Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991
Minning:
Guðríður Sigurðar-
dóttir fv. símstjóri
Fædd 17. júlí 1910
Dáin 26. apríl 1991
Guðríður Sigurðardóttir fv. sím-
stöðvarstjóri er látin í Reykjavík
rúmlega áttræð að aldri. Dánar-
fregnin kom okkur ekki á óvart.
Hún hafði um nokkurt skeið kennt
þess sjúkleika sem dró hana til
dauða.
Guðríður á stöðinni var hún
gjaman kölluð af því að hún var
símstöðvarstjóri í Grundarfirði um
margra áratuga skeið. Því áttu
margir erindi við Guðríði og minn-
umst við hennar á tveimur stöðum
í þessu starfi, í hennar eigin húsi
sem var miðsvæðis í kauptúninu og
í stóru símstöðinni og pósthúsinu
sem reist var árið 1966. Var þar
jafnframt íbúð símstöðvarstjórans.
Jukust umsvifin á símstöðinni með
árunum og Guðríður lét ekki sitt
eftir liggja en gegndi starfinu til
ársins 1977 er hún fluttist til
Reykjavíkur þar sem hún dvaldist
síðustu árin, fyrst í Bogahlíð 24 og
síðar á heimili aldraðra á Dalbraut
20.
En við minnumst Guðríðar ekki
aðeins fyrir þau opinberu störf sem
hún gegndi. Hún kom víðar við.
Meðal annars starfaði hún um ára-
bil í Kvenfélaginu Gleym-mér-ei í
Eyrarsveit. Meðal helstu áhuga-
mála þess félags var bygging kirkju
í kauptúninu í Grundarfírði og gekk
Guðríður þar fram fyrir skjöldu
ásamt mörgum öðrum konum og
er mér ljúft nú við fráfall Guðríðar
að minnast þeirrar vösku kvenna-
sveitar. Þar á meðal má nefna Höllu
Halldórsdóttur, Spjör, Halldóru Jó-
hannsdóttur, Ytri-Gröf, Ólöfu Þor-
leifsdóttur, Hömrum, Kristínu Run-
ólfsdóttur, Búðum, Þórdísi Þorleifs-
dóttur, Ásgarði, Soffíu Jóhannes-
dóttur kennara, Elísabetu Helga-
dóttur, Kvíabryggju, Guðrúnu
Ámadóttur, Hópi, Sigríði Elísdótt-
ur, Skallabúðum, o.fl. sem lögðu
hönd á plóginn.
Var þarna mikið í fang færst
enda stóð kirkjusmíðin yfir í mörg
ár. Hún hófst 1960 og var ekki að
fullu lokið fyrr en 1982 er pípuorg-
elið kom í hana. Dáðist þýski orgel-
Fædd 6. ágúst 1895
Dáin 26. apríl 1991
í dag er kvödd hinstu kveðju
föðursystir mín, Sigurbjörg Jónas-
dóttir, sem andaðist þann 26. apríl
síðastliðinn. Sigurbjörg fæddist
þann 6. ágúst 1895 að Ásum i
Svínavatnshreppi, en þangað höfðu
foreldrar hennar flutt tveimur árum
áður. Þau voru Elín Ólafsdóttir frá
Guðrúnarstöðum í Vatnsdal og Jón-
as B. Bjamason frá Þórormstungu
í sömu sveit. Að Sigurbjörgu stóðu
traustar húnvetnskar bændaættir.
Það leiksvið sem lífskjörin út-
hluta fólki á fyrstu áratugum þess-
arar aldar var ótrúlega ólíkt því sem
við þekkjum í dag. Möguleikar til
menntunar voru sáralitlir, enda
þótti varla viðeigandi að kona léti
mikið til sín taka í samfélagi þeirra
tíma. Lífshlaup Sigurbjargar hefði
að sjálfsögðu orðið allt annað hefði
hún fæðst nokkmm áratugum
seinna. Ekki mun hún hafa notið
annarrar skólagöngu en almennrar
barnafræðslu, en það breytti ekki
því að hún hafði óvenju gott vald
á íslensku máli og hafði afburða
fallega rithönd. Um það vitna tugir
sendibréfa sem hún skrifaði ætt-
ingjum og vinum og varðveist hafa.
Arið 1905 fluttist fjölskylda Sig-
urbjargar að Litladal í Svínavatns-
hreppi og er lengst af kennd við
smiðurinn að því að svo fámennur
söfnuður skyldi geta keypt svo dýr-
an grip í kirkjuna og honum skyldi
vera ætlaður þar staður frá upp-
hafí kirkjubyggingarinnar. Guðríð-
ur vann ötullega að kirkjubygging-
unni alla tíð og að mörgum öðrum
framfaramálum sem konurnar í
kvenfélaginu studdu af miklum
dugnaði.
Hún fór oft á fornar stöðvar í
Grundarfirði eftir að hún fluttist
suður og studdi hún m.a. byggingu
Fellaskjóls, heimilis aldraðra, með
myndarlegum gjöfum.
Ávallt þegar Guðríður varð á
vegi okkar var hún glöð í bragði
og svo bjartsýn að það smitaði frá
sér. Og þungbær sjúkdómur megn-
aði ekki að vinna bug á gleði henn-
ar og bjartsýni. Hún hafði líka mik-
ið til að gleðjast yfir, stórum og
myndarlegum hópi bama og
tengdabama og barnabarna. Sum
voru í Englandi og Ameríku og var
hún dugleg að vitja þeirra á liðnum
ámm. Eiginmaður hennar var Hall-
grímur Sveinsson frá Hálsi en þau
slitu samvistir.
17. júlí 1990 var mikill gleðidag-
ur þegar hún hélt hátíðlegt áttræð-
isafmæli sitt ásamt tvíburabróður
sínum, Pétri. Var þar samankomin
stór fjölskylda, margir afkomendur
foreldra Guðríðar og Péturs, Sig-
urðar Eggertssonar skipstjóra og
bónda í Suður-Bár í Gmndarfírði
og konu hans, Ingibjargar Péturs-
dóttur, en hún var systir Sigurðar
Kristófers Péturssonar rithöfundar.
Þá var það merk stund í lífí Guðríð-
ar og systkinanna frá Suður-Bár
er þau minntust aldarafmælis móð-
ur sinnar, Ingibjargar, árið 1987
við messu í gömlu sóknarkirkjunni
að Setbergi sem þau færðu altaris-
klæði að gjöf í tilefni afmælisins.
Góð kona, glöð og bjartsýn, er
gengin, jákvæð og brosmild hvað
sem á gekk, jafnvel í þungri sjúk-
dómsþraut. Á saknaðarstundu biðj-
um við vinir hennar og samferða-
menn ástvinum hennar blessunar
Guðs og óskum þess að hún megi
nú njóta gleðinnar sem æðst er,
gleðinnar hjá Guði.
Áslaug og Magnús
þann bæ. Systkini hennar vom
Bjarni, fæddur 24. febrúar 1891,
dáinn 1984, bóndi í Blöndudalshól-
um, jafnframt kennari og fræði-
maður; Ólafur, fæddur 20. desem-
ber 1892, dáinn 1936, bóndi í Litla-
dal, faðir minn; Guðrún, fædd 22.
apríl 1893, dáin 1990; Ásta fædd
10. júlí 1904, búsett í Reykjavík.
Uppvöxtur Sigurbjargar mun hafa
verið með líkum hætti og gerðist
til sveita á þessum áram.
Rúmlega tvítug dvaldist hún um
tíma í Reykjavík og fékk þar tilsögn
í pijónaskap og annarri handa-
vinnu. Seinna keypti hún sér pijóna-
vél, og eftir það varði hún flestum
þeim stundum sem gáfust frá ann-
arri iðju við að pijóna. Allt fram
um þrítugsaldur vann hún á búi
foreldra sinna og var óþreytandi
að hlynna að móður sinni eftir að
heilsa hennar og kraftar fóru þverr-
andi.
Árið 1936 deyr Ólafur bróðir
hennar, bóndi í Litladal, en hann
hafði teki við búi af foreldrum sín-
um nokkrum ámm áður og hafði
Sigurbjörg unnið á því heimili af
þeim dugnaði og trúmennsku sem
henni var lagið. Við fráfall Ólafs
varð mikil breyting á högum fjöl-
skyldunnar. Eftirlifandi eiginkona
hans, Hallfríður Björnsdóttir, seldi
búið og flutti af jörðinni. Það var
mikið áfall fyrir mig og sýstur mína,
Vinur minn er dáinn. Hún amma
mín sem var mér ómetanleg stoð
og fyrirmynd er nú horfín á braut.
Ég veit að hennar tími var kominn.
Þó fínn ég til söknuðar og ég get
ekki varist því að riíja upp minning-
ar, sem eru tengdar ömmu minni.
Frá æsku minni minnist ég ömmu
Guju fyrir vestan, ömmu á símstöð-
inni. Það var alltaf tilhlökkunarefni
að fara í Gmndarfjörðinn til að
vera hjá ömmu, leika sér og fá að
hjálpa eftir því sem hægt var. Þar
var alltaf nóg að gera. Verst var
að geta ekki farið oftar í heimsókn,
Amma mín var engin venjuleg
amma. Hún sinnti starfí sínu sem
símstöðvarstjóri af miklum dugn-
aði. Á þeim árum var sjaldgæft að
konur væru jafn sjálfstæðar og
dugmiklar í atvinnulífinu eins og
amma var. Þó fannst mér lýsandi
fyrir afstöðu hennar að hún taldi
sig frekar vera jafnréttissinna en
kvenréttindakonu.
Svo fór amma á ellilaun og flutti
í bæinn. Ég hugði mér gott til glóð-
arinnar og taldi að nú væm feitir
sætabrauðsdagar í vændum, þar
sem ég gæti alltaf skroppið í heim-
sókn og setið hjá ömmu minni í
góðu yfirlæti. Ég komst fljótt að
því að betra var að gera boð á
undan sér, því amma sat ekki auð-
um höndum og líkur vom á að hún
væri ekki heima. Það vom kvenfé-
lagsfundir, heimsóknir til vina og
ættingja, spítalavitjanir og ensku-
námskeið. Ámma var alls ekki hætt
að njóta lífsins þó hún væri komin
á ellilaun og hafði nóg að gera.
Alltaf var þó tími fyrir mig þegar
ég hringdi í hana og vildi koma í
heimsókn og heimsóknirnar vom
ekki bara kryddaðar með sæta-
brauði, því um margt var að spjalla.
Samtölin við ömmu voru skemmti-
leg því amma hafði skoðanir á öllu
og fylgdist mjög vel með. Samtölin
við ömmu voru Iíka gefandi vegna
þess hve hreinskilin og jákvæð hún
var. Ekki síst voru samtölin við
ömmu uppbyggjandi vegna þess að
hún hlustaði og tók mark á því sem
ég sagði.
Árin bættust við, bæði hjá ömmu
minni og mér. Ég kynnti ömmu
fyrir ástinni minni og stofnaði heim-
ili. Síðar gifti éjg mig og amma var
svaramaður. Eg held að okkur
ömmu hafi báðum fundist vináttan
og tengslin styrkjast við þetta.
Nú er ég sjálf orðin móðir og
sonur minn hefur átt langömmu í
rúm 7 ár. Ég er þakklát fyrir árin
sem við öll höfum fengið að njóta
með ömmu. Ég er líka þakklát fyr-
Birnu, að skiljast við þessa elsku-
legu frænku okkar svo góð og þolin-
móð sem hún var okkur, en hafði
verið á heimilinu allt okkar líf. Eft-
ir þetta voru fundir okkar stijálir
og stuttir, en vinsemd hennar í
garð minn og fjölskyldu minnar var
alltaf sú sama.
Árið 1937 réðst hún sem ráðs-
kona að Stóm-Giljá í Þingi í Húna-
vatnssýslu og þeirri stöðu gegndi
hún til ársins 1972. Þessi mörgu
ár vom ár mikilla anna og umsvifa,
því heimilið var stórt og gestrisni
í heiðri höfð. Þá kom sér vel að
Sigurbjörg var ákaflega myndarleg
og víkingur til allrar vinnu. En lang-
ur mun vinnudagurinn oftast þafa
verið og laun sennilega ekki í sam-
ræmi við afköst.
Árið 1972 flutti Sigurbjörg ti!
Reykjavíkur og bjó um nokkurt
ir þá ástúð sem hún hefur gefið
okkur. Amma mín kenndi mér svo
margt sem ég mun alltaf búa að.
Það sem mér er þó minnisstæðast
er að amma breytti viðhorfi mínu
til gamals fólks. Það er ömmu að
þakka að ég fagna hveiju ári sem
bætist við í aldri og þroska. Ég
kvíði ekki fyrir því að verða gömul
og vona að ég geti borið árin af
sömu reisn og amma mín gerði.
Amma mín var trúuð kona og
ég bið þess að hún fái nú hvíld og
frið í himnaríki hjá þeim Guði sem
hún trúði á.
Auður Sigr. Kristinsdóttir
Við áttum margra ára trygga og
góða samleið. Hún var þá stöðvar-
stjóri í Gmndarfirði, en ég í Stykkis-
hólminum. Eftir því sem samstarf
okkar var lengra því traustara. Hún
kom að símanum úr sveitinni, en
undarlega fljótt komst hún inn í
starfíð og vann því af alhug. Stykk-
ishólmur var þá aðalstöð og sjálf-
virki síminn ekki kominn. Grundar-
ljörður gerði skil þangað. Og ekki
vom margar villurnar í reikningn-
um frá henni. Og skilyrðin sem hún
byijaði við frumleg svo ekki sé
meira sagt. Símanum var jafnan
lokað kl. 8 eða 9. Og oft var bank-
að upp á þegar þurfti um nætur
að fá fyrirgreiðslu sem ekki mátti
bíða til morguns. Og öllu kvabbi tók
hún með ró og jafnvel brosi. Leysti
úr málunum. Þannig var það um
allar símstöðvar þeirra daga. Marg-
ur sjómaðurinn er þakklátur fyrir
skeið með systrum sínum, Ástu og
Guðrúnu. En hún festi ekki rætur
í höfuðstaðnum sem varla var von
eftir nær átta áratuga búsetu norð-
ur í landi. Því ákvað hún eftir veik-
indi og stranga sjúkrahúsvist að
sækja um dvöl á Ellideild Héraðs-
hælisins á Blönduósi. Dvöl hennar
þar varð á annan áratug. Leið henni
þar vel enda var starfsfólkið henni
einstaklega gott. Fyrstu árin pijón-
aði hún mikið því henni var sýnd
sú tillitssemi að fá að hafa pijóna-
vélina sína hjá sér. Það var henni
mikils virði því vinna var hennar
hálft líf. En það kom að því að
þrekið var búið og síðustu mánuði
ævi sinnar var hún rúmföst.
Vinir Sigurbjargar á Blönduósi
eiga þakkir skyldar fyrir þá um-
hyggju sem þeir sýndu henni og
vil ég þar nefna syni Klöru Bjarna-
dóttur og eiginkonur þeirra, svo og
Ingibjörgu Bergmann, vinkonu
hennar til margra ára. Einnig vil
ég þakka læknum, hjúkrunarfólki
og öðru starfsfólki Héraðshælisins
fyrir góða hjúkrun og alúð henni
til handa.
Sigurbjörg var ákafleg trygglynd
kona og hreinskiptin. Hún var stór-
brotin í lund og tók jafnan svari
þeirra sem henni fannst hallað á
og voru minnimáttar. Ekki var hún
auðug á veraldarvísu en hafði því
meira að gefa af hlýhug og mildi.
Nú þegar elsku frænka mín er
kvödd er mér efst í huga þakklæti
fyrir að fá að kynnast henni og
njóta þeirrar ástúðar og vinsemdar
sem jafnan streymdi frá henni. Og
þakka henni fyrir allt það góða sem
hún gerði fyrir okkur öll.
Elín Ólafsdóttir
hve þeir máttu alltaf leita til stöðv-
arstjóranna. Heimsóknir milli okk-
ar, ekki svo fáar, efldu kynnin.
Traustari urðu böndin. Hún Guðríð-
ur stóð fyrir sínu. Guðríður þekkti
baráttu lífsins, stóð fyrir marg-
mennu heimili í þjóðbraut. Kom upp
myndarlegum barnahóp. Miklum
auðæfum.
Hún fékk sem aðrir að kynnast
kreppuárunum og mörgu öðru og
kom úr þeim þrautum sterk. Með-
lætið hefir sína kosti og ókosti. Það
vorum við sammála um enda alin
upp við slíkar aðstæður.
Þegar ég kom í Hólminn bjó
Guðríður asamt manni sínum Hall-
grími Sveinssyni á Hálsi í Eyrar-
sveit. Er hún hætti símstjórastörf-
um og flutti suður breyttist ekkert
vinátta okkar, varð fremur traust-
ari en hitt. Við vomm bæði sam-
mála um að vinátta væri gulli betri
og auðæfi að hlúa að henni. Við
vorum líka sammála um sárindi
brigðmælgis.
Póstur og sími var á heimili henn-
ar og gleymi ég því aldrei þegar
brann þar og hve hún var dugleg
að bjarga verðmætum símans. Um
sjálfa sig hugsaði hún minna.
Minningar mínar em hlaðnar
þakklæti nú þegar við kveðjumst í
bili, því við trúðum bæði að starf
biði að loknu jarðlífí.
Um leið og við hjónin sendum
ástvinum hennar samúðarkveðjur,
biðjum við vinkonu okkar guðs
blessunar á vegum ljóssins og lífs-
ins._
Ég þakka kærri vinkonu fyrir
allt.
Árni Helgason
Föstudaginn 26. apríl sl. lést á
Landspítalanum föðursystir mín
Guðríður Stefanía Sigurðardóttir.
Hún fæddist 17. júlí 1910 á Brimil-
svöllum í Fróðárhreppi, dóttir hjón-
anna Ingibjargar Pétursdóttur og
Sigurðar Eggertssonar skipstjóra.
Þegar Guðríður var níu ára fluttist
hún ásamt foreldrum að Suður-Bár
í Eyrarsveit þar sem hún ólst upp.
Guðríður giftist Hallgrími
Sveinssyni frá Hálsi í Eyrarsveit
og hófu þau búskap þar. Eitt sinn
þcgar Hallgrímur var að smala varð
hann fyrir því að hrapa í Kirkjufell-
inu og slasaðist illa og bar hann
þess aldrei bætur síðan. Hallgrímur
var annálaður dugnaðarmaður og
var það honum erfitt hlutskipti að
geta ekki gengið heill til skógar.
Brugðu þau því búi og fluttust inn
í Grafarnes, sem nú er nefnt Grund-
arfjörður, en þá var að myndast þar
þorp og tóku þar við rekstri Pósts
og síma. Afleiðingar slyss þess sem
Hallgrímur varð fyrir urðu þó meiri
og erfiðari en séð var fyrir. Hann
varð að dveljast langdvölum undir
læknishendi í Reykjavík og urðu
þær aðstæður til að þau slitu sam-
vistir. Stóð þá Guðríður uppi með
sjö börn, yngsta á fyrsta ári og elsta
fímmtán ára. Eftir að Hallgrímur
náði heilsu starfaði hann hér fyrir
sunnan. En þau gátu sameiginlega
glaðst á góðum stundum yfír sér-
staklega myndarlegum og dugmikl-
um börnum og afkomendum þeirra.
Hallgrímur lést 16. ágúst 1986.
Börn þeirra eru: Sigurður, forstöðu-
maður þjónustusviðs Hafnarfjarð-
arhafnar, búsettur í Hafnarfirði,
kvæntur Erlu Eiríksdóttur verslun-
armanni og eiga þau þijú börn og
eitt barnabarn: Selma, fasteigna-
sali, búsett í Bandaríkjunum, gift
Erastus Ruga löggiltum endurskoð-
anda og eiga þau tvö börn: Sveinn,
skólastjóri Bændaskólans á Hvann-
eyri, kvæntur Gerði Karitas Guðna-
dóttur skrifstofumanni og eiga þau
eitt barn og eitt fósturbarn: Ingi-
björg, skólaritari, búsett í Reykja-
vík, gift Kristni Ólafssyni tollgæslu-
stjóra og eiga þau ljögur börn og
eitt bamabarn: Halldóra, hjúkrun-
arfræðingur og ljósmæðrakennari,
búsett í Englandi, gift Peter Laszlo
verslunarstjóra og eiga þau tvö
börn: Guðni Eggert, rafvirkjameist-
ari, búsettur í Grundarfirði, kvænt-
ur Bryndísi Theódórsdóttur og eiga
þau þijú börn: Hallgrímur, verk-
fræðingur, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Guðríði J. Guðmundsdótt-
ur hjúkrunarfræðingi og eiga þau
fjögur börn.
Sigurbjörg Jónas-
dóttir - Minning