Morgunblaðið - 01.05.1991, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ' MIÐVIKUÐAGUR' L. MAI 1991
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
SVIPMIKIL LEIKSYNING
Fyrir nokkrum dögum var ég svo
heppinn að sjá uppfærslu Þjóðleik-
hússins á Pétri Gaut eftir Ibsen,
sem á frummálinu kallast Per Gynt
(sjá síðar). Leiksýningin var svip-
mikil og hélt mönnum föngnum í
mikilfengleik sínum. Leikarar, leik-
mynd og músík hæfðu hvert öðru
vel, svo vel, að músík Griegs hefði
verið óþolandi við þessa sýningu,
jafnvel lagt á hana óbætanlega
fjötra. í mínum huga eru sterkast-
ar minningar um sjávarrótið, fjalls-
eggina og hnappasmiðinn, hann
sem beið eftir Pétri í deiglu sína.
I þessari sýningu var engin ein
stjarna, sem reyndi að skara fram
úr öðrum í leik, heldur heill stjörnu-
himinn, sem í sameiningu náði til-
skildum áhrifum. Hin skoplega
ádeila var beitt, enda voru fræg-
ustu skopleikarar þjóðarinnar í
mikilvægum hlutverkum. Vegferð
Péturs Gauts er harmleikur að
vissu marki, þó held ég að hún sé
skopleg ádeila. Það byggi ég á
því, hversu mikið er gert úr Pétri
sem „sjálfsvaldsins keisara“.
Sjálfsvaldsins keisari er maður
sem fullur er af sérvisku, sérgæsku
og öllu öðru sem eingöngu snýst
um manninn sjálfan. Sá maður var
illilega fordæmdur í bændasamfé-
laginu, hvað þá í ríki óðalsbóndans
eins og í Noregi. Allir sérvitringar
voru útrækir gerðir úr sveitinni og
urðu aðhlátursefni manna, þeir
urðu „gantar“, þ.e. fífl. Um þ etta
eru einnig mörg dæmi hér á Fróni.
Því nefni ég orðið Frón, að sú sögu-
lega persóna, sem kallaðist Per
Gynt, og var veiðimaður sem í þjóð-
sögum heimsótti höll Dofrans, eins
og Búi Andríðsson í Kjalnesinga-
sögu, hann var kenndur við Frón
í Guðbrandsdai. Þess vegna má
kalla Pétur Gaut Frónbúa eins og
okkur sjálf.
I leikriti Ibsens tók ég einkum
eftir einlægri andúð höfundar á
öllum þeim fyrirbærum, sem á sín-
um tíma voru talin horfa til fram-
fara, svo sem dýnamíti og Amer-
íkuferðum, þ.e. leitin að hinu nýja
sem endar í afskræminu Afglapa
sem einn er afkomandi Péturs með
þursadótturinni. Sviðsmyndin og
atburðir allir á geðveikrahælinu
höfðu í þessari sýningu beina skír-
skotun til brjálæðisins, sem við
fylgdumst með í beinni útsendingu
frá Persaflóa.
Ádeila Ibsens á „Sjálfsvaldsins
keisara“, þ.e. veraldarbrölt og
framkvæmdagleði byltingarinnar
(19. og 20. öld) er bitur, en hún
var þó engan veginn ný bóla meðal
norskra leikritaskálda. Landi hans
Holberg helgaði ýmsa sjónleiki sína
og kvæði þessu efni. Hann kynnti
sig fyrst sem skáld 1723 með mik-
illi skopádeilu, sem var kviða um
vegferð Péturs Pors frá Kalund-
borg til Ors. Á einum stað segir
hann frá grafskrift Péturs þessa,
og þar kallar Holberg hann m.a.
„ganta“, það er fífl (komið af
,,gantast“). Það er ekki einleikið,
að Ibsen notar orðið „Gynt“ um
sinn eiginn Pétur, því að orðið rím-
ar móti ganti. Holberg hélt ádeilu
sinni áfram í skopleikjum sínum
um menn sem reistu sér hurðarás
um öxl í fávisku sinni. Þá hugsun
má fínna í „Stjórnvitra leirkera-
smiðnum" (1723), þar sem hann
ræðst á iðnaðarmenn samtímans,
sem þóttust geta stjórnað bæ og
ríki af kjaftastóli. Ég sá þetta leik-
rit í Kaupmannahöfn daginn sem
Danir sukku hvað dýpst samkvæmt
skoðunum Holbergs: gerðu skóla-
pilt úr munaðarleysingjaskólanum
að forsætisráðherra. Hann dugði
bara vel. Jafnvel „Jeppi á Fjalli“
slær á þessa sti-engi: Drykkjurútur
sem gerður er að baróni af einni
saman hrekkvísi höfðingjanna.
Þó eru líkindin mest, þegar Hol-
berg í bréfi sínu um búskap grípur
til vinsæls orðtaks: „Að stytta sér
leið eins og Pétur Ganti“, sem
merkir: að fara ónauðsynlegar
krókaleiðir að marki sínu. Holberg
segir að þetta sér karlasiður í
rekstri búa sinna: að eyða og
spenna og hætta fé sínu í tilrauna-
starfsemi. Allt annað gildi um
kvennasiði (Fruentimmer regler).
Þær vilja hafa allt sitt á þurru og
eiga rólega tilveru í sinni sveit.
„Þannig", segir Holberg, „vil ég
stjórna mínu búi.“ (Þá hafði hann
keypt sér jörð.) Hann er sem sé á
sömu skoðun og Ása og Sólveig,
sem elskuðu Pétur Gaut, en gátu
ekki hamið ærslin í honum. Hin
norska jörð er betri en allar útlend-
ar tilraunir. Þannig eru skáldajöfr-
arnir norsku, Holberg og Ibsen
sammála. Sveitin heima og rósemin
eru það besta. Hvað er það í koti
karls sem kóngs er ekki í ranni?
Það er rósemin.
Nokkur orð til Frónbúanna, ætt-
ingja Péturs Gauts. Það er sálar-
hreinsun að sjá þessa voldugu skop-
stælingu á okkur sjálfum í Þjóðleik-
húsinu. Setjið ykkur bara í spor
Frónsbúans á sviðinu. Þá þekkið
þið sjálfa ykkur. Þannig á góð leik-
sýning að vera.
Séra Kolbeinn Þorleifsson
Mál og málfræði
Það er vissulega góðra gjalda
vert að kappkosta að tala rétt mál
og í því skyni getur komið að
gagni að kunna málfræðina sína
vel. Það má hins vegar ekki gleym-
ast að málfræði byggist upp á
undantekningum, ekki síður en
sjálfum reglunum.
Sérlega varasamt er að reyna
að dauðhreinsa gott og gilt mál
af undantekningum. Dæmi um
þetta er orðið athyglisvert, sem
upp á síðkastið hefur heyrst og
sést í sjónvarpi skrifað og sagt
með athygli vert, í tveimur orð-
um. Það fer ekki á milli mála, að
athygli beygist í eignarfalli at-
hygli. Því má segja að það sé al-
veg kórrétt málfræðilega að segja
athygli vert. Hins vegar er hugs-
unin á bak við slíka „málhreinsun"
röng. Málfræðin er nefnilega til
málsins vegna en málið ekki mál-
fræðinnar vegna og því er smáa
letrið í málfræðinni oft allt eins
mikilvægt, eins og aðaltextinn.
Það er lika svo húmorsláust at-
hæfí að taka orð sem hafa verið
góð og gild svo lengi sem elstu
menn muna og breyta þeim til
samræmis við málfræðireglur og
getur leitt til þess að það sem er
skondið og skemmtilegt í málinu
hverfí. Án undantekninga sitjum
við uppi með steingelt mál.
Það er ekki nema hálf sagan
sögð með málfræðireglu, sem ekki
gerir grein fyrir undantekningum,
því að undantekningamar eru
ómissandi krydd í málið. Munum
því regluna: „Athygli beygist í
eignarfalli athygli", en gleymum
ekki undantekningunni: „Nema í
orðinu athyglisvert“. Þrífum málið
okkar af óhreinindum, en geldum
það ekki af skemmtilegheitum!
Bergþór
Erum að taka upp
mikið úrval af gallbuxum
fyrir karlmenn.
Verð fró kr. 4.900.-
Líttu við hjá Erni og Össu,
við erum
ÁVALLT REIÐUBÚNIR
að aðstoða þig.
//
out-r
KRINGIAN 8-12 REYKJAVÍK
SIMI 679290
Omega-3 duft
Omega Dry n-3
Nú á íslandi
Færð þú nóg af fjölómettuðum omega-3 fítusýrum
sem eru líkamanum lífsnauðsynlegar?
Borðar þú lítið af fiski?
Ef svo er þá höfum við ráð við því.
Omega Dry n-3, sem inniheldur 30% omega-3, er nú fáanlegt í duft- og
pillufonni. Bæta má Omega Dry n-3 í matvæli, t.d. brauð (Omega brauð),
kökur og unnan kommat, ungbamamat, jógúrt, súrmjólk, kjötbollur, súpuduft,
pizzur o.il. Bættu einum skammti af Omega Dry n-3 í jógúrtina og þú færð
dagskammt af omega-3 fitusýmm og því fylgir ekkert auka- né eftirbragð.
Fæst í apótekum og heilsuvömbúðum.