Morgunblaðið - 04.05.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 04.05.1991, Síða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 99. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 4. MAI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Þungar sakir born- ar á Reagan og Bush Washington. Reuter. RONALD Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, og George Bush, núver- andi forseti, hafa verið bornir þeim sökum að hafa gert leynilegan samning við íransstjórn skömmu fyrir kosningarnar 1980 og fengið hana til að sleppa ekki bandarísku gíslunum í Teheran fyrr en að kosningum loknum. Er það fyrrum embættismaður ríkisstjórnar Jimmys Carters, seni heldur þessu fram, og Abolhassan Bani-Sadr, sem var forseti í íran á tímum gísladeilunnar, segir það sama í bók, sem hann hefur gefið út. Hefur Bush forseti brugðist hart við þessum ásökunum, sem hann kallar sjúklegan óhróður. Gary Sick, sem átti sæti í þjóð- aröryggisráðinu 1976-81, heldur því fram, að George Bush, sem var varaforsetaefni Ronalds Reagans í kosningunum 1980, hafi átt leyni- legan fund með fulltrúum írans- stjórnar í París í október það ár. Þar hafi hann heitið írönum vopna- sendingum ef þeir slepptu banda- rísku gíslunum ekki fyrr en að lokn- um kosningunum 4. nóvember eins og raunin varð á. Gísladeilan var mikið hitamál í kosningabaráttunni og árangurslausar tilraunir Jimmy Carters til að fá gíslana lausa áttu mikinn þátt í glæsilegum sigri Re- agans. Bush forseti vísar þessum ásök- unum á bug sem þvættingi og sjúk- legum söguburði og þvertekur fyrir að hafa komið til Parísar á árinu 1980. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gær, að Sick ætti að biðja Bush afsökunar og líkti honum við Kitty Kelley, höfund bókarinnar um Nancy Reagan, fyrr- um forsetafrú, en bókin sú þykir í meira lagi ótraust heimild. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur samþykkt að veita Bani-Sadr, sem var forseti írans á timum gísla- deilunnar, vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þar ætlar hann að kynna bók sína, „Leyst frá skjóð- unni: Iran, byltingin og leynilegir samningar við Bandaríkjastjórn", en hann segir, að í henni séu sann- anir fyrir áðurnefndum ásökunum. í sjónvarpsviðtali í Bretlandi í fyrra- dag endurtók hann það og sagði, að vissulega hefðu Reagan og Bush fengið írönsku klerkana til að halda gíslunum lengur „í skiptum fyrir ýmislegt, þar á meðal vopn“. Bani- Sadr segir þó, að Bush hafi ekki sjálfur verið á Parísarfundinum. Þingmenn demókrata hafa tekið þetta mál upp í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings og þeir útiloka ekki, að efnt verði til opinberrar rannsóknar. Þeir fara þó varlega í sakirnar því að svo alvarlegar, sem ásakanirnar eru fyrir Bush forseta, geta þær hitt þá sjálfa fyrir reynist þær úr lausu lofti gripnar. Mannskæð átök í Júgóslavíu: Ólýsanleg eymd Talið er, að á annað hundrað þús- und manns hafi farist þegar fellibyl- urinn gekk yfir Bangladesh fyrr í vikunni en nokkrar vikur munu líða áður en afleiðingarnar verða að fullu ljósar. Um 60.000 manns fór- ust í nágrenni hafnarborgarinnar Chittagong og vitað er um 29.000 látna í öðru héraði. Þá eru ótalin mörg héruð og eyjarnar undan ströndinni en talið er, að á sumum þeirra hafi enginn komist lífs af. Um 10 milljónir manna misstu heimili sín í hamförunum og segir hjálparsveitafólk, að eymdin sé ólýsanleg. Lík og skrokkar dauðra dýra fljóta saman í sjónum, sem enn ligguryfir landinu, ogþeir, sem lifðu af, hafa hvorki mat né vatn til drykkjar. Er óttast, að margir muni falla úr hungri eða farsóttum eins og kóleru. Myndin sýnir þegar þyrla kom með matarbirgðir til sveltandi fólks á eyjunni Kutubdia undan Bangladeshströnd. Vestræn ríki hafa sent til landsins lyf, fatnað og matarbirgðir og einnig veitt stjómvöldum nokkurn fjárstuðning. Áætlað er, að beint fjárhagstjón landsmanna sé um 80-90 milljarðar íslenskra króna. Reuter Stöndum andspænis beinni hemaðarárás á Króatíu — segir forseti sambandsríkisins og sakar Serba um upptökin ^ Belgrad, Cetiiye. Reuter. ÓTTI við borgarastyrjöld fór hratt vaxandi í Júgóslavíu í gær er upplýst var að 16 manns hefðu fallið á fimmtudag í blóðugustu Reuter Stjórnarskrárafmæli PÓLVERJAR minntust þess í gær að tvær aldir eru liðnar frá því fyrsta stjórnarskrá landsins var samþykkt en hún var jafnframt fyrsta skjalfesta stjórnarskrá Evrópuríkis. Hátíðahöldin hófust í Varsjá á fimmtudagskvöld með messu og hér er Lech Walesa, forseti lands- ins, að veifa til mannfjöldans að henni lokinni. átökum Serba og Króata frá því í lok síðari heimsstyijaldar. Mannfallið varð í Króatíu og seg- ir forseti sambandslýðveldisins, Franjo Tudjman, að stjórnvöld í Serbíu og flugumenn þeirra hafi hvatt landa sína í Króatíu til hermdarverka. Króatísk yfirvöld segja að 12 Iögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar hafi fall- ið í þorpinu Borovo Selo og einn lögreglumaður að auki í þorpinu Palaca. Sagt er að manngrúi hafi inisþyrmt lögreglumönnun- um með ýmsum hætti og þarnæst hálshöggvið þá en þessar frá- sagnir hafa ekki verið staðfestar af hlutlausum aðilum. Tudjman forseti flutti tilfinninga- þrungið sjónvarpsávarp til þjóðar- innar í gær. Hann sagðist hljóta að endurskoða samskiptin við Serb- íu, voldugasta lýðveldi sambands- ríkisins, og kveðja óbreytta borgara til öryggisgæslu á óróasvæðunum. Króata'r myndu leita friðsamlegra lausna á vandanum en veija sig ef á þá yrði ráðist. „Við erurn staðráð- in í að verja frelsi okkar og full- veldi þjóðarinnar," sagði forsetinn sem var kjörinn í lýðræðislegum kosningum á síðasta ári. Króatar og nágrannaþjóðin Slóvenar, sem hafa kollvarpað veldi kommúnista í fijálsum kosningum, vilja koma á markaðsbúskap og leggja af mið- stýringu í Júgóslavíu. Kommúnistar halda völdum í Serbíu en undir nýju nafni, kalla sig nú sósíalista og vilja sterka aln"kisstjórn. Serbar í Króatíu eru um 600.000. Þeir eru andvígir fyrirætlunum stjórnvalda er vilja lýsa yfir fullu sjálfstæði takist ekki að semja um framtíðarskipan mála í Júgóslavíu. Serbarnir vilja að króatísk héruð þar sem þeir eru í meirihluta verði sett undir stjórn Serbíu en stjórn Króatíu lítur á kröfurnar sem upp- reisn. Leiðtogar lýðveldanna sex og tveggja sjálfsstjórnarhéraða er mynda Júgóslavíu sitja í forsætis- ráði landsins. Það hefur hvatt til friðar en jafnframt sagt að herinn i.iuni gera allar nauðsynlegar ráð- stafanir til að kóma í veg fyrir of- beldi. Slóvenar gagnrýna yfirstjórn hersins, sem aðallega er skipuð Serbum. Segja þeir hana ekki gæta hlutleysis í þjóðadeilunum, sem margir stjórnmálaskýrendur telja að muni enda með borgarastyijöld. Deilt hefur verið lengi í ráðinu um orðalag tillagna sem leggja á undir þjóðaratkvæði í næsta mánuði. Þá verður kjósendum gert að ákveða hvort Júgóslavía skuli framvegis vera laustengdara bandalag iýð- velda eða leysast upp í algerlega sjálfstæð ríki. Bretland: A Ihaldsflokkur tapaði London. Reuter. BRESKI íhaldsflokkurinn beið mikinn ósigur i sveitarstjórnar- kosningunuin í Bretlandi í fyrra- dag en Verkaniannaflokkuriiiii vann verulega á. Mestur var þó sigur Frjálslynda demókrata- flokksins. íhaldsmenn höfðu búist við að tapa nokkru fylgi og töldu, að þeir stæðu vel að vígi misstu þeir ekki nema um 100 sveitarstjórnarsæti. Þau urðu hins vegar 850 alls. Verkamannaflokkurinn jók fylgið um 5-7% en á landsvísu svarar það til, að hann hefði fengið 37% at- kvæða, Ihaldsflokkurinn 36% og fijálslyndir demókratar 21%. Stjórnmálaskýrendur segja úr- slitin endurspegla áhyggjur al- mennings af samdrættinum í bresku efnahagslífi og óánægju með nefskattinn umdeilda, sem John Major forsætisráðherra er þó fallinn frá. Sjá „Ihaldsflokkurinn . . . “ á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.