Morgunblaðið - 01.05.1991, Side 67
MOkGÚWBLÁÐlÐ femJnffTOMdófe 1. MAI 1991
HANDKNATTLEIKUR
Lokahóf handknattleiksmanna:
Valdimar
og Björg út
nefnd best
SigurðurGunnarsson besti þjálfarinn og
Kolbrún Jóhannsdóttir útnefnd besti
markvörðurinn sjötta árið í röð
VALDIMAR Grímsson, horna-
maðurinn knái úr íslandsmeist-
araliði Vals og Björg Gilsdóttir
úr FH voru útnefnd bestu
handknattleiksmenn 1. deildar
1991 íhófi samtaka 1. deildar-
félaga á Hótel íslandi í gær-
kvöldi. Þar voru saman komnir
um 570 handknattleiksmenn í
veglega matarveislu.
Valdimar hefur leikið lykilhlut-
verk í meistaraliði Vals og far-
ið á kostum í leikjum liðsins f vet-
ur. Hann varð markakóngur 1.
deildarkeppninnar - skoraði 179
mörk í deildarkeppninni, en næsti
maður, Hans Guðmundsson, KA,
skoraði 167 mörk. Það kom fáum
á óvart þegar Valdimar var út-
nefndur. Björg Gilsdóttir hefur
einnig leikið stórt hlutverk með
kvennaliði FH. Björg er tveggja
bama móðir, gift Guðmundi Karls-
syni, fyrrum landsþjálfara í fijáls-
um íþróttum og íslandsmethafa í
sleggjukasti. Hún er systir Héðins
Gilssonar, landsliðsmanns.
Það voru leikmenn 1. deildarlið-
anna sem greiddi atkvæði í kjörinu,
en Valdimar og Björg voru kiýnd
laust fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Karl Karlsson úr Fram og Hulda
Bjamadóttir, Selfossi, vom útnefnd
efnilegust handknattleiksmenn
deildanna.
Sigurður Gunnarsson var út-
nefndur besti þjálfarinn, en undir
hans stjórn náðu Eyjamenn frábær-
um árangri - urðu bikarmeistarar
og í þijiðja sæti í úrslitakeppninni
um íslandsmeistaratitilinn.
Rögnvald Erlingsson og Stefán
Arnaldsson vom útnefndir bestu
dómaramir.
Best í vöm og sókn
■Alexej Trúfan úr Víkingi og Rut
Baldursdóttir úr FH voru útnefnd
bestu varnarmennirnir.
■Birgir Sigurðsson úr Víkingi og
Andrea Atladóttir úr Víkingi voru
útnefnd bestu sóknarleikmennirnir.
Bestu markverðirnir
■Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV
Sigurður Gunnarsson.
Kolbrún Jóhannsdóttir.
SIGURÐUR Grétarsson, leik-
maður Grasshoppers í Sviss,
heldur með landsliðinu til
Möltu og verður með í vináttu-
leiknum þar i næstu viku. Áður
var ekki reiknað með honum,
en aftur á móti hefur Totten-
ham afturkallað leyfi Guðna
Bergssonar.
Sjö leikmenn halda utan í dag,
fylgjast með landsleik íslands
og Wales í Cardiff í kvöid og halda
síðan til Möltu, ásamt öðrum í
landsliðshópnum, á morgun. Leikið
verður gegn Möltu á þriðjudag í
næsta viku.
Sigurður Grétarsson og Þorvald-
ur Órlygsson, leikmaður Notting-
ham Forest, verða einu atvinnu-
mennimir sem leika á Möltu. Aðrir
snúa aftur til liða sinna eftir leikinn
í kvöld, en þeir leikmenn sem halda
til Wales í dag eru Steinar Adolfs-
Þaubestu . . .
Björg Gilsdóttir, landsliðskona úr FH og valdimar Grímsson, lands-
liðsmaður úr Val, 'voru útnefnd bestu leikmenn 1. deildar í gærkvöldi
í hófi samtaka 1. deildarfélaga.
Sigurður G. Guðni B.
son Val, Kjartan Einarsson ÍBK,
Andri Marteinsson FH, Kristján
Halldórsson ÍR og Einar Páll Tóm-
asson Val. Ríkharður Daðason úr
Fram er í prófum og fer beint til
Möltu á föstudaginn, 3. maí. Stein-
ar Adolfsson kemur inn í hópinn í
stað Framarans Kristjáns Jónsson-
ar, sem kemst ekki af persqnulegum
ástæðum.
Björgvin
hættir
- sem þjálfari Selfoss
Björgvin Björgvinsson, þjálf-
ari Selfoss í handknattleik
síðustu tvö keppnistímabil, verð-
ur ekki með liðið næsta vetur.
Að sögn Þorgeirs Inga Njálsson-
ar, formanns handknattleiks-
deildar Selfoss, ákvað Björgvin
að taka sér alfarið frí frá þjálfun
næsta vetur af persónulegum
ástæðum.
Selfyssingar eru að þreifa
fyrir í sambandi við nýjan þjálf-
ara og hafa einnig hug á að
styrkja liðið með erlendum leik-
manni næsta keppnistímabil.
og Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram,
voru útnefnd bestu markverðimir.
Kolbrún hefur verið útnefnd besti
markvörður kvenna sex ár í röð,
eða síðan útnefning hófst fyrst
1986.
Ingi R. Helgason, stjómarfor-
maður Vátryggingafélags íslands,
afhenti verðlaunin ásamt Lámsi
Lámssyni frá samtökum 1. deildar-
félaganna. Handknattleiksmennirn-
ir fengu glæsileg grafíkverðlaun.
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Sigurður með
tilMöltu
r ^
*
r