Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAI 1991
Evrópska efnahagssvæðið:
Ákvörðun um framhald við-
ræðna á sunnudagskvöld
Utanríkisráðherra segir Norðmenn og Svía styðja aðgerðir íslendinga
RIKISSTJÓRNIN mun koma saman til sérstaks fundar kl. 19 á sunnu-
dagskvöld til að veita utanríkisráðherra endurnýjað umboð til þátttöku
í samningaviðræðum EFTA og EB um Evrópska efnahagssvæðið. Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, segir að þar verði tekin
ákvörðun um, hvort fulltrúar íslands munu taka þátt í lokuðum fundi
yfirsamninganefnda bandalaganna tveggja á þriðjudag. Engin formleg
viðbrögð framkvæmdastjórnar EB hafa borist íslenskum stjórnvöldum
vegna þeirra mótmælaaðgerða íslendinga að sitja ekki sameiginlega
fundi samningancfnda bandalaganna. Utanríkisráðhcrra sagði að þessi
aðgerð hefði hlotið stuðningsyfirlýsingar frá Svíum og Norðmönnum.
„Norðmenn taka undir með okkur,
að ekki sé lengur viðunandi að EB
hreyfi sig ekki gagnvart okkar kröf-
um,“ sagði Jón Baldvin. „Að minni
ósk er boðaður ríkisstjómarfundur á
sunnudagskvöld og þar mun ég
leggja fram tillögur um endumýjað
samningsumboð, meðal annars
vegna þess að samningsumboð fyrri
ríkisstjómar var ekki afdráttarlaust
og vísa ég þar til fyrirvara Alþýðu-
bandalagsins," sagði hann.
Jón sagði að ákvörðunin um að
sitja ekki samningafundi EB og
EFTA hefði verið tekin af sér til að
taka af öll tvímæli, gagnvart sam-
starfsaðilum og mótaðilum, að veiði-
heimildir í íslenskri fiskeiðilögsögu í
stað aðgangs að markaði kæmu ekki
til greina. „Þetta er líka hugsað til
þess að styrkja stöðu framkvæmda-
stjómar EB gagnvart aðildarríkjum
þess, sem hafa haldið uppi óraunsæj-
um kröfum og komið í veg fyrir að
framkvæmdastjómin gæti náð sam-
stöðu innan bandalagsins um samn-
ingstilboð. Þessu er líka ætlað að
árétta, gagnvart samstarfsaðilunum
í EFTA að íslendingar ætla sér ekki
að hverfa frá samningaborðinu með
þetta mál. Endumýjaðar stuðnings-
yfirlýsingar af hálfu Norðurlandanna
eru þess vegna vel þegnar og eyða
öllum efasemdum um að unnt sé að
í haldi vegna
fíkniefna-
misferlis
MAÐUR um þrítugt hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald
fram á mánudag vegna gruns um
misferli með hass og amfetamín.
Maðurinn var handtekinn í bíl að-
faranótt miðvikudags ásamt þremur
öðmm mönnum og fannst þá lítils-
háttar af fíkniefnum í fómm hans.
Við húsleit í framhaldi af handtök-
unni fannst amfetamín og hass á
heimili mannsins.
leysa málið með því að víkja því út
af borðinu,“ sagði hann.
Aðspurður kvaðst ráðherra ekki
eiga von á að formlegt tilboð bærist
frá framkvæmdastjórn EB fyrir sam-
eiginlegan ráðherrafund bandalag-
anna í Bmssel 13. maí. „Ég geri
mér hins vegar vonir um að önnur
minni háttar ágreiningsmál verði
komin á leiðarenda vegna þess að
.þetta þarf allt að vera frá svo samn-
ingsdrögin liggi á borðinu áður en
pólitísk lausn á erfiðasta samnings-
knippinu getur legið fyrir. Þetta
samningsknippi á eðli málsins sam-
kvæmt að koma seinast í viðræðun-
um vegna þess að niðurstöður í þess-
um málum skera úr um hvaða jafn-
vægi verður í samningnum varðandi
ávinning og óhagræði einstakra að-
ildarríkja,“ sagði utanríkisráðherra.
Krían komin á Tjörnina
Fyrstu kríurnar í vor sáust í gærmorgun í hólmanum í Syðri-Tjörn-
inni. Vegfarandi lét Morgunblaðið vita. Krían kemur venjulega á
Reykjavíkurtjöm í byijun maí og kemur því að þessu sinni á svipuðum
tíma og venjulega. Myndin var tekin í gær af einni af fyrstu kríunum
að setjast eftir langa flugferð.
Hagvirki bauð best í Fljótsdalsvirkjun:
Lægstu tilboð 1.260 milljónir
kr. undir kostnaðaráætlun
HAGVIRKI átti lægsta boðið í
þijá verkþætti Fyótsdalsvirkj-
unar þegar tilboð voru opnuð í
gær. Hagvirki býður í verkið
ásamt NCC International i
Svíþjóð og Statkraft í Noregi.
Tilboð þeirra voru um 1.260
milljónum lægri en áætlun
Landsvirkjunar gerði ráð fyrir.
í bréfi frá fyrirtækjunum er
tekið fram að tilboðin standi
óbreytt ef þau fái alla verkþætt-
ina en hækki ef þau fái aðeins
hluta verksins. Tilboðin gilda í
sex mánuði en ekki verður ráð-
ist í framkvæmdir fyrr en samn-
ingar um byggingu nýs álvers
liggja fyrir.
Tilboð bárust frá sjö aðilum í
hvert verkanna. Hagvirki/Hag-
tala, NCC International og Stat-
kraft áttu lægstu boð í öll verkin.
Stærsti þátturinn er gerð að-
rennslisganga, sem verða 31 kíló-
metri að lengd og þarf að bora
stærstan hluta þeirra, en rúmir 3
kílómetrar verða sprengdir með
hefðbundnum hætti. Hagvirki
bauð rúmar 4.200 milljónir í það
verk og var það 79,8% af kostnað-
aráætlun. Hojgaard og Schultz frá
Danmörku áttu annað lægsta boð-
ið, tæpar 4.700 milljónir, eða
88,5% af áætlun. Tilboð Hagvirkis
er um 460 milljónum lægra en
áætlunin gerði ráð fyrir. Fjögur
fyrirtæki buðu lægra en kostnað-
aráætlunin gerði ráð fyrir.
í gerð stíflu við Eyjabakka og
botnrásar bauð Hagvirki einnig
best, 1.877 milljónir, eða 79,4%
af kostnaðaráætlun. Tilboðið er
um 487 milljónum lægra en áætl-
unin gerði ráð fyrir. Áætlunin er
um 313 milljónum hærri en tilboð
Hagvirkis. Istak, í samvinnu við
erlend fyrirtæki, átti næstlægsta
boð, 2.412 milljónir, eða 2,0%
hærra en áætlunin hljóðaði uppá.'
Hagvirki bauð einnig lægst í
gerð stöðvarhúss og frárennslis-
ganga. Áætlunin hljóðaði upp á
1.212 milljónir en Hagvirki bauð
rúmar 899 milljónir, eða 74,2%
kostnaðaráætlunar. Hojgaard átti
næstlægsta tilboðið, 1.056 milljón-
ir, eða 87,1% kostnaðar. Þetta
voru einu tilboðin sem vora undir
kostnaðaráætlun.
í bréfi frá NCC og Hagvirki er
þess getið að tilboðin séu gild svo
fremi þeir fái alla verkþættina.
Ef það verður ekki munu tilboðin
hækka nokkuð. Tilboð þeirra í
verkin þijú eru um 1.260 milljón-
um lægri en áætlun Landsvirkjun-
ar gerði ráð fyrir.
Bandaríska sendiráðið:
*
Islendingi neitað um áritun fyrir að
sinna ekki herkvaðningu í stríðinu
HALLDÓRI Þorsteinssyni, bókaverði og eiganda Málaskóla
Halldórs, hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Banda-
rikjanna fyrir að hafa neitað að gegna herþjónustu í Banda-
ríkjunum, þegar hann var þar búsettur fyrir hálfri öld. Hall-
dór, sem verður sjötugur 18. maí, hugðist halda upp á afmælið
ásamt eiginkonu sinni í Bandaríkjunum og höfðu þau ráðgert
að halda vestur á mánudaginn.
Halldór sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hann hefði ver-
ið við nám í Bandaríkjunum í
síðari heimsstyrjöldinni og búið
vestra um fimm ára skeið. Var
hann þá kvaddur í herinn en ósk-
aði eftir að verða leystur undan
herkvaðningu. Þurfti hann að
undirrita yfirlýsingu þar sem
hann afsalaði sér rétti til að
sækja um bandarískan ríkisborg-
ararétt.
„Ég hef ekki farið til Banda-
ríkjanna síðan þetta var en í til-
efni sjötugsafmælisins ákváðum
við hjónin að ferðast til Banda-
ríkjanna, meðal annars til að
heimsækja vin minn sem þar
býr,“ sagði Halldór.
„Við sóttum um vegabréfsárit-
un í bandaríska sendiráðinu og
fékk eiginkonan hana athuga-
semdalaust en mér var hins veg-
ar neitað um áritun. Vora þær
skýringar gefnar, að ég fengi
ekki áritun fyrir að hafa neitað
að gegna herþjónustu í Banda-
ríkjunum. Slíkt fymist aldrei þar
í landi.
Ég var svo kallaður á fund
ræðismanns sendiráðsins, sem
sagði mér að ég gæti fengið und-
anþágu ef ég undirritaði sérstaka
umsókn en það tæki mánuð að
fá hana afgreidda. Vinkona okk-
ar hjóna átti fund með Jóni Bald-
vini Hannibalssyni, utanríkisráð-
herra, og var honum sagt frá
þessu máli. Það varð til þess að
sendiráðið hringdi og bauð mér
að leggja inn umsókn um undan-
þágu sem yrði afgreidd á einni
viku en jafnframt yrði mér gert
að mæta í yfirheyrslu áður en
hún fengist afgreidd. Það kemur
hins vegar ekki til greina. Ég læt
ekki bjóða mér að fara í yfir-
heyrslu fyrir að hafa ekki gegnt
herþjónustu í stríði þjóðar sem
mér kom ekki við. Þetta er nú
landið sem kennir sig mest við
lýðræði,“ sagði Halldór í samtali
við Morgunblaðið.
Rúmlega
7,7 milljón-
ir söfnuðust
til kaupa á
heilasírita
RÚMLEGA 7,7 milljónir söfnuð-
ust á Rás 2 í gær til kaupa á
heilasírita, sem nota á til rann-
sókna á flogaveiki. Að söfnun-
inni stóðu Landssamtök áhuga-
fólks um flogaveiki (LAUF), Rás
2 og Kiwanisklúbburinn Viðey.
Heilasiritinn verður settur upp
á taugalækningadeild Landspít-
alans.
Að sögn Guðlaugar Maríu
Bjamadóttur, sem tók þátt í söfn-
uninni fyrir hönd Landssamtaka
áhugafólks um flogaveiki, gekk
söfnunin framar vonum. Um 3.000
manns hefðu hringt inn og lagt
fram fé og hefðu sumar upphæð-
irnar numið tugum og jafnvel
hundruðum þusunda króna.
Hún sagði að gert væri ráð fyr-
ir að heilasíritinn kostaði milli 6
og 6,5 milljónir króna en einnig
yrði töluverður kostnaður samfara
.flutningi. hanstjl Jand_sins. og. uppr.
setningu á Landspítalanum.