Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 26
26 MQRQWNBLAÐffl;.WÐ;VjKW>AQUft.liv MAUS)!}J ■ BARÁTTUDAGUR VERKALÝDSINS Akureyri; Launin mættu vera hærri „LAUNIN mættu vera hærri,“ sagði Ingi Rafn Ingason 18 ára starfsmaður Sanitas á Akureyri, en hann starfar aðallega í véla- salnum, þar sem hann raðar flösk- um í þvottavél og sér um þrif „Það er mjög gott að vinna hérna, andinn er góður og það er fyrst og fremst hann sem heldur manni hér í þessari vinnu,“ sagði Ingi Rafn. Aður var hann í fiskvinnu hjá Sig- urbimi hf. í Gríms- ey og líkaði það mjög vel. Hann sagði að launin fyr- ir fiskvinnuna hefðu verið eitthvað hærri en Iðjutaxtinn sem hann hún starfar eftir, en starfsfélagamir og hinn góði andi í hópnum hefðu mik- ið að segja um að hann kysi að starfa hjá fyrirtækinu. Ingi Rafn sagðist að jafnaði vinna frá 8-16.15 á daginn og eftirvinna væri lítil, þannig að menn hefðu nánast eingöngu dagvinnuna og vissulega væri kaupið því ekki hátt. „Ég kem svo sem ekki illa út, er ekki fjölskyldumaður, en er að kaupa bíl og stór hluti minna tekna fer í að borga af honum, það er ekki mikið eftir þegar búið er að greiða það sem greiða þarf, en þetta slepp- ur oftast á milli mánaðamóta," sagði Ingi Rafn. Blönduós: Njju ríkis- stjórnina máekki dæma fyrir- fram Blönduósi. „Það er mikilvægt að verka- fólk í A-Húnavatnssýslu sé I einu verkalýðsfélagi og sýslan öll gerð að einu atvinnusvæði," sagði Ólafur Guðmannsson verk- og fleira. Ingi Rafn Ingnson. Hátíðahöld á bar- áttudegi launafólks HÁTÍÐAHÖLD verða víða um land í dag í tilefni af alþjóðlegum bar- áttudegi launafólks. í Reykjavík standa Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasam- band Islands saman að hátíðahöldunum, og verða þau með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30, og ganga leggur af stað kl. 14. Gengið verður niður Lauga- veg að Lækjartorgi og leika Lúðra- sveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur fyrir göngunni. Útifundur verður haldinn á Lækj- artorgi að göngu lokinni. Ræðumenn dagsins verða Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Sigurður Rúnar Magnússon, hafnarverkamaður. Milli ræðuhalda munu nemendur úr Söngskóla Reykjavíkur, þau Ragnar Davíðsson og Auður Gunnarsdóttir, syngja nokkur lög við undirleik Jóns Stefánssonar píanóleikara. Einnig mun Bubbi Morthens koma fram og syngja nokkur lög. Fundarstjóri verður Elín Sigurðardóttir, formað- ur Iðnnemasambands íslands. Samtök kvenna á vinnumarkaði gangast fyrir útifundi á Hallæris- planinu að lokinni göngu niður Laugaveginn, en samtökin munu ganga aftan við göngu Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, BSRB og Iðn- nemasambands íslands. Ávörp flytja Ásdís Steingrímsdóttir meinatæknir, fyrir hönd Samtaka kvenna á vinnu- markaði, Elna Katrín Jónsdóttir kennari, varaformaður Hins íslenska kennarafélags, og Stefanía Þorgr- ímsdóttir, borgarstarfsmaður i Gerðubergi. Lóurnar sjá um söng og skemmtan, en fundarstjóri verður Bjarnfríður Leósdóttir. amaður í rækjuvinnslunni Sær- únu hf. á Blönduósi. Ólafur sagði að 1. maí væri í huga sínum stór dagur en hátíðahöld væru engin á Blönduósi í tilefni dagsins. í fyrra var réynt að halda sjómannadaginn hátíðlegan en þátttaka í þeim hátíðarhöldum hefði verið dræm. Aðspurður um kjörin sagði Ólafur að þau væru aldrei of góð og aldrei nóg að gert en hann vonaði að þjóð- arsáttin myndi halda en hag hinna lægst launuðu verður að bæta. Hann sagði að nýja ríkisstjórn mætti ekki dæma of snemma, „það verður að gefa henni tækifæri en það liggur ljóst fyrir að verkefni hennar í atvinnumálum á lands- byggðinni eru stór því útlitið í þeim málum er ekki allt of bjart í nán- ustu framtíð." jón Sig. Akureyri: Öll eftir- vinna fer í skattinn Ólafur Guðmannsson ARNAJR Cristian Edvardsson er 24urra ára starfsmaður í Vega- nesti við Hörgárbraut á Akur- eyri, en áður hefur hann starfað við bensínafgreiðslu og sem pizzugerðarmaður. „Það er alveg daágætt að prófa að vinna í sjoppu, það er gaman að kynnast því líka hvernig er að vera hinum megin borðsins. Ég byij- aði hér fyrst þegar verið var að koma sölu á pizzum í gang, en býst við að fara fljótlega aftur í bensínið," sagði Amar. Hann sagðist vera á jafnaðar- kaupi og vinna tvo daga í einu frá kl. 8 á morgnana til 23.30 á kvöld- in og síðan eiga frí í tvo daga. „Maður er yfirleitt vinnandi alla daga, því inn á milli vinnudaga koma aukavaktir og það er hægt að ná ágætis launum ef við vinnum mikið. En það fer að vísu allt í skatta, svo kannski er ekki til mik- ils að vinna í sjálfu sér,“ sagði Am- ar. Hann sagðist eitt sinn hafa far- ið upp í 381 tíma í vinnu á 23 dög- um og heildarlaunin vom 171 þús- und krónur. „En ég fékk ekki út- borgað nema 75 þúsund, því það vom dregin af mér um 96 krónur í skyldusparnað, orlof og þessa föstu liði, þannig að þó launin séu þokkaleg í heildina þá er ekki mik- ið eftir í vasanum," sagði Amar. Selfoss: Vonaað kjörin batni Selfossi. „Ríkissíjornin hrellir mig og og það er spurning hvort hún haldi lífinu í okkur eða að það litla sem eftir er af liftórunni í ókkur murkist burt,“ sagði Sigurdór Stefánsson hjá Sólningu hf. Sigurdór sagð- ist vonast til þess að ástandið í laun- amálum batnaði og launin hækk- uðu, þau hefðu staðið í stað nógu lengi. Það þyrfti að vera meginat- riði hjá stjórnvöld- um og vinnumark- aðnum að vinna að hækkun launa án þess að verðbólgan ykist. Kjara- bæturnar þyrftu að vera raunvem- legar annars sagðist hann bara bíða og vona að verk ríkisstjórnarinnar kæmu málum í rétta átt. Sig. Jóns. Akureyri: Gengnr þokkalega að lifa af laununum „MÉR gengur þokkalega að lifa af minum launum, en auðvitað gæti maður vel hugsað sér að fá meira í vasann,“ sagði Ævar Jónsson tæplega 19 ára Akur- Sigurdór Stefánsson eyringur og starfsmaður hjá Gúmmivinnslunni. Hann starfar á hjólbarðaverkstæði og er einn- ig á lagernum. „Ég er að kaupa mér bíl og tók stórt lán í skamman tíma. Mér finnast vextirnir nokkuð háir og þetta em býsna stífar greiðslur. Það er ekki mikið eftir af laununum þegar ég er búinn að greiða þessa af- borgun,“ sagði Ævar. Hann taldi að lágmarkslaun ættu að vera um 70 þúsund krónur og skattleysismörkin mættu einnig vera hærri. „Það lifir enginn fjölskyldu- maður af þessum lágmarkslaunum, það sér hver maður." Ævar stefnir að því að fara í skóla næsta vetur, en kvaðst ekki búinn að gera upp við sig hvað nákvæm- lega hann ætlaði að læra. „Þetta er ekki framtíðarstarf, ég stefni að því að læra eitthvað. En þetta starf hér er samt fjölbreytt, ég er ekki alltaf í því sama og það er ágætt. Það er gott að vinna hér í Gúmmívinnslunni og aðbúnaður okkar starfsfólksins er mjög góður,“ sagði Ævar. Selfoss: Ottast að launin hækki lítið Selfossi. „Ég er dálítið hrædd við nýju rík- isstjórnina og óttast að launin muni hækka lítið,“ sagði Ágústa Traustadóttir saumakona í Vopna hf á Selfossi. Ágústa sagðist vonast til þess að launin hækkuðu þau væm léleg og nauðsynlegt væri að kjarabætur yrðu að vemleika og staðið við það sem lofað hefði verið. Hún sagði að mð þessum lágu launum væri í raun litið á verkafólkið sem annars flokks starfsfólk en það væri hættulegt því atvinnulífíð byggði á því. Sig. Jóns. Ágústa Traustadóttir Morgunblaðið/Sverrir „Þetta ernýi ráðherrabíllinn minn“ Nýskipuð ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við umboði sínu á ríkisráðsfundi hjá forseta ísiands að Bessastöðum ígær. Myndirn- ar voru teknar er ráðherrar ríkisstjórnarinnar vcru að fara frá Bessastöðum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra brá á leik og fékk lánaða bifreið Ijósmyndara Morgunbiaðsins, Ragn- ars Axelssonar, til að flytja sig til Reykjavíkur. Bifreiðin er af Citroen-bragga gerð, sömu tegundar ogJón Baldvin hugleiddi um skeið að festa kaup á. Myndirnar sýna þegarJón Baidvin bendirDavíð Oddssyni forsætisráðherra á bíiinn ogsegir: „Þetta er nýi ráðherrabíllinn minn “. Loks sést hann veífa hatti sín um upp um sólarlúgu bílsins í kveðjuskyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.