Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARPAGUR 4,. MAÍ.1991 t Móðir okkar, GUÐRÚN SÍMONARDÓTTIR BECH, andaðist í Hjúkrunarheimilinu Skjóii fimmtudaginn 2. maí sl. Auður Þorbergsdóttir, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Þór Þorbergsson, Þorbergur Þorbergsson. t Ástkær móðir mín, amma og langamma, ÁSDÍS ÞÓRKATLA MAGNÚSDÓTTIR, Hörgatúni 7, Garðabæ, andaðist á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 2. maí. María Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN KRISTINN KJARTANSSON, Skipasundi 88, lést á Landakotsspítala föstudaginn 3. maí. Útförin auglýst síðar. Guðbjörg Guðnadóttir, Guðni Gunnarsson, Esther Gunnarsson, Gunnar Guðnason, Helgi Guðnason, Kristinn Guðnason. Systir okkar, t HERDIS MAGNÚSDÓTTIR, Reynimel 50, lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 2. maí. Sæunn Magnúsdóttir Jónas Óskar Magnússon, Ragnhildur H. Magnúsdóttir, Inga Magnúsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÓLAFSSON, húsvörður, Hamrahlíð 17, andaðist á heimili sínu 2. maí. Jarðarförin verður augtýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Sigrún Þorsteinsdóttir. t Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, JÓHANN ÞÓRÐARSON, Sunnutúni, Stokkseyri, lést af slysförum 1. maí. Jarðarförin auglýst sfðar. Valgerður Sigurðardóttir, Þórður Guðnason, Elvar Þórðarson, Helga Jónasdóttir, Gerður Þórðardóttir, Bjarni Hallfreðsson og systkinabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR frá Torfgarði, til heimilis 1 Lönguhlið 3 Reykjavik, andaðist að kvöldi sunnudagsins 28. apríl á Lyflækningadeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Útför hennar verður tilkynnt síðar. Fyrir hönd vandamanna. Sigurður Helgi Björnsson, Auður Theodórs, Egill Birkir, Theodór Skúli. t Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug við lát RÖGNU ELÍSABETH WENDEL. Bjarnþór Karlsson, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hinnar látnu. Hörður S. Jóns- son - Kveðjuorð Fæddur 2. október 1933 Dáinn 24. apríl 1991 Hann er dáinn, hann Hörður bróðir minn, stundi eiginkona mín er hún lagði frá sér heymartólið á símann. Hvílík harmafregn. Mig setti hljóðan 0g ég sat agndofa um stund. Hugurinn fór á flug og ótal minningar brutust fram tengdar þessum góða mági mínum sem alla tíð hafði að leiðarljósi staka góðvild og mannkærleika. Ég vil með nokkrum orðum minnast kærkom- ins mágs míns sem andaðist 24. apríl sl. langt fyrir aldur fram. Hörður fæddist í Hafnamesi, Fáskrúðsfirði, 2. október 1933, son- ur hjónanna Guðlaugar Halldórs- dóttur og Jóns Níelssonar, útvegs- bónda, er þar bjuggu og var hann yngstur 10 systkina. í Hafnarnesi kynnist Hörður snemma allri al- gengri vinnu, bæði til sjós og lands. Eftir fráfall föður síns bjó Hörður með móður sinni um árabil í Hafn- arnesi. Á veturna þurfti hann, eins og þá var títt, að sækja atvinnu burt úr plássinu og urðu þá bæði Vestmannaeyjar og Sandgerði fyrir valinu því ávallt var sjósókn eða önnur tengd störf honum efst í huga. I Sandgerði kynntist hann svo eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Traustadóttur, ættaðri úr Sand- gerði og giftu þau sig 14. desember 1956. Þar bjuggu þau um tíma. Börn þeirra eru sex og öll hin mann- væniegustu. Þau eru: Jón Trausti, fæddur 24. október 1956, kvæntur Fjólu Kristjánsdóttur, búsett í Hafnarfirði: Jóhanna, fædd 17. nóv- ember 1957, gift Birgi Jósafats- syni, búsett í Rvík; Dagbjartur, fæddur 30. desember 1959, sambýl- iskona Anna Bergsdóttir, búsett á Djúpavogi; Guðlaugur, fæddur 23. júní 1961, sambýliskona Hafdís E. Bragadóttir, búsett á Djúpavogi; Erlingur fæddur 19. mars 1963, sambýliskona Elsa E. Sigurfinns- dóttir, búsett í Rvík; Björk, fædd 20. mars 1967, unnusti Renos Dem- endrío, búsett á Kýpur. Fyrir hjóna- band eignaðist Hörður einn son, Ingvar Hjört, búsettan á Fáskrúðs- firði. Barnabörnin eru orðin 11 en 10 eru á lífi og voru þau öll sólargeisl- ar afa síns enda barngóður með endemum. Frá Sandgerði flytja þau svo búferlum til Hafnarfjarðar og þaðan er svo stunduð vinna, ýmist á sjó eða landi og gripið það sem best gaf hverju sinni. Um árabil stund- aði Hörður sendibílaakstur í Hafn- arfírði og muna margir þau störf hans sökum ljúfmennsku og lipurð- ar. Það er svo margs að minnast að það gæti enst í margar greinar. Hörður var einlægur í viðmóti, gestrisinn og viðræðugóður, barn- góður með afbrigðum, jafnvel svo að um var talað. Hann var einnig vel virtur meðal samstarfsmanna og allra þeirra er áttu við hann Valtýr Guðmundsson skipsljóri - Minning Þegar dauðann ber að garði, verða fyrstu viðbrögð oft vantrú og reiði. Síðan hvolfist sorgin yfír og þeir heppnu geta grátið og fengið eðlilega útrás fyrir hana. Dauðinn er jú þróun i lífskeðjunni, við fæð- umst, lifum og deyjum síðan. Þann 26. apríl síðastliðinn kvaddi þennan heim tengdafaðir minn, Valtýr Guðmundsson. Mig langar að minnast hans í örfáum orðum. Ég kynntist Valtý fyrir um það bil fímmtán árum. Það var fljótlega sem ég tók eftir yfirmáta hjálpsemi sem hann vildi sýna fólki sínu. Þannig var að ég var að koma heim með syni hans í fyrsta sinn og Valtýr hafði frétt af því að ég hafði verið svo óheppin að tapa seðla- veski mínu daginn áður, nema það, áður en ég fór kallaði hann á mig . og rétti mér peningaseðil og sagði, hérna væna mín, það er ómögulegt að vera auralaus. Þetta lýsir honum vel, finnst mér, því hann var sérlega næmur á að fínna hvenær hjálpsemi væri þörf. Þeir eiginleikar sem Val- týr bjó einnig yfir var ákveðni, hann komst það sem hann ætlaði sér. Það hefur nú sjálfsagt verið lítið annað en ákveðni og harka sem dreif hann til útlanda þrisvar sinn- um á þessu eina og hálfa ári síðan ‘hann veiktist. Það var mjög svo ánægjuleg ferð sem við fórum í saman til Danmerkur nú um pásk- ana og hann hafði svo gaman af, en hún var alveg áreiðanlega erfíð fyrir hann, en þetta var það sem hann ætlaði sér. Nú hefur hann farið sína hinstu ferð 0g ég trúi því að þjáningar hans séu að baki. Ég vil þakka elskulegum tengdaföður góð kynni, hann hefur kennt mér t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT THEODÓRA GUNNARSDÓTTIR, Reykjahlið 12, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Guðjón Sigurðsson, Auður Guðjónsdóttir, Kristján Róbertsson, Unnur Guðjónsdóttir, Bergljót Guðjónsdóttir, Jóhannes Eiríksson, Bragi Guðjónsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Við hið hörmulega fráfall sonar okkar, bróður og mágs, ÓLAFS PÁLS PÁLSSONAR, Skúlagötu 9, Borgarnesi, viljum við þakka öllum þeim sem sýndu okkur hlýju, hug og styrk í mikilli sorg okkar. Guð blessi ykkur öll, Ragnheiður Oddsdóttir, Páll Kjartansson, Einar Pálsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ásta Pálsdóttir, Guðmundur Þorgrimsson. samskipti og nú sakna vinar í stað. Hann hafði í nokkur ár átt við las- leika að stríða en stundaði störf sín fram á síðasta dag. Hörður var ljúf- ur maður og vildi öllum vel og gott gera. Hann var samviskusamur, nákvæmur og kröfuharður, hafði ákveðnar skoðanir og sterka kímn- igáfu. Hjálpsamur var hann með afbrigðum og alltaf reiðubúinn ef með þurfti. Hann reyndist heimili mínu sannur vinur. Fyrir það vil ég þakka. Minningin lifír um góðan dreng. Elskulegri eftirlifandi eigin- konu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, svo og öðrum að- standendum bið ég blessunar Guðs, við hið mikla fráfall. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Hjartarson margt í lífínu. Ég læt þetta ljóðabrot eftir Stein- grím Thorsteinsson fylgja með því hann Valtýr hélt mikið upp á það. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðstá ber, guð í alheimsgeimi, guð í sjálfum þér. Jónína Jóhannsdóttir fyrir steinsteypu. Þ.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.