Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 10
I ?lo Morgunblaðið/Júlíus Atta fyrstu skóflustungurn- ar að endurhæfingarstöð Framkvæmdastjórn og starfs- menn SAA tóku fyrstu skófl- ustunguna að nýrri endurhæf- ingarstöð, Vík, í landi Saltvíkur á Kjalarnesi, síðastliðinn laug- ardag. Stöðinni er ætlað að koma í stað endurhæfingar- stöðvarinnar að Sogni í Ölfusi og er ráðgert að verði unnt að veita 30 manns meðferð hverju sinni. Við fyrstu skóflustunguna var notuð sérhönnuð átta manna skófla. Myndin var tekin við það tækifæri og þeir sem munda skófl- una eru frá vinstri: Gunnar Kvar- an, framkvæmdastjómarmaður, Tryggvi Sigurbjarnarson, formað- ur bygginganefndar, Kristín Wa- age, deildarstjóri, Sigurður Gunn- steinsson, deildarstjóri, Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, The- ódór Halldórsson, framkvæmda- stjóri, og framkvæmdastjórnar- mennirnir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Guðmundur J. Guð- mundsson. Byggingafyrirtækið Álftárós reisir endurhæfingarstöðina Vík. Fyrirtækið varð hlutskarpast í alútboði um hönnun Víkur og átti lægsta tilboðið í smíði hússins, 61 milljón króna. Ráðstefna ráðgjafarverkfræðinga: Abyrgð verkfræð- inga á umhverfimi Götuhlaup í Grafarvogi Frjálsíþróttadeild Fjölnis í Grafarvogi heldur í dag, 1. maí, árlegt götuhlaup. í ár verð- ur í fyrsta skipti keppt í tveim vegalengdum. Styttri leiðin er 1,6 km en sú lengri 2,7 km. Veittir verða verðlaunapeningar fyrir fyrstu þijú sætin í öllum ald- ursflokkum. Oliuverslun íslands hf. er aðalstyrktaraðili hlaupsins en Ölgerðin hf. og Kjörís einnig. Á sjálfan hlaupadaginn hefst skráning kl. 12.00 í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn í Foldaskóla og lýkur kl. 13.30. Þátttökugjald er kr. 500. ------*-*-*---- Danskur gestaleikur í Borgar- leikhúsinu DÖNSKU leikararnir Ebbe Rode og Bodil Kjer setja upp gestaleik frá Betty Nansen leikhúsinu í Kaupmannahöfn í Borgarleik- húsinu dagana 5. og 6. maí. Leik- ritið, sem þau seíja upp, er eftir Bandaríkjamanninn A. R. Gur- ney og nefnist það „Love letters" eða „Kærlighedsbreve“ í danskri þýðingu Jesper Kjær. Leikritið er sviðsett af Morten Grunwald. í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Reykjavíkur segir um leikritið Love letters, að það hafi farið sigurför um heiminn og kallað á krafta leik- ara, sem telja verði meistara í sinni grein. Fram kemur að Bodil Kjer hafí starfað við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn frá 1937 og sé margverðlaunuð fyrir störf sín í þágu danskrar leiklistar. Ebbe Rode hafí hafið störf hjá Dagmarleikhús- inu í Kaupmannahöfn 1931 og hafi leikið við öll helstu leikhús í Dan- mörku. Hann hafí sérhæft sig í hlut- verkum í sígildum verkum Holbergs og Moliere og hafí hlotið margvís- lega viðurkenningu fyrir störf sín. í fréttatilkynningunni kemur að lokum fram, að þau Rode og Kjer hafí leikið Kærlighedsbreve síðan í mars 1989 og hafi þau hlotið ein- róma lof fyrir meistaraleg tök á hlutverkum sínum. FÉLAG ráðgjafarverkfræðinga (FRV) gengst fyrir ráðstefnu á föstudaginn um ábyrgð verk- fræðinga á umhverfinu. Mikið er rætt um umhverfismál í heiminum um þessar mundir og er ráðstefnan haldin til að árétta fyrir verkfræðingum mikilvægi þess að gæta að um- hverfinu við undirbúning allra framkvæmda. Pétur Stefánsson, formaður FRV, sagði að á ráðstefnunni yrði fyrst og fremst tekin fyrir þtjú mál. Umhverfísmál heimsins, í víðu samhengi verða rædd, einnig verður tekin fyrir stefnuyfirlýsing alþjóðasamtaka ráðgjafarverk- fræðinga, sem nýlega var gefin út. Þar eru mjög eindregin til- mæli til allra aðildarfélaga að hafa umhverfismál í brennidepli við undirbúning allra framkvæmda. í þriðja lagi munu verkfræðingar ræða umhverfismálin eins og þau blasa við hér á landi. Pétur sagði að hér á landi væri ástandið í mengunarmálum við- undandi, ef miðað væri við allan heiminn. „Hins vegar erum við á eftir varðandi vinnubrögð við und- irbúning stórframkvæmda, sérs- taklega á þetta við um lög á þessu sviði. Bandaríkjamenn settu t.d. lög árið 1970 um að fyrir allar framkvæmdir, sem fjármagnaðar væru af alríkisstjórninni, skyldi gera rannsókn á öllu umhverfí og meta áhrif sem framkvæmdir gætu haft á umhverfið. Slík lög eru nú í flestum nágrannaríkjum okkar en ekkert slíkt er hér á landi, þannig að við erum 5-8 árum á eftir nágrönnum okkar,“ sagði Pétur. Hann sagðist búast við að einn- ig yrði nokkuð rætt um ferða- mannaslóðir, sem væri nýtt sjónar- mið í umhverfismálum hér á landi. Bandaríkjamaðurinn Dr. James Roberts, alþjóðlegur ráðgjafi í skipulagsmálum, verður gestafyr- irlesari á ráðstefnunni, en hann hefur unnið hér á landi með skipu- lagsyfirvöldum. Aðrir sem flytja framsögu eru Dr. Sigmundur Guð- bjarnason, háskólarektor, Pétur Stefánsson, formaður FRV, Halld- ór Jónatansson, forstjóri Lands- virkjunar, Kristín Halldórsdóttir, formaður Ferðamálaráðs, Þórodd- ur Þóroddsson, framkvæmdastjóri Náttúruvermdarráðs, Þórður Þor- bjarnarson, borgarverkfræðingur, Jón B. G. Jónsson, yfirverkfræð- ingur hjá Vegagerðinni, Auður Sveinsdóttir, formaður Land- varndar, Stefán Thors, skipulags- stjóri og Jón Sigurðsson, forstjóri á Grundartanga. Ráðstefna FRV hefst á Hótel Sögu á föstudaginn klukkan 10 árdegis og mun standa til klukkan 16.30. Kaþólska kirkjan: Torfi sæmdur riddaranafnbót Morgunblaðið/KGA Torfi tekur við heiðursskjali til staðfestingar nafnbótinni. Til hægri á myndinni er biskup kaþólskra á íslandi Alfreð Jolson S.J. Jóhannes Páll páfi II. hefur tilnefnt Torfa Ólafsson riddara af reglu heilags Silvesters. Torfi er annar Islendingurinn sem hlýtur riddaranafnbót inn- an kaþólsku kirkjunnar. Hinn var Gunnar Einarsson en hann var tilnefndur riddari af reglu Gregoríusar mikla árið 1925. Biskup kaþólskra á Islandi Al- freð Jolson S.J. afhenti Torfa heiðurskjal og merki nafnbót- inni til staðfestingar. Henni fylgir réttur til að bera ein- kennisbúning reglunnar með sverði. Torfi er fæddur 26. maí árið 1919 í Stakkdal á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandasýslu. Hann gekk í kaþólsku kirkjuna árið 1953 og tók við ritstjórn Merkis krossins árið 1974. Hefur hann gegnt því starfi síðan. Einnig hef- ur hann þýtt ýmsar bækur og bæklinga fyrir kirkjuna og auk þess ýmsar aðrar bækur, verald- legs eðlis. Nokkra sálma hefur hann þýtt. Þá hefur Torfi gegnt formennsku í Félagi kaþólskra leikmanna um 15 ára skeið og kom á stofn íslandsdeild Sam- verkamanna móður Teresu árið 1982. Síðastliðið ár hefur hann annast bóksölu Félags kaþólskra leikmanna að Hávallagötu 14 en hann er upphafsmaður hennar. Torfi hefur, ásamt fleirum, tekið þátt í samstarfi kaþólskra manna á Norðurlöndum og sótt kaþólsk mót víðar, aðallega í Þýskalandi. SKEIFAM FASTEIGNAMIOLUN • SKEIFUNNI 19 • 685556 SÍMI: 685556 Einbýli og raðhús MOAFLOT - GBÆ Glæsil. einbhús á einni hæð 143 fm nt. ásamt 41 fm bílsk. 5 svefnherb. Fallegt útsýni. Fallegur staður. Ákv. sala. Verð 14,8-15,0 millj. FANIMAFOLD Glæsil. einbhús á fráb. útsýnisstað með innb. bílsk. 5 góð svefnherb. Ákv. sala. Verð 15,4 millj. SMÁÍBÚÐAHVERFI Fallegt keðjuhús sem er kj. og tvær hæðir 171,9 fm nettó ásamt bílsk. 5 svefnherb., nýtt eldhús. Parket. Verð 12,5 millj. 4ra-5 herb. FURUGRUND - BÍL- SKÝLI Mjög falleg 4ra herb. íb. á 4. hæð í lyftublokk, 84 fm nettó. Suðursv. Fal- legt útsýni. Parket. Bilskýli fylgir. Ákv. SELTJARNARNES Falleg jarðhæð í tvíbýli. 110 fm. Mikið endurn. íb. Sérþvottah. Áhv. sala. Verð 7,5 millj. JÖRVABAKKI Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð 90 fm nt. Suðursv. Nýtt eldh. m/þvottah. og búri innaf. Ákv. sala. Verð 6,8 millj. BARMAHLÍÐ - BÍLSK. Góð 5 herb. hæð í fjórb. 110 fm nt. ásamt 24 fm bílsk. 4 svefnherb. Ákv. sala. Laus strax. Verð 8,5 millj. LYNGMÓAR Falleg 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð 92 fm nettó ásamt bílsk. 3 svefn- herb. Suðursv. Ákv. sala. Verð 8,8 millj. HRÍSMÓAR - GB. Falleg 4ra herb. íb. sem er hæð og ris 105 fm í 3ja hæða blokk. Suðursv. Endaíb. Fráb. útsýni. Áhv. veödeild ca 2 millj. Verö 8-8,1 millj. VESTURBERG Snyrtil. og björt 4ra herb. íb. á 2. hæð. Suöursv. Parket. Ákv. sala. Verð 6,5 millj. 3ja herb. STELKSHOLAR Mjög falleg og snyrtileg 3ja herb. íb. 77 fm nettó á 3. hæð (efstu). Suðvest- ursv. Fallegar innr. Ákv. sala. DVERGABAKKI Falleg 3ja herb. (b. á 2. hæð, 89 fm nettó ásamt aukaherb. í kj. Sufisvest- ursv. Þvottah. og búr innaf eldh. Ákv. HRAUNBÆR Mjög falleg 3ja herb. íb. ca 80 fm á 3. hæð. Suðvestursv. Snyrtil. og björt íb. Útsýni. Ákv. sala. Verð 6,1 millj. 2ja herb. ÞANGABAKKI Falleg 2ja herb. íb. á 8. hæð í lyftu- blokk. Góðar innr. Þvottah. á hæðinni. Stórar suðvestursv. Frábært útsýni. Verð 5,3-5,4 millj. LYNGMÓAR - BÍLSK. Glæsil. 2ja herb. íb. á 3. hæð 69 fm nt. Rúmg. suðaustursv. Fráb. útsýni. Þvottah. i ib. Gott hús. Verð 6,4 millj. HAMRABORG Falleg 2ja herb. íb. á 5. hæð í lyftubl. Suðursv. Laus strax. Bílgeymsla undir húsinu. Ákv. sala. BARMAHLÍÐ Góð 2ja-3ja herb. íb. í kj. 63 fm nt. í þríbhúsi. Sérinng. Sérhiti. Verð 4,4 millj. SEILUGRANDI Falleg 2ja herb. íb. á jarðhæð 66,7 fm nt. Laus fljótl. Ákv. sala. SIMI: 685556 r MAGNÚS HILMARSSON EVSTEINN SIGURÐSSON HEIMIR DAVlÐSON JÓN MAGNÚSSON HRL. vy o Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Þ.ÞORGRlMSSON&CO ÁPPMJ3 gg^Beykjavík, sími 38640
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.