Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 17
I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 C 17 Aiþj óðaheilbrigðisdagurinn: Vertu viðbúinn ef vá ber að dyrum í TILEFNI Alþjóðahéilbrigðis- dagsins, sunnudagsins 7. apríl, sem helgaður verður almanna- vörnum efndu Almannavarnir ríkisins og landlæknir, í samvinnu við hópslysancfnd, til kynningar- fundar um skipulag almanna- varna í landinu og þátt heilbrigðis- þjónustunnar á föstudaginn. Ólafur Ólafsson, landlæknir, setti fundinn en á eftir honum talaði Guð- jón Petersen, framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins, og benti á að heildarskipulag almannavarna byggði á tveimur höfuðþáttum sem væru skipulag og uppbygging neyð- arviðbúnaðar í landinu annars vegar og framkvæmd og samhæfing neyðaraðgerða á viðsjár- og hætt- utímum hins vegar. Báðir þessir höf- uðflokkar heildarskipulagsins deild- ust síðan í fjóra undirflokka: vitn- eskju, viðbúnað, varnir og viðbrögð. Þá talaði Gunnar Már Hauksson, rekstrarstjóri Landakotsspítala, um móttöku siasaðra á spítalanum. í máli hans kom meðal annars fram að ef hópslys bæri að höndum yrði göngudeild spítalans breytt í grein- ingarstöð. Þaðan yrðu sjýklingarnir fluttir á röntgendeild, skurðstofur, gjörgæslu og legudeildir. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni- sviðs ríkisspítalanna, fjallaði um inn- ara öryggi sjúkrahúsanna en með því er átt við hamfarir sem valda stórslysi og skaða byggingar eða tæki á Landsspítala eða veitukerfi Reykjavíkur auk slysa innan Lands- spítala. Brynjólfur Mogensen, forstöðu- maður slysadeildar Borgarspítalans, talaði um greiningarsveitir frá sjúkrahúsunum og forgangsröð slas- aðra á slysstað. Lögð væri áhersla á að sinna þeim sem væru lífshættu- lega slasaðir en næst kæmu þeir sem væru minna slasaðir og síðast látnir. Frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri talaði Ingi Björnsson, forstjóri FSA, og frá Sjúkrahúsi Akraness Guðjón Guðmundsson, yfirlæknir sjúkrahússins. Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, fjallar um viðbrögð á slysstað. Vinstra megin á myndinni fylgist Olafur Ólafsson, landlæknir, með. Grunn-, framhalds-, háskólanemar ! NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin Innritun í síma 79233 kl. 14.30 - 1830 virka daga Nemendaþj ónustan sf. Mjódd VZterkurog KJ hagkvæmur auglýsmgamiöill! Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á ^ © 15 klst námskeiði fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá. Œp Tölvu- og verkfræöiþjónustan ^ Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu Nýkominn matinbfeu UTIUF i ENN FJOLHÆFARI........... ...ENN BETRA VERÐ Glæsilegur staðalbúnaður m.a.: Vökvastýri, rafdrifnar rúður fjarstýrðar samlæsingar o.fl.ofl. ... Verð frá 1.595 þús. st.gr. SYNING: í DAG KL. 13.00 -17.00 Lágmúla 5. simi 681555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.