Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 12
12 MOHGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991
Þing baltneskra og norrænna bókmenntagagnrýnenda í
Tallinn, 19. og 20. apríl:
Lettland - mótlæti
og sundning
Önnur grein
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Peter Zirnítis kemur frá Lett-
landi. Hann er skáld, bókmennta-
gagnrýnandi og bókaútgefandi í
Riga. í erindi sínu fjallaði hann
um stöðu lettneskra bókmennta
og bókaútgáfu. Hann dró upp
dökka mynd af ástandinu.
A barmi örvæntingar
Zimítis sýndist að lettlenskar
bókmenntir ættu auðsæja sameig-
inlega snertifleti, bæði sögulega og
efnislega, við bókmenntir annarra
Evrópuþjóða. Munurinn væri samt
sá að nútímabókmenntir Lettlend-
inga, sem og hinna baltnesku þjóð-
anna, væru skrifaðar af fólki sem
stæði á barmi örvæntingar.
Zjrnítis var þungt niðri fyrir:
„í áratugi hafa baltneskar bók-
menntir verið ritaðar í skugga af
stjómvöldum Sovétkerfisins og sem
andsvar við þeim.
beinlínis neðanjarðarstarfsemi.
Ástæðan fyrir heildstæðri bók-
menntasköpun í Lettlandi gegnum
árin er ekki sú að listsköpunin hafi
búið við einhvers konar frelsi. Um
slíkt hefur ekki verið að ræða. Zirn-
ítis sagði að með þjóðinni hefði
blundað tilfinning um að hún væri
borin til frelsis. Þessi tilfínning yki
þjóðinni afl til að vernda einstakl-
inga gegn ofsóknum flokksins og
um leið að vernda skapandi lista-
menn.
„Samt sem áður er þjóðin bitur
vegna þess að hún hefur mikils
misst. Margar kynslóðir hafa farið
á mis við frelsið. Og frelsissvipting
endurspeglast í menningarsköpun-
inni. Nýlega sagði einn kanadískur
félagi minn að litháísk ljóðlist væri
góð en hana skorti tiltakanlega ljóð-
ræna opinberun. Vel má vera að
þetta sé satt.“
í framhaldi af þessu sagði Zimít-
is að nú þegar hugsunar- og skoð-
anafrelsi er að fæðast kemur í ljós
að margir Lettar kunna ekki að
lesa bækur sem hafa sloppið við
ritskoðun. Á sama hátt eiga rithöf-
undar erfitt með að átta sig á því
Einnig hvít blóm
í alla þessa áratugi hefur það
verið hlutskipti rithöfunda okkar
að blása í þær vonarglæður að þrátt
fyrir allt muni lettneskar bókmennt-
ir varðveitast sem lifandi menning-
ararfur lifandi þjóðar — en ekki
vera geymdar um aldur og ævi sem
útlagabókmenntir hjá Svíum, Finn-
um, Norðmönnum og Dönum.
Fram á seinustu tíma hefur
skugginn af þessari ógn hvílt yfir
ritmenningu okkar. Það verður að
viðurkennast að við höfum glatað
miklu en um leið hefur margt áunn-
ist.“
Mótsagnakennd
menningarsköpun
Zirnítis dró fram ýmsar þver-
stæður í lettneskri menningarsköp-
un. Hann benti á að þótt lettneskar
bókmenntir hafí nauðugar þjónað
ómanneskjulegri hugmyndafræði
hafí þær samt haldið sjálfstæði sínu
að ákveðnu leyti. Á seinustu árum
hafa þær ekki verið lagskiptar eins
og t.d. í Rússlandi þar sem bók-
menntir eru ýmist viðurkenndar,
hálf-viðurkenndar eða tilheyra
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Úlfhildur Dagsdóttir GVÍK
(hnignun er lífsmáti). Myndir eft-
ir Þórarin Hugleik Dagsson.
Reykjavík, höf. 1991.
Þetta er lítil bók, 24. bls. í venju-
legu broti, heft inn i appelsínugula
kápu sem aðeins samlit innstrik,
er mynda höfuð og brjóst af fugli,
vísa lesenda leið að fremri hluta
kápunnar — engin orð prentuð,
ekkert nafn bókar fyrr en flett er
á fyrstu síðuna — blöðin eru græn.
Efni hennar er skipt í þrjá kafla:
1/ljóð, 2/saga, 3/ljóð. Ljóðin eru í
raun prósa — en tæplega prósaljóð
og er þeim deilt niður í tölusetta
kafla — mislanga. Þau eiga sér
engin nöfn og eigi heldur sagan.
Við lesturinn áreita orð og setning-
ar strax athygli lesanda. Stundum
hvernig þeir skuli skrifa þegar sið-
ferðileg og líkamleg ógn vofir ekki
lengur yfir þeim.
„Það er erfitt að hlusta eftir eig-
in samvisku og láta hana ráða. Við
erum áttlaus og tóm. Við erum nú
á leið til frelsis í annað sinn á þess-
ari öld. Samt eru augu okkar hálf-
hulin, við sjáum ekki fram til nýrra
tíma og okkur skortir sýn til bók-
mennta og listá annarra þjóða.
Andi frelsisins svífur á okkur og
íþyngir sinninu."
Zirnítis vék þessu næst nánar
að ýmsu sem spillti fyrir sköpun
góðra bókmennta. Hann minnti á
að rithöfundar njóta hollustu þjóðar
sinnar óháð stjórnmálaástandi
hvers tíma (pólitískar hræringar í
Lettlandi hafa verið meiri en nokk-
urn getur órað fyrir). Stjórnvöld
reyna hins vegar hverju sinni að
múlbinda hættulega rithöfunda. Til
þess nota þau ýmis brögð, veita
þeim forréttindi eins og fína bfla
og utanlandsferðir. Með þessu móti
kann stjórnvöldum að takast að
spilla einstökum höfundum, pólit-
ískt og siðferðilega — en ekki sjálf-
um bókmenntunum.
undur fallegt (2. úr 1/ljóði: blómið
er dökkbleikt innst og Ijósara utar
í miðjunni eru gul frjóin eitt blómið
er sprungið út hin eru knúppar það
horfir í áttina til mín en lítur undan
eins og það sé feimið við að horfa
í augun á mér.
Stundum skerandi óhugnaður (4.
úr 1/ljóði): . . .honum blæðir og
koddinn er blettaður meðan þú skol-
ar þig í bununni sem kemur upp
úr hálsinum á honum.
Sagan, sem tekur yfir tæpar
fímm síður tá sér hvorki upphaf né
endi. I henni er einstæð lífsreynsla
heimspekilega gaumgæfð: / húsinu
sem ég bý í eru 6 herbergi 5 lítil
herbergi og eitt mjög stórt. í einu
litla herberginu er ég og í stóra
herberginu er fólk sem situr í svörtu
stólunum með lófana á örmun-
um...
Vonleysi og sundurskorin tilvera
þar sem flöktandi tilgangsleysi býr
í persónunum segir lesanda óljóst
Peterís Zirnítis
Óljós framtíð
Zimítis varpaði því næst fram
nokkrum spurningum:
„Er mögulegt að í vændum sé
nýr og ftjósamur tími í lettlenskum
bókmenntum? Má treysta því að
runnin sé upp sú tíð að við kjósum
okkar eigið hlutskipti á svipaðan
hátt og aðrar þjóðir sem hlutu
menningarlegt og pólitískt frelsi
eftir seinni heimsstyijöld? Um þetta
er erfítt að dæma.
Víst er hins vegar að nú er ákveð-
in hætta í uppsiglingu í Lettlandi.
Öll þessi ár hefur þjóðin þurft að
berjast gegn einni hugmyndafræði.
En um þessar mundir berst hún við
margt, t.d. má tala um togstreitu
milli menningar og mammons í
landi okkar.
Úlfhildur Dagsdóttir
hver er bakgrunnur sögunnar. Þó
gefa síðustu setningarnar von:
þegar sólin kemur upp ætia ég að
stíga út úr skápnum ...
Og ég er hræddur við þessa
togstreitu.“
Zirnítis varð tíðrætt um að efa-
hyggja og jafnvel örvænting stig-
magnaðist hjá lettlenskum rithöf-
undum um þessar mundir. Það
væri skiljanlegt þegar staðreynd er
að bókaútgáfa í Lettlandi er að
hrynja saman. Þessari vanþróun
hefur verið haldið við af stjórnvöld-
um liðinna ára.
„Félagar mínir — ljóðskáld,
sagnahöfundar og bókmenntagagn-
rýnendur — eiga rykfallin handrit
sem enginn getur gefið út. Það
vantar prentsmiðjur, pappír og allt
sem til þarf. Bókmenntir lifa ekki
af í skúffu skáldanna, þær verða
að vera lesnar.
Sem skáld, gagnrýnandi og bóka-
útgefandi verð ég að viðurkenna:
Við bjuggumst alls ekki við slíkum
erfiðleikum."
í lokin minnti Zirnítis á að blaða-
útgáfa í Lettlandi hefði skyndilega
verið stöðvuð með valdi í október á
seinasta ári. Síðan hefði eitthvað
verið losað um hömlur, þó ekki á
þeim vettvangi sem bókmenntaum-
ræðan á sér stað: Mánaðarrit eru
áfram bönnuð.
„Ofan á allt annað beijast mörg
stærstu bókaútgáfufyrirtækjanna í
bökkum fjárhagslega. Illa hefur
tekist að laga starfsemi þeirra að
nýjum markaðslögmálum. Þetta á
ekki aðeins við um Lettland heldur
öll Eystrasaltsríkin.“
Hér þagnaði Zirnítis andartak
og leit út í salinn og sagði þunglega:
„Munum við þrauka af þessar
þrengingar? Guð einn veit.“
(Næst: Um menningarlegt
ástand í Litháen.)
3/ljóð er í raun heildstæðasti
hluti bókarinnar, þótt höfundur
leyfi einnig þar orðunum að tjá ring-
ulreið hugsana þeirra, sem ekki
megna að snúa til frelsis í vitund
og athöfnum.
Og lokaorð ljóðsins 10.: þegar
ég kem inn á þennan stað er ég
hikandi og geng hægt og hljóðlega.
Skáldinu er mikið niðri fyrir, því
bijótast orðin út úr vitund þess og
hasla sér völl á prenti. Orð úr
rangsnúnum heimi, orð þess sak-
lausa, sem kveinkar sér undan til-
gangsleysi og hnignun gráðugs
samtíma. Sekkur svo djúpt í að
ekkert virðist eftir nema örvænting-
arfull flóttatilraun — oft blóði drifin
— og þó einnig hvít blóm sem ein
eru tákn fjarlægs æðra markmiðs
í mætti sínum.
Litríkt orðaval og ljóðrænt yfir-
bragð vitna um góða skáldhæfi-
leika. Það er von mín að hér láti
skáldið ekki staðar numið — haldi
áfram að þroska með sér ótvíræða
hæfni og gefi bjartari lífssýn einnig
rúm í skáldskap sínum. Útlínu-
myndir skreyta bókina. — Þær segja
sitt.
„út-úút út-úút“
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Oft er ein sýning ekki nóg fyr-
ir listamenn til að vinna fyllilega
úr ákveðnu viðfangsefni. Sumir
eru allan sinn starfsferil að fást
við sömu viðfangsefnin, aðrir
flögra á milli og festa sig lítt, en
flestir reyna að vinna sig frá einu
verkefni til hins næsta, þannig
að stöðug þróun og úrvinnsla
marki ferilinn í heild.
Nú er að ljúka í Gallerí einn
einn sýningu Hannesar Lárusson-
ar, sem er beint framhald af sýn-
ingu, sem listamaðurinn hélt á
sama stað fyrir nákvæmlega einu
ári; það munaði einum degi á
dagsetningu opnunarinnar nú og
fyrir ári. Ef til vill eru tímasetn-
ingamar einnig hluti af þeim
heildarsvip, sem Hannes vill gefa
viðfangsefni sínu, sem einkennist
öðru fremur af því að auk þess
sem hvert verk hefur gildi í sjálfu
sér, þá tengjast þau og mynda
heild, um leið og þau tengjast
sýningunni á síðasta ári.
Gott handverk var mikilvægt á
fyrri sýningunni, og svo er enn
hér. Einstakir gripir eru skornir
út, slípaðir, fægðir og málaðir
þannig að hver iðnmeistari yrði
hreykinn af; fagurt handverk er
myndlist, og myndlist (a.m.k. í
þrívíðum formum) fellur ef hún
er ekki unnin af þeirri samvisku-
semi, sem einkennir góða hand-
verksmenn. Þannig byggja verk
Hannesar á traustum grunni
handiðnaðar, sem hann lyftir upp
og bætir við með viðfangsefnum
sínum og útfærslu þeirra.
Sú verkaskrá sem liggur
frammi á sýningunni er ekki nafn-
alisti í venjulegum skilningi þess
orðs, þar sem öll verkin eru í raun
nafnlaus; hér er frekar um að
ræða tilvísanir, líkt og landakort,
þar sem tengsl orða við umhverf-
ið gefa því nafn án þess að skil-
greina það. Nafn sýningarinnar
VÖOVAR
MUSCLES
Hannes Lárusson: Tálbeita.
er þannig tilvísun til fuglahljóða,
án þess þó að vera bein hljóðritun
þeirra; boðberi vorsins, lóan, teng-
ir okkur við gildi sumarsins, nátt-
úrunnar og landsins, og slíkt hið
sama gera mörg verka Hannesar,
þó án þess að vera bein eftirmynd-
un einstakra þátta, heldur umfjöll-
un um þá.
Þannig ijallar fagurlega unnin
ausa, sem ber áletrunina TOUR-
ÍSMUS, augljóslega um á hvern
hátt við kynnum okkar land fyrir
ferðafólki. Þannig minnir skaftið
á þá bæklinga í öllum regnbogans
litum, sem eiga að freista fólks
til að koma, blár fjallahringurinn
á það sem það mun sjá, og útskor-
ið landið á þann nægtarbrunn sem
ausið er af. En um leið er þetta
áminning um að sá brunnur lýtur
sömu lögmálum og ausan sjálf -
ekkert er ótæmandi, og því ber
að fara sparlega með
takmarkaða auðlind.
Eitt athyglisverðasta verkið á
sýningu Hannesar á síðasta ári
var tálbeita í fuglslíki, sem virtist
hafa fangað sig sjálfa. Hér er
önnur tálbeita til staðar, og enn
á ný rýfur verkið mörk skilgrein-
ingarinnar. Þó líkamleg lögun
veiðiandarinnar sé til staðar, þá
er hinn bogni goggur ekki hið
undirgefna merki þess sem er
veiddur, heldur hið hvassa ein-
kenni þess sem veiðir. Þannig eru
veiðimaður og veiðidýr eitt og hið
sama, og enginn getur verið viss
um stöðu sína í heiminum þegar
svo er. Hinn svali ljósblái litur
ný-klassíska tímans færir tálbeit-
una síðan endanlega út fyrir hið
náttúrulega svið.
Allar lifandi verur eru samsett-
ar úr ótal samverkandi þáttum,
og vöðvar tryggja að sú starfsemi
virki. 11 x 11 trékubbar minna á
þessa samsetningu, og fjölbreytt
litunin minnir á að hér eru ólíkir
þættir að vinna saman. Hannes
hefur útskýrt áhuga sinn á tölunni
11 (sem m.a. kemur fram í þeim
súlum, sem eru einkennismerki
sýningarstaðarins) með því að
benda á að þarna sé óvissuþáttur-
inn f röðun: tíu kubbar standa,
en tólf kubbar riða til falls. Og
það er óvissan, hið óútreiknan-
lega, sem ætíð heillar
mannsandann.
Fleiri áhugaverð verk eru á
sýningunni í Gallerí einn einn, svo
sem þrjár fagurlega unnar ausur,
sem saman mynda höggmynd í
þremur hlutum, þar sem litirnir
ráða líka miklu; mikill og vel púss-
aður bronsskjöldur, sem tengdur
er Óðni, og skemmtilega útskorin
ausa, þar sem höfðaletur gefur
nafnaleik á íslensku og ensku.
Hannesi tekst vel upp með þess-
ari sýningu, og þó seint sé, er
rétt að hvetja listunnendur til að
líta við á Skólavörðustígnum áður
en það er of seint.
Sýningu Hannesar Lárussonar
í Gallerí einn einn lýkur fimmtu-
daginn 2. maí.