Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 16

Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 16
JH NViOlSVDNIS^lOnV V31SN31SJ 16 MORGUNBLAÐIÐ TVIIÐVIKUDAGUK l. 'MAl 1991 Omissandi uppsláttarrit um EB Evrópuréttur, réttarreglur og stofnanir Efnahags- bandalagsins, er bók sem vissulega er tfmabært að kynna sér. Ómissandi uppsláttarrit fyrir alla þá sem stunda viðskipti eða eiga annarra hagsmuna að gæta á Evrópumarkaði. Nauðsynlegt heimildarrit fyrir lög- fræðinga, endurskoðendur og annað fagfólk, þvf að þekking á réttarreglum Evrópubandalagsins er forsenda þess að geta tekið réttar ákvarðanir. Skilningur á starf- semi, verkefhum og völdum Evrópubandalagsins er grundvallaratriði hvort sem um hugsanlega aðild verður að ræða eða f öðrum samskiptum við bandalagið. f þessu efnismikla riti lýsir Stefán Már Stefánsson prófessor ftarlega og á afar skýran og aðgengilegan hátt réttarkerfi Evrópubandalagsins og lagaáhrifum EB- reglna. Ennfremur er gerð grein fyrir stofnunum Evrópubandalagsins, hvemig þær taka ákvarðanir og þeim efhisreglum sem þeim ber að fylgja. Evrópuréttur er mikilvægt framlag til að glæða skilning manna á Evrópubandalaginu og á samvinnu þjóða í Evrópu, og á erindi til allra sem vilja glöggva sig á þeim reglum sem banda- lagið byggir á. Stefán Már Stefánsson lögfræðingur og prðfessor við lagadeild HÍ. IÐUNN • VANDAÐAR BÆKUR í 45 ÁR • Sérkennilegt barnaleikrit _________Leiklist__________ Súsanna Svavarsdótti Leikfélag Kópavogs í SÚRMJÓLKURÞORPI Höfundur: Eduard Uspenski Leikgerð: Ritva Siikala Þýðandi: Kristín M“antyl“a Leikstjóri: Asdís Skúladóttir Leikmynda- og búningahönn- uður: Hlín Gunnarsdóttir Ljósahönnuður: Alexander Ingvar Ólafsson Sagan segir frá Finni karlin- um, sem býr hjá mömmu sinni og pabba í blokkaborg og vill fá að hafa dýr. Á vegi hans verður forláta köttur, sem talar manna- mál, og Finnur vill fá að hafa hann hjá sér. En móðir hans Jeyf- ir það ekki og gerir Kisu Oldu- dals (afþví hún er af sjókattaætt- um) burtræka. Finnur ákveður að fara með henni. Þau ferðast með lest, þar til þau koma í þorp eitt og hitta hundinn Kol (talar líka manna- mál), sem segir þeim að nóg sé af auðum húsum í þorpinu, því fólkið hafi allt flutt í blokkir. Kolur slæst í hópinn og þau Finn- ur, Kisa og Kolur finna hús og setjast þar að. Þau koma sér vel fyrir og hafa nóg að bíta og brenna, því í húsinu þeirra leyn- ist fjársjóður — og Kisa hefur verið alls staðar og kann á kerf- ið. í húsinu er gömul kráka, sem verður líka fjölskyldumeðlimur og Kisa kaupir belju, sem eign- ast síðan kálf. Eini gesturinn er Pétur póstberi, sem kemur með ýmis tímarit og er alltaf jafn- undrandi yfir þessu furðulega heimilishaldi. Foreldrar Finns fara að hafa áhyggjur og auglýsa eftir hon- um. En ekkert gerist fyrr en dag einn, að þau fá bréf frá honum og sjá að það er póststimplað í Súrmjólkurþorpi. En það eru yfir tuttugu súrmjólkurþorp í landinu. Þau hefja leitina; hafa uppi á Finni og sækja hann. En dýrin ákveða að vera áfram í húsinu. Súrmjólkurþorp er eftir sov- éska höfundinn Uspenskij — og þótt söguþráðurinn sé einfaldur er í honum haugur af pólitískum áróðri. Og kannski er það ein- mitt þessvegna sem leikritið sjálft verður innantómt og hál- fleiðinlegt. Það gerist eiginlega ekki neitt. Eina uppbrotið á hangsinu í Finni og dýrunum er þessi Pétur póstur og hann er stöðugt með sömu setningarnar; „stórundarlegt hús — alveg furð- ulegt“. í verkinu eru engir mögu- leikar á að virkja áhrofendur, sem þó er dálítið nauðsynlegt, þegar um barnasýningar er að ræða. Textinn er skírskotun í pólitískt ástand í Sovétríkjunum og fer fyrir ofan garð og neðan. Verkið er ekkert fyndið og fram- vindan er hæg og þyngslaleg — eiginlega alveg drep. En það er nú svo skrítið að uppsetningin vegur heilmikið upp. Gervi dýranna er mjög gott og þau verða mjög raunveruleg, framsögn og látbragð þeirra Jó- hönnu Pálsdóttur (Kisu) og Run- ólfs Einarssonar (Kols) er einnig mjög gott og þau halda athygli áhorfandans auðveldlega. Það sama má segja um Finn karlinn. Ingimundur K. Guðmundsson fer með hlutverk hans og gerir það bísna vel. Hann er skírmæltur og skemmtilegur á sviði; laus við ærsl og hávaða. Aðrir leikarar eru í smærri hlutverkum, en skila sínu mjög vel. Þrátt fyrir hæga framvindu, er sýningin vel unnin og þótt leiksviðið sé lítið, eru hreyfingar eðlilegar. Samspil búninga, leikmyndar og leik- stjórnar er ágætt. Leikmyndin er mjög skemmtileg; gefur sýningunni raunveruleikablæ um leið og hún ýtir undir ímyndunaraflið. Eigin- lega varð mér hugsað til þess að miklu skemmtilegra hefði ver- ið að setja sýninguna upp sem látbragðsleik, þar sem textinn sjálfur er sísti þáttur sýningar- innar. Þrjár söngskemmtan- ir karlakórsins Þrasta Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði heldur árlegar söngskemmtanir sínar fyrir styrktarfélaga kórsins og aðra velunnara hans í Víðistaða- kirkju dagana 1., 2. og 4. maí. Fyrsta skemmtunin verður í kvöld klukkan 20.30 og á morgun er önnur skemmtunin á sama tíma. Á laugardag hefst skemmt- unin hins vegar klukkan 17. Efnisskrá söngskemmtananna er fjölbreytt, innlend og erlend lög. Söngstjóri Karlakórsins Þrasta er Ronald W. Turner, Anna Málfríður Sigurðardóttir annast undirleik á píanó og ein- söngvari verður Þorgeir Andrés- son, tenór. Miðar verða seldir við innganginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.