Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991 „ 1/7(7 deiLum íbóSinni með otckur. Hann hefur h&nck. manudcigcL, mtéuikadcigcc cg föctucfcicfo^." TM Reg U.S. Pat Ofl —all nghts reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Á ég að þora að biðja um næsta dans? Ég vil ekki svekkja þig en áttu peninga fyrir kjól? Við aríar - og hinir Margir renna huganum aftur í tímann, yfir þjáningarsögu mann- kyns. Þjáningu og sársauka fylgir þó einnig gleði. Nýtt líf veldur ávallt sársauka um stundar sakir, en það vekur jafnframt gleði og von um bjartari framtíð. Flettum þá fyrst blöðum sögunn- ar, og stöldrum við dapurlegt hlut- skipti nokkurra af bestu sonum mannkyns. Kristur var krossfestur, Cæsar var myrtur, Seneca neyddur til sjálfsmorðs, Sókrates tók eitur, Brunó var brenndur, Gandi var myrtur, Lincoln, Kennedy, Indira, Mart. Lut._ King voru skotin. Ekki fórum við íslendingar betur að ráði okkar. Snorri var veginn, Jón Ara- son hálshöggvinn, Njáll brenndur, Gunnar veginn. Upptalningin er endalaus. Það liggur við að maður finni fyrir minnimáttarkennd, hvað mað- ur er lítilsigldur, að enginn skuli hafa boðist til að hengja mann eða í síðustu kosningum komu fram ýmsar gerðir flóttamanna: a) Alþýðubandalagsmenn þorðu ekki að nefna marxisma, kommún- isma og jafnvel ekki sósíalisma fremur en snöru í hengds manns húsi, í kosningabaráttunni. Og jafn- vel þeir kommanna, sem sögðu „far- ið hefur fé betra“ um fólkið í Aust- ur-Evrópu, er var að flýja hörmung- arnar eystra, gegnum járntjaldið, fóru nú með veggjum, enda aust- ræna kerfið hrunið. Það gerðist að nokkru í „beinni útsendingu", eins og kunnugt er. b) Borgaraflokksmenn breiddu yfir nafn og númer og kölluðu sig nú frjálslynda. Einn þeirra fáu manna, sem þó var í þingflokki borgara til síðasta dags, sagði raun- ar í „talningarspjalli" í sjónvarpi að fjármunir þeirra borgaraflokks- manna hefðu verið notaðir í kosn- ingunum. Áður höfðu þeir raunar verið notaðir sem eins konar agn, til að reyna að lokka aðra smá- flokka til samstarfs, án árangurs þó. c) Eins og kunnugt er, hafði for- sætisráðherrann lyppast niður við ráðherrabústaðinn, er starfsfólk Hagvirkis hf. (úr Reykjaneskjör- dæmi), fjölmennti í Tjarnargötuna til þess að mótmæla meintu ger- ræði í skattheimtu. Enda þorði fyrr- skjóta. En bardagaaðferðirnar hafa breyst, ekki hugarfarið. I dag ná menn sér frekar niður á andstæð- ingnum með rógi, níði eða gróusög- um. Iðnastir allra við að útrýma and- stæðingum vorum við „aríar“, hinir „göfugu“. Orðið „araya“ er gamalt persneskt (íranskt). Við vorum hin sjálfskipaða „herþjóð", hreinrækt- aðir afburðamenn, húsbændurnir sem sögðu hinum óæðri kynflokk- um semítum (gyðingum) og hamít- um (negrum) fyrir verkum. Það eru þá heldur ekki nema rúm tvö hundr- uð ár síðan við aríar gerðum gyð- inga friðlausa (vogelfrei) í Mið-Evr- ópu, og mátti skjóta þá, eins og sígauna og lausa hunda, án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir. Aristokrati er í huga okkar yfir- stéttamaður. Viðskeytið krati (krat- os) þýðir vald eða máttur, sá sem ræður, sbr. einnig „demos kratos“, lýðræði. Aristokratar voru stoltir nefndur ráðherra ekki að nefna aukna skattheimtu fyrir þessar síð- ustu kosningar, minnugur fyrri reynslu, þótt gleyminn sé stundum. Helga menn, göfugir menn, sem stóðu vörð um mannorð sitt og virðingu. En hvað er nú orðið um hina stoltu aristokrata sem við aríar höfum gumað svo mjög af? Eru þeir allir gengnir á fund feðranna? Svo er fyrir að þakka að þeir eru ekki al- veg horfnir af sjónarsviðinu. I dag eru aristokratarnir ekki endilega bláeygir, beinvaxnir, ljós- hærðir eða hreinræktaðir með óflekkaða kynbótaskrá. í dag skiptir augnaráðið og hör- undsliturinn engu máli. í dag eru aristokratarnir metnir eftir verð- leikum, persónulegum afrekum. Ef ég ætti að lýsa táknrænum aristo- krata í dag, þá er hann umfram aðra menn orðvar, hógvær, hæ- verskur og yfirlætislaus. Það eru ekki stóru orðin og full- yrðingarnar sem einkenna aristo- kratana í dag. Þeim mun meiri þekkingu sem menn afla sér um ákveðin málefni, þeim mun meiri virðingu bera þeir fyrir lífinu og óendanleikanum. Eg veit að þig grunar nú hvaða menn ég á við. Nóbelsverðlaunahaf- ar á sviði friðar, bókmennta og vís- inda, eru hinir sönnu aristokratar í dag. Umfram allt erum við ekki lengur „við aríar — og hinir“. . .. og svo liðu páskamir. Richardt Ryel Ætlið þið í bátsferð? Munið - björgunarvesti fyrir alla bátsveija. Klæðist hlýjum fatnaði og góðum hlífðarfötum í áberandi lit. Af flóttamönnum HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Fyrir skömmu horfði Víkveiji uppá æði sérkennileg vinnu- brögð hjá vinnuflokki á vegum Hitaveitunnar, sem var að end- urnýja aðveituæð einnar íbúðar við raðhús í borginni. Vinnuflokkurinn, sem vinnur sem verktaki fyrir Hita- veituna, mætti í vikubyijun með þau fyrirmæli að skipta um aðveituæð og hafði með sér loftpressu og önn- ur tól. Mennirnir sátu í bíl sínum allan morguninn vegna þess að þá vantaði frekari fyrirmæli, þeir höfðu hreinlega ekki hugmynd um hvað þeir áttu að gera. Kom í ljós þegar á daginn leið og þeir fóru að ræða við íbúa hússins að jafnvel kom til greina að skipta um aðveitu- æð fyrir allar íbúðir í húsinu með tilheyrandi múi'broti og greftri. Þegar þeir höfðu áttað sig á því að slík aðgerð þarfnaðist frekari undirbúnings og samráðs við íbúa hurfu þeir á brott með tæki sín. Fór sá dagur fyrir iítið og bar ekki vitni um mjög skipuleg vinnubrögð. Eftir nokkra daga komu þeir aftur og hófu störf. Sérstakur verktaki. sá um að bora fyrir rörunum í gegn- um veggi hússins og var sá að verki framundir miðnætti, örugglega vegna þess að verkið var orðið á eftir áætlun. Sjálfsagt sparar Hita- veitan sér umtalsverða fjármuni með því að láta verktaka um slíka vinnu, en þá verður að gera þá kröfu að þeir trufli ekki heimilislíf og svefnfrið. XXX Isamtölum við verkstjóra Hita- veitunnar kom fram að Hita- veitan ábyrgist ekki lágmarkshita á því vatni sem inn í hús borgarinn- at' kemur. Hitaveitan selur ekki orkumagn heldur vatnsmagn. Jafn- framt hefur Víkveiji verið upplýstur um það, að hitastig vatnsins er mismunandi eftir borgarhlutum. Þetta þýðir í raun að borgarbúar borga mismunandi gjald fyrir upp- hitun húsa sinna. Þeir sem búa næst aðalæðum njóta ódýrustu ork- unnar, en hún verður dýrari eftir því sem fjær dregur og einnig eftir því sem einangrun röra er lélegri. Þá má vera að hitastigið breytist á milli ára. Fróðlegt væri að fá frek- ari upplýsingar um þetta frá Hita- veitunni. xxx Nýlega auglýsti íslandsbanki svokölluð vildarkjör, sem fel- ast í því að þeir viðskiptavinir bank- ans, sem eiga innistæðu í bankan- um sem nemur hálfri milljón króna eða meira, fá ýmsa aukaþjónustu og ýmis smágjöld felld niður. Vík- veija var bent á það, að þessi kjör nái ekki til þeirra sem binda sparifé sitt í verðbréfum bankans. Víkveija finnst svolítið einkennilegt, að ætl- ast til þess að þeir viðskiptamenn bankans, sem hafa hálfa milljón króna til ráðstöfunar, ávaxti ekki þá upphæð með hámarksávöxtun í verðbréfum, heldur geymi upphæð- ina á bankareikningi með iægri ávöxtun. Hvað gerist svo þegar eig- andi upphæðarinnar þarf að nota peningana, fellur þá vildarþjónust- an niður? Auglýsingarnar vekja upp fleiri spurningar en svör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.