Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.05.1991, Qupperneq 39
IMO’RGUfjBLXÖÍ0'''^feVl'!^yéÁÖt]Rl.|:’MÁ}'Véb'l -^9 Hvalahljóð og klarinett á Höfn GUÐNI Franzson heldur föstu- daginn 3. maí einleikstónleika í Hafnarkirkju á Höfn. Guðni leik- ur verk eftir íslenska höfunda og leikur einnig skoska þjóðlaga- tónlist á ýmsar flautur. Einnig spilar Guðni verk sem er samið við söng hvalanna. Verkið er fyrir segulband og klarinett, en höfundur þess er Þórólfur Eiríks- son. Einnig verður leikið verk eftir organista Hafnar, Hákon Leifsson, sem heitir Flug. Verkið reynir að gera sögu úr flugi fugla. Guðni hefur haldið fjölda tónleika á klarinett, bæði hér heima og er- lendis. Hann vann á sínum tíma Sonning-verðlaunin dönsku bæði fyrir áræði sitt við að panta og spila verk ungra höfunda. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníu- Guðni Franzson hljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur og öðrum sveitum. Tónleikarnir heíjast kl. 20.30. (Úr fréttatilkynningu) Ný reglugerð um Iþrótta- miðstöðina á Laugarvatni Svavar Gestsson f.v. mennta- málaráðherra, samþykkti 26. apríl þessa mánaðar Reglugerð um Iþróttamiðstöð íslands að Laugarvatni og samning íþrótta- miðstöðvarinnar við mennta- málaráðuneytið fyrir hönd skól- ans á Laugarvatni um afnot af eignum ríkisins á staðnum. Með þessu er náð áfanga sem unnið hefur verið að f tvö ár, um samstarf fyrrnefndra aðila að efl- ingu Iþrótta- og skólastarfs að Laugarvatni og uppbyggingu á að- stöðu fyrir alla landsmenn með íþróttafræðslu og útivist að leiðar- ljósi. Menntamálaráðherra hefur einn- ig samþykkt yfirlýsingu þar sem ráðuneytið fyrir sitt leyti afhendir íþróttakennaraskóla íslands fyrrum húsnæði Hússtjórnarskóla Suður- lands að uppfylltum skilyrðum eins og; - að þar geti farið fram kennsla í heimilisfræðum fyrir skólana á Laugarvatni, - að í framtíðinni verði tekin ákvörðun um frekari samnýtingu þessara fasteigna og annars skóla- húsnæðis á staðnum, - að húsnæðið verði nýtt fyrir hótelrekstur á sumrin. (Fréttatilkynning) 1. maíávarp Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Alþýðu- bandalagsins: Á undanförnum mánuðum hefur krafan um lífskjarajöfnun orðið sameiningarkraftur launafólks í landinu. Sá einstæði árangur sem náðist í stjórn efnahagsmála eftir að Alþýðubandalagið gekk til myndunar ríkisstjómar haustið 1988 hefur skapað traustan grund- völl til að færa launafólki betri kjör, aukinn kaupmátt og jafnrétti á sviði húsnæðismála, velferðar- þjónustu og skattamála. Verkefnið er að skila árangrinum til launa- fólks. Alþýðubandalagið vildi halda áfram á þessari braut. Alþýðu- flokkurinn hljópst hins vegar und- an merkjum og kaus að reisa við valdakerfi Sjálfstæðisflokksins, tryggja atvinnurekendum úrslita- áhrif á stjórn landsins og slá skjaldborg um hagsmunavígi fjár- magnsins og fjölskyldnanna fjórt- án. Á baráttudegi launafólks blasir því við nýr veruleiki. Hægri öflin hafa tekið völdin á íslandi. Þótt þjóðin hafi veitt ríkisstjórn okkar umboð til að halda áfram kaus Alþýðuflokkurinn að fóma hags- munum fjöldans. Launafólk! Nú er nýr veruleiki í íslenskum stjórnmálum. Þjóðinni hefur verið skipt í tvær fylkingar. Nú þurfum við að safna liði. Nú tökum við saman höndum og finnum samvinnuform fyrir alla sem eiga samleið í baráttunni gegn þeirri valdatöku sem undirrituð var á borði ættarveldisins í Viðey. Launafólk! Við eigum okkur draum — draum um jöfnuð og réttlæti, um breiðfylkingu jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. í dag, 1. maí, fylkjum við nýju liði undir þeim merkjum — merkj- um lífskjarajöfnunar og réttlætis. Frá unglingadeild Fyrirhugað er að halda námskeið til undirbúnings fyr- ir þátttakendur í gæðingakeppni. Kennari verður Haf- liði Halldórsson. Námskeiðið hefst 3. maí, fyrir yngri flokk kl. 17.00 og eldri kl. 19.00. Skráning verður 30. apríl og 2. maí á skrifstofu Fáks frá kl. 13.00-17.00. Einnig er fyrirhugað að halda námskeið í hlýðniæfing- um 21.-25. maí. Þátttaka tilkynnist einnig á skrifstofu Fáks. Hestamannafélagið Fákur unglingadeild. H'ERRAMENN rýma fyrir nýjum vörum, því höldum við 3ja daga SKYNDISÖLU FRÁ FIMMTUDEGI 2/5 - LAUGARDAGS 4/5 Gallabuxur kr 2.900 Jakkaföt frá kr. 9.500 Skyrtur frá kr. 2.000 Laugavegi 97 S. 621655 Þvottavélar Þurrkarar Uppþvottavélar Eldavélar SYNING A FEIN Gæða rafmagns handverkfærum fimmtudag og föstudag 2. og 3. maí, kl. 13:00-18:00. RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA RAFVER HF SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1-680215 • SKEIFAN 3E-F, BOX 8433, 128 REYKJAVlK Örbylgjuofnar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.