Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 30

Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 30
STJORNARSKIPTIN MÖRÖWjBtÁÐIíy ^HöVlíájÓXdtíR 4. MÁ!!iI991 Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Helsta verkefnið verður að taka á halla ríkissjóðs FRIÐRIK Sophusson, nýskipaður fjármálaráðherra, segir að fyrstu verkefni sín í nýrri ríkis- stjórn verði að takast á við ríkis- sjóðshalla, sem sé mjög mikill, að lækka skuld ríkissjóðs hjá Seðiabankanum og undirbúa einkavæðingu hluta núverandi ríkisreksturs. „Staðan er auðvitað mjög erfíð eins og fram hefur komið. Það verð- ur án efa afar erfitt að ná tökum á þessu risavaxna verkefni_ sem býður fj ármálaráðherrans. Ég er þó sannfærður um að það tekst, ef allir leggjast á eitt og hafa skilning á því að við getum ekki endalaust skuldsett framtíðina fyrir það sem við veitum okkur nú. Ég treýsti á gott samstarf í ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum og er bjartsýnn á að andinn í þessri ríkistjórn verði góður og hún skili árangri,“ sagði Friðrik. Hann sagði ljóst, að lánsfjárþörf ríkisins á þessu ári yrði ekki að fullu mætt á innlendum markaði. „Það eru aðeins 8 mánuðir eftir af árinu og það sem af er hefur verið innleyst meira af ríkisskuldabréfum en hafa selst. Og jafnvel þótt allur nýr innlendur sparnaður færí til að standa undir lánsíjárþörf ríkisins þá dygði það ekki til,“ sagði Friðrik Sophusson. Fráfarandi ríkis- stjóm skilar af sér Friðrik Sophusson fjármálaráðherra tekur við heillaóskum frá fyrir- rennara sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni í fjármálaráðuneytinu. Ólafur Ragnar Grímsson: Sjálfstæðisflokkurinn er drottnandi afl í ríkisstjóminni „ÉG finn ekki til saknaðar yfir því að sleppa ráðherraembættinu, þetta hefur verið erfiður en lærdómsríkur tími, en það er söknuður í því að sjá menn sem ég taldi vini mína bregðast hugsjónum sem ég taldi sameiginlegar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að hann lét af embætti fjármálaráðherra. Hann var þarna að vísa til þess að Alþýðuflokkurinn hefði rofið ríkissljómarsamstarf þeirra þriggja stjórnarflokka sem eiga menn á þingi, sagði að þeir hefðu getað haldið áfram án þess að breyta neinu í ríkisstjórninni. RÍKISSTJÓRN Steingríms Her- mannssonar skilaði af sér á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan ellefu í gærmorgun. Aður var haldinn stuttur ríkis- stjórnarfundur á sama stað. Félagsmálaráðuneyti: Aðstoðar- maður ráð- herra snýr til fyrri starfa GRÉTAR J. Guðmundsson lét í gær af starfi aðstoðarmanns fé- lagsmálaráðherra og snýr til fyrri starfa hjá Húsnæðisstofnun rikisins. „Það varð að samkomulagi þegar hann fékk leyfí úr Húsnæðisstofnun að það yrði ekki lengra en til þess tíma sem nú er kominn,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hann hefur mjög brýnum störfum að gegna þar og hans er mjög mikil þörf þar aftur,“ sagði Jóhanna. Hún sagði að óákveðið væri hver yrði nýr aðstoðarmaður sinn. TÓLF aðstoðarmenn og ráðgjaf- ar létu í gær af störfum í stjórn- arráðinu, um leið og ráðherrarn- ir átta sem ekki eiga sæti í nýju ríkisstjóminni. Sumir ganga í sín fyrri störf en aðrir þurfa að leita sér að nýrri vinnu. Aðstoðar- mennimir og ráðgjafarnir halda launum í þrjá mánuði. Jón Sveinsson, aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar fyrr- verandi forsætisráðherra, kvaðst gera ráð fyrir að hefja störf sem lögmaður í Reykjavík í sumar eða haust. Hann var áður starfandi lög- maður á Akranesi. Óráðið mun hvað Bolli Héðinsson, sem var efnahags- ráðgjafi forsætisráðherra, tekur sér fyrir hendur en hann er hagfræð- ingur. Hermann Sveinbjömsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, er líf- og umhverfísfræðingur og er óráðið í hvaða vinnu hann fer. Finnur Ingólfsson, sem var aðstoðarmaður Guðmundar Bjarna- sonar á meðan hann var í heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytinu, hefur verið kjörinn alþingismaður. Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðar- maður Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi fjármálaráðherra, fer heim til Dalvíkur en þar var hún kennari áður en hún tók til starfa í stjórnarráðinu. Már Guðmunds- Steingrímur Hermannsson sagði að ríkisstjórnarfundurinn hefðu menn aðallega verið að þakka fyrir samstarfið. Staðfest hefðu verið örfá mál sem óafgreidd hefðu verið í ríkisstjórninni. Á fundi ríkisráðs gerði Steingrímur og ráðuneyti hans grein fyrir því að stjórnarathafnir hefðu verið afgreiddar, eins og for- seti íslands hefði óskað þegar hann féllst á að veita því lausn eftir kosn- ingarnar. Staðfesti forseti skipan Magnúsar Pétursonar í stöðu ráðu- neytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Þá féllst forsetinn á tillögu heil- brigðis- og tryggingamálráðherra um að skipa Einar Magnússon og Sólveigu Guðmundsdóttur deildar- stjóra í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og tillögu um- hverfisráðherra um að skipa Ingi- björgu Ólafsdóttur fulltrúa deildar- stjóra í umhverfisráðuneytinu. Þá voru staðfestsir ýmsir úrskurðir sem gefnir höfðu verið út utan ríkisráðsfundar. Boðað var til annars ríkisráðs- fundar klukkan 14. Á þeim fundi skipaði forseti Davíð Óddsson til að vera forsætisráðherra og aðra ráðherra í ráðuneyti íslands. Jafn- framt var gefínn út úrskurðum um skipun og skipting starfa ráðherr- anna, segir í fréttatilkynningu frá ríkisráðsritara. son, efnahagsráðgjafí Ólafs Ragn- ars, fer til fyrri starfa í Seðlabanka íslands. Mörður Ámason, sem var upplýsingafulltrúi fjármálaráðu- neytisins, sagði óráðið hvað hann tæki sér fýrir hendur. „Ég mun athuga með aðstoðarforstjórastöð- una hjá Reykvískri tryggingu, ég veit að hún er laus,“ sagði Mörður. Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmað- ur Svavars Gestssonar fyrrverandi menntamálaráðherra, sagðist fara beint í það að sá fyrir gulrótum og salati, tæki sér síðan sumarfrí og færi loks að líta í kringum sig eftir nýrri vinnu. Gerður Oskarsdóttir, sem var ráðunautur menntamála- ráðherra, í uppeldis- og kennslumál- um gengur í sitt fyrra starf í Há- skóla íslands þar sem hún var kennslustjóri i uppeldis- og kennslu- fræðum. Ekki náðist í gær í Gunn- laug Júlíusson, aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar fyrrver- andi landbúnaðarráðherra. Hann var hagfræðingur Stéttarsambands bænda áður en hann fór í stjórnar- ráðið. Sigurður Jónsson, sem var að- stoðarmaður dóms- og kirkjumála- ráðherra í tíð Óla Þ. Guðbjartsson- ar, sagði óráðið hvað við tæki. Hann var áður starfsmannastjóri Sláturfélags Suðurlands. Ekki náð- ist í Jón Gunnarsson, aðstoðarmann- Olafur Ragnar sagði að stjórnin skilaði af sér betra búi en nokkur önnur ríkisstjórn. „Það hefur aldrei fyrr gerst að ríkisstjóm hafi sest að öðru eins gósenbúi og nú. Ástandið var þannig þegar Alþýðu- bandalagið kom í fjármálaráðuneyt- ið fyrir tveimur og hálfu ári að tal- að var um þjóðargjaldþrot. Þá hefði enginn trúað því að við myndum skila verki sem felur í sér að ísland þolir samanburð við það besta í hagstjóm í Vestur-Evrópu," sagði Ólafur Ragnar. Aðspurður um álit á stefnu nýju ríkisstjómarinnar sagði Ólafur: „Er þetta einhver stefna? Ég las þennan texta í morgun en sá ekkert í hon- Júlíusar Sólness fyrrverandi um- hverfisráðherra. í upphaflegum tillögum sínum um skiptingu ráðuneyta lagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, til að Jóhanna færði sig um set og settist í heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið. Hún var spurð hvers vegna hún hefði lagst gegn þeirri breytingu. „Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið er um margt áhugavetl ráðu- neyti og þar eru stór og brýn verk- efni að takast á við, sem snerta velferð fólksins. Ég býst við að ég hefði eitthvað leitírhugann að því um sem hönd er á festandi. Jón Baldvin hefur sagt að undanförnu að Alþýðuflokkurinn fái meira af sínum málum fram í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn en hina flokk- ana. Ég sé engin mál Alþýðuflokks- ins í þessari stefnuyfirlýsingu. Þetta er almennt huggulegt orðalag í þeim stíl sem Davíð Oddsson flutti á fundum fyrir kosningar. Þá kall- aði Jón Baldvin það innihaldslausa orðaleiki og skoraði á Davíð að mæta sér á fundum til að leita að stefnunni. Jón virðist ekki heldur hafa fundið hana úti í Viðey. Enn meira undrandi varð ég þeg- ar ég sá verkaskiptinguna. Sjálf- stæðisflokkurinn fær öll sterku ráðuneytin og verður því drottnandi afl í þessari ríkisstjórn. Alþýðu- flokkurinn hefur hvergi fótfestu í efnahagsmálum til dæmis. Þegar upp er staðið fær Alþýðuflokkurinn tvö ráðuneyti til viðbótar við það sem hann hafði, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, sem hann hefði getað fengið í þriggja flokka stjórn okkar, og umhverfisráðu- neytið. Það eina sem Alþýðuflokk- að skipta um ef ég hefði ekki utan míns flokks fundið mjög óviður- kvæmilegan þrýsting þar sem reynt var að hafa áhrif á að ég færi út úr þessu ráðuneyti," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Aðspurð vildi hún ekki segja hvaðan sá þrýstingur hefði komið né af hveiju hann hefði sprottið. „Ég vil ekki nefna neitt í því sambandi en ég fann þetta mjög á síðustu dögum stjórnarmyndunar- innar,“ sagði hún. —Lét þá formaður flokksins und- an þessum þrýstingi þegar hann urinn hefur upp úr þessu krafsi er jeppinn hans Júlíusar." - Hvaða ráð vilt þú gefa nýjum fjármálaráðherra? „Friðrik Sophusson er góður drengur. Fjármálaráðherraembæt- tið er eitt erfiðasta starfið í landinu. Það er vanþakklátt og hér inni brenna allir eldar. Ég hef stundum líkt þessari skrifstofu við járnbraut- arstöð íslenska stjórnkerfísins. Sá maður sem _hér sest þarf að hafa sterk bein. Ég vona að Friðrik hafí þau því það eru mörg mikilvæg verk sem þarf að vinna í ríkisfjár- málunum. Mig langar til að bæta einu við, vegna þess að ég skrifaði einu sinni doktorsritgerð um ættarveldið í íslenskum stjórnmálum á 19. öld og burðarásinn í því ættarveldi var Stephensen-Finnsenættin sem hafði Viðey að valdasetri. Mér fannst það merkilegt hugmyndaflug hjá Davíð Oddssyni að knýja Jón Baldvin til að undirrita sáttmálann við gamla ættarborði í Viðey, sáttmála þar sem verið er að endurreisa veldi fjölskyldnanna fjórtán. Jón Baldvin hefur talað meira á móti þessu ættarveldi en nokkur annar maður að Vilmundi heitnum Gylfasyni undanskildum. Það er því sérkenni- leg byijun á samstarfi tveggja manna að Davíð skuli þannig gera grín að öllu því sem Jón Baldvin hefur sagt á undanförnum árum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. gerði sína tillögu? Nei, hann lét ekki undan þessum þrýstingi enda er ég hér ennþá,“ sagði Jóhanna. Aðspurð um meginverkefni fé- lagsmálaráðherra í hinni nýju ríkis- stjórn, sagði Jóhanna Sigurðardótt- ir: „í þessu ráðuneyti eru mörg brýn verkefni að takast á við á sviði húsnæðismála. Næstu verk- efni verða að taka á húsnæðismál- um fatlaðra og aldraðra. Einnig vil ég efla samstarf í vinnumarkaðs- málum. í sveitarstjórnarmálum bíða líka stór verkefni á ýmsum sviðum. Þar nefni ég til dæmis vinnu um breytta skiptingu landsins í sveitar- félög. Einnig þarf að gera breyting- ar á löggjöf um málefni fatlaðra og koma hér á löggjöf um starfs- menntun í atvinnulífínu." Tólf aðstoðarmenn og ráð- gjafar láta af störfum Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra: Þrýst varáutan flokksins að ég færi úr ráðuneytinu „ÉG vænti þess að það geti tekist gott samstarf milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í þessari ríkisstjórn og ég lít á það sem megin- hlutverk þessarar ríkisstjórnar að bæta lífskjörin og tryggja áfram- haldandi stöðugleika og uppbyggingu atvinnulífsins," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, sem er félagsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Odds- sonar, eins og í fyrri ríkisstjórn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.