Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MÍÐVÍkUDÁGUR 1. MAÍ 1991 Skurðaðgerðir við flogaveiki eftirEIías Ólafsson Á síðasta áratug hafa skurðað- gerðir við flogaveiki rutt sér til rúms í vaxandi mæli bæði í Norður-Amer- íku og Evrópu. Þessi þróun er bein afleiðing af bættri greiningartækni á flogaveiki vegnatilkomu svokallaðs heilasírita. Skurðaðgerðir við flogaveiki eru ekki ný bóla og upphaf þeirra má rekja til ársins 1886 þegar breski læknirinn sir Victor Horsley lýsti aðgerðum sem hann gerði á þremur ungum mönnum sem allir þjáðust af flogaveikf. Horsley hafði ekki við neitt að styðjast nema skoðun á sjúklingunum við staðsetningu kram- panna en samt tókst vel til og allir fengu verulegan bata og vitað er að a.m.k. einn sjúklingurinn lifði góðu lífi í áratugi eftir aðgerðina. Á árunum milli 1920 og 1930 gerði heilaskurðlæknirinn Foerster í Breslau í Þýskalandi flolda aðgerða á uppgjafahermönnum úr fyrri heimsstyijöldinni sem þjáðust af krömpum vegna höfuðáverka. Fo- erster gat nýtt sér heilalínurit til að staðsetja krampana og hann var fyrstur til að gera heilalínurit frá sjálfu yfirborði heilans við skurðað- gerðir. Sá skurðlæknir sem mest lagði af mörkum á þessu sviði var kanadíski heilaskurðlæknirinn Wilder Penfield sem starfaði í Montreal í Kanada á fimmta og sjötta áratug aldarinnar. Penfield var fyrstur til að nota rafert- ingu til að staðsetja hreyfi-, skyn- og talsvæði heilans meðan á aðgerð stóð. Niðurstöður Penfields voru ekki aðeins mikilvægar fyrir þróun skurð- aðgerða við flogaveiki heldur lögðu þær á margan hátt grundvöll að nútíma þekkingu á staðsetningu tal-, hreyfí- og skynsvæði í mannsheilan- um. Flogaveiki er í raun hópur sjúk- dóma sem eiga sér margvíslegar or- sakir en einkennast allir af endur- teknum krömpum. Flestir flogaveikir svara vel meðferð með lyfjum en ákveðinn hluti flogaveikra svara ekki meðferð á fullnægjandi hátt og það er fyrst og fremst þessi hópur sem gagn hefur af skurðaðgerðum. Skurðaðgerðum við flogaveiki hef- ur fjölgað verulega á Vesturlöndum á síðasta áratug og stafar það fyrst og fremst af nýjungum í greiningu flogaveiki, en heilasíritun hefur gert mögulegt að staðsetja af öryggi upp- tök krampa í heilanum. Auk heilas- íritunar þarf að framkvæma margv- íslegar aðrar rannsóknir áður en hægt er að mæla með skurðaðgerð, og má þar m.a. nefna tölvusneið- myndun, taugasálfræðileg próf og æðamyndatökur. Skurðaðgerðir koma þó aðeins til greina ef kramp- amir eru nægilega alvarlegir til að valda verulegri röskun á lífi viðkom- andi, og að ekki hafí tekist að hefta krampana þrátt fyrir langvarandi lyfjameðferð. Margar tegundir aðgerða hafa verið reyndar við flogaveiki á undan- förnum áruatugum, en í dag eru ein- göngu notaðar þijár tegundir heila- aðgerða, eins og hér segir: Algengasta tegund aðgerða er brottnám heilahluta í þeim tilgangi að lækna algjörlega krampana. Oft- ast er það hliðarhluti heilans (enska: temporal lobe) sem er íjarlægður, en mjög er algengt að krampar eigi upptök sín í þessum hluta heilans. Aðgerð af þessu tagi t.t.l. auðveld fyrir heilaskurðlækna, en því aðeins gerð að upptök krampanna í heilan- um hafí verið staðsett með vissu. Þetta eru æskilegustu aðgerðimar þar sem markmið þeirra er að lækna sjúklinginn fullkomlega af krömpun- um og er öðmm aðgerðum einungis beitt þegar þessi tegund kemur ekki til greina. Aðgerð af þessu tagi er oftast gerð hjá einstaklingum sem em full- komlega hraustir a.ö.l. og stunda eftirPétur Lúðvígsson Á föstudaginn kemur efna Rás 2 og LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, til landssöfnunar í beinni útsendingu, þar sem safnað verður peningum til kaupa á nýju tæki, svonefndum heilasírita, sem settur verður upp á Taugalífeðlis- fræðideild Landspítalans. Þetta tæki hefur á undanfömum ámm valdið byltingu í rannsóknum á flogaveiki, einkum hinum alvarlegri tegundum hennar, en um það bil 1.500 íslend- ingar em haldnir þessum sjúkdómi, þar af um 500 böm. Með tilkomu heilasíritas eykst nákvæmni í grein- ingu og lyfjameðferð að mun, en heilasíritun er einnig ein af forsend- um skurðaðgerða við flogaveiki, en slíkar aðgerðir er nú farið að gera í vaxandi mæli víða um heim með góðum árangri. í lok 19. aldar setti breski læknir- inn Hughlings Jackson fram þá kenningu, að öll flogaköst stöfuðu af skammvinnum rafmagnstmflun- um í heilanum. í þau 100 ár sem liðin em síðan, hefur þekking vaxið „Skurðaðgerðir hafa ver- ið framkvæmdar við flogaveiki í meira en eina öld, og hefur farið mjög fjölgandi í nágrannalönd- unum á síðasta áratug. I dag eru aðgerðir af þessu tagi mjög árangursríkar því að algengustu aðgerð- irnar lækna krampa við- komandi í 70% tilfella án þess að valda nokkurri skerðingu." fulla vinnu en fá s.k. ráðvillufiog nokkmm sinnum í mánuði. Fullvíst er að' þeir íslendingar sem gagn gætu haft af aðgerð af þessu tagi skipti a.m.k. tugum. I öðm lagi em aðgerðir þar sem tengslin milli heilahvelanna era rofin (enska: corpus callosum section). Til- gangur þessarar aðgerðar er að koma í veg fyrir að krampar sem byija í öðmm hluta heilans nái að „Á föstudaginn kemur efnir Rás 2 og LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki til lands- söfnunar í beinni útsend- ingu, þar sem safnað verður peningum til kaupa á nýju tæki, svo- nefndum heilasírita, sem settur verður upp á Taug- alífeðlisfræðideild Landspítalans." hröðum skrefum, en kenning Jack- sons er þó enn í fullu gildi, og er raunar einn af hornsteinum nútíma- þekkingar á eðli flogaveiki. Þrátt fyrir það að orðið flogaveiki sé ein- töluorð, er í rauninni ekki um einn sjúkdóm að ræða heldur marga, sem allir eiga það sameiginlegt að valda flogaköstum af einhvetju tagi. Flog- aköst geta haft margvíslegt útlit, en oftast missir sjúklingurinn vald á hreyfingum sínum og hugsun í nokkra stund meðan að kastið stend- ur yfir, en jafnar sig svo aftur. Köst- Elías Ólafsson breiðast út til alls heilans. Þessi að- gerð læknar þannig ekki krampana en gerir þá miklu vægari. Einstakl- ingar með þessa tegund krampa hafa gjaman útbreiddan heilasjúkdóm, sem kemur fram í mörgum tegundum in geta komið með löngu millibili, eða oft á dag. Það er mikilvægt að gerður sé greinarmunur á hinum ýmsum teg- undum flogaveiki, ekki aðeins eftir útliti kastanna, heldur einnig á gmndvelli eðlis flogaveikinnar, en meðferð og batahorfur fara að vem- legu leyti eftir því hvert eðli hennar er. Sumar tegundir eru algengari hjá börnum en fullorðnum, nokkrar hafa tilhneigingu til að eldast af og hverfa með tímanum, en aðrar em alvarlegri og þarfnast nákvæmrar greiningar, svo meðferð geti orðið sem árangursríkust. Heilasíritun kemur ekki síst að gagni við grein- ingu milli þessara ólíku tegunda flogaveiki, sem gat verið erfiðleikum bundið með eldri aðferðum. Flogaveiki hefur lengi verið í tölu þeirra sjúkdóma sem sveipaðir eru dularhjúp í hugum fólks, og floga- veikir hafa oft átt undir högg að sækja vegna fordóma og vanþekk- ingar. Þessi viðhorf eiga sér langa sögu, en hafa mótast og breyst í samfélagi okkar. Flestir flogaveikir em heilbrigt fólk að öðm leyti, sem lifir eðliletgu lífi og stundar skóla eða vinnu þrátt fyrir sjúkdóm sinn, en Flogaveiki og landssöfn- un L AUF og Rásar 2 krampa og e.t.v. þroskaheftingu og jafnvei helftarlömun. Ókannað er hversu margir íslendingar hefðu gagn af aðgerð af þessari tegund, en ætla má að a.m.k. 5-10 komi til greina. Þriðja tegund aðgerðanna er brott- nám annars heilahvelsins (enska: hemispherectomy) og er sú aðgerð sjaldgæfust og aðeins gerð hjá börn- um með tíða krampa, helftarlömun og helftarblindu. Skurðaðgerðir hafa verið fram- kvæmdar við flogaveiki í meira en eina öld, og hefur farið mjög fjölg- andi í nágrannalöndunum á síðasta áratug. í dag em aðgerðir af þessu tagi mjög árangursríkar því að al- gengustu aðgerðimar lækna krampa viðkomandi í 70% tilfella án þess að valda nokkurri skerðingu. íslenskir heilaskurðlæknar hafa sannarlega bæði menntun og reynslu til þess að framkvæma aðgerðir af þessu tagi en fullnægjandi greiningartæki hefur skort hér á landi. Heilasíritun gerir kleift að finna þá einstaklinga með flogaveiki sem hægt er að hjálpa með skurðaðgerðum. Höfundur er læknir og sérfræðingur á Taugalækningadeild Landspítalans. Pétur Lúðvígsson alvarlegri tegundir flogaveiki geti þó haft fatlanir af ýmsum tagi í för með sér. Með hjálp lyfja má oftast halda köstunum í skefjum, en með nútíma rannsóknaraðferðum og markvissri lyfjameðferð má búast við að um 70-80% fiogaveikra verði einkennalausir, eða fái verulegan bata á sjúkdómi sínum. Með landssöfnun LAUF og Rásar 2 næstkomandi föstudag gefst landsmönnum tækifæri til að leggja góðu málefni lið. Ég vil skora á þá að liggja ekki á liði sínu. Höfundur er læknir og sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum barna. „Svartsýni“ Garðars Cortes um íslenska hlj óms veitar stj óra eftir Ragnar Bjömsson Mér finnst hvorki hægt né rétt að sitja þegjandi við yfirlýsingum þeim sem Garðar hefur viðhaft um íslenska hljómsveitarstjóra. Ekki vegna þess að persónulega sé, a.m.k. undirrituðum, ekki sama um álit Garðars, en stofnanir koma við sögu, stofnanir sem em virtar og viður- kenndar í heimi vestrænnar tónlistar- hefðar og Garðar virðist lítið þekkja til, en þetta em tónlistarháskólar Evrópu. Ég nefni til þá skóla, sem ég þekki best til sjálfur, en það em Tónlistarháskólinn í Vínarborg (áður Akademie fur Musik und darstel- lende Kunst") og Tónlistarháskólinn í Köln. í þessum skólum var sérstök áhersla lögð á ópemnám, t.d. að lyki nemandi námi í hljómsveitarstjóm frá skólanum þurfti hann að hafa spilað á píanó og gegnnumið um 40 ópemr. Éf fullyrðing Garðars stæð- ist, að ópemhljómsveitarstjórar yrðu að ganga í gegnum „Solo-korrepetit- ion‘‘ í Opemnni áður en þeir eru látn- ir lyfta taktsprotanum, þá væri Garð- ar þegar búinn að dæma sjálfan sig úr leik, en það þarf töluverða píanó- leikni til þess að geta „korrepeterað" af einhveiju viti. Þama æðir Garðar án þess að sjást fyrir. Sannleikurinn er sá, að þessir nýútskrifuðu hljóm- sveitarstjórar ráða sig hjá minni ópemm sem hljómsveitarstjórar og í flestum tilfellum með þá skyldu að vinna með söngvumm. Annar hand- leggur er svo það, að til em af- bragðs óperahljómsveitarstjórar sem aldrei hafa unnið þessa forgangs- vinnu í óperanni, og hafa jafnvel orðið brautryðjendur á þessum nót- um. Það að stjóma er t.d. að hafa þá slagtækni til að bera að þurfa ekki að byija oft á sama forspilinu áður en heppnast að ná hlutunum saman, og að láta söngvarann hlýða taktslaginu í stað þess að reyna að láta hljómsveitina elta söngvarann, sem sumir söngvarar halda þó að sé vegurinn til lífsins. Mjög sjaldgæft er, að hljómsveitarstjóri nái góðum árangri sem slíkur hafi hann ekki verið búinn að sýna sig sem góður „Mjög sjaldgæft er, að hljómsveitarstjóri nái góðum árangri sem slíkur hafi hann ekki verið bú- inn að sýna sig sem góður hljóðfæraleikari." hljóðfæraleikari á eitthvert hljóð- færi. Þetta veit ég að var mat kenn- araliðs Vínarháskólans með Hans V. Swarowsky í fararbroddi, manns sem var dáður sem kennari út yfir öll landamæri og hvers dómum menn treystu, og hefur það mat á Swarow- sky ekki látið á sjá við að kynnast Garðari. Önnur ástæða fyrir því að undirrituðum þykir engan veginn rétt að sitja þegjandi yfir fullyrðing- um Garðars er, að allir stjórar Þjóð- leikhússins, frá byijun, hafa treyst undirrituðum fyrir fjölmörgum sýn- ingum leikhússins, ballettum, ópe- rettum og ópemm og ekki ófáar þessara sýninga hafa fengið yfir 50 sýningarkvöld. Þarna deilir Garðar út vanmati á fyrrverandi þjóðleikhús- Ragnar Björnsson stjóra og þjóðleikhúsráð, sem vænt- anlega stendur á bak við gerðir þjóð- leikhússtjóra. Annað mál er svo, að engin próf og engin „korrepetition" nægir til þess að losa tónlistina úr viðjum prentsvertunnar. Þar koma fleiri hlutir til. Dugnaður Garðars og co. við að halda einhverju lífi í íslensku ópemnni skal sannarlega viðurkenndur, þótt fyrsti skuli þakka eignum „Silla og Valda“ sem áttu að renna til íslenskrar söngmenntar, eða var ekki svo? En garpsskapur og bjartsýni Garðars var eigi að síð- ur lofsverð, þótt síðar hafi starfs- hættir ópemnnar verið gagnrýndir. En hefur Garðar hugsað út í að óper- ustjórar em yfirleitt ekki valdir úr röðum söngvara. í Mið-Evrópu a.m.k. em þau störf álitin standa öðmm nær, eðlis þeirra vegna. Vegna bjartsýni Garðars gæti ég einnig ímyndað mér að hann hafi aldrei leyft þeirri hugsun að fæðast hjá sér að óperuflutningur sé dauða- dæmdur í Gamla bíói aðstæðna allra vegna, og að Þjóðleikhúsið sé eini vettvangurinn, um langa framtíð, þar sem slík starfsemi kemst, þó að vissu marki, sæmilega fyrir, enda til ætl- ast í lögum um Þjóðleikhús. En þar með væri þessari starfsemi komið í annarra hendur og í ömggari og hagkvæmari höfn, sem er það eina sem vit væri í. Ég endurtek svo ástæðuna fyrir þessum skrifum, að ekki er rétt að sitja þegjandi yfir barnalegum yfirlýsingum söngvar- ans Garðars Corters, en „amatörism- inn“ þarf að þekkja sín takmörk. Höfundur er bljómsveitarstjóri og organleikari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.