Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 52

Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991 Benedikt Blöndal hæstaréttardómari í'i u-u„i_a’.;i/-n-iviv/i m., i Við sviplegt andlát Benedikts ÍTI- er á vissan hátt mitt annað heimili. Tengsl okkar Benedikts urðu því snemma náin. Má segja að þau hafi einkennst í byijun af því sem kalla mætti bróðurlega og jafnvel föðuriega handleiðslu og er stundir liðu fram breyst í góða vináttu. Benedikt gat á stundum virst hrjúfur í framkomu ef þannig lá á honum, en undir var alltaf grunnt á hlýju og tryggð. Til hans mátti sækja holl ráð, hvort sem um var að ræða fáfengileg vandamál eða alvöru lífsins. Reyndi ég þá eigin- leika ótal sinnum þegar „vanda- mál“ unglingsáranna hvelfdust yflr og ekki síður er um alvöru lífsins var að ræða. Foreldrar mínir nutu þess í ríkum mæli er aldur færðist yfir, að eiga Benedikt og Guðrúnu að. Heimili þeirra hefur alltaf stað- ið mér og minni fjölskyldu opið. Við Benedikt vorum stundum á öndverðum meiði í ýmsum málum, þar með talið stjórnmálum. Sett- umst við oft niður til að ræða mis- munandi afstöðu til mála. í þeim samræðum komu gjaman fram sérstakir eiginleikar Benedikts. Þar var um að ræða sjálfstæðar skoðan- ir, sanngirni í mati á mönnum og málefnum, en um leið krafa um samræmi orðs og æðis. Krafa sem hann gerði ekki síður til sjálfs sín en annarra. Jafnframt því var hann alltaf reiðubúinn til að velta fyrir sér aðstæðum og ástæðum fólks. Eiginleikar sem svo sannarlega verða að teljast mikilvægir hjá þeim sem klæðast skikkju dómarans. Því miður naut Hæstiréttur alltof skamma stund starfa Benedikts sem dómara. Starfs sem hann naut mikils og þótti mikill heiður af að gegna. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja góðan vin og bróður, sem alltaf reyndist mér og mínu fólki vel. Við Ragnheiður og börnin sendum Guðrúnu, Karli, Lárusi og Önnu einlægar samúðarkveðjur. Einnig viljum við senda systkinum og föður sömu kveðjur. Missir okk- ar allra er mikill. Kristinn Karlsson Sá háttur hefur lengi viðgengist í Lagadeild Háskóla íslands, að nokkurra vikna námsdvöl á lög- mannsstofu eða hjá dómstólum hef- ur verið þáttur í námi stúdenta, sem ekki verður undan vikist. Hvað ræður því hvar menn lenda í vist er einatt tilviljunum háð. Ein slík leiddi til þess að leiðir okkar Bene- dikts Blöndals, þá starfandi hæsta- réttarlögmanns, lágu saman fyrir rúmum tveimur áratugum. Með öðrum orðum skipuðust mál svo, að ég lenti „á kúrsus“ á Lögmanns- stofu Fjeldsted og Blöndals við Lækjargötu. Stutt en ánægjuleg námsdvöl á umsvifamikilli lögmannsstofu var fljótt að baki. En leiðir okkar Bene- dikts lágu saman aftur öfáum árum síðar. Opinberir aðilar á íslandi höfðu í upphafi skuttogaraaldar keypt nokkur skip til landsins og af þeim viðskiptum leiddu deilur við hinn erlenda seljanda. Af hálfu kaupenda var viðræðunefnd sett í málið og fundir urðu margir, bæði hér og erlendis. Það gerðist nánast af sjálfu sér að Benedikt Blöndal varð í forystu okkar megin borðs- ins. Málið var erfitt og viðkvæmt og það þurfti í senn lagni og festu til að þoka málum fram. Þar var Benedikt Blöndal réttur maður á réttum stað. Eftir þetta þurftum við oft að axla sama hlutskipti, þ.e. að gæta sameiginlegra og þó oftar and- stæðra hagsmuna, ýmist við samn- ingaborð eða fyrir dómstólum. Sam- starf varð að vináttu sem varð mér æ meira virði eftir því sem á leið. Hæfni Benedikts í vandasömum störfum málflytjandans var óum- deild. Það fór heldur ekkert á milli mála, að hann naut óskoraðs trausts í störfum sínum. Það er ekkert ofsagt með því að Benedikt hafi jafnan haldið málstað umbjóð- enda sinna fram af mikilli rökfestu en umfram allt heiðarleika og drenglyndi. „Þá kemur mér hann í hug er ég heyri góðs manns getið“ var sagt til foma. Benedikt var góður maður í þess orðs fyllsta skilningi. Það var þroskandi og þakkarvert að vera samferðamaður hans á Iífsleiðinni og ég sakna vinar í stað. Við Guðrún sendum fjölskyldu Bendedikts samúðarkveðjur og honum sjálfum biðjum við líknar og blessunar á eilífðarbrautinni. Gunnlaugur Claessen Við fráfall Benedikts Blöndals rifjast upp margar minningar. Á fimmta áratugnum var sú skip- an ákveðin, að laganemar þurftu að vinna um tveggja mánaða skeið við dómstóla eða á skrifstofu lög- manna til að kynnast lögfræðistörf- um og lagaframkvæmd. Margir komu til starfa við embætti saka- dómara, þar sem ég vann. Þeir voru gjaman ritarar í réttarhöldum og var þeim fengur í þegar merkileg mál lagalega séð vom til rannsókn- ar og úrlausnar. Haustið 1957 brann bærinn Svartagil í Þingvallasveit til kaldra kola. Gamla og góða rannsóknar- dómarakerfið var þá í fullu gildi og kom rannsókn málsins í minn hlut. Efni rannsóknar reyndist margþætt: ætluð íkveikja, eigna- spjöll, röskun á húsfriði, líkams- meiðing og auðgunarbrot. Grunur féll á tvo menn. Laganeminn Bene- dikt Blöndal kom til starfa við emb- ætti sakadómara á þessum tíma. Hann varð ritari minn og var það upphaf kynna okkar. í hléum rædd- um við efni rannsóknar, framburði og öflun gagna. Ég spurði um álit hans á einstökum atriðum og hann svaraði og kom með margar skarp- ar ábendingar. Raunin varð sú, að hann var ekki aðeins ritari heldur einnig aðstoðarmaður minn við rannsóknina. Málið fór til Hæsta- réttar og þar var kveðinn upp sögu- legur dómur og stefnumarkandi. Að lögfræðiprófi loknu starfaði Benedikt lengstum við almenn lög- fræðistörf og starfrækti lögmanns- stofu í félagi við aðra. Hann fór til London til framhaldsnáms í sjórétti og í starfi að sjóréttar- og trygg- ingamálum kynntist hann enskri réttarskipan. Þar eru lögmenn tvenns konar: „solicitors“ og „barr- isters“. Hinir fyrrnefndu stunda hefðbundin lögfræðistörf. Hinir síðamefndu flytja mál fyrir dóm- stólum og þykir vart annar starfi göfugri. Dómarar eru valdir úr þeim hópi. Hvergi verður málflutningur rismeiri en í enskum dómsal. Flutn- ingur máls þar er ekki aðeins íþrótt tungu og hugans heldur einnig list- grein. Englendingar tala um „the fine art of advocacy". Þennan heim þekkti Benedikt og það kom fram í störfum hans. Á þeim árum, er ég var sakflytj- andi fyrir Hæstarétti, urðu sam- skipti okkar Benedikts mikil, því að hann var oft skipaður verjandi. Að sjálfsögðu vorum við þá mót- heijar. Gangur máls var oftast sá hinn sami: Sakflytjandi sótti sök og reyndi að sýna fram á að hún væri sönnuð að lögum en veijandi hélt fram sakleysi eða að sök væri ósönnuð. Samskipti okkar voru ávallt með miklum ágætum. Benedikt þekkti gjörla lög og lagareglur, tilurð þeirra og tilgang, svo og lagaframkvæmd. Hann var sterkur málflytjandi, skýr í máli og gagnorður. Hann greindi vel aðalat- riði frá aukaatriðum.. Hann var drengskaparmaður og það var fjarri honum að mæla um hug sér í flutn- ingi máls. Fyrir þremur árum var Benedikt skipaður dómari í Hæstarétti. Hug- ur hans stóð til þess starfs og hann mat mikils að vera þangað kominn. Hann bar ávallt lotningu fyrir æðsta dómstóli þjóðarinnar og vildi veg hans allan. mikill harmur kveðinn að eftirlif- andi konu hans, Guðrúnu Karlsdótt- ur, og börnum þeirra. Við Guðfinna vottum þeim svo og öldruðum föður hans og bræðrum innilegustu hlut- tekningu okkar. Með Benedikt Blöndal er genginn um aldur fram mætur maður og mikilhæfur. Þórður Björnsson Um Njál á Bergþórshvoli var sagt, að „hann væri lögmaður svo mikill, að enginn fannst hans jafn- ingi, vitur var hann og forspár, heilráður og góðgjarn, og varð allt að ráði, það er hann réð mönnum, hógvær og drenglyndur, langsýnn og langminnugur; hann leysti hvers manns vandræði, er á hans fund kom“. Ég vil minnast Benedikts Blöndal með ofangreindri tilvitnun, því þeg- ar litið er yfir farinn veg stendur drenglyndi og ráðvendni Benedikts mér efst í huga. Hann var ætíð reiðubúinn að hjálpa öðrum og var það reyndar svo sjálfsagt mál, að vandræðalegt gat verið að þakka honum. Ég trúi að margir hafi átt hauk í horni þar sem Benedikt var. Okkar kynni hófust fyrir nær tuttugu árum, er ég felldi hug til Sólveigar dóttur Brynjólfs J. Brynj- ólfssonar móðurbróður Guðrúnar eiginkonu Benedikts. Við Sólveig hófum búskap okkar á heimili tengdaföður míns og bjuggu Guð- rún og Benedikt þá í næsta húsi. Mikill samgangur var á milli heimil- anna, ekki síst vegna mikillar rækt- arsemi þeirra hjóna við Brynjólf. Ekki var það af skyldurækni einni, heldur og vegna lifandi áhuga á velferð annarra. Benedikt varð strax kær Sólveigu konu minni ekki síður en Guðrún frænka hennar. Enda lét hann sér annt um þessa iitlu frænku konu sinnar og naut ég þess ríkulega. Við Sólveig viljum þakka fyrir vin- áttu og alla umhyggju Benedikts og biðjum Guðrúnu og börnum allr- ar blessunar. Vigfús Ásgeirsson Hinn 22. apríl sl. lést frændi minn, Benedikt Blöndal, eftir stutt en erfíð veikindi. Benedikt var sonur hjónanna Lárusar Blöndal, bókavarðar, og Kristjönu Benediktsdóttur, móður- systur minnar. Mikill samgangur var milli systr- anna Kristjönu, Guðrúnar og Olaf- ar. Aðalsamkomustaður fjölskyld- unnar var heimili afa og ömmu á Skólavörðustíg lla. Ég hafði miklar mætur á honum Bensa, stóra frænda mínum, sem var sex árum eldri en ég og skipar hann stóran sess í bernskuminning- um mínum. Benedikt var elstur sjö nafna afa okkar. Hann var tíður gestur á Skólavörðustígnum. Oft sagði amma: „Mundu það, Benedikt minn, að þú berð nafn hans afa þíns og verður að vera okkur til sóma.“ Það mundi hann alla tíð. Margar minningar koma fram í hugann á þessari kveðjustundu. Á annan í jólum fór ég stundum í boð til Lárusar og Kristjönu. Fyrst var spilað púkk og gætti Benedikt þess vandlega að enginn hefði rangt við. Fastur liður í þessum jólaboðum var brúðuleikhús. Kristjana saumaði brúður, búninga og leiktjöld og smíðaði leiksvið og húsgögn, enda lék allt í höndum hennar. Síðan stjórnuðu hún og böm hennar leik- sýningum. Minnisstæðar eru afmælisveisl- urnar á Laugavegi 66. Lengi fram- an af stjómaði Benedikt veislunum með þeim myndugleika og skör- ungsskap, sem einkenndu hann alla tíð. Herbergi þeirra bræðra, Bene- dikts og Halldórs, var líkast ævin- týraheimi. Þar úði allt og grúði af bókum, hnattlíkönum og landakort- um, enda báðir miklir bókaormar og grúskarar. Benedikt ólst upp i glaðværam systkinahópi. Hann varþeirra elstur en hin systkinin eru: Halldór alþing- ismaður, Kristín framhaldsskóla- kennari, Haraldur hæstaréttarlög- maður og Ragnhildur bókavörður. Öll era systkinin hið mætasta fólk. Benedikt var alltaf mikill fjöl- skyldumaður. Þegar Kristjana móð- ir hans lést, langt fyrir aldur fram, stóð hann eins og klettur við hlið föður síns. Ég hef oft dáðst að því, hve samhent Lárus, böm hans og fjölskyldur era. Benedikt var um margt okkur frændsystkinum sínum til fyrir- myndar. Hann vandaði málfar sitt þegar í bernsku. Hann var ætíð hjálpsamur og las með mér á há- skólaárum sínum. Honum tókst að troða töluverðu inn í áhugalítinn koll minn með einstakri seiglu og þolinmæði, sem brást þó stöku sinn- um og sagði hann þá við mig: „Þú skalt læra þetta“ sem ég og gerði. Alltaf var gott að leita ráða hjá honum, því að Benedikt var hollráð- ur, hlýr í viðmóti og gaf sér alltaf tíma til að sinna frændfólkli sínu, þótt hann væri störfum hlaðinn. Benedikt hélt fjölskyldunni af Skólavörðustígnum mjög saman. Við systkinabörnin héldum upp á aldarafmæli ömmu okkar á heimili hans og Guðrúnar hinn 9. nóvem- ber 1978. Hann fékk þá hugmynd að gera niðjatal Benedikts Sveins- sonar og Guðrúnar Pétursdóttur handa fjölskyldunni og fékk nokkur frændsystkini sín til liðs við sig. í ársbyijun 1990 heimsottum við Hjálmar Benedikt og Guðrúnu vegna þessa og áttum með þeim ánægjulega kvöldstund. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað kvöldið var fagurt, stjörnubjart og himininn leiftrandi af stjömuljós- um. Þegar við kvöddumst á hlaðinu hafði Benedikt orð á því að fólk gerði allt of Iítið af því að heim- sækja hvert annað. Benedikt kvæntist Guðrúnu Karlsdóttur árið 1961. Þau eignuð- ust þtjú myndarleg böm: Karl, Lár- us og Önnu. Benedikt og Guðrún vora glæsileg hjón og mjög sam- rýnd. Sjaldan hef ég komið á fal- legra heimili en þeirra. Guðrún sýndi manni sínum einstaka um- hyggju í veikindum hans sem og' böm þeirra hjóna, faðir hans og systkini. Með þessum orðum kveð ég þennan góða frænda minn. Við Hjálmar og synir vottum Guðrúnu og allri fjölskyldunni innilegustu samúð okkar. Guðrún Guðjónsdóttir Réð sá, er ræður rökum alda, ástríkur faðir, alls vitandi. (J.H.) Vinar er saknað. Á vordögum árið 1966 bar forsjónin mig á fund Benedikts Blöndal í leit að vinnu. Benedikt rak þá lögfræðistofu í fé- lagi við Ágúst Fjeldsted hrl. og þekktumst við ekkert. Ég var ný- kominn frá prófborði í lagadeild Háskóla íslands og vildi spreyta mig á lögmennsku. Hinn glæsilegi lögmaður tók erindi mínu, sem bor- ið var upp vafningalaust og víst eilítið kynduglega, með þeirri kímni og ljúfmennsku, er honum var svo eiginleg og urðu fyrstu kynnin báð- um minnisstæð. Rifjuðum við þau oft upp á góðum stundum síðar. Benedikt Blöndal tók mig í lög- fræðilegt fóstur, sem ég hef búið að æ síðan. Naut ég þar menntunar til lögmannsstarfa, sem fæstir áttu þá kost. Einnig varð ég aðnjótandi einlægrar vináttu hans, sem aldrei bar skugga á. Þó ég viti víst að þessa vinar færa enginn komið í stað lifir minning hans, orðstír hans og andi, hýrleiki hans, sögumar og allar samverustundirnar. Ógleym- anleg utanlandsferð okkar hjóna með honum og Guðrúnu. Ráðin góðu, sem hann veitti okkur. Allt það lifir. Okkur hjónunum var Benedikt sem bróðir og það braut- argengi, sem hann veitti mér á lífsleiðinni, fæ ég seint þakkað. Benedikt Blöndal var drengslund í blóð borin og „brann í hjarta jafn- leiks hugmynd fijáls“. Varð ég oft vitni að því við rekstur hans á dóms- málum, en þar vildi hann helst, að menn kæmu til leiks jafnir að vígi. Lögmannshæfileikar virtust honum meðfæddir og hann hafði til að bera ríkan metnað fyrir hönd lög- mannastéttarinnar. „Beneficerede sager“ voru honum sjálfsagður hlutur og hann átti ekki síðri hlut að núgildandi Codex Ethicus lög- manna en þeir sem settu textann á blað. Benedikt átti létt með að finna kjamann í hveiju máli og sjá dóms- mál frá báðum hliðum í senn. Hann kenndi mér hina guilnu reglu kröfu- gerðar í dómsmálum, að móta fyrst þau dómsorð, sem maður vill sjá dæmd og orða síðan kröfugerðina í samræmi við það, en út fyrir kröfu- gerð má dómari ekki fara í dómi sínum. Það er stundum hægara sagt en gert að fá þetta til að ríma saman, en aldrei sá ég Benedikt bregðast sú bogalist. Þurfti ég oftar en einu sinni að leita á náðir hans í þeim efnum. Benedikt var mennta- maður í þess orðs fyllstu merkingu og þekkti ekki síður til þjóðmála og menningarmála en lögfræði sem slíkrar. Hlutverk stjórnarskrárinnar í réttarríkinu og þrískipting ríkis- valds var honum hugleikin og þar ekki síst vægi dómsvaldsins. Rædd- um við oft þau efni síðustu árin okkar á lögmannsstofunni í Ingólfs- stræti 5. Fann ég þá, að hugur Benedikts stóð til dómsstarfa í Hæstarétti íslands. Var skipan hans í stöðu hæstaréttardómara að verð- leikum og jafnframt til mikils virð- ingarauka fyrir lögmannastétt landsins. Benedikt stóð á hátindi ferils síns og þroska, þegar hann féll frá. Að sjá honum á bak er þyngra en tá- ram taki. En ég veit að í sorg vill hann ekki að ég minnist sín og gleðistundir áttum við margar. Hann var stór en hlýr á sigurstund- um og æðralaus, er á móti blés enda karlmenni. Á erfiðum stund- um mínum átti ég hjá honum at- hvarf og hvarf þaðan jafnan með bros á vör. Hann var leiðsögumaður bæði í lögmennsku og lífsins list og mótaði þar viðhorf meira en margur hyggur. Hýrleiki og ein- lægni einkenndi hann í öllum sam- skiptum, jafnt faglegum sem per- sónulegum, og ósjálfrátt virtum við hann um leið og okkur þótti vænt um hann. Hann greiddi götu fleiri en mín og dæmdi engan í hjarta sínu, þó kvæði upp dóma í réttar- sal. En með lögum skal land byggja og beita Iögum er hlutskipti dómar- ans. Til þess hafði Benedikt bæði áræði og vilja þó þungt hafi honum þótt stundum að þurfa að fella dóm. En rétt skal vera rétt og endir skal allrar þrætu, og réttsýni var Bene- dikt gæddur í ríkum mæli. Fórast honum dómstörfin ekki síður úr hendi en lögmannsstörfin áður. Benedikt var einstaklega elju- samur og átti jafnframt létt með að vinna hvers konar lagastörf. Afkastaði hann því miklu. Að starfa með honum varð Ieikur, en jafnt fann hann röksemd og svör, þegar mig rak í vörðurnar. Verki, sem ólokið var að loknum degi, lauk hann heima að kveldi. Og nú er lífsdagur Benedikts lið- inn að kveldi. Réð sá, er öllu ræður alls vitandi að sá dagur varð skemmri en við höfðum vænst. Leiðir lágu saman og leiðir hafa skilist og þó. Heilsteyptur persónu- leiki hans, hýrleiki hans og ljúf- mennska lifír áfram. Mér er sem hann horfi á mig kíminn á svip. Hafi Benedikt þökk fyrir allt. Hákon Árnason Á morgun, fímmtudaginn 2. maí, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Benedikts Blön- dal, hæstaréttardómara, en hann lést 22. apríl sl. langt um aldur fram aðeins 56 ára að aldri. Hafði Bene- dikt átt við þungbæran, illkynja sjúkdóm að stríða frá sl. hausti, er dró hann til dauða. Með Benedikt er genginn góður drengur, sannkallaður öðlingur, og er mikill harmur kveðinn að fjöl- skyldu hans og ástvinum. Ég minnist hans sem góðs vinar og frænda, sem ætíð var gott að leita til og vera samvistum við. Á huga minn leita ljúfar minningar um ánægjulegar samverustundir jafnt í leik og í starfi. Eina slíka gleðistund áttum við hjón með þeim Benedikt og Guðrúnu við Hreðavatn í október síðastliðnum. Ekki vissum við þá, að það yrði sú síðasta, en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.