áorkað en við ... Við
kunnum að meta stillingu ykkar, en
gangið ekki í gildru Saddams." ísra-
elsmönnum var einnig sagt að þeir
fengju fleiri Patriot-flaugar.
Um kvöldið sátu helztu ráðherrar,
utanríkisráðgjafar forsetans og Dan
Quayle varaforseti á fundi í skrif-
stofu Scowcrofts. Einhver taldi
„óhjákvæmilegt" að ísraelsmenn
mundu fyrr eða síðar svara í sömu
mynt og að leyfa ætti þeim það strax
og að nota Jericho-flaugar í stað
flugvéla. Niðurstaðan varð þó sú að
Að kvöldi 11. febrúar kom Cheney
í Hvíta húsið og tilkynnti að Sch-
warzkopf bæði um heimild til að
heíja landhernað á tilteknum dögum,
í fyrsta lagi 21: febrúar.
Forsetinn samþykkti að miða
skyldi við þann dag. Einum eða
tveimur dögum síðar fullgerði Sch-
warzkopf hershöfðingi áætlunina og
ákvað að árásin skyldi hefjast kl. 4
f.h. 24. febrúar (8 e.h. 23. febr. að
Washingtontíma).
Sovétstjórnin reyndi á síðustu
stundu að miðla málum til að koma
í veg fyrir að írakar biðu álitshnekki
og gera þeim kleift að hörfa frá
Kúveit.
Fyrsta óljósa bendingin hefði kom-
ið fram 14. febrúar í skeyti frá Gor-
batsjov tii Bush. Þar greindi hann
frá viðræðum, sem sendimaður hans,
Évgeníj M. Prímakov, hefði átt við
Saddam í Bagdad.
í skeyti sínu sagði Gorbatsjov að
„nokkur breyting" hefði orðið á af-
stöðu Saddams og vert væri að kanna
það. Því „kynni að vera æskilegt“
að Bandaríkjamenn hæfu ekki land-
hernað fyrr en rætt hefði verið við
Aziz.
„Okkur gramdist að þessi draugur
úr fortíðinni þyrfti að ásækja okkur
rétt áður en við urðum að taka loka
ákvörðun,“ segir embættismaðm
„Við gerðum okkur grein fyrir þeim
skaða, sem þella gat valdið. Forsel-
inn tók þá afsföðu að Gorbafsjov.
þyrfti af innaulaudsástæðum að sýna
að hann hofði hlutverki að gogna.
Við urðum að hal'na því hlutvorki ...
en máttum olj.i koma honum í
bobba."
Bush og ráðgjafar hans stóðu í
stöðugu símasmnbandi við Moskvu í
nokkra daga. Að kvöldi fimmtudags-
ins 21. febrúar fannst forsetanum
nóg komið. Hann ákvað að lýsa yfír
skilyrðum fyrir brottflutningi íraka
í samræmi við „allar“ ályktanir SÞ.
Powell hershöfðingi vildi að írakar
fengju frest til að svara frá föstu-
degi til hádegis á laugardag, þar sem
það gæti orðið „gágnlegt“ herliði
hans, sem var tilbúið til árásar á
áður ráðgerðum tíma kl. 8.00 e.h.
að Washingtontíma síðari daginn.
Þegar fresturinn rann út hringdu
Bush og Baker í Gorbatsjov. Þeir
þökkuðu honum fyrir „tilraunir"
hans, ítrekuðu að þær væru ófull-
nægjandi og sögðu að ef hann stæði
í sambandi við Iraka skyldi hann
aðurinn mundi hefjast 15. janúar, svo
að nú ættu þeir að skilja þennan
frest“ og fara meðan enn gæfist tími
til að bjarga því sem þeir gætu.
Valdbeiting heimiluð: Oryggisráðið setur frest fyrir brottflutningi.
„Hlutverki“ hafnað: Bush og Gorbatsjov (í Helsinki í september).
koma yrði í veg fyrir ísraelska hefnd-
arárás og að það væri hægt.
Shamir var „rólegur“ og setti
hefndarárásir aldrei á oddinn, þótt
fast væri lagt að honum. Yfirmaður
ísraelska flughersins, Avihu Binun
hershöfðingi, klifaði á því að ísra-
elsku flugmennirnir væru hæfari til
að gera árásirnar og að Patriot-
flaugarnar gætú ekki varið ísrael.
Arens sagði að Israelsmenn yrðu
fyrr eða síðar að svara í sömu mynt.
Síðar um kvöldið bað hann Cheney
um upplýsingar til að gera ísraelsk-
um flugmönnum kleift að greina í
sundur bandarískar þotur og íraskar.
Cheney fékkst ekki til þess, en reyndi
að róa Israelsmenn með leynilegum
upplýsingum til að sýna þeim hvaða
eldflaugaskotmörk væri ráðizt á og
með hvaða árangri.
Seinna fór Arens fram á að ísrael-
skar flugvélar fengju að fara yfir
Saudi-Arabíu til að gera hefndarárás
á írak án þess að fljúga í jórdanskri
lofthelgi. Cheney
hafnaði til-
mæiunum og
Bush hrósaði
ísraeismönnum
fyrir stillingu.
Shamir mat stöð-
una og hélt ró
sinni.
Bush vissi að
almenningur í
Israel var á hans
bandi. Þegar Ar-
ens kom til Was-
hington 11. fe-
brúar til að ít-
reka að Israels-
menn yrðu að
gera eitthvað sagði Bush honum frá
niðurstöðum síðustu skoðanakann-
ana í ísrael.
„Úrslitastundin": Baker og Aziz í Genf.
sig krók til að afstýra stríði" með
því að senda Baker til Bagdad og
bjóða Aziz til Washington. Sú
ákvörðun var kunngerð eftir at-
kvæðagreiðsluna í Öryggisráðinu 29.
nóvember, þegar heimilað var að
beita valdi ef íraskt herlið yrði ekki
farið frá Kúveit 15. janúar.
Úrslitastundin
„Ég er .þeirrar skoðunar," sagði
Bush um Saddam í sjónvarpsviðtali
16. desember, „að hann viti ekki
hvað hann á í höggi við og trúi ekki
á viljastyrk Bandaríkjamanna. Hann
hefur ekki enn látið sannfærast.“
Tveimur dögum síðar sagði Bush í
Time: „Innst inni held ég að hann
fari.“ Bjartsýni og svartsýni toguð-
ust á hjá forsetanum. Sumir sögðu
að afstaða hans hefði harðnað.
Viðræður Bakers og Aziz í Genf
9. janúar kunna að hafa verið loka-
tækifæri til að afstýra stríði. Þegar
hlé var gert á löngum fundi þeirra
tilkynnti Baker forsetanum í símaað-
„tónninn" væri sanngjarn.
Bush var á fundi með 15 þing-
mönnumog virtist hóflega bjartsýnn.
Síðan hringdi Baker aftur.
„Forsetinn var átta mínútur í
burtu,“ sagði Mel Levine þingmað-
ur.„Við slitum talinu þegar hann
kom. Framkoma forsetans hafði
breytzt. Hann var þungbúinn og
hörkulegur ... Hann leit á okkur og
sagði tvö orð: Ekkert þokaðist. Þetta
var úrslitastundin að mínu mati.
Hann hafði gerbreytzt. Þegar við
spurðum hvers vegna fundurinn
hefði staðið svona lengi sagði hann
aðeins: Sagnfræði."
Hann átti við upprifjun Aziz á
umkvörtunum íraka og araba í garð
Bandaríkjamanna. Aziz réðst einnig
á Sovétríkin: „Við höfum engan
verndara lengur," sagði hann. „Ef
Sovétríkin væru ennþá verndari okk-
ar hefði ekkert af þessu gerzt. Þeir
hefðu beitt neitunarvaldi gegn öllum
ályktunum Öryggisráðsins."
Baker benti Aziz á að styijöld við
Bandaríkin yrði ólík stríði Iraka og
írana. Aziz spáði því að arabískir
bandamenn Bandaríkjamanna
mundu snúa við þeim baki og að
eyðimörkin yrði banabiti vestrænu
heijanna.
Éftir fundinn voru ráðgjafar for-
setans á einu máli um að stríð væri
óhjákvæmilegt. Þriðjudagsmorgun-
inn 15. janúar undirritaði Bush
j,þjóðaröryggistilskipun“ um stríð við
Irak.
Sóknaráætlun tilbúin í október:
Cheney og saudi-arabískur ráðhei'ra,
Poweil og Schwarzkopf.