Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 59

Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 59
VANDRÆÐI Mikið mótlæti Borg- hjónanna Það gengur allt á afturfótunum hjá Birni Borg og frú hans ítölsku poppsöngkonunni Lored- önu Berte. Það var ekki nóg með að viðskiptaveldi Borgs hryndi til grunna og skyldi eftir sig fádæma skuldahala, heldur var Borg ger- sigraður í fyrstu umferð nýafstað- ins tennismóts er hann gerði til- raun til þess að vinna sér aftur sess sem tennisleikari í fremstu röð. Vart hafði hann gengið beygður af velli er þau tíðindi bárust að heiman, að frú hans hafði hellt í sig heilu glasi af ró- andi pillum og verið drifin í gjör- gæslu. Hún er þó á batavegi. Þó Borg og Berte hafi ekki verið ýkja lengi gift telja sérfræðingar að brestir séu orðnir margir og stórir í sambúðinni og uni Berte illa auraleysinu sem er þó að margra mati ekki alvarlegt, enda lifa þau tiltölulega hátt sérstak- lega í ljósi þess að Borg er gjald- þrota. A sama tíma og hvert áfall- ið af öðru hefur dunið yfir Borg, hefur frami Bert sem poppari í Evrópu farið dvínandi. Hun hefur leitast við að hressa upp á vinsæld- ir sínar, en sól hennar hefur sigið æ nær haffletinum. Nú síðast frei- staði hún þess að sigra i forvali fyrir þátttöku á komandi Eurovisi- on söngvakeppni, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Er Borg var ekki til staðar til að styðja hana í þeim vonbrigðum virðist hún hafa látið hugfallast og misst lífsneistann. Talsmaður Fatebe- nefratelli-sjúkrahússins í Napolí sagði á fréttamannafundi, að Berte væri á batavegi, en um al- vöru tilraun til sjálfsvígs hefði verið að ræða. Læknar hefðu pumpað um 100 pillum upp úr henni og ef einhver töf hefði orðið á því að koma henni undir læknis- hendur hefði hún látist. Laura Antonelli. Sophiu Loren. Var hún talin eigi ósvipuð „típa“ og Loren og auk þess margfalt frakkari að kasta af sér klæðum og jafn vel að láta mynda sig í fölbláum ástarsenum. Hún var því með meiri kyntáknum ítala á hvíta tjaldinu, en á miðjum áttunda áratugnum sást lítið til hennar. Síðustu ár voru ítal- ir glaðir að sjá hana aftur í hinum og þessum hlutverkum í sjónvarpi, en augljóst var þó að frægðarsól hennar var hnigin til viðar og spurning hvernig henni gengur að koma fótunum undir sig á nýjan leik. Hér eru Borg-hjónin skönnnu fyrir síðustu örlagaríku atburði. COSPER Öllum þeim, skyldum og vandalausum, sem með ýmsu móti heiðruÖu okkur og glöddu á 60 ára hjúskaparafmœli okkar á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, sendum við hjartanlegar þakk- ir og hugheilar árnaðaróskir. Guð blessi ykkur öll. Gróa Ásmundsdóttir, Baldvin Þ. Kristjánsson. Gamlir munir og myndir Knattspyrnulélagið VALIIR 80 ára. Vitað er að nokkrir munir og myndir er tengjast starfi VALS eru hjá VALSMÖNNUM eða fjölskyldum þeirra sem best væru geymdar í Valsheimilinu á afmælisárinu eða til frambúðar. Vitir þú um muni eða myndir má koma þeim til húsvarðar í .Valsheimilinu s. 11134 eða til Jafets S. Ólafssonar s. 82831/vs. 691800. 1. MAÍ KAFFI Í MÍR Kaffisala verður að venju 1. maí í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10. Húsið opnað kl. 14.00. Glæsi- legt hlaðborð. Hlutavelta. Kvikmyndasýningar. Lítió inn. Mfft. LEIDRETTING Við biðjumst velvirðingar á því að vegna mistaka er uppgefið rangt verð á Mondial orkujöfnunararm- böndunum og segularmböndun- um frá okkur í ARES póstlistanum. Verð á Mondial orkujöfnunararm- bandinu er sem hér segir: Silfur kr. 2.990,- Silfurm/gullkúlum kr. 2.990,- Gullhúðað kr. 3.990,- Verð á segularmböndunum er sem hér segir: Með 6 segulpunktum kr. 2.390,- Með 3 segulpunktum kr. 2.590,- Æk VER beuR/MEip sgi 66 - 101 Reykjavík^^^^ símar (9 VERSLUN í ANDA NÝRRAR ALDAR Laugavegi 6b - 101 Reykjavík símar (91) 623336 - 626265 Póstkröfuþjónusta — greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91) 623336 og 626265

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.