Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 I 1 Benedikt Eyjólfsson I ^ ^ Bk | ^ ■ A ^ A Þegar búið er að breyta jepp- I I |\ I Uf /Vim úallaendaogkanta-er | L L I ^l |^W l^k#"‘m samt alltaf eitthvað eftir eftir Jóhannes Tómasson. Frá unglingsárum hefur hann lifað og hrærst í bílum og nánast öllu sem þeim við kemur: Kvartmílu, sand- spyrnu torfærum, tilraun- um, ferðalögum, smíðum og viðgerðum og vörumerki hans, Bílabúð Benna er löngu þekkt. Fullu nafni heitir hann Benedikt Ey- jólfsson, hér eftir nefndur Benni, enda gegnir hann ekki öðru nafni. Met hans í kvartmílu og jafnvel á fleiri sviðum stóðu lengi, löngu eftir að þau voru sett og segja má að nú setji hann ný met á öðrum sviðum, nefnilega breytingum og útfærslum á jeppum. Jepp- arnir eru sem sé fyrirferða- mestir í daglegum störfum núna og þeir hafa líka borið hróður hans út fyrir land- steinana, til jeppamanna í hinni stóru Ameríku. Þeir segja líka í blaði sínu „Four Wheeler“ að hér sé að finna heimsins bestu fjórhjóla- drifsbíla og Benni á sinn átt í því meti. Einn vordaginn í byrjun mars renndum við í Artúnshöfðahverfið í Reykjavík og litum til Benna þar sem hann sljórnar liði sínu í búðinni og verkstæð- inu. Hann er fyrst spurður hvernig hann hafi afrekað það að komast í blaðið góða. Það getur verið fagurt á fjöllum. að kom hingað í heim- sókn amerískur blaða- maður og eins og ís- lensk gestrisni bauð þá tókum við nokkrir jeppamenn á móti honum og fórum með hann upp á Langjökul, inn á Hveravelli og víðar og sagði hann síðan frá öllu saman í blaðinu, segir Benni. -Hann hreifst mjög af bílunum enda eru þessir bílar okkar eins mikið breyttir og útbúnir og nokkur maður getur lá- tið sér detta í hug. Samt er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt í þessu. Almenn þekking hér Er þá lítið um þess konar breyt- ingar á bílum í sjálfu bílalandinu? -Það er auðvitað allt til í Ameríku en hins vegar þori ég að staðhæfa að alit að 80% af breyttum bílum í Bandaríkjunum séu þessir strand- bílar sem við getum kallað svo. Eigendur hafa breytt þeim mikið í útliti, sett undir þá stór dekk og sitthvað fleira og síðan sporta þeir sig á þeim á ströndinni. Þeim myndi hins vegar aldrei detta í hug að aka upp um fjöll og firnindi og drulla út bílinn! Bílarnir eru mest skraut í þeirra augum en ekki farartæki með öllu eins og við útbúum þá. Þróunin og þekkingin á þessum málum er líka miklu almennari hjá okkur en í stóru landi eins og Ameríku. Ef einn jeppamaður hjá okkur finnur eitthvað nýtt, kemur með nýja breytingu eða eitthvað siíkt líður ekki á löngu þar til við hinir fréttum af því og tökum það kannski upp líka. Það er hins vegar alveg óvíst að jeppamaður í Flórída frétti nokkuð af því sem maður í Washington-fylki er að gera. En auðvitað kunna þeir ýmislegt fyrir sér í breytingunum í Bandaríkjun- um og eru miklu sérhæfðari en við. Hér verðum við að kunna nánast allt um alla hluti í bílunum. Og eru menn samhentir í að miðla upplýsingum? -Já, það fínnst mér. Auðvitað vilja menn eiga einhver leyndarmál og menn geta það um tíma en ekki lengi því þau leka fljótlega út! Ég held að menn séu annars yfirleitt fúsir til að skiptast á upplýsingum. Við getum líkt jeppamönnum við stórfyrirtæki! Deildirnar eru marg- ar og starfsemi þeirra er ólík en þær leggja sitt af mörkum til að ná markmiði fyrirtækisins. Við leggjumst allir á eitt til að geta sífellt búið út betri bíla. Ráðgjafar Benni segir að eftir að greinarn- ar i „Four Wheeler“ birtust liafi hann fengið fjölda fyrirspurna frá lesendum. -Það hafa komið yfir 100 bréf frá Ameríku, beiðni um að svara hinum og þessum spurningum um tækni og breytingar á jeppum. Annars komu ekki öll bréfin frá Bandaríkjunum, það sem er lengst að komið er frá Pakistan. Ég reyndi að svara bréfunum, gat auðvitað ekki svarað öllum nákvæmlega en reyndi að svara flestu. En koma ekki líka margir til þín hingað í búðina og leita ráða? -Jú, það er mikið um það og oft getum við hjálpað mönnum og fund- ið lausn sem hentar. Við erum hins vegar ekki alvitur og þess vegna fáum við oft menn hingað sem geta kennt okkur sitt af hveiju. Það er alltaf verið að breyta og bæta og við getum allir lært eitthvað hver af öðrum. Þetta er sjálfsagt dálítið sérstak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.