Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAl 1991 Aðalfundur Orkubús Vestfjarða: Orkuverð óbreytt þrátt fyr- ir hækkun Landsvirkjunar fsafirði. HAGNAÐUR Orkubús Vestfjarða fyrir áskriftir og sérstakt gjald til ríkissjóðs nam 155 milljónum króna. Afskriftir námu 194 milljón- um og sérstakt gjald til ríkissjóðs nam 59 milljónum þannig að niður- stöðutölur rekstrarreiknings Orkubúsins fyrir árið 1990 sýnir tap upp á 98 milljónir króna. Orkubúið hefur nú verið með sama orkusöluverð frá 1. janúar 1990 og gerir ráð fyrir að halda sömu gjaldskrá út þetta ár ef al- mennar verðlagsforsendur breytast ekki. Er þetta lægsta gjaldskrá Orkubúsins á mælikvarða bygging- arvísitölu frá stofnun þess. Þetta kom fram í ræðu stjómar- formanns Orkubúsins, Eiríks Finns Greipssonar. Fegnrðarsam- keppni Islands: Ekki sjón- varpað beint HVORUG sjónvarpsstöðin sýndi beint frá krýnignu Fegurðar- drottningar Islands á Hótel Is- Iandi í gærkvöldi, en undanfarin ár hefur verið sjónvarpað beint frá úrslitakvöldi keppninnar. Að sögn Baldvins Jónssonar, eins aðstandanda keppninnar, var ákveðið að gera tilraun með að sýna ekki beint. „Stöð 2 mun hins vegar sýna þátt á sunnudaginn þar sem fylgst er með stúlkunum fyrir keppni, í keppninni sjálfri og síðan eftir keppni," sagði Baldvin. Hann sagði að á næsta ári væru liðin tíu ár frá því þeir, sem nú sjá um keppnina, tók við henni og þá ætti að vanda sérstaklega til allra hluta. Með því að sýna ekki beint í gærkvöldi væri hægt að gera sam- anburð á því hvort betra væri að sýna beint frá úrslitakvöldinu eða vera með þátt eins og Stöð 2 verð- ur með á sunnudaginn. ------i-m------ Hafnarfjarðar- kirkja: 50 og 60 ára fermingar- börn heim- sækja kirkjuna Á SUNNUDAGINN kemur, 5. maí, 5. sd. eftir páska sem er bænadagur kirkjunnar, munu nokkur 50 ára og 60 ára ferming- arbörn Hafnarfjarðarkirkju heimsækja kirkjuna en þau fermdust árin 1931 fyrri árgang- urinn í upphafi kreppunnar og hinn 1941 er heimsstríð hafði teygt sig hingað norður í höf með gjörtækum afleiðingum fyr- ir mannlíf og samfélag. Þæ var sannarlega ástæða til að biðja fyrir mannlífi og heimi og var ugglaust gert og hefur stuðlað að farsælum málalyktum. Gott er að geta litið yfir liðna tíð í þökk í kirkjunni og beðið enn fyr- ir framtíð. Við messuna sem hefst kl. 14 mun séra Rögnvaldur Finn- bogason einn úr hópi 50 ára ferm- ingarbarna predika og þjóna fyrir altari ásamt sóknarpresti og Svala Nielsen óperusöngkona syngja lag eftir Árna Gunnlaugsson við texta Helgu Guðmundsdóttur en þau eru bæði úr þeim hópi. Að messu lok- inni munu fermingarbömin hittast í veitingahúsinu Skútunni, Dals- hrauni, og rifja upp fyrri tíð og endumýja kynni. Gunnþór lngason, sóknarprestur. Tókst að ná þessu þrátt fyrir að Landsvirkjun lækkaði afslátt af orkuverði til rafhitunar um 50% á tímabilinu. Orkubúið kaupir nú 61% af orkuþörfinni frá Landsvirkjun og RARIK og er meðalkaupverð kr. 1,48 kílówattstundin. Vegna aðstæðna hefur Orkubú Vestfiarða komið sér upp miklu varaafli með díselvélum í hinum mörgu sveitarfé- lögum og er nú svo komið að Orku- búið getur selt Rafmagnsveitum Reykjavíkur varaafl við sérstakar aðstaeður. Skuldir Orkubúsins eru afar litlar og námu vaxtagjöld ársins 290 þúsund krónur. Ekki er gert ráð fyrir að taka lán til framkvæmda á þessu ári, en áætlað er að þær kosti 118 milljónir króna. Rannsóknir hafa farið fram á mögulegum virkjanaframkvæmd- um á Vestfjörðum, en að sögn Kristjáns Haraldssonar orkubús- stjóra er nú 70 GWh orka nýtt af þeim 610 GWh sem hagkvæmt er talið að virkja á Vestfjörðum. Nokk- uð langt er komið rannsóknum við svokallaða Mjólká 3, en jafnframt hefur farið fram rannsókn á hag- kvæmni virkjunar í Vatnsfirði á Barðaströnd og virðist sú virkjun vera hagkvæmasti kostur Vestfírð- inga í dag. Björn Steingrímsson verkfræð- ingur kynnti niðurstöður rannsókna Vatnsfiarðarvirkjunar og eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er kostnaðarverð orkunnar vel innan meðalkostnaðar þeirra virkjana sem nú eru starfræktar í landinu og er þá ekki gert ráð fyrir því mikla tapi sem verður við flutning orkunn- ar til Vestfjarða. Engar umræður urðu þó um skýrslu Björns og aðeins tvær fyrir- spurnir gerðar, annarsvegar um hvort rætt hefði verið við Náttúru- vemdarráð, en Vatnsfjörður er frið- lýst svæði, og hvort ekki væri hægt að veita vatninu í Kjálkafjörð, sem liggur aðeins austar. Kom þá fram að ekki hefur verið rætt við Nátt- úruvemdarráð, en talið að næsta skrefíð yrði slíkar viðræður. Mjög vel er framkvæmanlegt að flytja virkjunina yfir í Kjálkafjörð en varla yrði talið heppilegra að gera Vatns- fjörð vatnslausan. Jón Ingimarsson verkfræðingur flutti erindi um störf Orkuverðs- jöfnunarnefndar, sem starfaði á síð- asta vetri. I upphafi flaggaði hann fjölda skýrelna sem gefnar hafa verið út um málið á undanförnum árum þótt lítið hafí áunnist. í skýrslu þessarar nefndar er lagt til að rafhitunarkostnaður vísitölufjöl- skyldunnar verði hvergi hærri en 5 þúsund krónur á mánuði á verðlagi í janúar 1991 og að það markmið náist innan tveggja ára. í dag er 240% dýrara að kaupa orku til hús- hitunar á Vestfjörðum en í Reykja- vík og er þó verðið ekki hæst á Vestfjörðum. Heimilisrafmagn er þó ekki nema 22,5% dýrara vestra en_í Reykjavík. í ársskýrslu orkubúsins er sýnt í súluriti þróun fólksfjölda á Vest- fiörðum frá árinu 1930 til 1990, þar kemur fram að á þessum 50 árum hefur íbúafjöldi í þéttbýii, það er stöðum með yfír 200 íbúa á Vestfjörðum, staðið í stað en íbúum fækkað um 65%. Á sama tíma hef- ur íbúum landsins fjölgað um tæp 400%. Þrátt fyrir þetta fer orku- notkun í fjórðungnum vaxandi. Stjóm Orkubúsins kjörin á aðal- Morgunblaðid/Úlfar Ágústsson Jón Ingimarsson flaggar skýrsl- um um orkuverðsjöfnun sem samdar hafa verið á undanförn- um árum. Lítið hefur þó áunnist nema góður hugur þeirra sem skýrslurnar semja. Nýjasta skýrslan kom fram á síðustu dög- um Alþingis og var ekki af- greidd. fundi var endurkjörin, en hana skipa: Eiríkur F'innur Greipsson, Flateyri, Ólafur Helgi Kjartansson, ísafirði, og Magnús Björnsson, Bíldudal. Auk þeirra eru ráðherra- skipuð í stjórn þau Kristján K. Jón- asson, Isafirði, fyrir iðnaðarráðu- neytið, og Bryndís Friðgeirsdóttir, ísafirði, fyrir fjármálaráðuneytið. - Úlfar Vortónleikar í Tón- listarskóla FÍH TÓNLISTARSKÓLI FÍH heldur þrenna tónleika á næstu dögum í tilefni af lokum 11. starfsárs skólans. Vortónleikar skólans verða haldnir laugardaginn 11. maí. Klukkan 13.30 verða tónleikar sígrildrar brautar. Að þeim loknum verður tónleikagestum boðið upp á kaffi og meðlæti, en kl. 15 verða tónleikar jazz- og poppbrautar. Mánudaginn 6. maí kl. 21 verða útskriftartónleikar Eðvarðs Lárus- sonar gítarleikara, en hann er 6. nemandinn sem útskrifast frá Tón- listarskóla FÍH. Eðvarð hóf gít- arnám hjá Guðmundi Gunnarssyni við tónlistarskólann á Akranesi 1978. Hann nam við tónlistarskóla FÍH hjá Snorra Emi Snorrasyni, Birni Thoroddsen og Vilhjálmi Guð- jónssyni frá 1981. Eðvarð hefur leikið með ýmsum þekktum hljóm- sveitum s.s. Tíbrá, Start og nú ís- Eðvarð Lárusson gítarleikari. landsvinum. Eðvarð útskrifast af jazzbraut og samanstendur efnis- skrá tónleikanna af nýjum og göml- um jazzverkum auk eigin verka Eðvarðs. . Aðgangur er ókeypis og öllum heimill að öllum tónleikunum. Gísli Jósefsson við verk sín. Leiðrétting I frétt Morgunblaðsins á mið- vikudag um kjaradeilu flugmanna og Flugleiða var ranglega haft eft- ir Geir Garðarssyni, formanni Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna, að flugmenn hefðu fallið frá flestum kröfum um breyttan vinnutíma. Að sögn Geire voru það Flugleiðir sem féllu frá þessari kröfu. Hins vegar væri það rétt að flugmenn hefðu sett fram sömu kröfu og yrði hún tekin upp aftur í haust. Sýnir í fflaðvarpanum Leiðrétting GlSLI Jósefsson opnaði föstu- daginn 3. maí málverkasýningu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3B. Þetta er önnur einkasýning Gísla en hann sýndi fyrir nokkrum árum í Hamragörðum við Hávallagötu og seldust þá flestar myndimar. Verk- in sem Gísli sýnir eru flest teikning- ar og vatnslitamyndir. Á sýningunni em milli 40 og 50 myndir. Gísli er húsamálari að at- vinnu og hefur unnið við það í 38 ár, en teiknar og málar myndir í frístundum. Hann stundaði nám í Myndlistarekólanum við Freyjugötu á árunum 1964 og ’65. Sýningin er opin daglega frá kl. 12-18 til 12. maí en lokað mánudaga. (Fréttatilkynning) í frásögn af viðurkenningum sem tveir tónlistarskólar veittu efnileg- ustu hljóðfæraleikurum i nýliðnum Músíktilraunum Tónabæjar var far- ið rangt með nafn annars skólans. Hið rétta er að efnilegasti gítarleik- ari Músíktilrauna hlaut viðurkenn- ingu og námskeið að launum hjá Nýja gítarskólanum. Beðist er velvirðingar á þessari missögn. 25 Maíflóa- markaðir FEF hefj- ast í dag MAÍFLÆR FEF fara á kreik í dag, laugardag, en þá verður fyrsti flóamarkaðurinn en síðan alla laugardaga í mánuðnum. Flóamarkaðurinn er haldinn í Skeljanesi 6 og hefst kl 14 eftir hádegi. I fréttíitilkynningu segir * að þar sé að fá tískufatnað frá ýmsum tímum, m.a. hin glæsileg- ustu sumarpils og boli, föt á börn- in í sveitina, mikið er af skóm og töskum, gamaldags herra- bindum og léttum yfirhöfnum. Ekki má gleyma skrautmunum, þjóðbúningadúkkum og búsá- höldum, sófum og smáborðum, vöggu og barnarúmum og er þá fátt eitt talið. Allt er selt á hinu þekkta aldamótaverði sem flóa- markaðir Félags einstæðra for- eldra eru frægir fyrir. Fyrir tveimur vikum var haldið upp á það með kaffisamsæti, tísku- sýningu og ávörpum að tíu ár eru liðin síðan Skeljanes 6 var tekið í notkun sem neyðar og bráðabirgða- húsnæði félagsins. A þessum tíu árum hafa búið þar 178 einstæðir foreldrar með 251 barn eða sam- tals 429 manns. í tilefni þessa var boðið fjölda gesta til afmælishófs, fyrverandi íbúum, ýmsum velunn- urum félagsins, alþingismönnum og borgarfulltrúum ofl. Félagar og íbú- ar mættu vel og dyggilega en það olli undrun að af ráðamönnum mættu aðeins tveir borgarfulltrúar og einn alþingismaður en nokkrir boðuðu forföll vegna kosninganna sem þá voru að bresta á. Félagið keypti svo annað hús fyrir fimm árum á Öldugötu 11 og getur því hýst samtímis 21 fjöl- skyldu í húsunum. I sumar þarf að gera býsna viðamiklar viðgerðir á þaki Öldugötuhússins og rennur allur ágóði flóamarkaðanna rakleitt í það. A mSKDLABÖ SJÁ BÍÓSÍÐU Fróóleikur og skemmtun fyrir háa semlága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.