Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 31
MORÖttNBLÆÐffi-'SAWIS/QíWIIÍ^R^^líRC^ÆPEÍDíigM o: m Ólafur Jóhannesson, íslands- meistari í 1500 m skautahlaupi árið 1950. Einar Eyfells, fyrsti íslands- meistari í 500 m skautahlaupi. Myndin sýnir manngrúann, sem ætlaði að horfa á skautakeppnina. Fólkið þyrptist út á Tjörnina og sinnti engu þótt lögreglan tilkynnti að bráður háski gæti stafað af, jafnframt því sem manngrúinn gaf keppendum naumast svigrúm. Varð og að fresta keppninni af þessum sökum. SIMTALID... ER VIÐ GUÐMUND RUNAR ASMUNDSSON LEIÐBEINANDA: Kennirfólki aðbætaminnið 626275 - Góðan dag, er hægt að fá að tala við Guðmund? Augnablik. - Hallp. - Sæll og blessaður, Guðmund- ur, þetta er Brynja Tomer blað- maður á Morgunblaðinu. Mér var sagt að þú værir að kenna fólki að nota heilann betur. Um hvað snýst málið? Ég kenni fólki aðferðir tii að bæta minnið. Við höfum kallað þetta ofurminni, því með þjálfun er hægt að muna ótrúlegustu hluti og þylja þá aftur á bak og áfram. Það er ekki verið að framkalla neitt nýtt hjá fólki. Hæfileikinn til að muna er til staðar hjá öllum, en mörg okkar höfum hins vegar lært að nota sem minnstan hluta heilans. - Hver er galdurinn við að bæta minnið? ímyndunaraflið er lykilatriði í sambandi við minni. Þeir sem hafa fijótt ímyndunarafl og eiga auðvelt með að nota það ná fljótt árangri. Hinir verða að byija á því að læra að nota ímyndunaraf- lið. Það er ekki að ástæðulausu að börn eru sérlega góðir nemend- ur. Imyndunarafl þeirra er miklu sterkara en rökhugsunin. í upp- eldinu er okkur síðan kennt að nota rökhugsunina og hún kæfir smám saman ímyndunaraflið. - Hvað hefur þú fyrir þér í þessum efnum. Ertu menntaður leið- beinandi á þessu sviði? Nei, ég er ekki sérmenntaður á þessu sviði. Ég er búsettur í Banda- ríkjunum og þar kynntist ég manni fyrir tveimur árum sem hefur verið lærimeistari minn í þessari aðferð til að bæta minnið. Ég hef unnið mikið að því að bæta minnið hjá sjálfum mér og árangurinn er meira en viðun- andi. Ég var áður þessi týpíski náungi sem týndi lyklum og öllum sköpuðum hlutum. Nú get ég lært langan texta utan að á skömmum tíma og þulið hann aftur á bak og áfram. - Hvað kostar svona námskeið ' hjá þér? Það kostar 5.850 krónur og þá er miðað við 16 tíma kennslu sem skiptist niður á tvo daga. Fólk getur komið á námskeið á laugar- degi eða sunnudegi og síðan líður vika á milli kennsludaga. - Hvað er það fyrsta sem þú kennir fólki? Ég byija á að benda fólki á að hætta að nota minnismiða, til dæmis þegar það fer út í búð. Minnismiðar eru minnis-banar og allt heilbrigt fólk hefur hæfileika til að muna það sem það þarf að kaupa, jafnvel þó það séu margar vörutegundir. - Hversu lengi er minnið virkt? Eru þetta aðferðir til að nýta sér skammtímaminni eða langtíma- minni? Það er misjafnt og fer eftir því hvort fólk þarf að muna hlutina í langan eða skam- man tíma. Þetta er ekki utanbókar- lærdómur heldur þjálfun í að skrá upplýsingar inn i minni okkar á skipulegan hátt og ná svo í þær þegar við þurfum á þeim að halda. -Það er nefni- lega það. Þá þakka ég þér bara kær- lega fyrir upplýs- ingarnar. Vertu sæll. Takk sömuleið- Guðmundur Rúnar is. Bless. Þessi mynd var tekin í leik íslands og Austur-Þýskalands árið 1974. Islendingar unnu leikinn 2-1. Karl er fyrir miðju á mynd- inni og smeygir sér listilega á milli a-þýsku leikmannanna. „Éghætti alveg að spila 1977 og var þá búinn að vera í fótboltanum í 15 ár,“ sagði Karl Hermannsson í samtali við Morgunblaðið. Karl er núna 46 ára gamall og aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík, en hann var einn besti leikmaður síns tíma og lék með ÍBK ásamt Rúnari Júlíussyni tónlistarmanni og fleiri landskunnum mönnum. Morgunblaðið/Björn Blpndal Karl ásamt konu sinni, Margréti Lilju Valdimarsdóttur, á heimili þeirra í Keflavík. að var talað um rafmagnaða liðið þegar ÍBK vann íslands- meistaratitilinn 1964,“ segir Sig- mundur Steinarsson íþróttafrétta- maður á Morgunblaðinu sem á þessum árum var þegar farinn að fylgjast vel með boltanum. Sig- mundur heldur áfram að rifja upp: „í liðinu voru þrír rafvirkjar, þeir Grétar Magnússon og Hólmbert Friðjónsson auk Kalla og þess vegna varð þessi orðaleikur til. Kalli var feikna góður leikmaður. Hann byijaði sem framheiji og skoraði þijú mörk í sínum fyrsta leik í meistaraflokki. Aðeins 18 ára gamall var hann valinn í landsliðið og lék þá sem framheiji. Seinna var hann færður aftar á völlinn og vann sér- fast sæti í landsliðinu sem miðvallarleikmaður. Hann hafði mikla yfirferð og hafði bæði gaman af því að plata andstæðing- inn og að einleika. Sumir töluðu um að hann hefði augun frekar á knettinum en samheijunum. Hann var alltaf mikill keppnismaður og skemmtilegur baráttumaður, sem lagði upp mörg mörk. Hann lauk sínum glæsilega ferli eins og hann byijaði hann, eftir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna. Árið HVAR ERU ÞAV NÓ? Karl Hermannsson knattspymumadur: AÖstoðaryfir- lögregluþjónn sem spilar brids oggolf 1964 hampaði hann ísíandsmeist- arabikarnum á Laugardalsvelli og ’75 hampaði hann bikarnum sem Bikarmeistari á sama velli.“ Karl lærði rafvirkjun og vann sem rafvirki til ársins 1967, þegar liann réðst til starfa hjá slökkvilið- inu á Keflavíkui’velli þar sem hann vann í níu ár. Síðan hóf hann störf hjá lögreglunni í Keflavík og var skipaður aðstoðarlögregluþjónn ’86. - Hvernig skyldi aðstoðaryfir- lögregluþjónninn eyða frístundun- um?_ „Ég spila brids og fer stundum út á golfvöll," svarar Karl. Hann þykir liðtækur bridsspilari og hefur oft orðið Suðurnesjameistari á síð- ustu tíu árum. Einnig lék brids-lið hans úrslitaleik í bikarkeppni Bridssambandsins 1979. Hann byijaði með Hljómum á sínum tíma, en staldraði ekki lengi við í þeirri hljómsveit. „Ég hef alltaf haft gaman af tónlist," segir hann og bætir við að hann grípi stundum i gítar og píanó. „En ég er nú bara að þessu fyrir sjálfan mig og held mig innan dyra við spila- mennskuna," segir hann. Karl er kvæntur Margréti Lilju Valdimarsdóttur og eiga þau tvo syni, Jón Þór, 24 ára, sem er í framhaldsnámi í flugvirkjun í Bandaríkjunum, og Hermann, 26 ára, sem er málari. Þótt Karl hafi hætt að leika knattspyrnu sagði hann aldrei skilið við hana. Hann þjálfaði meistaraflokk Reynis í Sandgerði tvö sumur og síðan ÍBK. „Á þessum tíma var ég að vinna í lögreglunni og það samræmdist illa vinnunni að þjálfa liðin. Það er mjög krefjandi að vera knatt- spyrnuþjálfari og menn þurfa helst að geta gefið sig algjörlega í það, alla vega ef góður árangur á að nást,“ segir hann. - Hvað finnst þér um knatt- spyrnuna núna? „Ég fylgist töluvert með og fer oft á leiki. KR, Fram og Valur eru með góð lið, en mér finnst svolítið sorglegt að sjá hvernig ÍBK hefur dregist aftur úr. Félagsstarfið þyrfti að vera öflugra hjá ÍBK og einnig þyrfti fjárhagurinn að vera betri. Það vantar tilfinnanlega að- stöðu í Keflavík, nauðsynlegt væri að fara að huga að gerfi-grasvelli og einnig vantar félagsaðstöðu. Ég vinn innan félagsins við að reyna að afla stuðnings manna og ég vona svo sannarlega að við getum byggt upp góða aðstöðu hér og alið upp góða knattspyrnumenn fyrir framtíðina," sagði Karl Her- mannsson. - J c - v « -»- v ^ - - ■ - ____________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.