Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 9
mörgun'blaðið SUNNUDAGUR 7. APRIL 1991 hvernig er best að haga undirbún- ingnum? Enginn veit hvað tekur við hand- an grafar og dauða, hvort um sé að ræða þjáningu, gleði, annað líf eða bókstaflega ekki neitt, aðeins vitundarleysi. Það sem er óttalegt við dauðann er óvissan og mögu- leikinn á því að persóna manna þurrkist út. Maðurinn hefur löngum óttast hið óþekkta og getur hann auðveldlega látið ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. En hvað sem gerist þá hlýtur að vera skyn- samlegt að hugsa um dauðann og reyna að undirbúa sig fyrir hann, og á hinn bóginn óskynsamlegt að forðast þessa staðreynd, ýta dauð- anum úr huganum og láta sig dreyma um eilífa æsku. Þá eykst aðeins óvissan og hræðslan vex hið innra. Leonardo da Vinci sagði. „Notið lífíð vel og góður dauðdagi mun fýlgja í kjölfarið." Sókrates sagði, að heimspeki væri undirbúningur fyrir dauðann og að dyggðugur maður þyrfti ekki að kvíða dauðan- um. Hann bendir okkur annars veg- ar á, að við lærum að njóta lífsins betur ef við lærum að hugsa um dauðann og hins vegar, að gildi dyggðanna sé eiginlega mikilsverð- ast í lífinu. Dyggðugur maður er ekkert of- 1. Hinn fyrsti rannsakar ekki eigið líf né heldur leggur hann stund á dyggðina. Hann hugsar með sér, að best sé að skemmta sér á meðan lífið endist. Það má segja að hann verði maður lífsins lystisemda. Girndum líkamans er svalað en andinn sveltur. Er þessi maður vel undirbúinn fyrir dauðann? Er ekki hætt á því að sálin sé á valdi líkam- ans og að hún muni sakna hans að jarðvist lokinni? 2. Annar er ranglátur og safnar þar af leiðandi mannlegum skuld- um. Hann stundar svik og pretti og hefur margt á samviskunni, því ranglátt lífemi er í rauninni andleg skuldasöfnun og þegar hann deyr er hann í skuld við náunga sinn. Sálin er ekki fijáls, heldur í ánauð svikanna. 3. Þriðji maðurinn er réttlátur. Hann bætir við auð náunga síns, sinnir dyggðinni og öðlast visku, hugrekki, sjálfsþekkingu og aga. Hann hefur stjórn á sjálfum sér og er ekki þræll neins. Hann er frjáls og stuðlar að eigin velferð og ann- arra. Hann er vel undirbúinn fyrir dauðann, hvernig sem hann verður. Hann stendur ekki í skuld við menn- ina og ef sálin flýgur á brott mun hún ekki sakna líkamans, því hún sigraði hann. Hun stjómaði honum, en hann ekki henni. Tilgangur lífsins er að lifa, en vitundin um dauðann gefur okkur ósvikna sýn á hluti sem skipta máli. Jean-Paul Sartre (1905-80) sagði: „Vitneskjan um dauðann skapar knýjandi þörf til aðgerða í lífinu.“ Hugmyndin um dauðann er nefnilega jákvæð. Hún ætti að hjálpa okkur til að rækta garðinn okkar og forðast ranglætið. Það sem við gerum, gerum við aðeins einu sinni, og vitneskjan um að hafa gert það vel skapar hamingju. Líf og dauði eru jafnmiklar stað- reyndir gagnvart manninum og dauðinn ætti því ekki að vera neitt feimnismál, heldur daglegt um- ræðuefni. Umræðan getur aðeins verið holl. Nútímabörn sjá oft á tíð- um engin merki um dauðann. Hon- um er haldið frá þeim. Hann er ekki á dagskrá, og þegar börnin verða fullorðin kunna þau ekki að ræða um hann. Og þegar dauðinn vitjar ættingja og vina, þá vita þau ekki hvað segja skal við þá sem hafa misst mest. Feimnin stuðlar aðeins að erfiðleikum og einangrun. Spyijum því með reglulegu milli- bili, og ræðum okkar á milli: Hver er tilgangur lífsins? Hvað ber að gera í lífinu? Hver ermerking dauð- ans? Og hvernig er best að und- irbúa sig fyrir dauðann? Speki: Þú týnir lífinu, en tapar því ekki. sig og öðlast sjálfs- stjórn. Hann rannsakar sig og hefur hugrekki til að vera hann sjálfur, en ekki einhver annar. Hugrekki er og að þora að gera rétt þrátt fyrir hræðsluna við að fram- kvæma það. DansaA við dauðann? — (Þrír dansarar, eftir Pablo Picasso.) urmenni. Hann er venjulegur mað- ur sem beinir kröftum sínum og áhuga að uppbyggilegu líferni. Hann er hlyntur hófsemi, því hann vill vera eigin herra gagnvart ástríðum sínum og öðrum mönn- um. Hann þráir að þekkja sjálfan Hinn dyggðugi þráir að nota skynsemina til að öðlast visku og telur að ekkert í heimi þess- um gagni sér betur en einmitt skilningurinn á sjálfum sér og innsýn í mannlegt eðli. En hve illa er ekki sá maður staddur sem þekkir ekki sjálfan sig? Auk þess fylgir hann rétt- lætinu a málum og fórnar jafnvel eigin hagsmunum fyrir það, enda skapar réttlátt lí- ferni sanna hamingju. Réttlætið er mikilvæg- ur mælikvarði á það hvort undirbúningur- inn fyrir dauðann sé góður eða slæmur. Gerum nú ráð fyrir því, að líf taki við að þessu loknu eða að sálin lifi af, eins og margir láta sig dreyma um. Búum til dæmi um þijá menn. Leitað leiðsagnar. vorprófa. Öll þessi starfsemi styður skólastarfið, nemandann í námi og gerir skilin milli grunnskóla og framhaldsskóla eðlileg og þjál. Starf námsráðgjafans gerir nám nemandans markvissara og fækkar mistökum og þegar sparnaður á ríkisfjármunum og velferð einstakl- ingsins fer saman er ekki eftir neinu að bíða. Éi v; t Við bjóðum þer að kynnast nýjum utgafum at Axei-bóktialds- kerfinu fyrir nkjsstofnanir, fyrirtæki og sveftarféiög. Axei-bók.ha'laskerfið er heiidariausn þar sem aliir þættir fjárhagsbokhaitísins énj samtengdir. Sýning verður haldin að Háaleitisbraut t (í Valhöti) t húsakynnum Axél-hugbunaðar á 3. hæð. eftirtalda daga: ttlánudaginn 8, apríl frá ki. 10.00 tíM7.0O og þriðjudagínn 9. aprii frá kl. 10.00 tií 17.00. % Auk þess 'byðst þér að hringja í okkur og fá sérstakan kynntngarttma þegar þér þentar. Verið velkomin. fójvólur ht. * Háafeítívbraut 1 Stmi 679410 - Myndriti 679430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.