Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1991, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. APRIL 1991 ÍÆlliIAST /Hveryiig vegnar leiklistinni úti á landsbyggöinnif Að tæma tilfinningasarpinn reglulega ISKJÓLI fagurra jökla og litskrúð- ugra fjalla opnast ævintýra- legar sveitirnar á mýrunum og nesjunum í kringum Hornafjörð og mynda einskonar faðmlag við Atlantshafið. Það er eins og suðausturhornið teygi sig í átt til Evrópu, enda er maður víst kominn hálfa leið til meginlandsins, þegar þangað er komið. Við þetta náttúrulega faðmlag hefur leiklistin dafnað árum saman hjá áhugasömú fólki og síðar meir í sjálfum kaupstað- num á Höfn. Leikfélag Hornafjarðar — Nýkomið frá Osló úr leikferð með Skáld-Rósu. Sigrún lengst til hægri. Gísli 6. frá hægri. Aðeins í vetur hefur þetta 2.000 manna samfélag orð ið vitni að fjórum leiksýningum og sú fimmta er í undirbúningi. Meðal elstu leikara þar um slóðir má finna þau Gísla Arason, Hrein Eiríksson og Sigrúnu Ei- ríksdóttur. Þau hafa frá mörgu að segja af löng- um og viðburða- ríkum ferli. Þau eru öll frekar bjartsýn á að leiklistin lifi áfram, þrátt fyrir skelfílega ásókn á mannsandann af öðrum miðlum eins og t.d. sjónvarpi. Á Horna- fírði er kapalkerfí og hægt að ná 8 stöðvum. Þar ríkir efnahagsleg velmegun og afkoma fólks er góð, flestir hafa allt til alls. „Þessvegna má alveg sinna andlegu hliðinni betur,“ segir Sigrún. „Eg er ekki uggandi vegna sjónvarpsglápsins, það líður hjá,“ segir Hreinn. „Möt- unin er verst og hvernig spilað er á óþverrann til að gera fólk spennt í myndbandadellunni," segir Gísli sem er aldursforsetinn í hópnum. Hann er ættaður af Borg á Mýrum í Hornafírði og þar lék hann fyrst um fermingu laust fyrir 1930 smáhlutverk og kom oft fram í ýmsum gervum, lék oft kvenhlut- verk, en það var til siðs að strák- ar léku kerlingar. Það var Ung- mennafélagið sem stóð fyrir leik- listarstarfseminni í þá daga. „Ég man eftir því þegar leikið var í hálfbyggðu íbúðarhúsi í sveitinni. Þá var stór ísasleði tekinn og þilj- aður og notaður sem leiksvið." Gísli flutti til Hafnar 1945 og hefur leikið fjölda hlutverka með Leikfélagi Hornafjarðar, sem_ var formlega stofnað 1962. Áður hafði kvenfélagið á staðnum stað- ið fyrir leiksýningum. Honum fell- ur best að leika kómísk hlutverk, en finnst honum samt hafa tekist best upp þegar hann lék dramat- ískt hlutverk sem förumaðurinn í Skáld-Rósu 1982, sem hann minnist með ljúfu brosi. Sigrún var einnig með í þeirri uppfærslu og þau fóru m.a. í leikferð til Osló á samnorræna hátíð áhuga- leikfélaga. Þau segja að leiklistarlífið hafí tekið verulegan kipp með komu Kristjáns Imsland þangað frá Neskaupstað eftir stríðið. Hann var mjög drífandi maður, lék mik- ið sjálfur og kom hlutunum af stað. „Þá var leikið í gömlum bragga sem var hreint ævintýri út af fyrir sig. Það var eins og við værum í alvöru leikhúsi, við höfðum okkar eigin búningsher- bergi og innanhússhátalarakerfi,“ segir Sigrún, en bætir við að þar hafi oft verið kalt: „Þar var aðeins einn kolaofn og á æfíngum var einn gerður út af örkinni til að stela kolum frá kaupfélaginu. Á samlestrum stóðum við svo í kringum ofninn og þegar okkur var orðið heitt á framhliðinni, snerum við bakinu að ofninum og héldum lestrinum áfram.“ Sigrún er ættuð frá Volaseli í Lóni og hefur leikið ótal kerlingar allt frá árinu 1948, og þykir vænt um þær allar en vænst þykir henni þó um kerlinguna í Gullna hliðinu. Sigr- ún segir að miklar breytingar hafi orðið á starfi leikfélagsins í gegnum árin: „Leikfélagið átti ekkert hér áður. Það var borið út úr stofunum allt sem nota þurfti á leiksviðinu, gólfteppinu jafnvel rúllað upp og heimilunum rústað. Það var allt gert heima, hver og einn sá um sinn búning." Gísli hefur um árabil veitt Minja- safninu í A-Skaftafellssýslu for- stöðu og hefur því oft getað lánað bæði búninga og leikmuni í sýn- ingar. Mestu breytingarnar verða þó þegar sú stefna er tekin að ráða menntað fólk til starfa með leikfé- laginu. Þá koma leikstjórar, sem halda námskeið í leiktúlkun fyrir félagana áður en sett er upp. Um leið áttu sér stað miklar breyting- ar í allri ytri umgjörð leiksýning- arinnar bæði hvað varðar gervi- lýsingu og alla tækni. Þau Sigrún, Gísli og Hreinn léku öll saman í Ævintýri á gönguför, sem Bjarni Steingrímsson leikstýrði og Magnús Pálsson myndlistarmaður gerði leiktjöld við. Þá var starf- semin flutt í félagsheimilið Sindrabæ, þar sem hún er enn þann dag í dag og í þeirri uppsetn- ingu voru ljóskastarar notaðir í fyrsta sinn. Hreinn er frá Miðskeri í Nesja- sveit og stóð þar fyrir stofnun Leikfélagsins Mána 1982. Þar hefur hann leikið margskonar manngerðir m.a. forstjórann í Delerium Búbonis og Jón Prímus í Kristnihaldi undir Jökli. En hvað er það, sem heldur áhuganum á leiklistinni við, hvernig er þetta hægt ár eftir ár? Hreinn svarar fyrir sig: „Það er geysilega metn- aðarfull athöfn að fara á leiksvið — við viljum láta taka eftir okk- ur. Ef það líður of langur tími á milli uppsetninga, þá verður mað- ur hálf órólegur. Það safnast í tilfínningasarpinn og maður þarf að fá útrás.“ Þau Sigrún og Gísli taka í sama streng og öll tala þau um þörfina fyrir að fá að segja öðrum eitthvað, koma einhveiju á framfæri við fólk, koma fólki til að hlæja eða taka þátt í sorg. En félagsskapurinn er líka mikils virði sérstaklega ungu fólki, sem lærir að tjá sig og skapa. Slíkur’ félagsskapur verður smátt og smátt að lífsnauðsyn, sem þroskar manneskjuna og víkkar sjóndeild- arhring hennar. eftir Hlín Agnarsdóttur WiYNDUST/Húsió erkomíb, en hvaö svo? Listaháskóli íslands ÞAÐ FOR eins og vonast var eftir í pistli á þessum vettvangi síðast- liðið haust, að menntamálaráðuneytið hefur fest kaup á stórbygg- ingu Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi, og hún á að hýsa mið- stöð Iistfræðslu í landinu í framtíðinni, eftir að Myndlista- og hand- íðaskólinn, Tónlistaskólinn i Reykjavík og Leikljstarskólinn hafa verið sameinaðir undir einn hatt í Listaháskóla íslands. Hamingjuó- skir til allra sem unnu að málinu, og megi framtíðin vera björt. En þegar einum áfanga er náð, er rétt að líta lengra fram á veginn. Húsið er komið, en það er með öllu óvíst að það komi að fullum notum fyrir listaskólana næstu árin. Því hefur verið fleygt fram að það muni kosta um 300 milljónir króna að gera bygginguna klára fyrir hið nýja hlutverk. En vegna mýmargra vanáætlana síð- ustu ára hefur al- menningur lært að eftir Eirík vantreysta slíkum Þorlóksson spám, og líklega verður kostnaðurinn meiri. Ekkert fé er á fjárlögum þessa árs til að hefja verkið, og því í fyrsta lagi mögulegt að byija að innrétta bygg- inguna 1992 - og þá aðeins ef hún kemst inn á næstu fjárlög. Hér er því mikið verk framundan. En hús er ekki skóli, eins og ein- hver gegn skólamaður benti eitt sinn á, og húsið í Laugarnesi er ekki Listaháskóli, hvaða nafn sem því verður gefíð. Það er starfíð sem unnið verður innan dyra, sem skipt- ir öllu máli, en á þessu stigi máls- ins getur enginn sagt til um hvern- ig því verður háttað. Sú stofnun sem byggingin á að hýsa er nefnilega ekki til. Orsökin er sú að frumvarp til laga um Listaháskólann náði ekki fram að ganga á nýafstöðnu þingi. Enginn veit hver verða örlög þess eftir komandi þingkosningar, og það er vert að minna á að stjórnar- myndun er pólitískt spil, þar sem listin telst ekki til háspilanna. Það er eðli frumvarpa sem þessa (þó þau teljist þverpólitísk, eins og það er kallað) að breytast í, ýmsum at- riðum ef þau lenda í höndum nýrra ráðherra, og því er rétt að íhuga á hvern veg stofnun af þessu tagi getur best þjónað þeim tilgangi sem eðlilegt er að setja henni: að þjálfa og undirbúa verðandi listamenn sem best til starfa í íslenskum og alþjóðlegum menningarheimi. Þeir skólar sem ætlunin er að sameina í Listaháskóla íslands eru æði ólíkir að stærð, uppbyggingu og kennsluháttum. Leiklistarskólinn tekur aðeins örfáa nemendur inn á hveiju ári, og um- sóknarferillinn er einn sá erfiðasti sem þekkist. Hinir fáu útvöldu fá síðan við- amikla hópþjálfun og stranga skólun á mörgum sviðum h'k- ams- og raddbeyt- ingar, eins og hæfir. Tónlistarskólinn hefur fleiri nemend- ur, en þeir eru líka vel undirbúnir, því allir tónlistarnemar hafa áður þurft að vinna sig upp í gegnum fjölda námsstiga; námið fer síðan að talsverðu leyti fram í formi einkakennslu, þannig að einstakir nemar eru í raun fremur í Iæri hjá meistara en í heildstæðum skóla. Myndlista- og handíðaskólinn er síðan stærstur; þar er nokkur fjöldi fólks með mismikið undirbúnings- nám að baki í nokkrum tiltölulega sjálfstæðum deildum, og meðalald- ur nemenda MHI er hærri en í nokkrum öðnim skóla á þessu skól- astigi, sem bendir til að þar sé að finna talsyerf af fólki sem er.elcþ'a en nemur hefðbundnum skólaaldri, ef svo má segja. Hvernig munu þessir skólar sam- einast í Listaháskóla? Munu þeir starfa sem algjörlega sjálfstæðar deildir, sem e.t.v. deila aðeins með sér stjóra með silkihúfu, símaborði, gjaldkera og kaffistofu kennara í hinni nýju byggingu? Ef það er ætlunin, er betra að halda í núver- andi skipulag og gleyma málinu; þá væri örugglega hægt að leysa húsnæðismál skólanna á ódýrari hátt en nú er í bígerð. Það hlýtur að vera meginmark- mið listaháskóla að samræma starf- ið eins mikið og getur þjónað nokkr- um listrænum tilgangi, og það hlýt- ur að vera krafa skattborgara að slíkt sé gert á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Þessar list- greinar eiga vissulega margt sam- eiginlegt, og því hlýtur að vera hægt að sameina þjálfun listnem- anna að einhveiju leyti. Til þess að Listaháskóli íslands komist á koppinn þarf umtalsvert fjármagn úr sjóðum landsmanna. Það gerist ekki sjálfkrafa, og til að það dragist ekki í áraraðir að hann komist upp (eins og ónefndar stofn- anir hafa mátt reyna) þarf hann að njóta velvildar og stuðnings. Sá stuðningur verður aðeins unninn hjá almenningi ef áætlanir hafa veríð ræddar og skýrðar í fjölmiðl- um, ef hagkvæmin er ljós, ef lista- skólarnir verða sammála um innra skipulag - og ef ýtt- er fast við stjórnmálamönnúm til að málið komist í framkvæmd. Baráttumenn fyrir Listaháskóla íslands, brettið upp ermarnar: < Verkið er rótt að hefjast! „Húsið er aðeins rammi utan um starfíð sem þar á að fara fram. BÆKUR///ómer endurborinn? Derek Walcott Omeros er hið gríska nafn Hómers. En nú er það einnig heiti á einstöku kvæði eftir Derek Walcott. „Kviða“ gefur þó réttari fyrirheit en „kvæði“ um skáldverk sem telur liðlega sjö þúsund línur, tvö þúsund og fimm hundruð erindi undir hexameters- hætti, er ná yfir 325 síður. Og sem er epík, eins og kviður Homers. Það er ekki ofsagt að kviða Walcotts sé eitt stórkostleg asta kvæði sem ritað hafi verið á enska tungu frá seinna stríði. Það segir frá deilu Achillesar og Hec- tor um ástir hinnar fögru He- lenu, atvinnu- lausrar þjón- ustustúlku, í fiskiþorpi í Vest- ur-Indíum; sögð í skugga og ljósi hins gríska harmleiks. En kviðan fjallar ekki aðeins um ást- arrimmu, heldur einnig um ný- lendustefnu og ferðalag Vestur- Indíans um Evrópu, um drauminn um að snúa aftur til síns heima; og horfir til hjarta heimsveldisins þar sem Hómer situr betlandi á Thamesbökkum. Um örlög skáldsins sem ætið er á ferðalagi milli síns eigin heims og enska heimsveldisins. Derek Walcott er nú um sex- tugt og er talinn meðal helstu skálda á enska tungu, í flokki með Ted Hughes og Seamus Hea- ney. En samt er hann ótrúlega lítið þekktur fyrir utan tiltölulega þröngan hóp bókmenntamanna. Hann er fæddur í St. Lucia í Vest- ur-Indíum. Á síðustu tuttugu árum hafa komið út eftir hann ellefu Ijóðabækur, sem vakið hafa mikla athygli beggja vegna Atl- antshafsins. Árið 1988 var hann fyrsta skáldið innan Breska Sam- veldisins sem fætt er utan Bret- lands til að vinna Gullmedalíu Drottningarinnar fyrir skáldskap. Hann er ekki aðeins ljóðskáld, heldur hefur hann ennfremur sa- mið fjölda leikrita. Hann skiptir nú árinu milli Trinidad og Boston þar sem hann kennir skáldskap við Boston. í síðasta mánuði var Walcott heiðraður fyrir Omero, þegar hann fékk verðlaun W.H. Smith. Hann var þö ekki við verðlaunaaf- hendingu þar sem hann var í Boston að leikstýra söngleiknum Stál um sjálfan sig. Hann sendi kveðju, þar sem hann þakkaði verðlaunin, sem hann liti á sem nokkurs konar virðingarvott til hetjanna í kvæðinu, hinn hálflæsu fiskimanna í St. Lucia. Kviða Wálcotts er full af krafti og til vitnis um fádæma ímyndun- arafl. Frásagnarkvæði rétt eins og fornu kviðurnar. En ekki síst leika um hana straumar þors og hugrekkis, sem fyrst markast af því að dirfast að velja hinar dáðu kviður sem uppsprettu sína og svo hve glæsilega og óvænt hann fléttaði þá tvo ólíku heima saman. Derek Walcott hefur auðvitað ver- ið spurður af hveiju hann hafi valið Hómer sem fyrirmynd sína, en hefur svarað því til að það hafi einungis verið af slysni sem hann færði Hómerskviður í nú- tímabúning: „Ég hef ekki lesið allan Hómer. En ef ég hefði þekkt þær vel, hefði ég kannski ekki þorað að semja upp úr þeim. Hugmyndin hefði virst tilgerðar- leg og grobbin." En kvæðið er aldrei tilgerðar- legt, heldur gefur hinn ævaforni rammi sögunni um fískimennina óvænta dýpt, sem virðist þó alltaf hafa verið til staðar. Það er þrung- ið af fjöri og fískiþorpinu er lýst af líku hipursleysi að þorpsfólkið og sorgir þeirra dvelja í huga les- andans, rétt eins og örlög hetja Omerosar hins gríska. eftir Guðrúnu Nordol

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.