Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 42

Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR l. MAÍ 1991 !• HglÍ BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS 1. maí ávarp Samtaka kvenna á vinnumarkaði Konur á vinnumarkaði eru fyrir- vinnur. Konur á vinnumarkaði eru gift- ar. Konur á vinnumarkaði eru margvíslegar, við búum við misjöfn kjör, erum á öllum aldri og af ólík- um kynþáttum. Samtök kvenna á vinnumarkaði krefjast þess að allar konur á vinnumarkaði geti með reisn geng- ið til vinnu sinnar fyrir mannsæm- andi laun er nægja til framfærslu. Það verður ekki á meðan taxta- kaupið er langt fyrir neðan öll framfærslumörk. Það verður ekki á meðan stórir hópar launafólks vinna á töxtum á meðan aðrir fá ómældar sporslur. Það verður ekki á meðan laun eru leyndarmál og launaseðlar jafnvel sendir heim í ábyrgðarpósti eins og sums staðar tíðkast. Því á töxtunum sitja kon- ur, ekki allar en neðstar eru ætíð konur. A meðan svo er þurfum við sérstök baráttusamtök kvenna inn- an verkalýðshreyfíngarinnar. Við verðum að ræða opinskátt innan verkalýðshreyfingarinnar hvaða launastefnu við viljum hafa, annars ráða atvinnurekendur og þar með ríkisvaldið launastefnunni eins og reyndin er nú. Við verðum að ræða opinskátt hvort við viljum launamun og ef svo er eftir hveiju hann skuli fara. Hvernig metum við erfiði, líkamlegt/andlegt, ábyrgð á börnum/peningum, um- sjón með fólki/vopnum? Réttindi færir enginn okkur, réttindi okkar sköpum við sjálfar — krefjumst — skilgreinum og tök- um. Samtök kvenna á vinnumarkaði hafna verkalýðshreyfingu sem orð- in er stofnun, stofnun sem virðist til lítils fær utan að viðhalda sjálfri sér og skapa forystumönnum at- vinnu. Við þekkjum dæmi um öðru- vísi verkalýðshreyfingu, við þekkj- um dæmi um uppreisn innan verk- alýðshreyfingarinnar. Takist ekki að breyta verkalýðshreyfingunni í okkar þágu verðum við að skapa nýja. Samtök kvenna á vinnumarkaði vilja lifandi og virka verkalýðs- hreyfíngu sem tekur mið af þörfum félaga sinna en ekki hversdags- þörfum pólitískra aðila. Þjóðarsáttin hefur verið sátt þeirra sem mega sín á kostnað taxtafólksins. Aróðurinn glymur frá atvinnurekendum, ríkisvaldi og verkalýðsforystu um að ekki megi hækka launin því þá geysist verð- bólgan af stað. En hvað með þau sem ekki taka laun heldur aðeins fé út úr fyrirtækjum, aldrei valda þau verðbólgunni voðalegu — held- ur aðeins við, einkum og sér í lagi konur á lægstu launum ef launin lúsast aðeins upp á við. En okkar sök er sögð stærri. Okkar sök er að eignast börn sem enginn tekur við nema gatan í Reykjavík. Börn skaffa ekkert nema vandræði þar til þau verða háttvirtir kjósendur! En börn eiga heimtingu á sínum rétti í þjóðfélag- inu — rétti til að eiga ánægða for- eldra, öruggt umhverfi — öruggan aðbúnað — að vera ekki stöðugt fyrir — að vera metin að verðleik- um sem manneskjur. Konur á vinnumarkaði þurfa margar hveijar að þola ómögulega sambúð, vegna þess að þær hafa ekki efnahagslegt bolmagn til að sjá sér og börnum sínum farborða. Húsnæði er ekki fáanlegt og ekki hafa húsbréfin bætt möguleikana. Venjulegar launakonur geta fengið tvær til þijár milljónir á húsbréfa- TIL SÖLU TILBOÐ - ÚTBOÐ Forval Byggung Kópavogi auglýsir til sölu byggingarkrana á sporbraut. Kraninn er við Trönuhjalla 1-3 í Kópavogi. Upplýsingar veitir Bragi Mikaelsson í síma 44906 eða heimasíma 42910. ÝMISLEGT Orlofshús Tekið verður við umsóknum um dvöl í orlofs- húsum félagsins frá og með 2. maí gegn greiðslu dvalargjalds kr. 8.000. Sjómannafélag Reykjavíkur. Utboð BÚSETI HÚSNÆÐISSAMVINNUFÉLAG Búseti hsf. og Bessastaðahreppur óska eftir tilboðum í byggingu 3ja fjórbýlishúsa við A-tún í Bessastaðahreppi. Hvert hús er 429,6 m2 brúttó og 1.457,6 m3 brúttó. Verktími fyrsta húss er áætlaður júní ’91 til júlí ’92 og verktími hinna síðar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Búseta hsf., Laufásvegi 17, 101 Reykjavík, fimmtudag- inn 2. maí gegn 20.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. maí kl. 14.00. BESSAS TA ÐA HREPP UR SKRIFSTOFA. BJARSASTÖDUM SlMI: 51950 221 BESSASTAÐAHREPPUR Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir umsóknum verktaka um að fá að taka þátt í lokuðu útboði vegna byggingar þjón- ustusels fyrir aldraða í Hæðargarði 31, Reykjavík. Um er að ræða endurbyggingu og viðbygg- ingu á gamla Víkingsheimilinu. Þeir verktakar sem áhuga hafa á að taka þátt í lokuðu útþoði vegna ofangreinds verks skulu skila skriflegri umsókn þar um ásamt þeim upplýsingum sem óskað er eftir í for- valsgögnum. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Útfylltum gögnum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað eigi síðar en miðvikudag- inn 8. maí 1991, kl. 16.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvetji 3 Simi 25800 TIL SÖLU Fiskbúð til sölu á góöum staö í bænum. Upplýsingar í síma 53075 og á kvöldin í síma 71988. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 7 = 173518V2 = I.O.O.F. 5 = 173527A = Lf. I.O.O.F. 9 = 17351872 = 9.III. □ HELGAFELL 5991517 IV/V Lokaf. I.O.O.F. 11 =1730502772 =LF. □ GLITNIR 5991527 - Lf. REGLA MUSTERISRIDDARA A RM Hekla 1.5. VS. FR. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Vakningarsamkoma annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvistin fimmtudaginn 2. maí. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. Fjölmennið. Meistaramót íslands 1991 áskíðum í flokkum 30 ára og eldri verður haldið í Bláfjöllum laugardaginn 4. maí nk. Keppt verður í svigi og stórsvigi og hefst keppnin kl. 11.00. Keppt er í flokkum karla og kvenna 30-34 ára, 35-39 ára o.s.frv. Mótið er opiö öllu skiöa- áhugafólki 30 ára og eldra. Verð- launaafhending, kvöldverður og dans verður í Norðurljósum um kvöldið. Fararstjórafundur verð- ur föstudaginn 3. maí kl. 20.30 í Rauða Ijóninu, Eiðistorgi. Þátt- tökutilkynningar berist til Arnórs í síma 82922. Upplýsingar um frestun vegna veðurs verða í símsvara Bláfjallanefndar sími 80111 á mótsdag. Nefndin. Skipholti 50b Almenn samkoma verður annað kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Fjölskyldusamvera í kvöld kl. 19.00. éSAMBAND ÍSLENZKRA ' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kaffisala Hin árlega kaffisala Kristniboðs- félags kvenna verður haldin í dag, 1. maí, í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58 kl. 14.00- 18.00. Um kvöldið er samkoma kl. 20.30 og kaffisala á eftir henni. Allur ágóði rennur til kristniboðsstarfsins í Eþíópiu og Kenýa. Vertu velkominn. Kristniboðsfélag kvenna. fítmhjólp Almenn samkoma verður í Kap- ellunni í Hlaðgerðarkoti annað kvöld, 2. mai, kl. 20.30. Umsjón: Reynir Einarsson. Samhjálp. Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík Árleg kaffisala verður á Háaleit- isbraut 58, 3. hæð, milli kl. 14.00 og 18.00 í dag 1. maí. Nefndin. I Aðalsafnaðarfundur Nessóknar í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 2. maí kl. 18.00 i safnaðarheimil- inu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30. Sönghópurinn Án skilyrða, Þor- valdur Halldórsson stjórnar. Prédikun og fyrirbænir. SAMBAND ÍSŒNZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn: Kristbjörg Gísla- dóttir og Páll Friðriksson. Þórður Búason syngur. Muniö kaffisöl- una um daginn kl. 14.00. Allir velkomnir. HÚTIVIST G8ÓFINNI1 - REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606 Miðvikud. 1. maí Skrautsteinaleit Skrautsteinar oft í fjöru finnast, á fallegum stað við Hvalfjörðinn. Úr ferðunum er svo margs að minnast, og mikið fjör í hvert eitt sinn. Glerhallar, geislasteinar, bagga- lútar og ef heppnin er með, jaspis. Brottför kl. 13.00 frá BSI-bensínsölu. Stansaö við Ár- bæjarsafn og við Kaupfélagið i Mosfellsbæ. Myndakvöld verður fimmtudaginn 2. maí í Fóstbræðraheimilinu, Lang- holtsvegi 109. Kynntar verða í máli og myndum nokkrar góðar sumarleyfisferðir, sem Útivist býður upp á í ár: Perlur Suðurlands, Jökulsár- gljúfur, Á skíðum yfir þveran Vatnajökul, Árneshreppur - Strandir og Hveravellir Kal- manstunga (norður fyrir Lang- jökul). Góð myndasyrpa frá þeim svæðum, sem farið verður um í þessum ferðum. Kaffinefndin sér að venju um hressingu í hléi. Sýningin hefst kl. 20.30. Á myndakvöld Útivistar eru all- ir velkomnir. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSIANOS ÖLDUGÖTl13 S: 11798 19533 Miðvikudagur 1. maí A) KI. 10.30, Hengill, gönguferð. Gengið um Innstadal á Skeggja hæsta hluta Hengils. Tilvaliö að vera á gönguskíðum en ekki skil- yrði. Verð kr. 1.100. B) Kl. 13.00, Hellaskoðun í Leitahrauni (gosbeltið neð- anjarðar). Spennandi ferð fyrir alla fjöl- skylduna. Farið verður í mikla hraunhella í Ölfusi, Arnarker og Raufarhólshelli. Hella- og ísmyndanir. Fararstjóri verður frá Hellarannsóknafélagi Is- lands. Munið góða skó, vasa- Ijós og húfu. Verð kr. 1.100. Frítt fyrir börn með foreldrum sínum. Ath. að þessi ferð verð- ur metin sem 2. áfangi göngu- ferðar um gosbeltið, en margir misstu af þeim áfanga síöastlið- inn sunnudag. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in. Munið þriðja áfanga rað- göngunnar um gosbeltið nk. sunnudag kl. 10.30 og 13.00. Pantið tímanlega f hvítasunnu- ferðirnar: 1. Snæfellsnes - Snæfellsjökull. 2. Skaftafell - Öræfasveit. 3. Öræfajökull - Skaftafell. 4. Þórsmörk. 5. Fimmvörðuháls - Mýrdalsjökull. Gangið í Ferðafélagið. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.