Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991 LÆKNISFRÆÐl/£r tœknifrjóvgun skepnum einum sambobin? Meyfæðing FYRIR rnánuði eða svo kom smágrein i ensku læknariti eftir konu sem er sálfræðingur og vinn- ur á kvenlækninga- og fæðingardeild eins af stóru sjúkrahúsunum í London. Þetta er örugglega skammt- urinn sem ég pantaði hjá sæðisbankanum. S' eftir Þórorin Guðnason Igreininni segir frá þrítugri konu sem leitaði til deildarinnar vegna þess að hún þráði að eignast bam, en kynmök hafði hún aldrei haft og vildi fyrir alla muni komast hjá slíku. mmmmmmmmm Bæði hafði hún heyrt getið um glasaböm og tæknifijóvgun og vissi að svona deild var hjálpleg konum sem ekki hafði tek- ist að.verða bams- hafandi með hefð- bundnu móti. Hún taldi því víst að nýjasta tækni og vísindi kynnu ráð sem henni mættu að gagni koma. Sálfræðinginn gmnaði að einhverj- ar andlegar flækjur væra með í spil- inu og gaf því grein sinni nafnið Meyfæðingarárátta. Hún skrifaði hana í trausti þess að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem rek- ist hefðu á svipuð vandamál lýstu skoðun sinni og reynslu. Viðbrögð létu ekki á sér standa. Næstu morgna sögðu dagblöðin frá þessu merkilega fyrirbæri og um fátt var meira skrafað manna á meðal. Heimspekingar, leigubílstjórar, prest- ar, þingmenn — allir höfðu skoðun á málinu og létu móðan mása. Blaða- maður einn komst að því að norður í Mið-Englandi hefði ráðgjafarstofn- un varðandi fijósemi og þungun fall- ist á að tæknifijóvga konu á þrítugs- aldri og að minnsta kosti tvær aðrar væra á biðlista. Yfirlæknirinn þama sagðist nú eftir 23 ára starf vera ýmsu vanur þegar rætt væri og deilt um fóstureyðingar en önnur eins læti og þetta meyfæðingartal hafði hrund- ið af stað væra einsdæmi. Kannski var það ekki síst fyrirsögn greinar- innar sem hleypti öllu í bál og brand; margir Bretar telja sig vel kristna og vilja hafa sína guðfræði hreina og ómengaða, enda lýsti einn hátt- virtur þingmaður vanþóknun sinni á þessu uppátæki með orðunum: „Ein meyfæðing er alveg nóg“ og krafðist þess að blátt bann yrði lagt við tækni- fijóvgun hreinna meyja. Heilbrigðis- ráðherrann, sem er kona og heitir því virðulega nafni Virginia Bott- omley, upplýsti þá að með löggjöf sem þingið afgreiddi í fyrra hefði verið séð við þessum leka og reynt að setja undir hann. Hún minnti á lagagrein sem skyldaði ráðgjafarstofnanir til að líta á framtíðarhorfur hins vænt- anlega tæknibams og þörf þess á föðurlegri forsjá. Áðumefnd stofnun hefur alltaf tekið vel á móti einstæðum konum sem til hennar hafa leitað, gjarnan ein á móti hveijum íjórum giftum eða í sambúð, alls um tvö hundrað á ári „og það getur svo sem vel verið að einhveijar þeirra séu jómfrúr" segir yfirlæknirinn. Annar blaðamaður hitti að máli hálffertuga konu sem átti fimm ára gamlan son. Snáðinn hafði komið undir með hjálp vísindanna því að mömmu hans langaði til að eignast afkvæmi en leiðir hennar og „þess eina rétta“ höfðu ekki legið saman. Af trúarlcgum ástæðum vildi hún ekki stofna til skyndikynna og leitaði heldur á náðir tækninnar. Tvær breskar skáldkonur vora meðal þeirra sem létu ljós sitt skína í umræðunni miklu um meyfæðingar nútímans. Önnur kvað upp úr með það að tæknifijóvgun væri brot á lögum guðs og náttúrunnar. Hin sagði þau ummæli grpflega móðgandi að þessar konur væra að „sníkja sér“ böm. Þær hefðu bersýnilega meiri ábyrgðartilfinningu en unglingsstúlk- ur sem yrðu ófrískar af slysni og í andvaraleysi. Þessar konur hefðu gjörhugsað sín mál og væra staðráðn- ar í að vera bömum sínum bæði feð- ur og mæður. Skoðanir era greinilega skiptar. SIÐFRÆÐI/£7? lífib undirbúningur fyrir daubann? Dauðinn á ekki að vera neittfeimnismál Líkt og silungur stökkva úr vatni á eftir fluguni, stökkva spurning- ar úr huganum á eftir svörum. Siðan stinga þær sér aftur með ný- fengna vitneskju í maganum og skilningurinn vex. Spurningin um tilgang lífsins syndir undir spegilsléttri vitundinni og oft hefur hún stokkið og gleypt fljúgandi svar. Marga fýsir að vita merkingu lífsins og þeir spyija: „Hver er tilgangur lífsins?" og Vænta þess að finna stutt og laggott svar. Svar- ið á að rúmast í einni hnitmiðaðri setningu, vera ein lítil fluga. En lífið er margslungið og flókið eins og mað- urinn. Lífið á sér óendanlega marg- ar hliðar, þó innsti kjarni þess sé ef til vill einn. Kjarn- inn verður þó hul- inn uns ótal spurningum hefur ver- ið svarað og ótal ráðgátur leystar. Hugsanlega er svarið stutt og lag- gott, en við verðum að synda yfir vatnið áður en við komumst hinum megin og gleypa ótal flugur á leið- inni. Síðasta flugan er dauðaflugan. Spyijum nú um merkingu hennar, því merking hennar er hluti af svar- inu um tilgang lífsins. Hún er gátan sem vert er að leysa. Hvaða þýð- ingu hefur vitneskjan um dauðann fyrir lifandi menn? Er hugsanlegt að lífið sé undirbúningur fyrir dauð- ann? Ef svo er, að hvaða leyti og eftir Gunnar Hersvein SKÓLAMÁL /Erþó rffyrir námsrábgjöf í grunnskólum?_______ Obið hus r\ M f f • • f f i Valholl / Frá og með mánudeginum 8. apríl verður opið hús í Valhöll, Háaleitisbraut I, frá kl. 15:00 til 18:00 alla daga fram að kosningum 20. apríl. 8oðið verður upp á kaffi og aðrar ve'itingar og spjallað um kosningabaráttuna. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða á staðnum. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og kona hans Ástríður Thorarénsen, verða_ gestir fyrsta daginn frá , Xll) FRELSI OG MANNÚÐ ld. 16:30 til 17:30. Allir velkomnir. i'&iSs Námsmðgjöf SENN fer að líða að skólalokum. 10. bekkingar segja skilið við grunn- skólann og munu hasla sér völl á nýjum námsbrautum. Tæpir tveir mánuðir eru þangað til skila þarf inn umsóknum um vist í framhalds- skólum. Skyldu allir vera búnir að taka ákvörðun um hvert þeir stefna og hafa grunnskólarnir gert eitthvað til að leiðbeina þeim? Imínum huga eru starfsval og námsval óaðskiljanlegir hlutir enda krefjast flest störf þjóðfélags- ins sérhæfðs skólaundirbúnings lengri eða skemmri. Það er í 9.-10. bekk sem hægt er að ætlast til að nemendur fari að gera sér grein fyr- ir hvert hugur þeirra leitar og er því nauðsynlegt að að „skólinn", það er ákveðinn, sér- hæfður starfsmað- ur, styðji þá í þeirri leit og veiti þeim upplýsingar sem að haldi megi koma. Slíkur maður er námsráðgjafinn. Óháður aðili innan skólans, aðeins til að veita góð ráð og leiðbeina, maður sem lætur sig framtíð nem- andans skipta og framgang hans í náminu. Hann er til viðtals í skólan- um þar sem nemendur geta leitað til hans, hann getur rætt við bekkj- ardeildir í heild eða kallað til sín einstaka nemendur, kannað hug þeirra og gefið þeim kost á að afla fyrir þau upplýsinga. Hann er fyrst og fremst þjónustuaðili — ekki sá sem gerir kröfur. Það er höfuðnauð- syn að hann eigi trúnað nemenda. Að mínu mati þarf hann að hafa nokkurt sjálfstæði innan starfshóps skólans svo að nemendur fái ekki á tilfinninguna að hann sé útsend- ari skólastjórans eða vitorðsmaður kennara sem þeir hafa staðið sig illa hjá. Þrátt fyrir þetta þarf hann auðvitað að starfa í nánu samstarfi við skólastjórn og ekki síst umsjón- arkennara sem oftast vita best hvað skjólstæðingum þeirra líður. í yngri bekkjum þarf hann og að vera í góðum tengslum við sérkennara sjái hann þörf á liðveislu þeirra. Ætla má að fyrst reyni verulega á hlutverk námsráðgjafa þegar 9. bekkingar fara að velja sér val- greinar I 10. bekk. Undirbúningur þarf að vera í gangi framan af vetri því að valið ætti að fara fram á útmánuðum til að ráðrúm gefist til skipulagningar á námshópum í 10. bekk — og hægt sé að breyta vali áður en allt er rígskorðað í stunda- skrá. Taka skal fram að margir nemendur eru afar reikulir í ákvörð- unum sínum enda ekki við öðru að búast af svo ungu fólki á mótunar- og óróaskeiði. í 10. bekk þarf, fljótlega eftir að skólastarf hefst að hausti, að kynna þau tækifæri sem bjóðast að loknum grunnskóla. Það má gera í tengslum við starfskynningu sem orðin er hefð í mörgum skólum. Þannig gefst tækifæri til að knýta saman nám og starf í hugum nem- endanna. Sem betur fer eru náms- ráðgjafar starfandi í flestum fram- haldsskólum og.því auðsótt að fá þá í heimsókn ásamt forystumönn- um nemenda eða/og fyrrum nem- endum grunnskólans. Svona skólakynning, þar sem námsháttum og félagslífi í hveijum skóla er lýst, fellur alltaf í góðan jarðveg hjá nemendunum og þá er gjarnan sáð því fræi sem vert er að hlúa að yfir veturinn og sjálf- gert að námsráðgjafinn verði sá ræktunarmaður sem sér um að það fari að spíra þegar vorar. Á þessum tíma er nauðsyplegt að talað sé við hvern einstakan 10. bekking og honum veitt persónuleg ráðgjöf og svarað til fulls hverri spurningu sem fram kemur, nota símann óspart í upplýsingaleitinni og ráðgjafinn má ekki vera feiminn við að viðurkenna að hann viti ekki — það getur nefni- lega verið mjög sterkur leikur því það hvetur nemandann sjálfan til að draga eigin ályktanir. Hlutverk ráðgjafans er að veita upplýsingar — ekki innræta. Þessu upplýsingaferli þarf að vera lokið þegar innritun í fram- haldsskóla hefst og sakaði ekki að hún færi fram t.d. milli páska og eftir Gylfa Pólsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.