Morgunblaðið - 01.05.1991, Page 66
66
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1991
ÍÞfémR
" FÓLK
■ JÓN Stefánsson, langhlaupari
úr UMFA, bætti nýlega árangur
sinn í 10.000 m hlaupi, er hann
hljóp á 32:24,09 mín. í Lincoln í
Bandaríkjunum. Jón er í mikilli
framför og hljóp m.a. 3000 m á
8:54,5 mín. innanhúss í mars, en
hann stundar nám í Minneapolis.
■ KRISTINN Guðmundsson
hefur gengið til liðs við Þrótt Nes.
Kristinn er ekki ókunnugur í her-
M- búðum félagsins. Hann var þjálfari
þess 1988 og 1989.
■ MANCHESTER United og
Barcelona mætast í úrslitaleik
Evrópukeppni bikarhafa í Rotter-
dam í maí. Búist er við fjölda stuðn-
ingsmanna beggja liða. Stærstu
ferðaskrifstofur Hollands hafa
hinsvegar ákeðið að hleypa ekki
stuðningsmönnum Man. Utd. með
skipum til landsins af ótta við
drykkjuskap á leiðinni.
■ UNITED hefur farið fram á
að fá rúmlega 20.000 miða og
Barcelona segir að a.m.k. jafn
margir komi frá Spáni á leikinn.
Völlurinn í Rotterdam tekur um
50.000 áhorfendur en ekki er búist
við að liðin tvö fái nema 14.000
miða, hvort lið.
■ ANNAÐ vandamál hjá United
er að liðið þarf að leika fjóra leiki
í deildinni á sjö dögum. Fyrst gegn
Mahcester City 4. maí, gegn Arse-
nal 6., Tottenham 8. og Crystal
Palace 11. maí. Leikurinn gegn
Barcelona er svo þann 15 og verð-
ur 60. leikur vetrarins hjá liðinu.
Alex Ferguson hefur hótað að
nota varaliðið í einhveijum deildar-
leikjanna en þá má búast við hárri
*" sekt. Það er þó nokkuð öruggt að
hann notar sterkasta lið sitt í tveim-
ur fyrstu leikjunum, gegn Man-
chester City og Arsenal.
KNATTSPYRNA
Guðmundur
skoraði sjö
Guðmundur Steinsson var held-
ur betur í essinu sínu í gær-
kvöldi þegar Víkingur vann Ár-
mann, 10:0, í Reykjavíkurmótinu.
Hann skoraði sjö mörk. Atli Einars-
son skoraði tvö mörk og Atli Helga-
son eitt.
FELAGSLIF
Knattspyrnufélagið Fram var
stofnað 1. maí 1908 og heldur
upp á 83 ára afmæli sitt í dag.
Aðalstjóm Fram hefur opið hús í
Framheimilinu í dag og munu
Framkonur selja kaffi og vöfflur á
vægu verði milli kl. 14 og 16.
Ráðstefna
" um íþróttir í
í fjölmiðlum
Mikið er framundan hjá íþrótta-
sambandi íslands næstu daga.
Á föstudaginn gengst sambandið fyrir
ráðstefnu um þátt íþrótta í fjölmiðlum,
þar sem m.a. verður kynnt víðtæk
könnum sem Félagsvísindastofnum
gerði fyrir ÍSÍ.
Á laugardag verður síðan árlegur
sambandsstjómarfundur ÍSÍ, þar sem
m.a. verður kynnt ýtarleg skýrsla um
S stefnumótun í afreksíþróttum og út-
hlutað verður styrkjum til sérsam-
banda.
Næstkomandi mánudag hefst hér á
landi árlegur fundur framkvæmda-
stjóra íþróttasambanda allra Norður-
landanna og mánudeginum viku síðar,
13. maí, koma til landsins fulltrúar
íþróttayfírvalda í Eistlandi, Lettlandi
j, og Litháen, til að undirrita samstarfs-
samning á sviði íþrótta milli landanna
þriggja og íslands.
KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Undankeppni Evrópumótsins:
Raunhæfir
möguleikar á
sætiíloka-
keppninni
Góð byrjun hjá Lyn
Lyn, lið Teits og Ólafs Þórðar-
sonar, vann sanngjarnan sigur
á Molde, 2:0, í fyrstu umferð norsku
1. deildarinnar í knattspymu á
sunnudag. Lyn var
betra liðið í leiknum
og sigurinn gat
hæglega orðið enn
stærri. Bæði liðin
fóru rólega af stað og fátt mark-
vert gerðist fyrstu 30 mínúturnar,
en er líða tók á fyrri hálfleikinn
náði Lyn yfirhöndinni án þess þó
að ná að skora.
Seinni hálfleikur var ekki nema
þriggja mínútna gamall er besti
maður vallarins, Tom Sundby, skor-
Erlingur
Jóhannsson
skrifarfrá
Noregi
aði fyrir Lyn. Markið kom eftir
mjög skemmtilega sókn. Sex mínút-
um fyrir leikslok náði Jan Amunds-
en að innsigla sigur Lyn með góðu
marki eftir að hann snéri af sér
hálft Molde-liðið.
Teitur Þórðarson, þjálfari Lyn,
var ánægður með leik sinna manna
og sagði að þeir hafí náð að sýna
góða knattspyrnu á köflum. „Það
var ákaflega mikilvægt fyrir liðið
að vinna fyrsta leikinn í deildinni
þvl margir leikmenn liðsins hafa
ekki leikið áður í 1. deild. Nú vitum
við að þetta er hægt og þess vegna
verður framhaldið auðveldara og
að sama skapi mjög spennandi,"
Ólafur í lið vikunnar
Ólafur Þórðarson lék vel fyrstu
60 mínútumar á miðjunni hjá Lyn
en eftir það lét hann lítið að sér
kveða. Ólafur sagði í samtali við
Morgunblaðið eftir leikinn að hann
hafi verið orðinn mjög þreyttur í lok
leiksins en ástæða þess var sú að
hann lék erfiðan landsleik gegn
B-liði Englands daginn áður. Engu
að síður var Ólafur í liði vikunnar
hjá flestum dagblöðunum í Noregi.
Næsti leikur Lyn er 5. maí gegn
Fyllingen í Bergen.
ÍÞRÚmR
FOLK
■ ÍSLENDINGAR hafa einu
sinni komist uppúr riðli sínum í
undankeppni Evrópumótsins. Það
var árið 1986 er Pálmar Sigurðs-
son skoraði sigurkörfu gegn Norð-
mönnum í Laugardalshöllini. Þá
fóru Islendingar að vísu i B-
keppni en ekki beint í riðlakeppnina
eins og nú.
■ RIÐLAKEPPNIN hefur mikið
að segja fyrir íjárhagslega Körfu-
knattleikssambandið. Margar af
stærri þjóðum Evrópu eru tilbúnar
til að greiða dágóðar summur fyrir
beinar útsendingar og ef Islending-
ar kæmust áfram væri_ best að
lenda í riðli með Spáni, Italíu eða
Grikklandi þarsem gífurlegur
áhugi er á körfuknattleik.
■ ISLENDINGAR standa vel að
vígi þegar litið er yfir fyrri lands-
leiki við þjóðirnar í undankeppn-
inni. Af 25 leikjum við Norðmenn
hafa 14 unnist, sex af 11 gegn
Portúgal og 19 af 21 einum Dan-
mörku. Útkoman er þó ekki góð
gegn Finnum en þar hafa íslend-
ingar aðeins unnið einn af 18 leikj-
um þjóðanna.
■ TUTTUGU þjóðir taka þátt í
lokakeppninni sem fer fram í fimm
fjögurra liða riðlum. Sextán þjóðir
eru öruggur um sæti: Belgía, Búlg-
aría, England, Frakkland, Grikk-
land, Holland, ísrael, Ítalía,
Júgóslavía, Pólland, Rúmenia,
Sovétríkin, Spánn, Svíþjóð og
Tékkóslóvakia. Tvö lið komast
áfram úr riðli Islendinga og önnur
tvö úr riðli í Sviss þar sem leika
auk heimamanna Austurríki, Kýp-
ur, Luxemburg, Skotland, Sviss,
Tyrkland og Ungveijaland.
■ VALUR Ingimundarson á að
baki flesta landsleiki allra í undan-
keppninni, 107. Næstur kemur
Finninn Mikael Salmi með 102
leiki. Portúgal er þó með reynd-
asta liðið, 35 leiki að meðaltali en
íslendingar og Finnar eru með
33 leiki.
■ KRISTINN Albertsson dæmir
fyrir hönd Islands á mótinu en
hver þjóð sendir einn dómara. Auk
þeirra verða tveir dómarar frá
Svíþjóð og Englandi.
UNDANKEPPNI Evrópumóts-
ins í körf uknattleik hefst í dag
kl. 16 í Laugardalshöllinni er
íslendingar mæta Dönum.
Fimm lið berjast um tvö sæti í
riðlakeppni Evrópumótsins og
segja má að möguleikar ís-
lands hafi sjaldan eða aldrei
verið betri. Islendingar eru á
heimavelli og með mjög sterkt
lið; auk þess sem sætin eru
nú tvö en ekki eitt eins og ver-
ið hefur.
Torfi Magnússon hefur valið tólf
manna hóp fyrir mótið og geta
líklega flestir sætt sig við hann.
Valið var þó alls ekki auðvelt og
margir telja t.a.m. að Kristinn Ein-
arsson hefði mátt fá tækifæri, en
hann lék mjög vel í úrslitakeppn-
inni. En með aðeins tólf leikmenn
verða einhveijir að hvíla.
Pétur Guðmundsson er stærsti
maður mótsins og þrátt fyrir að
hann sé ekki í góðri leikæfingu
kemur mikið til með að velta á
honum. Torfí hefur sagt að með
hann á vellinu leiki liðið allt aðra
vörn og það gefí liðinu mikið sjálf-
straust og öryggi að hafa hann
undir körfunni. Magnús Matthías-
son er einnig sterkur miðheiji og
langt síðan íslenskt lið hefur náð
að stilla upp svo stóru liði.
Þegar litið er á liðið er vart veika
hlekki að sjá og segja má með nokk-
urri vissu að hér sé á ferð besta lið
landsins. En það eitt er ekki nóg
og liðið þarf allt að spila mjög vel
til að ná þeim þremur sigrum sem
þarf í 2. sæti keppninnar.
Pétur Guðmundsson.
Liðið fékk sjö æfíngaleiki fyrir
mótið, gegn Skotum og Austurríkis-
mönnum, og vann þá alla. Þeir eru
þó alls ekki marktækir enda bæði
lið afar slök og örugglega lélegri
en andstæðingar íslands í undan-
keppninni.
Fyrsti leikurinn er gegn Dönum
í dag. Með eðlilegum leik ættu ís-
lendingar að sigra. Það sýndi sig í
þremur leikjum í ársbyijun að Is-
lendingar eru með sterkara lið.
Portúgalar eru næstir og það
verður erfíður leikur. Portúgalar
hafa alltaf verið til vandræða; síðast
á Evrópumótinu fyrir tveimur árum
er þeir sigruðu með 40 stiga mun.
Islenska liðið situr hjá á föstu-
daginn en á laugardaginn mætir
það Norðmönnum. Norðmenn hafa
verið með sterkt lið en senda ungt
lið á mótið. í það vantar marga af
bestu leikmönnum liðsins og aðeins
örfáir úr liðinu sem sigraði íslend-
inga naumlega á Norðurlandamót-
inu í fyrra.
Finnar verða síðustu andstæð-
ingar íslendinga og fyrir þann leik
þyrftu íslendingar að vera búnir að
tryggja sér annað sætið. Finnar eru
án efa með sterkasta liðið og flest-
ir telja þá sigurstranglegasta.
Ekkert öruggt
Þrátt fyrir að hægt sé að flokka
liðin á þennan hátt er ekki hægt
að segja að nokkur leikur sé örugg-
lega unninn eða tapaður. Það sást
best hjá íslenska unglingalandslið-
inu en vann Svía og Finna, sem
margir áttu von á að yrðu í tveimur
efstu sætunum, en töpuðu fýrir
Dönum.
Til að ná 2. sæti í mótinu þarf
íslenska liðið að sigra í þremur leikj-
um af fjórum. Sú staða gæti að
vísu komið upp að það nægði ekki
en það er þó afar ólíklegt.
íslenski hópurinn er skipaður eft-
irtöldum leikmönnum (Aldur, hæð
og landsleikjafjöldi):
Jón Kr. Gíslason, ÍBK.....28 185 91
MagnúsMatthíasson, Val....23 204 20
FalurHarðarson, ÍBK.......23 184 19
Teitur Örlygsson, UMFN....23 189 25
Guðmundur Bragason, UMFG .23 200 41
Axel Nikulásson, KR.......28 192 40
Páll Kolbeinsson, KR......27 184 28
Jón Amar Ingvarsson, Haukum 18 184 11
Valurlngimundarson, UMFT...29 193 107
Guðni Guðnason, KR........25 188 55
Guðjón Skúlason, ÍBK......23 182 28
PéturGuðmundsson, UMFT....32 218 39
Jón Kr. Gíslason, fyrirliði lands-
liðsins.
Dagskráin
Miðvikudagur 1. maí:
ísland—Danmörk.....16.00
Portúgal—Finnland..18.00
Fimmtudagur 2. maí:
Danmörk—Noregur....18.00
ísland—Portúgal....20.00
Föstudagur 3. maí:
Noregur—Finnland...18.00
Danmörk—Portúgal...20.00
Laugardagur 4. maí:
ísland—Noregur.....15.00
Finnland—Danmörk...17.00
Sunnudagur 5. maí:
N oregur—Portúgal..13.00
ísland—Finnland....15.00
NOREGUR