Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 7. APRÍL 1991
G 25
Kveðjuorð:
Hanna Pálsdóttír
Fædd 28. apríl 1913
Dáin 23. mars 1991
Þriðjudaginn 2. apríl 1991 var
til moldar borin amma mín Hanna
Pálsdóttir, tæplega 79 ára að aldri,
en hún fæddist á Akureyri þann
28. apríl 1913. Þar ólst amma upp
en 15 ára gömul lagði hún leið sína
til Reykjavíkur og bjó hún þar til
æviloka. Þann 18. júní 1938 steig
amma sitt mesta gæfuspor í lífinu
og giftist afa mínum Þóri Jónssyni
matreiðslumeistara, f. 22. desember
1913, d. 28. janúar 1966. Afí og
amma áttu yndisleg ár saman og
voru mjög samhent og hamingju-
söm hjón. Því var missirinn mikill
þegar afi minn lést eftir langvar-
andi veikindi aðeins 53 ára gamall.
Stuttu eftir lát afa veiktist amma
svo mikið að henni var ekki hugað
líf en krafturinn, lífsviljinn og dugn-
aðurinn var svo mikill hjá ömmu
minni að nokkrum mánuðum síðar
var hún komin á fulla ferð út í
hringiðu lífsins til að sjá mér og
sjálfri sér farborða, en ég var búin
að alast upp hjá afa og ömmu frá
fæðingu. Lífið var oft erfítt fyrir
ömmu en ávallt náði hún markmiði
sínu en það var það að ég hefði það
sem best og man ég að mig skorti
aldrei neitt í mínum uppvexti hvorki
af andlegum né veraldlegum gæð-
um lífsins enda átti ég ákaflega
heilbrigða og hamingjuríka æsku í
faðmi ömmu minnar. Árið 1978
eignaðist ég soninn Jón Hilmar sem
reyndist langömmu sinni mikill
gleðigjafi, og stuðningur þegar
veikindin sóttu á, en þrátt fyrir hin
ýmsu áhugamál sín og annir eyddi
hann flestum sínum helgum hjá
langömmu sinni. Síðustu tvö árin
var amma mikið veik og þurfti oft
að dveljast á sjúkrahúsi svo mánuð-
um skipti en með ótrúlegum krafti
____________Brids_________________
Arnór Ragnarsson
Afmælistvímenningur
Knattspyrnufélagsins Vals
Lokið er fyrra kvöldi í 80 ára afmæl-
istvímenningi Knattspymufélagsins
Vals. Spilað var í tveim 12 para riðlum.
A-riðill
Haraldur Sverrisson - Leifur Kr. Jóhanneesson.
Gísli Tryggvason - Tryggvi Gíslason
Bjöm Ámason - Eggert Einarsson
B-riðill
Valdimar Grimsson - Gísli Óskarsson
Sigurður Brynjólfsson - Gunnar Andersen
Þórður Karlsson - Halldór Þorvaldsson
Bridsfélag Kópavogs
Sl. fimmtudag var spilaður eins
kvölds tvímenningur. Meðalskor 210,
úrslit:
Ragnar Jónsson — Bemódus Kristinsson 266
Grimur Thorarensen - Vilhjálmur Sigurðsson 253
Ármann J. Lámsson - Ragnar Bjömsson 249
HelgiViborg-OddurJakobsson 239
Þórður Jörundsson — Axel Lámsson 239
Næsta fimmtudag hefst þriggja
kvölda Butler-tvímenningur, skráning
á staðnum.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 19090
og lífsvilja komst hún alltaf heim
aftur því heima hjá sér vildi hún
bara vera og hvergi annars staðar.
Það var svo laugardagskvöldið 23.
mars sl. að þessi veiki og þreytti
líkami gafst upp og amma sofnaði
í hinsta sinn. Sorgin er sár og það
verður tómlegt án ömmu en minn-
ingarnar eru margar og góðar sem
hjálpa okkur að yfirstíga sorgina
og söknuðinn. Góður Guð geymi
hana.
Hanna Þórunn
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregia er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
BLÓM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
' Sími 689070.
Skuldbreytingar opinberra gjalda:
Rúmur helmingur skuldu-
nauta komnir í vanskil á ný
Tæpum 116 milljónum skuldbreytt á 17 mánuðum
í ÁRSLOK 1990 voru 18 skuldabréf sem gefin höfðu verið út,
meira og minna í vanskilum og stór hluti þeirra aðila sem fengu
skuldbreytingu voru á ný komnir í vanskil með opinber gjöld. Þetta
kemur m.a. fram í skýrslu frá Ríkisendurskoðun um skuldbreytingu
opinberra gjalda. Stofnuninni ber samkvæmt lögum að skila Alþingi
að loknu hverju innheimt uári skýrslu um alla samninga sem gerðir
hafa verið um greiðslu skattakrafna.
Lögum samkvæmt ber
heimtumanni ríkissjóðs að senda
fjármálaráðuneytinu, ítarlega
skýrslu um málavöxtu telji hann tök
á að tryggja greiðslu á kröfu, sem
ella myndi tapast. Pjármálaráðu-
neytið á að senda erjndið til Ríkis-
endurskoðunar til umsagnar. Að
fenginni umsögn Ríkisendurskoð-
unar er fjármálaráðherra heimilt
samþykkja skuldbreytinguna. Á
tímabilinu frá 1. júní 1989 til 31.
desember 1990 höfðu Ríkisendur-
skoðun borist til umsagnar erindi
101 aðila vegna skuldbreýtinga.
Af þeim samþykkti fjármálaráðu-
neytið erindi 51 aðila. I árslok 1990
höfu 35 aðilar gengið frá sínum
málum við ríkissjóð en mál 16 aðila
voru ófrágengin. Af þeim sem fengu
heimild til skuldbreytingar eru eru
16 einstaklingar en aðrir eru lögað-
ilar.
Heildarfjárhæð þeirra skulda
sem var skuldbreytt á tímabilinu
nam kr. 115.696.483. Að lang-
stærstum hluta var um að ræða
skulbreytingu á þinggjöldum en
einnig var nokkrum fjárhæðum
skulbreytt af launaskatti en mun
minna af öðrum gjöldum: Þingjöld
91.302.013. kr. Launaskattur
19.843.318 kr. Söluskattur
4.461.129. önnur gjöld 90.023 kr.
Samtals: 115.696.483 kr.
Lánstími er nokkuð mismunandi,
gefin voru út skuldabréf frá 1 ári
til allt að 8 árum en algengasti
lánstíminn er 5 ár eða í 12 tilvikum,
7 aðilar fengu lánað til 3 ára. Öll
bréfin eru verðtryggð og í flestum
tilfellum er um að ræða meðaltals-
vexti eins og J)eir eru ákvarðaðir
af Seðlabanka Islands. Til trygging-
ar skuldabréfunum hefur fjármála-^
ráðuneytið krafíst fasteignaveðs
sem er innan við 65% af brunabóta-
mati viðkomandi eignar eða sam-
bærilegrar tryggingar.
í árslok 1990 voru 18 skuldabréf
meira og minna í vanskilum og stór
hluti þeirra aðila sem fengu skuld-
breytingu voru á ný komnir í van-
skil með opinber gjöld. í nokkrum
tilvikum var gengið frá skattaskuld-
unum með fleiri en einu skulda-
bréfi en að sögn Inga K. Magnús-
sonar skrifstofustjóra hjá Ríkisend-
urskoðun er hér um að ræða 18
skuldabréf 18 aðila.
TTP
/UtJT <
m PEll 0141, FERBALEÍÐIR
LONDON
KR. 14.700
BROTTFARARDAGAR:
1. - 8. MAÍ - 25. SEPT
VERÐ:
1 VIKA KR. 14.700
2 VIKUR KR. 15.800
3 VIKUR KR. 16.900
I MAÍ 15.22.29.
I JUNl 5.12.19.26.
JUL(3.10.17.24.31.
AGUST 7.14.21.28.
Í SEPT.4.11.18.
VERÐ:
1 VIKAKR. 16.900
2VIKUR KR. 17.700
3 VIKUR KR. 18.800
KAUPMANNAHWN
KR. 15.800
BROTTFARARDAGAR:
1.-8. MAÍ, 5. JUNI, 18.
VERÐ:
1 VIKA KR. 14.700
2-VIKUR KR. 15.800
3 VIKUR KR. 16.900
25. SEPT.
MAÍ 15.22.29'.
115.2
W12.
JUNl 12.19.26. VERÐ:
JÚL( 3.10.17.24.31. ÍVIKAKR. 17.400
AGUST7.14.21.28. 2 VIKUR KR. 17.900
SEPT. 4.11. 3 VIKUR KR. 18.900
ÞEGAR ER UPPPANTAÐ í MARGAR FERÐIR
OG LITIÐ PLÁSS EFTIR í FLESTUM HINNA.
Leiguflugið okkar til London og Kaupmannahafnar opnar þér ótal
ferðaleiðir. Við bjóðum upp á ótrúlegt samningsverð á fjölda hótela, á
sumarhúsum og bílaleigum. Framhaldsflugferðir til allra heimsálfa, og
ferðir með enskum og dönskum ferðaskrifstofum.
Dæmi um okkar verð:
London flug og bíll, 1 vika 4 í bíl ffá kr. 19.800.-
Kaupmannahöfn flug og bíll, 1 vika 4 í bíl frá kr. 18.900.-
Flug og sumarhús á Sjálandi, 1 vika 5 í húsi frá kr. 19.800.-
Flug og sumarhús í Englandi, 4 í húsi 1 vika frá kr. 19.800.-
Flug og kastalagisting á ensku Rivierunni m. morgunv. 1 vika kr. 35.700.
2 vikur á Ibiza frá London frá kr.23.400.-
2 vikur í Portugal frá London frá kr. 20.900.-
Ath. öll verð eru staðgreiðsluverft miðað við gengi 1. feb. '91
FLUGFERÐIR
Is
I ó
SGLRRFLUG
Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331
----L “