Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 32

Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 32
MOKGUNBLAÐIÐ MIÐVIKÍJDÁGUK 1. MAÍ 1991 Sveitarstj órnakosningar í Bretlandi: V erkamannaflokkn- um spáð auknu fylgi ^ St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á morgun, fimmtudag, eru haldnar sveitarstjórnakosningar í Eng- landi og Wales. Búist er við að Verkamannaflokkurinn vinni nokkuð á. Sameinuðu þjóðimar annast margvíslegt hjálparstarf í Norður-írak þótt óvíst sé, að þangað verði sent sérstakt gæslulið á þeirra vegum. Myndin var tekin þegar fáni SÞ var dreginn að húni í kúrdísku borg- inni Zakho og sá, sem leggur höndina á hjartastað, er sérstakur sendimaður SÞ, Stefan Demistura að nafni. Kúrdar flykkjast til flóttamannasvæðanna Zakho,^ Safwan. Reuter. KÚRDISKIR flóttamenn eru farnir að streyma til griðasvæðanna í Norður-írak, ýmist ofan úr fjöllunum eða frá Tyrklandi, og virðast nú trúa því betur en áður, að hermenn bandamanna muni gæta öryggis þeirra. Eiga ömurlegar aðstæður flóttafólksins líka sinn þátt í sinnaskiptunum. Þá heldur bandaríski flugherinn áfram að flylja flóttafólk frá Suður-írak til Saudi-Arabíu þar sem það hefur fengið hæli. Fólksstraumurinn í Norður-írak liggur nú suður á bóginn til griða- svæðanna, sem bandamenn hafa ákveðið, og fjöldi bandarískra þyrlna hefur safnað saman fólki, sem hafst hefur við í fjöllunum, og flutt til byggða. Er nokkuð um,.að Kúrdar hafi sest aftur að í átthög- um sínum þótt þeir séu utan hinna eiginlegu griðasvæða og segjast margir trúa því og treysta, að vest- ræn ríki muni gæta þeirra fyrir Saddam Hussein og „morðingjum" hans. „Þeir, sem komið hafa ofan úr fjöllunum, hafa komist að raun um, að hér er ekkert að óttast, engir íraskir hermenn, og þeir hafa ýmist sest að í búðunum, sínum gömlu heimkynnum eða farið aftur upp í fjöllin til að sækja ættingja sína,“ sagði Patricia van Duerm, foringi í bandaríska hernum. Bandaríski flugherinn flutti í gær 1.000 manns frá Suður-írak til Saudi-Arabíu en bandaríski herafl- inn á að hverfa á braut þegar fólks- flutningunum er lokið. Er hér aðal- Bandaríkin: Seðlabankinn lækkar vexti Washington. Reuter. SEÐLABANKI Bandarikjanna lækkaði í gær vexti á skamm- tímalánum til aðildarbanka sinna úr sex prósentum í 5,5%. Bankinn hefur lækkað vextina verulega á undanfómum sex mán- uðum með það að markmiði að binda enda á efnahagssamdráttinn í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta hefur atvinnuleysi ekki verið meira í landinu í §ögur ár. Atvinnulausum fjölgaði í 6,8% í mars úr 6,5% í febrúar. George Bush Bandaríkjaforseti hafði hvatt til vaxtalækkunarinnar, svo og aðildarbankar seðlabankans í tólf borgum Bandaríkjanna. Bush sagði í gær að lækkunin yrði til þess að blása nýju lífi í efnahag landsins og myndi hafa mikil áhrif víða um heim. Verðhækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkj- unum í kjölfar vaxtalækkunarinnar. lega um að ræða Iraka af shítatrú en það eru súnnítar, sem ráða lög- um og lofum í landinu. „Útsendarar Saddams eru alls staðar og guð einn veit hvað verður um fólkið þegar Bandaríkjamenn fara,“ sagði einn flóttamannanna. „Saddam ótt- ast Bandaríkjamenn." Utanríkisráðherrar Evrópuband- alagsins samþykktu sl. sunnudag, að rétt væri, að lögreglulið á vegum Sameinuðu þjóðanna tæki að sér gæslu í Norður-írak og hefur full- trúi Bandaríkjastjómar tekið vel í tillöguna. Ekki er þó víst, að hún yrði samþykkt í öryggisráðinu ef til kæmi og það þykir ljóst, að her- menn bandamanna eru ekki á fömm frá Norður-írak alveg á næstunni. Ekki er kosið í London og Skot- landi. Rífiega 30 milljónir manna eru á kjörskrá, sem kjósa um fulltrúa í rúmlega 12 þúsund sæti í sveitar- stjórnum. Kosið var síðast um þessi sæti fyrir fjórum árum. Þá vann íhalds- flokkurinn verulegan sigur. Þótt Lesotho: Herinn steyp- ir valdhafa af stóli Maseru. Reuter. JUSTIN Lekhanya, hershöfð- ingja, sem farið hefur með völd í ríkinu Lesotho í suðurhluta Afr- íku síðastliðin fimm ár, var steypt af stóli af hernum í gær. Útvarpið í Lesotho skýrði frá því í gærmorgun að Lekhanaya hefði verið handtekinn þá um morguninn. Síðar um daginn kom hann sjálfur fram í útvarpi og greindi frá afsögn sinni. Lekhanaya, sem er 53 ára gamall, komst til valda í janúar 1986 er hann sem yfirmaður hersins neyddi borgaralega ríkisstjórn lands- ins til að fara frá. Hefur landinu síðan verið stjórnað af sex manna herráði sem hann var í forsæti fyrir. Eftir að Lekhanaya hafði verið steypt af stóli í gær kom herráðið saman og ákvað að við stöðu hans tæki Elías Ramaema, liðsforingi, sem sæti hefur átt í herráðinu. Talið er að óánægja innan hersins með launamál hafi verið orsök valda- tökunnar og að breytingu á stjórnar- stefnunni sé ekki að vænta. íhaldsflokkurinn standi jafnfætis Verkamannaflokknum í skoðana- könnunum um þessar mundir, þá er löng hefð fyrir því, að breskir kjós- endur greiði ekki atkvæði með sama hætti í þingkosningum og sveitar- stjórnakosningum. Verkamanna- flokknum^ gengur að jafnaði betur i þenn en íhaldsflokknum. í síðustu viku ákvað íhaldsflokk- urinn að leggja nefskattinn af og taka í staðinn upp fasteignagjöld með nýju sniði. Nefskatturinn er því ekki lengur stórmál í breskum stjórnmálum. En ýmislegt bendir til, að ákvörðun stjórnvalda hafi komið of seint nú til að hafa veruleg áhrif á úrslit þessara kosninga. Flestar kannanir benda til, að Verkamannaflokkurinn vinni 250-600 ný sæti í sveitarstjómum. Fái þeir 400 eða fleiri nýja sveitar- stjórnamenn, hlýtur það að teljast verulegur sigur, sem mun auka flokknum sigurvissu í komandi þing- kosningum. Niðurstöður þessara kosninga eru ekki taldar munu hafa áhrif á tíma- setningu þingkosninga, en nú eru flestir á því, að þær verði í haust en ekki í júní.' ■ DEARBORN - Ford-bíla- verskmiðjurnar töpuðu 884,4 milljónum dollara, jafnvirði 53 millj- arða ÍSK, á fyrsta fjórðungi ársins og sögðu talsmenn þess í gær að erfitt yrði að vinna tapið upp og skila hagnaði á árinu. Heildarsala verksmiðjanna á fyrstu þremur mán- uðum nam 21,3 milljörðum dollara en var 23,6 milljarðar dollara á sama tímabili í fýrra. Fyrsta ársfjórðung- inn í fyrra var hagnaður Ford hálfur milljarður dollara. Bretland: Lagst gegn hvalveiðum vegna ómannúðlegra veiðiaðferða ST. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HELGI Ágústsson, sendiherra íslands í Lundúnum, gefur í skyn í samtali við dagblaðið The Ti- mes á mánudag að ísland kunni að ganga úr Alþjóða hvalveiði- áðinu. Breski landbúnaðarráð- herrann, John Gummer, sagði fyrir helgina að ekki væri rétt- lætanlegt að hefja veiðar á hvöl- um á ný vegna þess að veiðiað- ferðirnar væru ómannúðlegar. I frétt í The Times á mánudag er haft eftir Helga Ágústssyni, að almenningur á íslandi muni engan tilgang sjá í frekari veru í Alþjóða hvalveiðuráðinu, leggist það gegn því að hvalveiðar verði teknar upp á ný. Allar upplýsingar bendi til þess að hrefnustofninn sé ekki í neinni útrýmingarhættu. Hann segir sömuleiðis að íslend- ingar líti svo á að nýta beri þessa auðlind. Þess vegna sé Alþjóða hval- veiðiráðið nú að þróa aðferðir við stjóm veiðanna. Ef engar veiðar ættu að eiga sér stað, væri allt það starf unnið fyrir gýg. Síðastliðinn föstudag hafði The Times eftir John Gummer að bresk stjómvöld legðust gegn hvalveiðum í ábataskyni á þeim forsendum að aðferðirnar við þær væm ómannúð- legar. Ráðherrann sagði í viðtali við blaðið : „ Ég held , að engin aðferð við hvalveiðar, sem nú er tiltæk né nokkur önnur sem gæti orðið það í nánustu framtíð, sé samræmanleg mannúðarsjónarmiðum okkar til lif- andi vera. Við myndum ekki leyfa bónda að stinga einhverju í kú og hanga síðan í henni þar sem hún hlypi yfír holt og móa uns hún dræpist. Við myndum heldur ekki leyfa honum að gera þetta í þriðja hvert skipti sem hann hygðist drepa kú.“ Hann sagði það myndi vera óvið- unandi ástand, ef sláturhúsum yrði leyft að aflífa dýr í sjö af hveijum tíu skiptum sársaukalaust. Náttúraverndarsamtök í Bretal- andi hafa haft af því nokkrar áhyggjur hver yrði afstaða breskra stjómvalda til hvalveiða. Eftir yfir- lýsingar ráðherrans hafa forráða- menn þeirra tekið gleði sína á ný. Appenzell-Innerrhoden í Sviss: Konur kusu í kantónu- kosningum í fyrsta skipti Zrich. Frá Önnu Bjarnadóltur, fréttaritara Morgunbladsins. KONUR í Appenzell-Innerrhoden, minnstu kantónunni í Sviss, greiddu atkvæði um málefni kantónunnar í fyrsta skipti á sunnu- dag. Karlar felldu tillögu um að þær fengju að taka þátt í ákvarð- anatöku með þeim í þriðja skipti í fyrra en hæstiréttur Sviss dæmdi einróma í nóvember að konur í Appenzell-Innerrhoden skyldu hafa fullan kosningarétt eins og aðrir Svisslendingar. Konur í Appenzell fengu kosningarétt í þjóðarkosningum fyrir tæpum tuttugu árum eins og aðrar svissneskar konur. Appenzell-Innerrhoden er ein af fimm kantónum í Sviss (kan- tónumar eru alls 26) þar sem ákvarðanir um málefni kantón- unnar era enn teknar á útiþingi, Landsgemeinde, sem haldið er á vorin. Karlar hafa komið þar sam- an í bænum Appenzell í aldaraðir og greitt atkvæði með handaupp- réttingu án afskipta kvenna. Margir þeirra voru óánægðir með dóm hæstaréttar og spáðu að hann myndi hafa endalok úti- þingsins í för með sér. Það gekk svo langt að tillaga um að leggja þessa gömlu hefð niður og taka upp leynilegar kosningar með kjörkassa og tilheyrandi var lögð fram. En hún var felld með mikl- um meirihluta á þinginu í Appenz- ell á sunnudag og útiþingið mun halda áfram. Enda kemur flestum saman um að þingið hafi sjaldan tekist eins vel né þingheimur ver- ið glæsilegri en í þetta skipti. Konur í systur-kantónunni Appenzell-Ausserrhoden tóku þátt í útiþingi kantónunnar í ann- að sinn um helgina. Þingið gekk árekstralaust fyrir sig. Utiþingin kjósa í æðstu embætti kantón- anna og taka ákvarðanir um ein- stök málefni, eins og til dæmis kosningaaldur í Ausserrhoden, þar var samþykkt að lækka hann í 18 ár, og um íjárveitingu í við- gerð og breytingar á byggingu frá 16. öld í Innerrhoden þar sem menningarmiðstöð kantónunnar á að vera til húsa í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.